Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 24
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
24 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
Atvinnuleysi er
skipulagskreppa
Samtök um kvenna-
athvarf í 15 ár
EKKI leikur á því
nokkur vafi að at-
vinnuleysi er nú eitt
alvarlegasta þjóðfé-
lagsmein í Evrópu.
Evrópusamband
verkalýðsfélaga hefur
beint því til allra aðild-
arfélaga sambandsins
að 28. maí verði sam-
eiginlegur baráttudag-
ur gegn atvinnuleysi
og geri menn sitt til
að vekja athygli á
vandanum. Fyrir fá-
einum árum hefði ekki
þurft hvatningu af
þessu tagi hér á landi
því þjóðin var felmtri
slegin þegar ljóst var í byijun þessa
áratugar að íjöldaatvinnuleysi var
að hefja innreið sína í íslenskt þjóð-
félag.
Nú hefur hins vegar orðið furðu
hljótt um þetta þjóðfélagsböl enda
þótt sex þúsund vinnufærir ein-
staklingar séu án vinnu.
Svipuð þróun
og annars staðar
Þetta er svipuð þróun og átti sér
stað í Evrópu á sínum tíma. Fyrst
var rokið upp til handa og fóta,
efnt til mótmæla og hvatt til að-
gerða en síðan gáfust menn upp
og lögðu upp laupana. Sú skoðun
fer að ryðja sér til rúms að atvinnu-
Leggja ætti til hliðar þá
stefnu og 511 þau áform
sem miða að því, segir
Ögmundur Jónasson,
að ná aukinni framleiðni
með því að fækka fólki.
leysi kunni jafnvel að vera óumflýj-
anlegt. Nú er svo komið í Evrópu-
sambandinu að 10,7% vinnuaflsins
eru án vinnu eða 17,8 milljónir
manna. Þetta eru hinar opinberu
tölur. Menn ætla að raunveruleikinn
sé enn svartari.
Athygli vekur þegar tölur um
atvinnuleysi eru skoðaðar hve út-
breytt atvinnuleysi er hjá ungu fólki
en að meðaltali er atvinnuleysi hjá
aldurshópnum 15 til 24 ára 21% í
Evrópu, en helmingurinn af þessum
fjölda hefur verið án atvinnu í meira
en heilt ár. Nú getur jafnvel verið
enn erfiðara fyrir þá sem eru komn-
ir til ára sinna að fá vinnu en hina
sem ungir eru. Hins vegar er lík-
legra að þroskað fólk eigi betra
með að ná tökum á vandanum en
hinir yngri enda hefur það sýnt sig
að mjög stórt hlutfall atvinnulausra
ungmenna lendir í miklum félags-
legum hremmingum.
Vandinn fer vaxandi
Hið alvarlega við ástandið í Evr-
ópu er að það fer heldur versn-
andi. Þótt hagvöxtur aukist og
efnahagslíf rétti úr kútnum dregur
ekki úr atvinnuleysinu. Þannig eru
atvinnulausir í Þýskalandi svo dæmi
^emantaúú&íð
Útskriftargjafir, glæsilegt úrval
DEMANTAHÚSIÐ
Nýju Kringlunni, sími 588 9944
sé tekið 4,6 milljónir
og er það meira en
mælst hefur síðan í
byrjun fjórða áratug-
arins þegar Adolf Hitl-
er komst til valda.
Á eftirstríðsárunum
var full atvinna skil-
greind sem mannrétt-
indi og sums staðar
munu þau réttindi hafa
verið bundin í stjórnar-
skrá. Nú er öldin önn-
ur. Víðast hvar er bein-
línis rekin efnahags-
stefna sem miðar að
því að fækka vinnandi
höndum og er haft á
orði að þeim mun meiri
framleiðni sem fyrirtæki og stofn-
anir ná þeim mun meiri verði hag-
sæld þjóðanna. í kjaraviðræðum í
vetur var þetta boðskapur viðsemj-
enda okkar: Með því að fækka fólki
yrði hægt að hækka kaupið við hina
sem eftir yrðu.
Bætt framleiðni með því að taka
upp skynsamlegri vinnubrögð og
aukin tækni er vissulega eftirsókn-
arverð en árangurinn á að sjálf-
sögðu að nota þjóðfélaginu öllu til
hagsbóta til dæmis með því að
stytta vinnutímann í stað þess að
segja upp fólki.
