Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Golfklúbbur Reykjavíkur langt kominn með viðgerðir á gamla Korpúlfsstaðahúsinu
Líf færist í súr-
heysgryfjurnar
AUSTASTA burst Korpúlfsstaða-
hússins er óðum að taka á sig
nýja mynd, en þar eru súrheys-
gryfjurnar að breytast í aðstöðu
fyrir Golfklúbb Reykjavíkur.
Stefnt er að því að allt verði til-
búið upp úr miðjum júlí. Garðar
Eyland, formaður GR, segir fram-
kvæmdir ganga vel en þær hófust
í febrúar. Verið er að glerja og
Ijúka múrverki og fyrirhugað er
að skipta um þak á húsinu.
Gluggar á austurhlið hafa verið
stækkaðir til að auka útsýni úr
húsinu og birtu inn í það. Einnig
verður sett gluggaröð eftir endi-
löngu þakinu, tvö milligólf hafa
verið sett í húsið og tröppur milli
hæða. Á efstu hæðinni eða hlöðu-
loftinu verður útbúin æfingaað-
staða, þar sem hægt verður að
spila golf yfir vetrartímann, mið-
hæðin mun hýsa félagsaðstöðu með
eldhúsi, matsal, setustofum og bún-
ingsaðstöðu og í kjallaranum verð-
ur áhaldageymsla. Þessi hluti húss-
ins er 422 fermetrar að grunnfleti
og sú stærð margfölduð með þrem-
ur hæðum gerir 1.266 fermetra.
Ætlunin er að hafa innangengt úr
húsinu yfir í súrheystumana, sem
í verða settir gluggar til að fá inn
birtu, en í öðmm þeirra verður
verslun og í hinum aðstaða fyrir
vallarvörð og ræsi.
Samkvæmt samningi við
Reykjavíkurborg sér GR um fjár-
mögnun og framkvæmdir en borg-
in stendur straum af kostnaði við
hönnun og eftirlit, sem er áætlað-
ur 5 milljónir króna. Kostnaður
vegna framkvæmda GR við við-
gerðir og breytingar er áætlaður
34 milljónir og endurgreiðir
Reylqavíkurborg þá upphæð á
fjómm árum.
Morgunblaðið/Halldór
BRÁTT færist nýtt líf í gömlu súrheysgryfjurnar
sem voru í austustu burst Korpúlfsstaðahússins.
Á minni myndinni útskýrir Garðar Eyland hvern-
ig gamla lagið á gluggunum verður látið halda
sér en steypt hafði verið upp í efri hluta gluggans
næst á myndinni.
Aðstoðarmaður forsljóra Flugleiða um skýrslu Samkeppnisstofnunar
Ymis ummæli
vafasöm og önn-
ur beinlínis röng
EINAR Sigurðsson, aðstoðarmaður
forstjóra Flugleiða, segir að félagið
hafi ýmislegt að athuga við skýrslu
Samkeppnisstofnunar um flugmark-
aðinn og tengda markaði, sem út kom
í fyrradag, þar á meðal við vinnu-
brögðin við gerð skýrslunnar, fram-
setningu á fullyrðingum ónafn-
greindra keppinauta og annarra aðila
um ýmis atriði í starfsemi Flugleiða,
og með hvaða hætti Samkeppnis-
stofnun byggi ýmsar niðurstöður í
skýrslunni á ummælum af þessu tagi.
„Sum ummælin eru mjög vafasöm
og önnur beinlínis röng að mati Flug-
leiða. Við munum í framhaldi af birt-
ingu skýrslunnar fara yfír einstaka
liði hennar og ummæli um Flugleið-
ir, og óska skýringa og upplýsinga
með það fyrir augum að geta komið
á framfæri leiðréttingum þar sem
við á. Það verður gert með það í
huga að tryggja að þau samkeppnis-
skilyrði sem við búum við hér á landi
séu þannig að félagið geti sinnt
meginhlutverki sínu sem er alþjóðleg
starfsemi," sagði Einar í samtali við
Morgunblaðið.
