Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 LISTIR MBáGÚNBLAÐÍÐ Morgunblaðið/Kristinn HÁKON Leifsson leggnr linurnar á fyrstu æfingu Islandsdeildar Heimskórsins fyrir tónleikana í Globen næsta vetur. íslandsdeild Heimskórsins Æfingar á Messíasi eftir Hándel hafnar Vináttaog vondur heimur ÍSLANDSDEILD Heimskórsins hef- ur hafið æfingar á óratoríunni Mess- íasi eftir Georg Friedrich Hándel sem flutt verður í Globen-höllinni í Stokk- hólmi 22. nóvember næstkomandi. Tæplega þijátíu söngvarar mættu á fyrstu æfínguna á dögunum, en að sögn Hákons Leifssonar kórstjóra, sem stjóma mun æfíngum ásamt Vilhelmínu Ólafsdóttur píanóleikara, er ennþá hægt að bæta við fólki. Áætlað er að um tvö þúsund kór- söngvarar frá hinum ýmsu þjóðlönd- um myndi Heimskórinn í Globen- höllinni í haust en auk þeirra munu koma fram á tónleikunum Sinfóníu- hljómsveit Stokkhólms og einsöngv- ararnir Neil Mackie tenór, Anna Larsson messósópran og Peter Mat- tei bassi en ekki hefur verið ákveðið ennþá hvaða sópransöngkona stígur á svið. Stjórnandi verður Svíinn Robert Sund. Hákon, sem er sennilega betur þekktur sem stjómandi Háskóla- kórsins, segir að verkefnið leggist ágætlega í sig en hann starfar nú í fyrsta sinn með kórnum. Sjö æfing- ar eru eftir fram að tónleikum en þar fyrir utan er ætlast til þess að kórfélagar æfí hver í sínu horni með aðstoð hljóðsnældna. „Þetta eru alit önnur vinnubrögð en ég hef kynnst til þessa, þannig að það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast," segir Hákon. „Eg sé hins vegar litla möguleika á að byggja upp kór með þessum hætti, einfaldlega fyrir þær sakir að stjórnandinn hefur svo fá tækifæri til að vinna með söngvurunum. Heimskórinn er eins og á sem safn- ar að sér lækjum hvaðanæva af land- inu.“ Einstakt tækifæri Að áliti Hákons er hér engu að síður um einstakt tækifæri að ræða fyrir íslenska kórsöngvara enda fái þeir ekki á hveijum degi tækifæri til að syngja í tvö þúsund manna kór með miklum einsöngvurum í tónleikahöll á borð við Globen. „Það verður ábyggilega mikil upplifun." Þar að auki segir Hákon að verk- ið, Messías, sé „hrein klassík" sem falii vel að starfí Heimskórsins. „Það er hefð fyrir því að syngja Messías saman með þessum hætti og á tón- leikum í enskumælandi löndum taka áheyrendur iðulega þátt í flutningi verksins úr sætum sínum í salnum — svo þekkt er það.“ Heimskórinn, World Festival Cho- ir, var settur á laggirnar árið 1984 af Norðmönnunum Björn E. Siem- ensen og Jan Jensen. Hefur hann haldið hátt í eitt hundrað tónleika um heim allan, bæði í þekktum tón- leikahöllum og stórum íþróttamann- virkjum. Meðal listamanna sem kom- ið hafa fram með kómum eru Luc- iano Pavarotti, Placido Domingo, Dmitri Hvorostovskíj, Laurin Maaz- el, Sinfóníuhljómsveit Moskvuborgar og Sinfóníuhljómsveit íslands. ís- landsdeild Heimskórsins var stofnuð fyrir sex árum. BOKMENNTIR L jóð VEGSLÓÐAR eftir Þórarin Guðmundsson. Höfund- ur gefur út, 1997,97 síður. ÞÓRARINN Guðmundsson er skáld vináttu og vors. í ljóðum hans birtist rómantísk náttúrasýn: náttúran ein er söm við sig þótt maðurinn þroskist og hrörni og heimur sé á fallanda fæti. Þau fjalla því ekki aðeins um vináttu milli manna heldur einnig og ekki síður um vin- áttu milli manns og lands. Flest þeirra ein- kennast af æðruleysi þess sem hefur lifað langa ævi þótt við- fangsefni þeirra séu einnig samskiptaleysi, söknuður og dauði; andstæður þess lífs og ljóss sem Þórarinn vill lofgjöra í skáldskap sínum. Grunnhugtak í fagurfræði Þórarins, sem hefur verið iðinn við kolann að undanfömu og sent frá sér fjórar bækur á þremur árum, er einfaldleiki og tekst honum mis- vel upp við að fylgja henni eftir, einna best í ljóði eins og Kvöldsól: „Horfðu vináttuna/inn í auga mér/og ég á minninguna/löngu eftir/að hraðvíg sigð tímans/hefur uppskorið okkur/ljómaðu svo til mín/meðan enn lifir/á