Ákall verkalýðs-
hreyfingar
í ákalli evrópskrar verkalýðs-
hreyfingar fyrir atvinnu fyrir alla
segir meðal annars: „Sífellt fleiri
konur og karlar eru svipt von um
að fá nokkru sinni tækifæri til að
vinna fýrir sér með því að taka þátt
í uppbyggingu samfélagsins. Þetta
á að kalla réttum nöfnum: félags-
lega ógæfu sem leggur líf fjölda
fólks í rúst, grefur undan þjóðfélagi
þar sem hver getur reitt sig á ann-
an, og veikir þannig stoðir lýðræð-
is. Úrbóta er þörf..
í fyrsta maí ávarpi samtaka
launafólks hér á landi kvað við sama
tón. Þar segir m.a. „Verkalýðs-
hreyfíngin beinir því til þjóðarinnar
allrar að hún vakni af þeim doða
sem nú ríkir gagnvart atvinnuleysi.
Þúsundir manna eru án atvinnu og
margir hafa verið atvinnulausir
langtímum saman. Atvinnuleysið
er orðið varanlegur hluti af lífí
þeirra. Verkalýðshreyfíngin hafnar
efnahagsstefnu sem leiðir yfir okk-
ur atvinnuleysi. Hver maður á rétt
á vinnu. Það er okkar allra að
standa vörð um þann rétt.“
Mikilvægur boðskapur
Þetta er mikilvægur boðskapur
og það sem er mikilvægast af öllu
er að gera sér grein fyrir því að
atvinnuleysi er fyrst og fremst
skipulagsvandi. Þannig er atvinnu-
leysi ekki leið til að spara peninga,
ekki nauðvörn í krappri fjárhags-
stöðu. Það er einfaldlega dýrara að
hafa fólk án vinnu en í vinnu. Fyr-
ir þjóðfélagið er þetta bláköld efna-
hagsleg staðreynd. Ekki skortir
heldur verkefnin.
Það sem skortir er vilji til að
reka efnahagsstefnu sem tryggir
öllum vinnu. Fyrsta skrefið sem
ætti að stíga er að leggja til hliðar
þá stefnu og öll þau áform sem
miða að því að ná aukinni fram-
leiðni með því að fækka fólki.
Þetta kallar á gjörbreytta af-
stöðu frá því sem nú almennt er
við lýði, breytta stefnu í öllum
grundvallaratriðum. Og verkefnið
í mótun allra þeirra þátta sem
hafa áhrif á atvinnulífið, skatta-
stefnu og hina efnahagslegu og
félagslegu umgjörð vinnumarkaðar
almennt, þarf að ganga út á þetta:
Að búa svo um hnútana að eftir-
sóknarvert verði að fjölga vinnandi
höndum.
Höfundur er alþingismaður og
formaður BSRB.
Ögmundur
Jónasson
ÞAÐ VAR rennt
blint í sjóinn þegar boð-
að var til stofnfundar
Samtaka um kvenna-
athvarf 2. júní 1982.
Fundarboðendur komu
úr ýmsum kvenna-
hreyfingum ásamt
konum sem höfðu
kynnst áhrifum heimil-
isofbeldis í starfí sínu.
Ofbeldi á heimilum
hafði lítið verið rætt
opinberlega hér á landi
og fáir gerðu sér grein
fyrir að um útbreitt
samfélagsvandamál
væri að ræða. En fólk
dreif að, salurinn
reyndist of lítill og strax á fundinum
gerðust um 200 einstaklingar og
félagasamtök stofnfélagar. (í dag
eru um 600 félagar í Samtökun-
um.) Um sumarið og haustið var
málefnið kynnt fyrir ráðamönnum,
leitað að hentugu húsnæði, starfs-
fólk þjálfað og ráðið og 6. desem-
ber 1982 var Kvennaathvarfið opn-
að í Reykjavík.
í dag, 28. maí, halda Samtök um
kvennaathvarf upp á 15 ára af-
mæli Samtakanna. Margt hefur
gerst á 15 árum. Það væri rangt
að segja að ekkert hefði breyst frá
því að Samtökin voru stofnuð. Það
hefur orðið gífurleg viðhorfsbreyt-
ing bæði hjá almenningi og stjórn-
völdum. En samt er óralangt í land.
