Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 19
Vill sjá fleiri íslendinga
í Leikhúsi Jóns Laxdal
Sviss. Morgunblaðið.
NÝJASTA uppfærslan í Leikhúsi
Jóns Laxdal í Kaiserstuhl í Sviss
hefur fengið mjög góða dóma. Jón
leikstýrir og leikur sjálfur í „Play
Strindberg“ eftir Friedrich Diirren-
matt. Hann getur verið alsæll með
umsögn gagnrýnenda í blöðum
beggja vegna Rínarfljótsins. „Lax-
dal byggir enn á reynslu sinni og
tekst að láta atburðina á sviðinu
virðast vera blákaldur raunveruleik-
inn,“ segir til dæmis í Aargauer
Zeitung. Sýningar verða á föstu-
dags- og laugardagskvöldum til 28.
júní. Væntanlega verður uppselt á
flestar þeirra, eins og yfirleitt í Leik-
húsi Jóns.
Jón hefur rekið leikhúsið í hvelfd-
um kjallara í gömlu þorpi á landa-
mærum Sviss og Þýskalands í 12
ár. Vinsældir þess fara vaxandi og
Jón blómstrar. Hann velur verkefnin
alltaf sjálfur, leikstýrir þeim og leik-
ur yfirleitt eitt af aðalhlutverkunum.
„Fólk vill það. Leikhúsið ber nafnið
mitt og það ætlast til að ég taki
fullan þátt í sýningunum," segir
Jón. Vaclav, tékkneskur sambýl-
ismaður hans, hefur tekið þátt í
rekstri leikhússins frá upphafi og
er sýningarstjóri þess. Nú hefur
Katerina, dóttir Vaclavs og eigin-
kona Jóns, bæst í hópinn. Hún sér
um miðasölu á sýningum og hefur
Katerinku, dóttur sína, sér til að-
stoðar. „Það hefur opnast nýr heim-
ur fyrir okkur Vaclav síðan þær
mæðgur fluttu til okkar frá Tékkó-
slóvakíu. Katerina, konan mín, er
kyrrlát kona með mikinn innri styrk.
Hún er geðlæknir á svissnesku
sjúkrahúsi. Bamið er augasteinn
okkar allra.“ Jón ljómar þegar hann
talar um þær mæðgur og ástin á 7
ára stúlkunni leynir sér ekki.
„Play Strindberg" er eitt af fáum
verkum sem Jón sýnir í heild sinni.
Hann tekur yfirleitt leikrit, eins og
til dæmis „Who is afraid of Virginia
Wolf“, „Educating Rita“ eða „Le
Malade imaginaire", og lagar þau
að sínum þörfum. Leikhúsið ber eng-
ar stórsýningar. Það er þröngt og
gestimir sitja alveg ofan í leikur-
unum. Leikrit eins og „Play Strind-
berg“, þar sem sviðsmynd getur ver-
ið sama og engin og svipbrigði segja
jafnvel meira en orð, era þess vegna
alveg kjörin fyrir leikhús Jóns.
Fólk á að geta hlegið
„Ég hef gaman af að segja sögur
af okkur karlrembunum," segir Jón.
„Það þarf að vara við okkur. Leikrit-
in eru þó engar háalvarlegar ádeil-
ur. Ég vil að fólk geti hlegið í leik-
húsinu mínu, en það er ágætt að
láta ákveðna sneið fylgja með.“
Durrenmatt smíðaði „Play Strind-
berg“ upp úr „Dödsdansen“ eftir
Strindberg. Jón hugðist gera hið
sama en komst að raun um að verk
Durrenmatts hentaði leikhúsi hans
betur en nokkuð sem hann gæti
gert sjálfur.
Misreyndir leikarar taka þátt í
sýningum með Jóni. Hann er ófeim-
inn við að fara ótroðnar slóðir. Bar-
bara Schneider, sem fer með kven-
hlutverkið í „Piay Strindberg", er
til dæmis reynd leikkona og ber það
með sér. Hún fær mjög góða dóma
Knut 0degárd
Einar Kárason
Yasar Kemal
Wole Soyinka
Alþjóðlega Bjornsonhátíðin í Molde
Soyinka, Kemal og
Auster meðal fjöl-
margra þátttakenda
ALÞJÓÐLEGA Bjornsonhátíðin,
stærsta bókmenntahátið Noregs,
hefst 29. júní með opnunarræðu
Nóbelshöfundarins Wole Soyinka
frá Nigeríu. Soyinka, sem nú býr í
Bandaríkjunum, á yfir höfði sér
dauðadóm í heimalandi sínu og er
ákæran glæpsamlegt athæfi.
I fyrra var Nígería í brennidepli
á Bjornsonhátíðinni og var spjótum
beint að herforingjastjórn landsins
þar sem ásókn í olíu hefur snúist
upp í fjandskap gegn tjáningar-
frelsi og umhverfisvernd.
Á nýlegum kynningarfundi há-
tíðarinnar lét forseti hennar og
framkvæmdastjóri, Knut Odegárd
skáld, eftirfarandi orð falla. „Ekki
er aðeins litið á Bjornsonhátíðina
sem leiðandi alþjóðlega bókmennta-
hátíð Noregs heldur sem eina helstu
bókmenntahátíð Evrópu — og það
helgast af þeim árangri sem náðst
hefur með því að starfa undir
merkjum Bjornsons með mannrétt-
indi og frið að leiðarljósi, jafnframt
því sem gerðar eru strangar kröfur
í vali höfunda og umræðuefna."