kyndli ham- ingjunnar" (37). Bókin skiptist í fimm kafla sem era mjög misjafnir að gæðum. Best tekst Þórami upp í fyrstu tveimur hlutunum og í ljóðaflokknum Sam- skipti í fjórða hluta bókarinnar. Aðrir kaflar era afar misjafnir að gæðum og mörgum ljóðum hefði að ósekju mátt sleppa í þágu sterk- ari heildarmyndar. í ljóðunum má greina nokkra togstreitu á milli sáttar og óþols, togstreitu sem bók- in leiðir ekki almennilega til lykta; eina stundina er ferðinni heitið „inn á sumarlönd" (10), þá næstu yrkir Þórarinn um grýtta hugarströnd og brot úr sjálfum sér sem liggja „dreifð um vegslóðana" (47). Hon- um hættir nokkuð til að endurtaka sig, einkum þegar kemur að náttúra- stemningum; einstök ljóð skortir þá sérstöðu sem þarf að vera fyrir hendi svo þau nái fót- festu í huga lesandans. Yrkisefnin eru ekki framleg; ljóðin ein- kennast af söknuði eft- ir liðinni tíð þegar svanimir sungu himin- inn inn í huga skáldsins (samanber ljóðið Vor- hugur) en þau benda jafnframt á þá sjálfs- rækt sem felst í vináttu og samskiptum við náttúrana: „Enn vekja vinir með mér/vor- myndir/og landið brosir/þótt ég sé orðinn ærið hugsi“ (íhugun, 26). Orð góðvildarinnar rata allan veg, segir Þórarinn, og þannig munu ljóð þessarar bókar án efa rata til sinna; að baki býr góður hugur sem óhjákvæmilegt er að skynja þótt fátt sé hér nýstárlegt. Hann sækir bæði í náttúruskynjun nítjándu aldarinnar og trega ný- rómantíkurinnar en tekst ekki fremur en mörgum öðrum skáldum að brúa bilið milli algleymis and- spænis náttúrunni og þess skýja- borgarhruns tuttugustu aldarinnar sem enn er veraleiki okkar. Dauð- inn stendur sem fyrr að baki okkar með styrka hönd en við skulum njóta sumarsins enn um stund; sú er niðurstaða Þórarins og hún gæti verið verri. Eiríkur Guðmundsson Þórarinn Guðmundsson BÆKUR F r æ ö i r i t STOCHASTIC PROCES- SESANDRANDOM VIBRATIONS Theory and practice eftir Júlíus Sól- nes. Útgefandi: John Wiley & Sons, Chichester. 432 bls. Vísindagrein sem kemur okkur við ÞAÐ er erfitt að tala um slíkar fræðibækur á venjulegu íslensku máli þegar venjulegt íslenskt mál er ekki til um efnið. Nákvæm stirð- busaleg þýðing titilsins væri: „Lík- indaferli og tilviljunarkenndar sveiflur." Útgáfufyrirtækið John Wiley & Sons er ekkert vasabóka- eða reyfaraútgáfufyrirtæki, heldur er þekkt af því að gefa út innihalds- rík verk sem verða eins konar bibl- íur vísindamanna á hinuum ýmsu sviðum vísinda áratugum saman. Hér liggur einmitt fyrir eitt slíkt verk, og felur í sér nokkurs konar meginyfirlit yfir aðferðir líkinda- reiknings og stærðfræðigreiningar á gerð efnislegra kerfa, þ.e. mann- virkja í víðum skilningi. Fram kem- ur hjá höfundi að aðferðir líkinda- reikningsins í áhrifum ytra áreitis á mannvirki er tiltölulega ný, og höfundur hefur fylgst með, tekið þátt í og verið einn hinna skapandi manna innan greinarinnar með litl- um hléum, allt frá að hún fór að þróast svo að um munaði frá því upp úr nítján hundruð og sextíu og til þessa dags. Þau sjónarmið sem áður voru við lýði vora kennd við það sem heitir á íslensku nauð- hyggja (determinism). Fyrir liggur ákveðið áreiti sem kallar fram ákveðin áhrif mannvirkisins. Beit- ing líkindareiknings og tölfræði fer ekki að verða /verulega virk fyrr én á umræddum tíma og hefur verið að þróast æ síðan. Höfundur tekur vitaskuld fram að bók- in sé ekki sitt verk í þeim skilningi að hún sé árangur vísinda- rannsókna hans sjálfs, heldur árangur vís- indarannsókna hans rannsóknarsviðs. Meg- intilgangur fræðanna er að fínna andsvar hins efnislega kerfis við flóknu áreiti, svo sem jarðskjálftabylgju eða vindá- lags sem gengur í óreglulegum bylgjum. Hann hefur verið í sam- starfi við vísindamenn sviðsins í nokkram þeim löndum sem vá jarð- skjálftans vofír hvað mest yfír, svo sem Japan, Mexíkó, Bandaríkj- unum, Þýskalandi. Danmörk telst hér með vegna