Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 13 LANDIÐ Könnun á uppruna laxa í hafbeitarstöðinni í Hraunsfirði Nauðsynlegt talið að breyta móttöku laxins Borgarnesi - „Það er nauðsynlegt að breyta móttökunni í hafbeitar- stöðinni í Hraunsfirði og hafa þar frekar gildrur í stað ádráttar,“ segir Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur í samtali við Morg- unblaðið. Sigurður er fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, Vesturlands- deild í Borgarnesi, og hefur frá haustinu 1993 unnið að rannsókn- um varðandi hlutfall laxa af nátt- úrulegum uppruna í afla hafbeitar- stöðvarinnar í Hraunsfirði og hvort hafbeitarlax hafi verið að villast í náttúruleg vatnakerfi. Niðurstöður rannsókna Sigurðar á síðustu árum sýna að fjöldi laxa villist í stöðina eða er náð þar á leið sinni upp í árnar þaðan sem þeir gengu til sjávar. Að jafnaði er um að ræða um 1.200 fiska á ári hverju eða um 1,4% af heildar- afla stöðvarinnar. Langflestir lax- anna eru úr ám í Breiðafirði og við Faxaflóa. Dæmi eru um laxa sem eru ættaðir úr ám fyrir Norð- urlandi, nyrst úr Hofsá í Vopna- firði og einnig úr ám á Suður- landi, syðst úr Rangá. Rannsóknirnar hafa verið unnar á vegum Veiðimálastofnunar en í fullu samráði og samvinnu við veiðiréttarhafa við Breiðafjörð og forsvarsmenn hafbeitarstöðvarinn- ar í Hraunsfirði á Snæfelisnesi. Hafa rannsóknirnar verið gerðar með tveimur aðferðum. Annars vegar greiningu hreistursýna, en greind voru rúmlega 8.400 sýni úr Hraunsfirði og á sama tíma um 1.400 sýni úr Laxá í Dölum, Morgunblaðið/Theodór SIGURÐUR Már Einarsson fiskifræðingur. Morgunblaðið/Sigurður YFIRLITSMYND frá hafbeitarstöðinni í Hraunsfirði á Snæfellsnesi. Haukadalsá og Fáskrúð. Hins veg- ar voru rannsóknir sem byggðar voru á seiðamerkingum. Sagði Sigurður að fljótlega eftir að hafbeitartilraunir hófust hér- lendis af fullum krafti upp úr 1987 hefði vaknað grunur veiðiréttareig- enda um að þessi starfsemi rask- aði verulega náttúrulegu jafnvægi í mörgum laxveiðiám. Enda hefði þegar mest var, verið sleppt um 5 til 6 milljónum laxaseiða til haf- beitar á ári, á meðan náttúruleg heildarframleiðsla allra laxveið- iánna hefði verið áætluð vel innan við 1 milljón seiða á ári. Tilraunir hafa sýnt að laxinn þræðir ströndina grunnt um lang- an veg í leit að rétta vatninu eða þeirri á þar sem hann gekk til sjáv- ar. í því ljósi og miðað við það magn af villtum laxi sem aflað er í Hraunsfirði er nauðsynlegt að mati Sigurðar að þar sé breytt um veiðiaðferðir. í stað þess að draga á i hálfsöitu vatni, ætti að breyta til og setja upp gildrur innar í firð- inum í ferskara vatni sem laxinn gengi þá sjálfviljugur og ákveðinn í. Sá lax sem væri að lóna fyrir utan á leið sinni annað ætti þá frekar möguleika á því að komast leiðar sinnar. Sagði Sigurður að skýrsla með niðurstöðum fyrrgreindra rann- sókna yrði gefin út í lok maí. Laxar veiddir í Hraunsf irði 1994 tii 1996 Alls voru tekin þar hreistursýni af rúmlega 8400 löxum, eða af um 4,5% heildarveiðinnar sem á þessum árum var tæpiega 186.000 laxar. 1,4% hlutfall laxa af náttúrulegum uppruna þýðir því um 3600 laxar af heildarveiðinni á þessum þrem árum, eða um 1200 laxar á ári að meðaltali Náttúrulegir laxar Hafbeitarlaxar 34 8321 8,6 Laxar veiddir í Laxá í Dölum, Haukadalsá og Fáskrúð 1994 til 1996 Alls voru tekin þar hreistursýni af tæplega 1400 löxum, eða af um 35% heildarveiðinnar f ánum sem á þessum árum var tæpiega 4300 laxar. 8,5% hlutfall laxa af hafbeitar- uppruna þýðir því um 360 laxar af heildarveiðinni á þessum þrem árum, eða um 120 laxar á ári að meðaltali. Með hliðsjön af veiðiálagi má þá áætla að um tvöfalt fleiri laxar af hafbeitaruppruna hafi gengið í árnar á þessum tíma. I 8 Hafbeitarlaxar M Náttúrulegir laxar Laxá í Hauka- Fáskrúð SAMTALS: 1994-1996 Dölum dalsá '94-96 Arnar3 '94-96 '95-96 '94-96 Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson REKSTRARAÐILAR Hótels Bjarkarlundar f.v.: Aðalsteinn Frið- finnsson, Elsa Pétursdóttir, Anna Aðalsteinsdóttir og JÞorkell Ingi Þorkelsson sem heldur á Aðalsteini syni þeirra Onnu. Enn vorar í Bjarkarlundi Miðhúsum - Hinn 29. júní 1947 var Hótel Bjarkarlundur vígt en brottfluttir Barðstrendingar stóðu að byggingu þess. Jón Brandsson, bóndi í Kambi, gaf Barðstrendingafélaginu í Reykjavík ásamt öðrum eigend- um fallega lóð við Berufjarðar- vatn þar sem Hótel Bjarkar- lundur stendur. Bygging hót- elsins þótti grettistak fyrir 50 árum. Eins og áður verður hótelið rekið í Bjarkarlundi en tvenn hjón hafa tekið hótelið á leigu í sumar, Þau Anna J. Aðalsteins- dóttir, hótelsljóri og matreiðslu- meistari, og eiginmaður hennar, Þorkell Ingi Þorkelsson. Með þeim í rekstrinum eru foreldrar Ónnu, þau Elsa Pétursdóttir og Aðalsteinn Friðfinnsson en þau hjón hafa áður verið hótelstjór- ar i Bjarkarlundi. Hótel Bjarkarlundur getur nú tekið 40 manns í gistingu og er hótelið vistlegur áningarstaður á hinni löngu Vestfjarðaleið. Brautskráning frá Mennta- skólanum á Egilsstöðum Egilsstöðum - Menntaskólinn á Egilsstöðum útskrifaði 50 nýstúd- enta og einn nemanda af ferðaþjón- ustubraut en það er fyrsti nemand- inn sem þaðan útskrifast. Það voru 10 nemendur sem útskrifuðust af tveimur brautum, þannig að út- skriftir voru alls 60. Af eðlisfræðibraut luku 5 nem- endur námi, 20 af félagsfræði- braut, 4 af hagfræðibraut, 4 af íþróttabraut, 9 af málabraut og 13 af eðlisfræðibraut. Sigríður Sig- þórsdóttir fékk sérstaka viðurkenn- ingu þar sem hún er fyrsti nemandi sem lýkur námi á ferðaþjónustu- braut. Ingibjörg Jónsdóttir fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í íslensku og Hanna Dóra Másdóttir fyrir góða kunnáttu í dönsku. Sig- þóra Þórhallsdóttir fékk viðurkenn- ingu fyrir góða kunnáttu í þýsku og Sóley Dögg Birgisdóttir fyrir góða frammistöðu í raungreinum. Sigrún Erna Guðjónsdóttir og Sig- þóra Þórhallsdóttir fengu ennfrem- ur viðurkenningu frá franska sendi- ráðinu. Þetta er fjölmennasti hópur sem útskrifast frá Menntaskólanum á Egilsstöðum en þetta er 16. árgang- ur sem útskrifast á 18. starfsári skólans. Skólameistari Menntaskól- ans á Egilsstöðum er Helgi Omar Bragason. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞAÐ voru glaðir nýstúdentar sem stign út í sólskinið að lokinni útskriftarathöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.