Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SJÓRINN var um tvær gráður en hraustir krakkar létu það ekki á sig fá þótt væri svolítið kalt. Morgunblaðið/Kristján GUNNAR Frímannsson kenndi stórum hóp barna og ungiinga að sundríða í fjörunni við Brávelli norðan Akureyrar. Hópur krakka úr Létti fékk tilsögn í sundreið í tveggja gráða heitum sjó Galdurinn að gefa lausan tauminn „ÞETTA var alveg geðveikt gaman,“ sagði unglingsstúlka þegar hún vatt sér úr renn- blautum buxunum nýkomin úr sundreið í fjörunni við Brávelli skammt norðan Ak- ureyrar. Um 40 börn og unglingar á aldrinum frá 9-17 ára tóku þátt í skemmtiferð á vegum unglingaráðs hestamannafé- lagsins Léttis á Akureyri á dögunum og var farið frá hesthúsahverfinu í Breið- holti. Riðið var sem leið lá norður að Brávöllum en þar sá starfsfólk Greifans um að glóðarsteikja kjötmeti ofan í svanga ferðalanga. Farið var í leiki áður en lagt var í hann niður í fjöru þar sem yngstu og óreyndustu krökkunum var skellt í björgunarvesti fyrir sundreiðina. „Krakkar sem eru í hesta- mennsku verða að kunna að sundríða. Á ferðalögum eru alltaf að koma upp þær að- stæður að fara þurfi yfir ár og þá þurfa þeir að vita hvernig bregðast á við,“ sagði Gunnar Frímannsson sem leiðbeindi krökkunum. Dálítið kalt fyrst Ragnhildur Helgadóttir var sú yngsta sem skellti sér í sjóinn, 10 ára gömul en al- vön hestakona. Hún á sjáf fimm hesta og eru þeir henn- ar aðaláhugamál, en hún hef- ur verið í hestamennsku frá því hún var þriggja til fjög- urra ára gömul. „Ég var svolítið hrædd fyrst, ekki mikið, bara smá. Þetta var alveg æðislegt, dá- lítið kalt fyrst en ég var fljót að jafna mig,“ sagði hún. Ragnhildur fór á skeiðhestin- um Gráblesa, sem reyndar er kallaður Glanni, út í sjóinn. „Hann hljóp með mig til baka, það var alveg rosalega gam- an. Ég ætla að prófa þetta aftur við fyrsta tækifæri." Sem minnst þvingandi fyrir hestinn Brynja Vignisdóttir er 17 ára og var að sundríða í fyrsta skipti. „Það var mjög gaman, frekar kalt en það gerir ekkert til,“ sagði hún. Sveinn Ingi hefur nokkrum sinnum sundriðið hesti sínum og sagði það alltaf jafn gam- an. „Þetta er tilbreyting frá daglegum útreiðum." Þau Brynja og Sveinn segja að galdurinn sé að gefa hest- inum lausan tauminn. „Maður flýtur svolítið og reynir þá að hanga í faxinu en það er best að vera sem minnst þvingandi fyrir hestinn. Það er nauðsynlegt að kunna þetta, því það gerist oft á ferðalögum að fara þarf yfir á. Þá er gott að hafa fengið æfingu.“ ÞEIR komu hvor í sínu lagi í Iand. KRAKKAR sem stunda hestamennsku þurfa að kunna hvernig bregðast á við þegar farið er yfir ár á ferðalögum, en áður en að því kemur er gott að hafa fengið tilsögn. Flugfélag Islands hf. tekur við sumaráætlun Flugleiða 3. júní Islandsflug hefur flug til Akureyrar í júlí ÍSLANDSFLUG mun hefja flug á leiðinni Reykjavík-Akureyri- Reykjavík 1. júlí nk. en þá falla öll sérjeyfi í innanlandsflugi úr gildi. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs segir að farnar verði 2 ferðir á dag til að byrja með í sumar. „Við ætlum að þreifa okkur áfram á markaðn- um en jafnframt sýna hógværð og skynsemi," sagði Omar. Sumaráætlun Flugleiða innan- lands tók gildi í vikunni og gildir út ágústmánuð. Frá Akureyri verða famar 7 ferðir á dag flóra daga vik- unnar en 8 ferðir þijá daga og þá flogið eina ferð í gegnum Húsavík. Tíu ferðir á dag til Akureyrar Það verður því boðið upp á allt að 10 ferðir á dag milli Akureyrar og Reykjavíkur þegar samkeppni félaganna á flugleiðinni hefst. Flugleiðir hafa tekið 19 sæta Metró-vél Flugfélags Norðurlands á leigu og er hún notuð í morgun- ferðir frá Akureyri kl. 7.45 og út frá Reykjavík til ýmissa staða á landsbyggðinni. Friðrik Adolfsson, verðandi sölustjóri leiguflugsdeildar Fiugfé- lags Islands, sem stofnað var við sameiningu Flugleiða innanlands og Flugfélags Norðurlands, segir ráðgert að Flugfélag íslands taki við sumaráætlun Flugleiða þann 3. júní nk. Þrýstingur frá markaðnum Ómar Benediktsson, segir að vegna þrýstings frá markaðnum hafl komið til tals að íslandsflug hefji flug milli Reykjavíkur og Akureyrar strax seinni partinn í júní og þá þannig að aðilar í ferða- þjónustu leigi vélar félagsins til notkunar á þeirri leið. Islandsflug mun auk þess fljúga frá Reykjavík til Vesturbyggðar, ísaflarðar, Hólmavíkur og Gjögurs, Sauðárkróks og Siglufjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vest- mannaeyja. Félagið hefur flogið til Norðfjarðar í gegnum Egilsstaði en að sögn Ómars verður því flugi hætt, í bili að minnsta kosti. Flugleiðir - Flugfélag íslands fljúga einnig frá Reykjavík til ísa- flarðar, Sauðárkróks, Húsavíkur, Egilsstaða, Hornafjarðar og Vest- mannaeyja en flugi til Patreks- fjarðar er hætt. Frá Akureyri er flogið til Grímseyjar, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar og einnig til Egils- staða og ísafjarðar. Aukasýning á Vefaranum AUKASÝNING verður á Vefaranum mikla frá Kasmír næstkomandi laug- ardagskvöld, 31. maí, en þetta er allra síðasta sýning á verkinu. Verkið er leikgerð á sögu Hall- dórs Laxness. Með aðalhlutverk fara Þorsteinn Bachmann og Marta Nor- dai. Leikstjóri er Halldór E. Laxness. Sýnt er á Renniverkstæðinu við Strandgötu og hefst sýningin kl. 20.30. Miðasala er opin í Samkomu- húsinu frá kl. 13-17 virka daga og frá 19.30 á Renniverkstæðinu á sýn- ingardaginn. -----» ♦ ♦----- Arsfundur FSA ÁRSFUNDUR Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri verður í dag, miðvikudaginn 28. maí og hefst hann kl. 14 á Hótel KEA. Fluttur verður fyrirlestur um framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu og þróun sjúkrahúsa á næstu árum og verður stafræn tenging við skurð- stofu á Landspítala meðan á honum stendur. Starfsfólki sem unnið hefur á FSA í 25 ár verður veitt viðurkenning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.