Ekkert bendir til að ofbeldið minnki
og ennþá þurfum við á Kvennaat-
hvarfínu að halda, sem er geysilega
mikilvægur hlekkur fyrir konur og
börn sem búa við ofbeldi. Á síðasta
ári hafði aðsókn í Kvennaathvarfíð
sjaldan verið meiri. Skráðar voru
368 komur kvenna og
115 komur bama.
Símtöl í neyðarsíma
voru 2.140.
Kvennaathvarfið er
opið allan sólarhring-
inn, allan ársins hring.
Þangað geta konur
komið til dvalar og í
viðtöl eða hringt til að
fá aðstoð eða upplýs-
ingar. Í Athvarfínu er
enginn sem leggur kon-
ur inn og enginn sem
útskrifar þær. Konurn-
ar koma þegar þær, að
eigin mati, þurfa þess
og fara þegar þær era
tilbúnar til þess.
Markmið Samtaka um kvennaat-
hvarf eru eftirfarandi:
1) Að reka athvarf, annars vegar
fyrir konur og börn þeirra þegar
dvöl í heimahúsum er þeim
óbærileg vegna andlegs eða lík-
amlegs ofbeldis eiginmanns,
sambýlismanns eða annarra
heimilismanna og hins vegar
konur sem verða fyrir nauðgun.
2) Að veita ráðgjöf og upplýsingar,
efla fræðslu og umræðu um of-
beldi innan fjölskyldu, m.a. til
að auka skilning í þjóðfélaginu
á eðli ofbeldis og afleiðingum
þess og stuðla að því að þjóðfé-
lagið, lög þess og stofnanir
vemdi og aðstoði þá er slíkt
ofbeldi þola.
Þegar Kvennaathvarfið tók til
starfa héldu flestir því fram að of-
beldi gegn konum væri tengt stétt
og áfengisneyslu. En við vitum
meira í dag en fyrir 15 árum og
er nýútkomin skýrsla dómsmálaráð-
Þegar Kvennaathvarfíð
' 3»
tók til starfa, segir Asta
Júlía Arnardóttir,
héldu flestir því fram
að ofbeldi gegn konum
væri tengt stétt og
áfengisneyslu.
herra um orsakir, umfang og afleið-
ingar heimilisofbeldis og annars
ofbeldis gegn konum og börnum
staðfesting á þeirri vitneskju.
Skýrslan dregur upp ofbeldisfyllra
þjóðfélag heldur en margir hafa
eflaust gert sér í hugarlund og því
er mikilvægt að hugað sé gaum-
gæfílega að forvarnarstarfi í fram-
tíðinni.
Það er einstaklega ánægjulegt
að skýrsla dómsmálaráðherra skuli
hafa komið út á 15 ára afmælisári
Samtaka um kvennaathvarf. Sam-
tökin vilja koma á framfæri þakk-
læti til allra sem að skýrslunni stóðu
því hún er ómetanleg fyrir það starf
sem á eftir að vinna. Og þótt okkur
takist ekki að koma í veg fyrir of-
beldi gegn konum og börnum fyrir
árið 2000 þá hlýtur okkur að tak-
ast að stuðla að því að konur og
börn sem búa við ofbeldi á heimilum
sínum eigi greiðari leið út úr því
en verið hefur. En það verkefni
hlýtur að vera samstarfsverkefni
þjóðarinnar allrar.
Höfundur er fræðslu- og
kynningarfulltrúi Samtaka um
kvennaathvarf.
Ásta Júlía
Arnardóttir
Eru samræmd próf
hafin yfir gagnrýni?
NIÐURSTÖÐUR
samræmdu prófanna
liggja nú fyrir og Þór-
ólfur Þórlindsson, for-
stöðumaður Rann-
sóknarstofnunar upp-
eldis- og menntamála
(RUM), hefur tjáð sig
um þær. Stærðfræði-
prófið mældi það sem
það átti að mæla.