Hann sagði að í skýrslunni virðist
Samkeppnisstofnun vilja hnykkja á
því að aukin umsvif Flugleiða á
ferðaþjónustumarkaðinum verði í
samræmi við ákveðnar verkreglur
og skilmála, og í sjálfu sér sé ekk-
ert út á það að setja þegar í hlut
eigi fyrirtæki með háa markaðshlut-
deild að það fylgi fram stefnu sinni
innan skynsamlegra marka. Hins
vegar kunni það að orka tvímælis
hver þessi mörk séu og með hvaða
hætti þau séu sett, þ.e. með hvaða
hætti samkeppnisyfirvöld beiti þeim
völdum sem þeim hafa verið falin.
Skilyrði verði ekki fjötur um
fót í alþjóðlegri samkeppni
Einar sagði að Flugleiðir teldu að
í skýrslu Samkeppnisstofnunar væri
vanrækt að taka til skoðunar þá
staðreynd að Flugleiðir séu útflutn-
ingsfyrirtæki þar sem langmestur
hluti af sölu félagsins fari fram á
erlendum markaði.
„Þar er félagið í mjög hatrammri
samkeppni um erlenda ferðamenn og
farþega yfír hafíð við ferðaþjónustu-
fyrirtæki frá öðrum löndum. Það er
mjög mikilvægt að þau skilyrði sem
þróun fyrirtækisins og starfseminni
hér heima eru sett verði ekki fjötur
um fót í þessari alþjóðlegu sam-
keppni. Það kannski vantar í þessa
skýrslu að stofnunin átti sig á því
hversu samhangandi þessir markaðir
eru, en staðan hér innanlands hefur
mjög mikil áhrif á stöðuna á alþjóða-
markaði," sagði Einar.
Hann sagði þetta vera sérstaklega
mikilvægt frá sjónarhóli neytenda
hér á Iandi, því ef fyrirtækið stæði
sig á þessum alþjóðlega markaði þá
skilaði það sér heim í meiri þjón-
ustu, fleiri áætlunarstöðum, meira
úrvali og áframhaldandi lækkun far-
gjalda.
„í þessu sambandi er rétt að hafa
í huga að fargjöldin á þessum áratug
hafa stöðugt verið að lækka, eða
um 18-20% að raungildi á inn-
anlandsmarkaði að meðaltali. Ef við
náum fleiri eriendum ferðamönnum
hingað heim og fleiri farþegum yfír
hafið þá styrkir það þjónustuna,
eykur fjölbreytnina og heldur kostn-
aðinum niðri. Þetta er mikilvægt að
hafa í huga og vantar að mati Flug-
leiða inn í skýrslu Samkeppnisstofn-
unar,“ sagði hann.
Sátt gerð við Samkeppnisráð
um aukin umsvif
Einar bendir á að Flugleiðir hafi
um áratuga skeið verið þátttakendur
í ferðaþjónustu og félagið hafí verið
þróað sem alhliða ferðaþjónustufyr-
irtæki fremur en sem flugfélag ein-
vörðungu. Stjórnendur félagsins telji
það mjög jákvætt að fá staðfestingu
á því af hálfu samkeppnisyfírvalda
í skýrslu Samkeppnisstofnunar að
há hlutdeild á markaðinum hér, sterk
staða á flugmarkaðinum og styrking
Flugleiða sem alhliða ferðaþjónustu-
fyrirtækis stríði ekki í sjálfu sér
gegn settum reglum.
„Þetta kemur kannski ekki á óvart
því Samkeppnisráð gerði sátt við
Flugleiðir í vetur um með hvaða
hætti fyrirtækið mætti auka umsvif
á ferðaskrifstofu- og hótelmarkað-
inum hérna innanlands, en þar voru
sett ákveðin skilyrði sem sátt var
um, t.d varðandi stjórnun og annað
slíkt,“ sagði Einar Sigurðsson.
