Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 11 FRÉTTIR Tómas Helgason prófessor á afmælishátíð geðdeildar Landspítalans Morgunblaðið/Ásdís VIÐ 90 ára afmælishátíð Kleppsspítala, sem nú heyrir undir geðsvið Ríkisspítala, voru 40 starfsmenn heiðraðir fyrir störf í aldarfjórðung eða lengur og má sjá nokkra þeirra. Nauðsynlegt að fá meiri sérhæfðan mannafla VIÐ 90 ára afmælishátíð geðdeildar Landspítalans í gær afhenti Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra deildinni peningagjöf sem nota skal til kaupa á kennslutækjum og fræðsluefni fyrir sjúklinga og aðstandendur geðsjúkra. Fjölmenni var á hátíðinni og voru 40 starfs- menn heiðraðir fyrir 25 ára eða lengri starfsferil hjá stofnuninni. I ávarpi sínu sagði heilbrigðisráð- herra störf að geðheilbrigðismálum ein þau erfiðustu sem menn gætu valið en þau væru jafnframt gef- andi. Einnig að fátt reyndi meira á aðstandendur en geðrænir sjúkdóm- ar. Sagði ráðherra að þrátt fyrir að mikið hefði áunnist væri enn mikið verk framundan og kvaðst vilja leggja áherslu á forvarnir og skjóta greiningu í geðheilbrigðisþjón- ustunni. Tómas Helgason prófessor stikl- aði á helstu sögulegum áföngum í 90 ára sögu Kleppsspítala og geð- deildarinnar. Fyrsti sjúklingurinn kom á Kleppsspítala fyrir 90 árum en spítalinn var byggður í upphafi fyrir 40 sjúklinga og tóku fram- kvæmdirnar til sín um 7,5% af fjár- lögum ársins 1906. Sagði hann að fyrsti yfirlæknirinn, Þórður Sveins- son sem gegndi því starfi frá 1. apríl 1907 til 1. janúar 1940, hefði verið í erfiðu brautryðjandastarfi því auk þess sem honum var ætiað að sinna lækningum og stjórn sjúkra- hússins hefði hann einnig átt að sjá um búrekstur og kenna geðlæknis- fræði og réttarlæknisfræði við Læknaskólann. Einangrunin verst „Frá sjónarmiði okkar nútíma- lækna held ég þó að einangrunin hafi verið verst, eini sérfræðingurinn á þessu sviði og kjörin ekki þannig að hann gæti farið utan til þess að hitta starfsbræður sína, eins og nú þykir sjálfsagt. Sjúkrahúsið lagði hvorki til bækur né tímarit," sagði Tómas. Hann rakti byggingamál spítalans sem fljótlega varð alltof lítill. Nýbygging var tekin í notkun árið 1929 eftir 10 ára byggingasögu og þegar enn skorti á pláss var deild- um komið upp víðar. Voru um 300 sjúklingar á spítalanum þegar flest var í lok sjötta áratugarins. Tómas Helgason sagði hlutverk geðdeildar Landspítalans alltaf hafa verið lækningu, hjúkrun og endur- hæfingu geðsjúkra, rannsóknir, kennslu og geðvernd og gerði hann hveijum þætti um sig nokkur skil í ræðu sinni. Undir lok ræðunnar horfði hann til framtíðar og sagði meðal annars: „Vegna þess hversu algengar geð- raskanir eru, er bráðnauðsynlegt að hafa sjálfstæða geðdeiid á hverju sérhæfðu sjúkrahúsi. Nauðsynlegt er að fá meiri sérhæfðan mannafla vegna meðferðar sjúklinganna. Þeir þurfa að geta valið sér meðferðarað- ila og heilbrigðisstarfsmennirnir þurfa að geta valið sér vinnustað. Á deildum þar sem meðferðin byggist á miklum og sérhæfðum mannafla, verður ekki náð sparnaði með sam- einingu nema skera niður þjón- ustuna um leið. Slíkt væri bæði ómannúðlegt og þjóðhagslega mjög óhagkvæmt.