Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 35
FRÉTTIR
Göngudag-
ur eldri
borgara í
Kópavogi
í GJÁBAKKA, félags- og tóm-
stundamiðstöð eldri borgara í Kópa-
vogi, verður sérstök dagskrá
fimmtudaginn 29. maí. Dagskráin
byrjar kl. 14 með því að eldri borg-
arar ganga frá Gjábakka við harm-
onikuundirleik Jónu Einarsdóttur.
Allir ganga saman út á planið við
Hamraborg 10 en þar skiptast
göngumenn í fjóra hópa.
Hópur I gengur aftur að Gjá-
bakka, hópur II gengur um 1 km,
hópur III gengur um 2 km og hóp-
ur IV gengur um 3 km. Eftirtaldir
eldri borgarar verða höfðingjar hóp-
anna: Karl Helgason, Margrét Sig-
urðardóttir og Guðmundur Hall-
grímsson.
Að göngu lokinni verður safnast
saman um kl. 15 í Gjábakka þar
sem bíður heimabakað meðlæti sem
hægt verður að skola niður með
ijúkandi kaffi og harmonikutónum.
Hugmyndin er að söngglaðir ein-
staklingar takið lagið á eftir.
Loðdýradagar á
Sauðárkróki
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til
ráðstefnu um Ioðdýrarækt á íslandi
og verður hún haldin á Sauðárkróki
dagana 5. og 6. júní nk. Að ráð-
stefnunni standa landbúnaðarráðu-
neytið, Byggðastofnun, Samband
íslenskra loðdýrabænda, Sauðár-
króksbær og Kf. Skagfirðinga.
Ráðstefnan hefst föstudaginn 5.
júní kl. 13 með ávarpi Guðmundar
Bj arnasonar, landbúnaðarráðherra.
Síðan verða flutt erindi um loðdýra-
rækt og byggðamál af forstjóra
Byggðastofnunar, Guðmundi
Malmquist, og Magnúsi B. Jóns-
syni, skólastjóra á Hvanneyri, um
loðdýrarækt á íslandi.
Samhliða ráðstefnunni verður
kynning og sölusýning á vörum til
loðdýraræktar af hálfu Kf. Skag-
firðinga og Hedensted Gruppen í
Danmörku.
Á föstudeginum verður m.a.
kynning á starfsemi Fóðurstöðvar
Kf. Skagfirðinga og þar mun Sigur-
jón Bláfeld, landsráðunautur, ræða
um hráefni til loðdýrafóðurs og
framhald verður á kynningu og
sölusýningu á vörum til loðdýra-
ræktar.
í fréttatilkynningu segir að von-
ast sé til að sem flestir loðdýra-
bændur sjái sér fært að mæta til
ráðstefnunnar sem er sú fýrsta sem
haldin er sérstaklega um loðdýra-
rækt og hlutverk loðdýraæktar í
byggðamálum hér á landi.
Gengið
á milli vita
HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer
í miðvikudagskvöldgöngu sinni, 28.
maí, milli gamalla og nýrra vita og
innsiglingarmerkja í Reykjavík.
Farið verður frá Hafnarhúsinu
kl. 20 og gengið niður á Miðbakka
og út að innsiglingarvitanum á Ing-
ólfsgarði. Síðan inn að Helgastaða-
vita og með ströndinni að Stúlku-
kletti. Þaðan upp að gamla vatns-
geyminum á Rauðarárholti og að
Sjómannaskólanum við gamla
stakkstæðið. Val um að ganga til
baka eða fara með SVR. Allir vel-
komnir.
Lokapredikun
í guðfræðideild
JÓHANN Pétur Herbertsson, guð-
fræðinemi, flytur fimmtudaginn 29.
maí nk. lokapredikun í kapellu Há-
skólans. Athöfnin hefst kl. 17 og
eru allir velkomnir.
Drukknun
barna - hættur
í umhverfinu
KVENNADEILD Slysavamafélags
íslands á Dalvík í samvinnu við
Björgunarskóla Landsbjargar og
Slysavarnafélags íslands standa
fyrir fræðslufundi um dmkknun
barna og hættur í umhverfinu.
Fundurinn verður haldinn á Dalvík
fimmtudaginn 29. maí.
Á fundinum verður fjallað um
helstu áhættusvæði í umhverfinu
m.t.t. drukknunarslysa og gefnar
ábendingar um úrbætur. Fundurinn
fer fram í Björgunarstöðinni á
Gunnarsbraut og hefst kl. 20.
Stjórnandi er Þórir Þórisson læknir.
Námskeiðsgjald er 600 krónur. Til-
kynna þarf þátttöku í síma Björgun-
arskóla Landsbjargar.
Fjallaleiðsögu-
menn með úti-
vistarnámskeið
ÍSLENSKIR fjallaleiðsögumenn
brydda upp á þeirri nýbreytni að
halda útivistamámskeið fyrir ungl-
inga í júní næstkomandi. Námskeið-
in eru haldin í Skaftafelli og verða
dagana 23.-28. júní og 30. júní til
5. júlí. Þar verður farið í fjallgöng-
ur, íjöruferð og fuglaskoðun og
kennt verður ísklifur og klettaklif-
ur.
