Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1997 21
LISTIR
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
SAMÍKÓR Þórshafnar syngur undir stjórn Alexöndru Szarnowsku og undirleik Edyta K. Lachor.
Samkór Þórshafnar heldur tónleika
Þórshöfn. Morgunblaðið.
SAMKÓR Þórshafnar hélt tónleika fyrir skömmu
í félagsheimilinu Þórsveri undir stjórn pólsku
tónlistarkennaranna Alexöndru Szarnowska og
Edytu K. Lachor. Kórinn hafði áður haldið tón-
leika í nágrannabyggðunum.
Fullt hús var á tónleikunum og efnisskrá fjöl-
breytt. Alexandra og Edyta hafa unnið gott
starf síðan þær komu í plássið og byggt upp
góðan kór, bæði til kirkjusöngs og almenns
söngstarfs. Það er mikill fengur fyrir lítið
byggðarlag að fá svo hæft fagfólk til starfa sem
þær Edyta og Alexandra eru, en þær sjá einnig
um tónlistarskólann í tengslum við grunnskól-
ann.
Listhönnun
MYNPLIST
Listhús Ófcigs
LISTHÖNNUN
HARRI SYRJÁNEN
Opið á tímum verzlunarinnar til 7.
júní. Aðgangur ókeypis.
GULLSMIÐURINN og leður-
hönnuðurinn Harri Syijánen
(f. 1949) hefur starfrækt listhús og
vinnustofu í miðbæ Helsingfors í
26 ár. Hann nýtur mikils álits og
hefur hlotið fjölda viðurkenninga,
auk þess að vera vel virkur á sýn-
ingavettvangi.
Syijánen er kennari í málmlist
við háskóla iðnhönnunar í Helsing-
fors. Þá naut hann þess heiðurs
að vera kjörinn listamaður, eða
kannski frekar listhönnuður, ársins
í heimalandi sínu 1996. Þetta eru
ekki svo lítil meðmæli, því Finnar
standa afar framarlega á sviði
hönnunar svo sem margur veit, og
verk þeirra má finna í úrvali safna
um víða veröld.
Þetta er fyrsta einkasýning
Syijánens hér á landi, en áður
hafði hann verið með í sýningu list-
hópsins „Au-Group Metal“ í
Reykjavík 1982.
Það telst ekki svo lítill viðburður
að fá þetta sýnishorn hingað og
leðurverk listamannsins, sem
byggjast helst á nokkrum bak-pok-
um og mörgum tegundum af kven-
mannstöskum og beltum, bera vott
um mikinn fagmann á sviðinu.
Einfaldleikinn og formfegurðin
ásamt hreinni og tærri efnisáferð
sláandi. Það eru ekki allir sem átta
sig á því að þessi atriði skipta
máli til úrslita í gerð leðurmuna
og hér skilur á milli ekta og óekta
vinnubragða.
Einfaldleikinn heldur áfram í
skartinu og af öllu má ráða að
það er öðru fremur formið í hrein-
leika sínum, sem vakir fyrir lista-
manninum, en ekki augnagaman
né glæsileikinn. Veigurinn felst í
hinu upprunalega og þannig leitar
hann gjarnan til fortíðar um hug-
myndir.
Afar menningarleg sýning og
listhúsinu til sóma.
Bragi Ásgeirsson
Nýjar bækur
• LYKILLINN að íslandi er
skrifuð af Einari Hreinssyni sagn-
fræðingi og fjallar um ísland, sögu
og einkenni staða. Einnig eru kaflar
um undirbúning fyrir ferðalagið,
þekkt íslensk sönglög, kafli um Sól-
heima í Grímsnesi og ýmis fróðleik-
ur. Ritstjóri bókarinnar er Salvar
Halldór Björnsson, framkvæmda-
stjóri Aðalútgáfunnar. Lykillinn að
íslandi er seld sem liður í fjármögn-
un styrktarsjóðs Sólheima í Gríms-
nesi. Bókin verður seld í símsölum
á komandi mánuðum en einnig geta
áhugasamir hringt í síma 587 0040
og fengið eintak af bókinni sent.
Bókin kostar 2.990 kr.
Draugar á
Snæfellsnesi
BOKMENNTIR
Barnabók
MARGT BÝR Í MYRKRINU
eftir Þorgrím Þráinsson. Vaka-
Helgafell, 1997.124 síður.
Á HVERJU vori fá íslensk böm
sérstaka sumargjöf sem er nýútkom-
in verðlaunabók frá Verðlaunasjóði
íslenskra barnabóka. Um svipað leyti
tilkynnir Fræðsluráð Reykjavíkur
hvaða bækur hljóti við-
urkenningar sem bestu
frumsömdu og bestu
þýddu bækur ársins á
undan. Á sumardaginn
fyrsta veitir svo Barna-
bókaráðið — íslands-
deild IBBY viðurkenn-
ingar fyrir það sem þeim
finnst markverðast á
sviði barnamenningar.
Allt er þetta mjög kær-
komið og vekur athygli
á barna- og unglinga-
bókum utan hins eigin-
lega jólabókatíma því
aðra tíma ársins er ekki
mikið fjallað um bama-
bókmenntir.