“ Þakkaði hann sam- starfsmönnum sínum góða samvinnu í 35 ár og sagði brátt komið að starfslokum hjá sér. Styrmir Gunnarsson ritstjóri fjall- aði í erindi sínu um málefni aðstand- enda geðsjúkra. Síðan ræddi Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis um geðlækningar á umbrotatímum. Vitnaði hann til norskrar viðhorfs- könnunar þar sem fram hefði komið að hjartaáföll og hjartaskurðlækning- ar þættu „fínustu" sérgreinarnar, en hugsýki og þunglyndi nytu minnstrar virðingar. Þessu væri öfugt farið hérlendis, þar sem ýmsir geðsjúk- dómar og öldrunarsjúkdómar nytu sambærilegrar virðingar og þeir sem flokkuðust undir svokallaða hátækni. Ekki púkalegir sérvitringar Þá minntist hann samskipta sinna við stjórnendur geðdeildar Landspít- alans þegar hann gegndi starfi for- stjóra Ríkisspítalanna. Hann hefði átt von á að mæta púkalegum sér- vitringum en annað hefði komið á daginn og sagði að þannig mótaðist afstaða manna til þ'eirra sem ynnu við geðheilbrigðismál ekki síður af fordómum en afstaðan til geðsjúkra. „Nei, þarna voru mættir spengilegir stjórnendur sem áttu ekki til sér- visku; Umhverfið minnti lítið á spít- ala. í öllum samskiptum var beitt því nýjasta í stjórnunarfræðum og dálítilli sálfræði líka. Hvítir sloppar voru greinilega bannaðir. Hjúkrun- arstjórnendur í drögtum og forystu- maður lækna klæddur eins og bankastjóri." Sagði hann tímann sem hann starfaði hjá Ríkisspítölum hafa einkennst af umbrotum og umbótum, ekki síst í geðlækningum, oft hefði verið tekist harkalega á og geðdeildin oft vérið í vörn. Einnig sagði hann rök fyrir nýjum stöðum og úrbótum alltaf studd fræðilegum mælingum og þar hefði Tómas Helgason verið í forystu. „Hann hafði framleiðni og afkasta- tölur ávallt á reiðum höndum og hver sá sem hafði áhuga á góðri stjórnun og því að beitt væri fag- mennsku, líka í stjórnun heilbrigðis- mála, gat ekki annað en hrifist með af þeirri stefnufestu og þeim rök- studdu gögnum sem notuð voru við uppbyggingu og skipulag Klepps- spítala og geðdeildar Landspítala, síðar geðsviðs Ríkisspítala." TÓMAS Helgason prófessor og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra stinga saman nefjum og ráðherra á hægri hönd eru Vigdís Magnúsdóttir forstjóri Ríkisspítalanna og Þorvaldur Veigar Guðmundsson lækningaforstjóri. Barist gegn atvinnuleysi SAMTÖK launafólks víða í Evrópu efna í dag til evrópsks baráttudags gegn atvinnuleysi og sameinast um þá kröfu að ríkisstjórnir í álfunni geri baráttuna gegn því að einu meginmarkmiða sinna. Alþýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja birta í tilefni dagsins sameiginlegt ákall til þjóðarinnar um að samein- ast í baráttunni gegn atvinnuleysi. „íslenskt samfélag hefur ekki efni á því að hér festist í sessi varanlegt atvinnuleysi," segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Alþjóðanefnd ASÍ efnir til ráð- stefnu í dag um starf ASÍ að alþjóða- málum í húsi sambandsins á Grens- ásvegi, og hefst ráðstefnan klukkan 9 og stendur til hádegis. fJL LÍJliU mmn m Nú er tækifæri að taka ákvörðun til framtíðar! í þessu glæsilega húsi er til leigu 1. hæðin, samtals 912 fm með lofthæð 3,74. Einnig kjallarinn, 912 fm, sem lagerhúsnæði með lofthæð 4,10, og stórum innkeyrsludyrum. Húsnæðið er fullinnréttað og tilbúið til afhendingar. Aðilum sem áhuga hafa á að leigja -s' umrætt húsnæði er bent á að hafa samband við : i íi Bvaainaafélag Gylfa og Gunnars ehf. 09 893 4628‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.