Meðaltal var að vísu
aðeins lægra en í fyrra
og færri fengu 10, en
þetta var gott próf og
ekki var hægt að
greina nein merki um
tímahrak. Ef leita á
skýringa á lélegum ár-
angri ber að skoða áherslur í
kennslunni. Það var ekkert að próf-
inu. Þetta er í stuttu máli það sem
kom fram í viðtali við Þórólf Þór-
lindsson í fréttaþættinum Hér og
nú í Ríkisútvarpinu síðastliðinn
föstudag. Það er ekkert að marka
yfírlýsingar kennara sem voru á
staðnum og upplifðu tímahrak og
uppgjöf nemenda sinna og því síður
er mark takandi á nemendum.
Ályktun fundar stærðfræðikennara
í Hagaskóla er líka ómerk. Rann-
sóknarstofnun uppeldis- og
menntamála hefur svarað gagn-
rýni, hún hefur sjálf lagt mat á
eigin verk og kveðið upp sinn dóm.
Ég get verið sammála því að það
þurfi að bæta stærðfræðikennslu í
grunnskólum, efla kennaramenntun
og endurmenntun kennara og
breyta áherslum í kennslunni. En
ég efa stórlega að leiðin til að efla
stærðfræðilega hugsun nemenda sé
að auka þjálfun í algebru eins og
hún birtist á samræmdu prófunum
eða leggja meiri áherslu á almenn
brot. Flestallir nem-
endur á grunnskóla-
aldri eiga vasareikna
þar sem hægt er að
reikna almenn brot og
með slíkum vasareikni
framkvæma flestir
framhaldsskólanemar
brotaútreikninga. Get-
ur ekki verið að fram-
haldsskólinn þurfi líka
að líta i eigin barm og
breyta áherslum? Börn
sem heija grunnskóla-
nám í dag koma inn í
skólann með annað
veganesti en fyrir
15-20 árum og þarf
grunnskólinn að haga
störfum sínum í samræmi við það
og taka við nemendum eins og þeir
eru staddir og vinna úr því. Þarf
ekki framhaldsskólinn að gera slíkt
hið sama?
Víkjum nú að öðru sem átti í
rauninni að vera meginatriði þess-
arar greinar, þ.e.a.s. samræmdu
prófí í dönsku. í Morgunblaðinu síð-
astliðinn laugardag kemur fram að
danskan hafí komið best út á sam-
ræmdu prófunum í ár. Þórólfur
Þórlindsson er inntur eftir skýring-
um og leyfi ég mér að vitna hér í
orð hans.
„Mín tilfinning er sú að það hafi
verið verulegur kraftur í dönsku-
kennurum undanfarið og að það
hafí átt sér stað veruleg uppbygg-
ing í faginu. En maður veit náttúru-
lega aldrei nákvæmlega hvort próf-
in eru sambærileg frá ári til árs.“
(Mbl. 24. maí).
Við dönskukennarar eigum sem
sagt að vera glaðir og sjálfsagt
getur RUM fullyrt að þetta próf
hafi líka mælt það sem það átti
Ég ætti að sjálfsögðu
að þegja, segir Guðný
Helga Gunnarsdóttir,
og vera himinlifandi yfir
frábærum árangri nem-
enda minna í dönsku.
83% fengu 8 og yfír.
að mæla. En við vitum betur og
það vita nemendur okkar líka.
Prófið var of létt og svarmöguleik-
ar leiðandi. Með smáhugsun og
útsjónarsemi var hægt að útiloka
svarmöguleika. Svo til allt prófið
var krossaspurningar og það er
mjög mikill vandi að semja gott
krossapróf.
Ég ætti að sjálfsögðu að þegja
og vera himinlifandi yfir frábærum
árangri nemenda minna í dönsku,
þar sem 83% voru með einkunnina
8 og yfir. En það er ekki hægt að
skýra þennan góða árangur með
jákvæðu andrúmslofti í kringum
dönskukennsluna eða frábærri
kennslu minni, prófið var einfald-
lega gallað. Það veit ég og nemend-
ur mínir og það ætti Rannsóknar-
stofnun uppeldis- og menntamála
einnig að geta séð með því að skoða
prófið og niðurstöður þess. Hvernig
eigum við að geta treyst stofnun-
inni þegar allt sem frá henni kem-
ur er hafið yfir alla gagnrýni? Skýr-
inganna er alltaf að leita hjá skól-
unum.
Höfundur kennir stærðfræði og
dönsku í 10. bekk Æfingaskólans.
Guðný Helga
Gunnarsdóttir