þess að höfundur hóf rannsóknir sínar þar. Einnig sést á bókinni að nokkrir aðrir ís- lenskir vísindamenn hafa komið nærri fræðigreininni. Lesandi sem þekkir til innan kennilegrar eðlisfræði verður undr- andi á hvað stærð- fræðilegar aðferðir þessarar greinar eru líkar og í eðlisfræðinni. Fj'öldi dæma úr eðlis- fræði er tekinn, og greinin notfærir sér sjónarmið sem eðlis- fræðingar lögðu grann að. Hugtakið „línuleg svörun" (e. linear re- sponse) er afar mikið notað hér sem og innan eðlisfræðinnar, og inn- an hennar eins og hér samþætt við tvinn- falla- og Fouriergreiningu. Þannig má segja að heimur raunvísindanna sé lítill í þeim skilningi að hinar stærðfræði- legu hjálparaðferðir eru furðu líkar. Fróðlegt er að vita hvort tölfræðileg hugsun nútímaeðlisfræðinnar hefur orðið ti! að greiða fyrir þessum nýju aðferðum greiningar á eðli mannvirkja. Bókin skiptist í átta kafla, og er fyrsti kaflinn grundvallaratriði lík- indafræðinnar, í þeim mæli sem hennar er þörf til grandvallar verk- inu. { öðrum kafla eru tölfræðileg grandvallaratriði, svo sem fylgni, tíðnigreining o.fl. í köflunum sem eftir fara er komið út í hina raun- veralegu nýsköpun greinarinnar undanfarna áratugi: Áreiti má hugsa sér sett saman úr sveiflum af mismunandi tíðni og styrk. Meg- insjónarmiðið er hvemig tilviljunar- kennt áreiti (ættað frá jarðskjálfta- eða vindsveiflum) kemur fram í að þoli mannvirkis sé ofboðið á ein- hvern hátt (ytri kraftar of sterkir og að mannvirki gefi eftir, brotni beinlínis eða að efnisþreyta safnist fyrir, og dragi varanlega úr styrk). Sveifla sem lýtur ákveðnum lög- leysum tilviljunarinnar framkallar uppsöfnuð áhrif, og ákveðnar líkur eru á að hámarksálag komi fram, eftir hversu lengi áreitið stendur yfir. Lokamarkmiðið er áhættumat í sem víðustum skilningi og vinnu- reglur um hvernig hönnun verði við komið til að draga úr áhættunni. Höfundur setur hið endanlega markmið fram á alhæfðu formi á bls 414: Það þarf að fínna ábyggi- leg viðmið um gerð mannvirkja til að hámarkseftirgjöf við jarðskjálfta þeirrar gerðar sem má búast við á viðkomandi svæði verði innan ás- ættanlegra marka. (Orðalag grein- arhöf. Ekki bein þýðing). Textinn er settur fram á afar ljós- an og skýran hátt. Dæmi sem lýsa beitingu fræðilíkansins era einföld Júlíus Sólnes og skýr, sem vera ber í verki þessar- ar gerðar. Hið sama má segja um ótal myndir og gröf sem lýsa efninu nánar. En villupúkinn hefur ekki alveg haldið sig frá bókinni, enda má hugsa sér að svo mikið formúlu- safn sé nánast ógerlegt að gefa út án aðkomu hans. Eg hef ekki ástæðu til að ætla að hann hafi haft sig meira í frammi en hjá verður komist. Meginatriðið er að fyrir liggur kjarninn úr nánast nýrri vísindagre- in sem kemur okkur mikið við, dreg- inn fram á mjög skýran hátt. Gerð er grein fyrir aðferðum sem hljóta að koma okkur íslendingum og öðrum til hjálpar við að fást við hið efnislega umhverfi okkar. M.a. mun eitthvað vera farið að beita þessum aðferðum við greiningu á snjóflóð- um. En eins og svo oft áður eru hinar stærðfræðilegu aðferðir al- tækari en svo að þær nái aðeins yfír það svið sem hugmyndin er fengin frá, sem eru jarðskjálftar og vindálag. Það er með sanni ánægja að ís- lenskur vísindamanður hafí í grein sem kemur okkur í þvílíkum mæli við hafí ekki aðeins orðið til að taka veralegan þátt í alþjóðarannsóknum innan hennar og skapa hana, heldur einnig búið til heildarsamantekt sem hlýtur að verða vitnað til næstu ára- tugina. Fátt verður fremur til fram- dráttar gagnlegri grein. Það er Há- skóla íslands og einkum Verkfræði- deildinni vegsauki að svona verk komi frá henni. Smæð Háskólans í alþjóðasamhengi er óhjákvæmileg og er afleiðing af smæð samfélags- ins. En vinna af þessu tagi gerir okkur gjaldgeng í hinu alþjóðlega samhengi háskóla heimsins. Egill Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.