Uppbygg-
ingu leik-
skóla ljúki á
næsta kjör-
tímabili
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
stefnumörkun í uppbyggingu leik-
skóia. Gert er ráð fyrir að henni Ijúki
á næsta kjörtímabili með byggingu
20-25 leikskóladeilda til að full-
nægja eftirspurn. Á þessu ári verður
lögð áhersla á byggingu leikskóla í
Grafarvogi, Árbæ/Selási og í vest-
urbæ.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri, sagði að stefnumörkunin
væri gerð á grundvelli nýrrar könn-
unar, sem Dagvist barna hefði stað-
ið að um þörf á uppbyggingu fyrir
yngsta aldurshópinn. „Ljóst er að
við erum vel sett með rými fyrir 3-5
ára börn,“ sagði hún. „Verulegur
hluti tveggja ára barna er kominn inn
á leikskóla, en ekki ársgamalla
bama.“ Sagði hún að markmið og
áfangar yrðu endurmetnir og að
áhersla yrði lögð á uppbyggingu leik-
skóla í þeim hverfum borgarinnar,
sem verst væru sett, það er í Grafar-
vogi, Árbæ/Selási og vesturbæ. Gert
væri ráð fyrir að hafíst yrði handa á
þessu ári og að framkvæmdum lyki
á fyrri hluta næsta árs.
Stefnumótun
Árni Þór Sigurðsson, formaður
Dagvistar barna, kynnti skýrslu um
stöðu leikskólamála í borginni og
sagði að frá upphafi kjörtímabilsins
hefði verið unnið að stefnumótun í
dagvistarmálum. Árið 1994 hefði
verið gerð könnun um þörf fyrir leik-
skólarými, sem framkvæmdaáætl-
anir fyrir 1995 og 1996 vorubyggð-
ar á. 70% tveggja ára barna væru
á leikskólum og því hefði verið
ákveðið að gera nýja könnun á þörf
fyrir leikskólarými fyrir yngstu
börnin.
„Það er okkar mat eftir að hafa
gert þessa könnun að þörf sé fyrir
um 20-25 leikskóladeildir til að full-
nægja þessari þörf og höfum við
tekið þá ákvörðun að ljúka þessari
uPPbyggingu á næsta kjörtímabili,"
sagði hann. Kostnaður við fjögurra
deilda leikskóla er um 100 milljónir.
Bergur Felixson, framkvæmda-
stjóri Dagvistar barna, sagði það
ekki raunhæft að ljúka uppbyggingu
leikskólanna á þessu kjörtímabili þar
sem starfsmannamál settu ákveðnar
skorður. í dag væru um 40% starfs-
manna með fagmenntun. Er það
sama hlutfall og verið hefur undanf-
arin ár þrátt fyrir fjölgun leikskóla.
Glerhýsið
við Iðnó rifíð
NIÐURRIF glerhýsis við Iðnó
hófst um hádegi í gær en styrr
hefur staðið um húsið frá upp-
hafi. Verktakar, á vegum hótel-
haldara í Keflavík, sem keyptu
hýsið, annast niðurrifið og er
þess að vænta að verkinu ljúki
á morgun í seinasta lagi, að sögn
Páll Bjarnasonar arkitekts sem
hefur yfirumsjón með endur-
byggingu hússins að innanverðu.
„Endurbyggingu að utan er
lokið að því frátöldu að þegar
glerhýsið hverfur verður gengið
frá sárunum eftir það. Ekki er
búið að samþykkja hvort þarna
verði verönd fyrir húsið, eins og
ég tel æskilegt.
Upphaflega voru þrír stórir
bogagluggar á hliðinni sem veit
að Tjörninni, en árið 1919 var
sett hurð í stað miðjugluggans,
og þannig er ætlunin að húsið
líti út í framtíðinni. Síðan stend-
ur til að í húsinu verði hátiðar-
sýning á vegum Leikfélags
Reykjavíkur í lok nóvember,
þegar talið er að húsið eigi
hundrað ára afmæli,“ segir Páll.
I
I
1
I
l
I
I
I
I
I
I
I
f
f
f
f
f
f
I
i
K
f