Umdeildir Tyrkir
Tyrkneski rithöfundurinn Yasar
Kemal, höfundur skáldsögunnar
gagnrýnenda. En Jón hikaði ekki
við að láta Katerinu litlu, sem þá
var fimm ára, taka við hlutverki
dótturinnar í „Le Malade imagina-
ire“ af 19 ára stúlku þegar hún gat
ekki tekið þátt í síðustu sýningun-
um. „Katerinka stóð sig frábærlega
vel,“ sagði Jón, „og leikhúsgestirnir
vora yfir sig hrifnir".
Gestirnir koma víða að frá Sviss
og Þýskalandi. Margir þeirra era
fastagestir. Þó nokkrir bættust í
hópinn eftir að Jón var gestur í
„Persönlich", vinsælum þætti sviss-
neska útvarpsins sem er útvarpað
beint á sunnudagsmorgnum. Hann
sat fyrir svörum í klukkustund og
sagði frá sér og sínu. Þættinum var
mjög vel tekið. Hann segir að fólk
kippi sér ekki upp við sérstakar fjöl-
skylduaðstæður á heimili hans.
„Eitthvað gamaldags fólk hneyksl-
ast kannski á því en við Vaclav
höfum öðlast virðingu þorpsbúa með
leikhúsrekstrinum og njótum þess.“
Nokkrir íslendingar era í hópi fasta-
gesta í leikhúsi Jóns. „Mér þykir
mjög vænt um þegar þeir koma,“
segir Jón. „Eins myndi ég hafa mjög
gaman af ef Islendingar sem eru
hér á ferð myndu koma í leikhúsið
til mín og láta vita af sér.“
Það er hægt að panta miða í
Leikhús Jóns Laxdal með símbréfi.
Fráteknir miðar bíða við innganginn
sýningarkvöldið. Síminn er:
41/1/858 18 00.
BARBARA Schneider og Jón Laxdal í „PLAY Strindberg" eftir
Friedrich Diirrenmat, sem hefur fengið nyög góða dóma.
Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir
ÞAÐ er þétt setið í Leikhúsi Jóns Laxdal. Það getur tekið allt
frá 60 upp í 100 manns í sæti.
Mehmed mjói, á einnig í ærnum
vandræðum heima fyrir og er nú
landflótta í Svíþjóð. Hann var í fyrra
dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi
fyrir að gagnrýna stríðsaðgerðir
Tyrkja gegn Kúrdum í Suður-Tyrk-
landi. Annar umdeildur tyrkneskur
rithöfundur verður í för með Kem-
al, Mehmed Uzun.
Meðal annarra frægra rithöf-
unda, sem væntanlegir era til
Molde, eru Frakkinn Alain Robbe-
Grillet, Bandaríkjamaðurinn Paul
Auster, Rússinn Andrej Bitov og
þýska skáldið Durs Grunbein. Að
venju verður einn fulltrúi íslenskra
rithöfunda á hátíðinni og er hann
að þessu sinni Einar Kárason.
Meðal annarra dagskráratriða
eru barnabókmenntir, bókmenntir
innflytjenda, pallborðsumræða um
tjáningarfrelsi í Noregi, kynning
safna í Molde og nágrenni á list
þýska myndlistarmannsins Kurts
Scwitters, sem bjó um árabil í Nor-
egi, tónleikar (klassísk tónlist og
djass), kvikmyndasýningar og um-
ræða um kvikmyndir. Norska skáld-
ið Eldrid Lunden mun stjórna
þriggja daga námskeiði í ritlist, en
bók eftir hana var tilnefnd til Norð-
urlandaráðsverðlauna í ár.
Tilkynning um almennt hlutafjárútboð og
skráningu á Verðbréfaþingi íslands
OPIN KERFIHF
m HEWLETT PACKARD
Kennitala: 530891-1439
Höfðabakka 9,112 Reykjavík
Fjárhæð útboðsins er 2.000.000 krónur að nafnverði og um er að ræða nýtt
hlutafé. Bréfin eru seld gegn staðgreiðslu.
Útboðsgengi til forkaupsréttarhafa er 15,00. Forkaupsréttarhafar framselja
stærstum hluta hlutafjárins til starfsmanna og annarra velunnara. Þessi
hópur hefur þegar verið valinn af forkaupsréttarhöfum og er öllu hlutafé í
þessu útboði þegar ráðstafað.
Sölutímabil: 28. maí 1997 til 4. júní 1997. Forkaupsréttartímabil er til
4. júní 1997
Umsjón með útboðinu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 490169-1219,
Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík.
Óskað verður eftir skráningu á Verðbréfaþingi íslands fyrir Opin kerfi hf.
þegar fyrirtækið hefur uppfyllt öll skilyrði þar að lútandi.
Tilgangur útboðsins er að fjölga í hluthafahóp Opinna kerfa hf. til að
fullnægja skilyrðum um skráningu á Verðbréfaþingi íslands.
Nálgast má útboðs- og skráningarlýsingu hjá Búnaðarbankanum Verðbréf sem
jafnframt er söluaðili hlutabréfanna.
BUNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
Hafnarstræti 5,155 Reykjavík Sími: 525 6060 Fax: 525 6099
http ://www. bi. is/ve rd bref