Á þessu vori fékk 111-
ugi Jökulsson viðurkenningu Fræðs-
luráðs fyrir Silfurkrossinn sem kom
út fyrir jólin 1996 en hann hefur
skrifað nokkrar barnabækur á und-
anförnum árum, t._d. smábamabækur
og ævintýri. Árni Árnason fékk viður-
kenningu fyrir þýðingu sína á Danna
heimsmeistara eftir Roald Dahl en
hann hefur þýtt nokkrar sögur eftir
þennan vinsæla höfund auk þess að
hafa samið margar smábamabækur
og kennsluefni. Báðir þessir höfundar
hafa unnið á barnabóka-akrinum um
árabil og em vel að þessari viður-
kenningu komnir. Það sama má segja
um Gunnhildi Hrólfsdóttur sem fékk
viðurkenningu IBBY fyrir framlag
sitt til bamamenningar en hún hefur
skrifað fyrir börn og unglinga um
árabil og hefur sent frá sér um tug
barna- og unglingabóka.
Á þeim ámm sem liðin em frá því
íslensku barnabókaverðlaunin vom
veitt í fyrsta sinn árið 1986 hafa þau
oft hafnað hjá höfundum sem era
að stíga sín fyrstu skref á rithöfunda-
brautinni. Þegar verðlaunin voru af-
hent í vor kom hins vegar í ljós að
verðlaunahöfundurinn var sannar-
lega enginn nýgræðingur heldur var
hér kominn Þorgrímur Þráinsson sem
á sér geysistóran aðdáendahóp meðal
íslenskra barna og unglinga. Þor-
grímur hefur verið metsöluhöfundur
um árabil og eflaust hafa margir
saknað þess að hann átti enga bók
á bókamarkaði fyrir síðustu jól.
Bók Þorgríms, Margt býr í myrkr-
inu, er spennusaga. Hún gerist á
Búðum á Snæfellsnesi og aðalsögu-
hetjan er unglingsstrákur úr Reykja-
vík, Gabríel að nafni. Hann kemur
þangað til að vera afa sínum til halds
og trausts milli jóla og nýárs, á myrk-
asta tíma ársins. Á eftir honum kem-
ur vinkona hans, Andrea. Þessi þijú,
afi, Gabríel og Andrea, eru aðalge-
rendumir og aðrir koma iítið við sögu
í eiginlegri merkingu. Axlar-Björn
er að vísu sífellt að minna á sig og
þau ódæði, sem hann drýgði á öldum
áður, lifna og verða raunvemleg í
myrkrinu og óveðrinu.
Þegar Gabríel er kominn til afa
fara mjög dularfullir atburðir að ger-
ast og eftir því sem dagarnir milli
hátíðanna líða er alls ekki ljóst hvað
er raunveralegt, hvað
er draumur og hvenær
verið er að kljást við
draug. Hryllingssaga
Axlar-Björns, þessa
ógæfumanns sem sagt
er að hafí drepið fjölda
manns með öxi sinni,
gefur sögunni sterkan
svip. Þarna er hagan-
lega blandað saman
myrkri náttúmnnar og
fortíðarinnar, íslenskri
þjóðsögu og nútímanum
með allt sitt rafmagn,
ljós og þægindi. En
þessi þægindi geta líka
horfið ef náttúrunni
býður svo við að horfa.
í sögu sem þessari
er persónusköpun ekki aðalatriði en
samt sem áður koma andstæður í
fari og hugsunarhætti afa og drengs-
ins vel fram, ólík viðhorf þeirra til
lífsins og hvað er mikilvægt að þeirra
mati. Undmn og ótti borgardrengsins
andspænis náttúrunni er vel lýst og
þótt sagan sé ekki sögð af honum
sjálfum heldur sögumanni er les-
andinn mjög tengdur honum og hann
veit hvemig Gabríel líður. Andrea
vinkona hans er kotroskin og meiri
hetja en Gabríel og þegar hún er
komin á staðinn ráðast þau í samein-
ingu á vandamálin og reyna að kom-
ast til botns í þeim.
Sagan er vel ofin og atburðirnir
reka hver annan. Ekki verður lesandi
svikinn um þá spennu sem sagan
geymir með því að ræða þessa at-
burði hér, en látið nægja að segja
að sagan er ákaflega myndrík og
spennandi. Eftir lesturinn situr hún
Ijóslifandi í hugskotinu. Atburðirnir
era svo skýrir að hún hlýtur að geta
þjónað sem gmnnur að góðu kvik-
myndahandriti. Sviðsetningin er til
staðar, húsið, fjósið, kirkjan og allt
umhverfið er fullt af dulúð og atburð-
irnir mjög magnaðir. Kannski verður
þessi saga efni í góða, íslenska ungl-
ingamynd sem á sér leikvang í ís-
lenskri náttúru. Alþjóðlegur markað-
ur er alveg tilbúinn að taka á móti
góðri sögu, þar sem ekki er allt sem
sýnist. Hér er efni í mynd þar sem
borgarbörn eru ekki í dansi og dópi
heldur í átökum við dularfulla og
hættulega atburðarás. í sögulok er
ekki öllum spurningum svarað beint
og lesandinn situr eftir og reynir að
átta sig á leyndardómnum ...
Sigrún Klara Hannesdóttir
Þorgrímur
Þráinsson
PIOMEER
The Art of Entertainment
| DEH 435/útvarp og geislaspilari
■ • 4x35w magnari • RDS • Stafrænt útvarp • 18 stöðva minni
I • BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu
• Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka
mm m
PIOMEER
The Art of Entertainment
KEH1500/útvarp og segulbandstæki
»4x22w magnari • Stafrænt útvarp • 24 stöðva mínni
» BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu
• Aðskilin bassi/diskant
KEH 2500/útvarp og segulbandstæki
• 4x35w magnari • Stafrænt útvarp • 18 stöðva minni • RDS
• BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu
• Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka
Umboðsmenn um land allt
Reykjavík: Byggt og Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.
Norðurland: Kf. V-Hún.( Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauðárkróki
Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði.
Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi.