Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1997 39 BREF TIL BLAÐSIIMS Landbúnaður í sátt við land og þjóð Frá Valdimar Kristinssyni: ÍSLENSKUR landbúnaður hefur átt undir högg að sækja árum og jafn- vel áratugum saman. Bændum fækkar og margir þeir sem eftir sitja eiga í verulegum erfiðleikum. Sam- keppni við erlendar matarvenjur eykst og neytendur kvarta yfir háu verði innlendra landbúnaðarafurða. Þeir sem lækkað gætu framleiðslu- kostnaðinn eru í úlfakreppu kvóta- kerfis, en margir bændur hafa hvorki aldur, heilsu né fjármuni til að styrkja bú sín þótt allt yrði gefíð frjálst. Nýjar vonir hafa þó vaknað. Eftir langvinnar tilraunir hefur tekist að rækta byggafbrigði sem nær þroska á stuttum, svölum sum- rum og er vindþolnara en áður. Standa vonir til að það megi rækta á allt að helmingi bújarða landsins. Þarna hamlar enginn kvóti og ætti því fjöldi bænda að geta sparað sér veruleg útgjöld við fóðurbætiskaup. Ekki yrði um beina samkeppni við verð innflutts fóðurs að ræða þar sem bændur gætu nýtt töluvert af vélakosti sínum og skapað sér aukna atvinnu um leið. Fleiri nýjungar eru á döfinni. Unnið er að því að ná beiskjubragð- inu úr lúpínunni. Þar með gæti ver- ið von á gróskumikilli fóðutjurt, sem þolir mikið frost án þess að falla og kann auk þess að búa yfir sér- stökum lækningamætti. Ef vel tekst til gæti þetta átt sinn þátt í því að hjarðbúskapur legðist endanlega af hér á landi, búfé yrði haldið innan girðinga og heiðarlöndin fengju að gróa upp í friði. Þá mun unnið að því að gera melgresið auðmeltanlegt mannfólk- inu, en það vex vel víða um land. Hugsanlega eigum við von á „mel- hveitibrauðum", þar sem innlend afurð yrði hluti blöndunnar. Kæmi ekki á óvart þótt þar yrði um trefja- ríka hollustufæðu að ræða, svo ekki sé nú talað um hversu þjóðleg hún væri. Skógar og skjólbelti Síðast en ekki síst er svo upp- græðsla í stórum stíl. Héraðsskógar Fljótdalshéraðs vaxa nú stöðugt, bæði að hæð og víðáttu, og Suður- landskógar, sem nú er verið að leggja drög að, eiga að verða enn víðfeðmari. Þó mætti gera enn bet- ur í framtíðinni. Stundum hefur verið sagt að við þurfum að halda við flestum bújörð- um hér á landi til þess að geta mætt ófyrirséðum breytingum eða áföllum í heimsbúskapnum. Auðvit- að þarf að sjá landsmönnum fyrir ýmsum landbúnaðarafurðum í framtíðinni og verkkunnáttu þarf að varðveita og efla eftir föngum, en sé þörf á meiri afurðum, þá tek- ur ekki langan tíma að plægja stór- ar landspildur og ekki mörg ár að efla atvinnugreinina umtalsvert. En þarna er um getgátur varðandi heimsmálin að ræða. Það er hins vegar enginn efi að bæta má landið varanlega fyrir komandi kynslóðir. Ræktun skjólbelta er lausnarorðið. Eftir að Danir misstu mikil lönd til Þjóðveija í stríðinu 1867 tóku þeir að rækta upp sandsorfnar heið- arnar á Jótlandi af mikilli elju. „Hvad udad tapes skal indad vind- es“, sögðu þeir og átti skjólbelta- ræktunin mikinn þátt í því hve vel tókst til. Það sem þar var þörf er hér nauð- syn. Skýla þarf mannfólkinu, búfén- aðinum, skógræktinni, ökrunum og graslendinu og raunar öllu lífríkinu smáu og stóru. Mest liggur við þar sem öflugur búskapur er stundaður en einnig þar sem mannfólkið sæk- ir mest í starfi og leik. Raunar eiga skjólbelti rétt á sér víðast hvar þar sem búast má við einhvers konar landnytjum í framtíðinni. Virkja þarf framtak og aðstöðu bænda um allt land í þessu skyni og beina nánast allri aðstoð við búskap í þennan farveg. Um það ætti að geta náðst víðtæk samstaða því hverjir vilja ekki skila landinu byggilegra í hendur komandi kyn- slóða? Reyndar hefur fólk þegar greitt atkvæði með skjólinu og skóginum. Sést það best á því hvar langeftirsóttustu sumarbústaða- löndin er að finna. Ýmsar trjátegundir munu koma til greina í skjólbelti sem blanda má saman, en fljótsprottnar víðiteg- undir eru taldar vænlegastar, enda vill fólk sjá árangur erfiðis síns sem fyrst. Svo heppilega vill til að kom- ið er fram nýtt afbrigði af jörva- víði, sem sagt er sterkara, grófara og beinvaxnara en hið eldra og telja sumir það efnilegustu skjólplönt- una. Vegna þess hve jörvavíðirinn getur lifað í rýrum jarðvegi þykir koma til greina að hann taki sums staðar við hlutverki „snjógrinda" þar sem skefur á vegi í vetrarveð- rum. Með skjólbeltarækt er hægt að auka atvinnu í sveitum umtalsvert um leið og landgæði eru aukin. Jafnvel þær jarðir sem færu í eyði yrðu notadrýgri komandi kynslóð- um ef dágott eða gott skjól hefði leyst vindgnauð berangursins af hólmi. Gróðurlendi landsins þarf að vernda með öllum tiltækum ráðum og er að mörgu að hyggja í því sambandi. Kemur þá í hugann að hreindýrum er í raun ofaukið í land- inu og hrossum þarf að fækka veru- lega, eins og ýmsir hafa bent á. Frekari hugleiðingar er að finna á heimasíðu minni: www.treknet.is/valdk VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. Hver kýs ríkiskirkju til eilífðar? Frá Björgvini Brynjólfssyni: NÚ ER til meðferðar á Alþingi frumvarp um stöðu og starfshætti þjóðkirkjunnar. Frumvarp þetta er sérstætt á margan hátt þar sem þjóðkirkjan nýtur verndar ríkis- valdsins umfram önnur trúfélög. Lýðræðið hefur enn ekki náð til trúmála á íslandi. Vonandi verður þess ekki langt að bíða þar sem aðeins 5 Evrópuþjóðir búa enn við hliðstæða takmörkun á mannrétt- indum og er hér. Allar aðrar Evr- ópuþjóðir hafa talið jafnrétti í trú- málum vera hluta af trúfrelsinu og vera jafn sjálfsagt og jafnrétti í stjórnmálum. Ljóst er að ákvæði um endur- skoðun kirkjulaganna verður mikilvægasti þáttur þeirra. Ef Al- þingi tryggir ekki fulla endurskoð- un þeirra á t.d. 10 ára frelsi er þingræði okkar í hættulegri and- stöðu við þjóðarviljann. Skoðanak- annanir síðustu ára sýna að um 60% þjóðarinnar aðhyllast aðskiln- að ríkis og kirkju. Það er sama hlutfall og var hjá Svíum þegar þeir tóku ákvörðun um aðskilnað fyrir fjórum árum. Þar hafði þjóð- arviljinn afgerandi áhrif á þjóð- þingið. Verði fyrrgreint frumvarp samþykkt án ákvæðis um fulla endurskoðun eftir fáein ár hefur orðið hér meiriháttar löggjafarslys með neikvæðar afleiðingar bæði fyrir ríki og kirkju. Lögvernduð kirkja verður aldrei trúverðug. BJÖRGVIN BRYNJÓLFSSON, Skagaströnd. Jóhann Þröstur Ágúst Sindri Hjartarson Þórhallsson. Karlsson Agiíst S. Karlsson nýr forseti SI SKAK Skáksamband í s 1 a n d s Aðalfundur 24. maí 1997 Ágúst Sindri Karlsson er tekinn við af Guðmundi G. Þórarinssyni sem nýr forseti Skáksambandsins. AÐALFUNDUR Skáksambands íslands var haldinn á laugardag- inn. Guðmundur G. Þórarinsson, sem hefur gegnt embætti forseta Skáksambands íslands undanfarin fimm ár, dró sig nú í hlé. Guð- mundur var einnig forseti S.í. á árunum 1969—1973 og hefur því gegnt þessu embætti samtals í 10 ár, eða lengur en nokkur annar. Hann var forseti þegar einvígi Fischer og Spassky fór fram hér á landi 1972, en það stendur enn- þá undir nafni sem einvígi aldar- innar. í ár er aldarfjórðungur lið- inn frá þessu sögufræga einvígi og því heiðraði aðalfundurinn þá menn, sem skipuðu stjórn sam- bandsins á þessum tíma. Þeir voru, auk Guðmundar: Varaforseti: Ásgeir Friðjónsson Ritari: Þráinn Guðmundsson Gjaldkeri: Hilmar Viggósson Meðstjórnandi: Guðlaugur Guð- mundsson Framkvæmdastjóri: Guðjón Ingvi Stefánsson Asgeir Friðjónsson er látinn, en hinir fjórir tóku við viðurkenning- um frá á fundinum og var vel fagn- að. Guðmundur G. Þórarinsson var einnig heiðraður og þökkuð vel unnin störf. Þess má geta, að Þrá- inn Guðmundsson, sem verið hefur stjómarmaður i S.í. lengst allra, gaf ekki kost á sér til áframhald- andi setu í stjórninni og voru hon- um færðar sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu skákhreyf- ingarinnar. Ágúst Sindri Karlsson var kjör- inn forseti S.í. á aðalfundinum, en auk hans skipa eftirtaldir stjórnina: Andri Hrólfsson, Hlíðar Þór Hreins- son, Hrannar Arnarsson, Haraldur Baldursson, Þröstur Þórhallsson og Áskell Örn Kárason. Varastjórn skipa: Ingimar Jóhannsson, Júlíus Friðjónsson, Sigurbjörn Björnsson og Gunnar Björnsson. í lok fundarins hélt Ágúst Sindri, nýkjörinn forseti, ræðu, þar sem hann fór vítt og breitt yfir stöðu skákmála á íslandi og gerði grein fyrir hugmyndum sínum um það hvernig mætti efla skákina. Hann vakti m.a. athygli á því, að hrun Sovétríkjanna hefði haft þau áhrif, að sterkustu skákmenn íslands eiga nú fjárhagslega á brattann að sækja. Ágúst Sindri vakti einnig at- hygli á ýmsu jákvæðu varðandi skákina, eins og t.d. því að skák er þriðja vinsælasta tómstundaiðj- an í grunnskólum Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum frá Iþrótta- _og tómstundaráði borgar- innar. Áhugi íslendinga á skák virðist því síst fara minnkandi og nota þarf þau tækifæri, sem flutn- ingur grunnskólanna til sveitarfé- laganna skapar. Ágúst telur einnig brýnt að auka samskiptin milli tafl- félaganna. Þröstur Þórhallsson hraðskákmeistari Islands Hraðskákmót íslands 1997 fór fram sunnudaginn 25. maí s.l. í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Tefldar voru 9 umferðir, 2x5 mínútur. Úrslit urðu þau, að Hraðskák- meistari íslands 1997 varð Þröstur Þórhallsson með 14 72 vinning af 18 mögulegum. Röð 10 efstu manna varð þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 14 'A v. 2. Þorsteinn Þorsteinsson 13'A v. 3.-4. Jón Viktor Gunnarsson 12 'A v. 3.-4. Arnar Þorsteinsson 12 'A v. 5. Helgi Áss Grétarsson 12 v. 6.-7. Rúnar Sigurpálsson ll'/s v. 6.-7. Hrannar Baldursson ll'A v. 8.-10. Ögmundur Kristinsson 11 v. 8.-10. Magnús Öm Úlfarsson 11 v. 8.-10. Áskell Öm Kárason 11 v. Keppendur voru 39. Skákstjóri var Hlíðar Þór Hreinsson. Jóhann Hjartarson skákmaður ársins 1996 Á föstudagskvöld voru tilkynnt úrslit í kjörinu á skákmanni ársins 1996. Atkvæðisrétt höfðu taflfélög landsins og stjórn Skáksambands íslands. Skákmaður ársins 1996 var kjörinn Jóhann Hjartarson. Hann er vel að þessum titli kominn og árangur hans að undanförnu bendir til þess, að hann sé í afar góðu formi um þessar mundir. Jón Viktor Gunnarsson var kjör- inn efnilegasti skákmaður ársins 1996. Bragi Þorfinnsson varð í 2. sæti og Davíð Kjartansson í því þriðja. Skákskýringar eftir Jóhann Jóhann Hjartarson hefur valið eina skák sína frá Aruna mótinu 1 Kaupmannahöfn um daginn og skýrir hana fyrir lesendum: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Erling Mortensen Sikileyjarvörn I. e4 — c5 2. Rc3 — Rc6 3. g3 — g6 4. Bg2 - Bg7 5. d3 - d6 6. Be3 [Hvítur beitir hér hinu svokall- aða lokaða afbrigði Sileyjarvarnar. Það þykir afar traust, en er fremur hægfara og getur hvítur sjaldnast vænst mikilla yfirburða í byijun tafls, þegar það kemur upp. Öruggt forskot í mótinu þegar skákin var tefld gaf á hinn bóginn ekki tilefni til að tefla á tvær hættur og ein- kennist taflmennskan í upphafi af því. 6. - e5 7. Dd2 - Rge7 8. Rge2 - Rd4 9. 0-0 - 0-0 10. f4 - Rxe2+ Það er fremur óvenjulegt að svartur aflétti spennunni á mið- borðinu svo snemma. Algengara er 10. - Be6 11. Hf2 - Dd7 12. Hafl með færum á báða bóga. II. Dxe2 — exf4 12. Bxf4 — Rc6 13. Khl?! Ónákvæmni. Betra er að hindra næsta leik svarts með 13.Dd2! og eftir 13. - Be6 14. h3 - Dd7 15. Kh2 stendur hvítur aðeins betur. Nú nær svartur hinsvegar að jafna taflið án vandkvæða. Munar þar mestu að í stöðu hans er hvergi að finna snöggan blett og því erf- itt fyrir hvít að finna haldgóða áætlun. Taflmennska hvíts í næstu leikjum er því með nokkrum ráð- leysisblæ. 13. - h6! 14. Dd2 - Kh7 15. Be3 - Be6 16. Hf4 - g5 17. Hffl - Re5 18. Hael - Kh8 19. Bgl - Dd7? Mun vænlegra er að hefja sókn á drottingarvæng með 19. — Da5! 20. a3 — b5 og svartur stendur síst lakar. Nú fær hvítur hinsvegar ráðrúm til að sprengja upp mið- borðið sér í hag og hrifsa frum- kvæðið á ný. 20. b3 - b5 21. d4! - cxd4 22. Bxd4 - Hac8 23. Rdl! Riddarinn stefnir á e3, þar sem hann hefur veikleikana d5 og f5 í sigti. Með næsta leik reynir svartur að hindra þessa tilfæringu sem best hann getur, en verður að láta undan síga að lokum. 23. - Rg4 24. c3 - a6 25. h3 - Re5 26. Kh2 - f5 27. exf5 - Bxf5 28. Re3 - Be6 29. Rd5!? Helsti ókostur svörtu stöðunnar eru veikleikarnir 1 peðastöðunni á drottningarvæng. Öruggasta leið hvíts til að notfæra sér þá er að stefna að uppskiptum á báðum hrókunum og e.t.v. drottningunum líka með 29.Ddl og síðan 30. Hxf8, 31. Hfl o.s.frv., því yfirburðir hvíts í endataflinu eru ótvíræðir. Svartur var hinsvegar kominn í tímahrak þegar hér var komið sögu og því ákvað ég að flækja taflið. Vörnin krefst mikillar nákvæmni og tímaskortur Danans tekur sinn toll. 29. - Hce8 30. Ddl - g4 31. Rf4 - Bf5? Svartur missir fótanna í einstig- inu. Nauðsynlegt er 31. — gxh3! og eftir 32. Bxe5 — hxg2 33. Rg6+ - Kg8! 34. Hxf8+ - Bxf8 nær hann að halda velli. 32. Bxe5! — Bxe5 33. hxg4 — Bh7. 111 naúðsyn, en 33. — Bxg4 34. Rg6+ — Kg7 35. Rxf8 tapar strax. Nú reytir hvítur síðustu skjólflík- urnar af svarta kónginum með snoturri leikfléttu: 34. Hxe5! - Hxe5 35. Rg6+ - Bxg6 36. Hxf8+ - Kg7 37. Hb8 — Be4 38. Bxe4 — Hxe4 39. Dd5! - De6 40. Db7+ - De7 Hvítur vinnur einnig létt í drottn- ingarendataflinu sem upp kemur eftir 40. — Kg6 41. Hg8+! — Dxg8 42. Dxe4+ — Kf6 43. Df4+ o.s.frv. 41. Kh3 - Kf6 Styttir þjáningarnar, en hrók- sendataflið sem upp kemur eftir 41. - Dxb7 42. Hxb7+ - Kf6 43. Hb6 er einnig gjörtapað. 42. Dc8 - Kg6 43. Dh8 - Hxg4 44. Dg8+ og svartur gafst upp. Skákskýringar eftir Jóhann Hjartarson. Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur Aðalfundur TR verður haldinn miðvikudaginn 28. maí kl. 20 í fé- lagsheimilinu Faxafeni 12. Þröstur Þórhallsson, núverandi formaður, mun ekki hafa í hyggju að gefa kost á sér til endurkjörs, en Ríkharður Sveinsson verður í framboði. Ríkharður hefur mikla reynslu af félagsstörfum fyrir skákhreyfinguna, en síðastliðinn vetur var hann við nám í Vínarborg. Þröstur tók við formanns embættinu í janúar þegar Ólafur H. Ólafsson sagði af sér. Síðan þá hefur hluti af húsnæði TR verið seldur og fjármálin þar með lagfærð. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.