í júní mun fyrirtækið einnig
standa fyrir Jónsmessuferð yfir
Vatnajökul. Gengið verður úr
Kverkfjöllum yfir á Öræfajökul og
tekur ferðin 7 daga.
Námskeið
í skyndihjálp
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp sem hefst fimmtudag-
inn 29. maí kl. 19-23. Aðrir
kennsludaigar verða 2. og 3. júní.
Námskeiðið telst verða 16
kennslustundir og verður haldið í
Ármúla 34, 3. hæð. Námskeiðið er
opið öllum 15 ára og eldri.
Starfsár
Sumarskólans
að hefjast
FIMMTA starfsár Sumarskólans sf.
er að hefjast. í sumar verður boðið
upp á um fjörutíu áfanga fyrir
framhaldsskólanemendur. Kennt
verður samkvæmt námsskrá
Menntamálaráðuneytisins fyrir
framhaldsskóla. Allir áfangar skól-
ans eru matshæfir í framhaldsskóla
landsins.
Skólinn hefst 3. júní og lýkur 2.
júlí. Kennt verður frá kl. 17.30-
22.10 í Odda, Háskóla íslands. Inn-
ritun stendur nú yfir og er innritað
í Odda virka daga frá kl. 17-19.
Sundnámskeið
fyrir misþroska
og ofvirk börn
ÍÞRÓTTAFÉLAG fatlaðra stendur
eins og undanfarin ár fyrir sund-
námskeiðum fyrir misþroska og
ofvirk börn. Námskeiðin byija dag-
ana 4. júní og 26. júní og um er
að ræða þriggja vikna námskeið
sem haldin eru í sundlaug Sjálfs-
bjargar í Hátúni 12.
Skráning er hjá íþróttafélagi
fatlaðra og sér Júlíus Arnarson
kennari um sundkennsluna.
Listsýning
leikskólabarna
LISTSÝNING leikskólabarna í
Fella- og Hólahverfí verður í menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi
fimmtudaginn 29. maí og stendur
til 12. júní.
Á opnunardaginn verða börnin
með skemmtiatriði. Kl. 10 koma
fram börn frá leikskólunum Hóla-
borg, Völvuborg og Ösp og kl. 14
koma fram börn frá Suðurborg,
Fellaborg og Hraunborg.
RAOAUGLÝSI I M G A
Viðtalstími — Seltjarnarnes
Viö verðum með viðtals-
tíma í húsi Sjálfstæðis-
flokksins á Seltjarnar-
nesi, Austurströnd 3, á
morgun, fimmtudaginn
29. maí, kl. 17.00-19.00
Allir velkomnir.
Heitt á könnunni.
Árni Mathiesen og
Kristján Pálsson,
alþingismenn.
I
I
I
TILBOÐ / UTBOÐ
F.h. Frædslumiðstöðvar Reykjavíkur er
auglýst eftir upplýsingum um fyrirtæki sem
vilja gera tilboð í bónvinnu í öllum grunnskól-
um Reykjavíkur. Skilyrði er að fyrirtækin séu
starfandi á þessu sviði og hafi á að skipa traust-
um, vel þjálfuðum og nægjanlega mörgum
starfsmönnum. Allur rekstur skal vera traustur
og áreiðanlegur. Forvalsgögn fást afhent á
skrifstofu vorri á Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Væntanlegir bjóðendur sem áhuga hafa þurfa
að skila inn umbeðnum upplýsingum fyrir
kl. 12.00 fimmtudaginn 5. júní 1997 á skrif-
stofu vora.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 OO - Fax 562 26 16
I
I
I
UTBOÐ
i
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað
eftir tilboðum í viðhald á lyftum í ýmsum fast-
eignum borgarsjóðs.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn
5.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: fimmtudaginn 12. júní 1997
kl. 14.00 á sama stað.
bgd 90/7
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Kárastígur 8, Hofsósi, þinglýst eign Sigrúnar S. ívarsdóttur, eftir kröfu
Olíuverslunar Islands hf., miðvikudaginn 4. júní 1997 kl. 13.30.
Stokkhólmi, Akrahreppi, þinglýst eign Halldórs Sigurðssonar, eftir kröfu
Búnaðarbanka (slands, miðvikudaginn 4. júní 1997 k. 11.00.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki,
26. maí 1997.
□5KAST KEVPT
Innrömmunaráhöld
Óskum eftir að kaupa áhöld til innrömmunar.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst
í síma 552 4211.
BORG
Opið virka daga
frá 12-18
Sími 552 4211
HUSNÆÐI I BOei
Húsnæði á landsbyggðinni
Einbýlishús á landsbyggðinni, 175 m2, á tveim-
ur hæðum, ertil sölu. Ur húsinu er eitt besta
útsýni sem völ er á. Býður upp á mikla
möguleika. Staðsetning er í fallegu friðsælu
þorpi, ca 2 klst. akstur frá Reykjavík.
Verð og greiðslukjör við allra hæfi sem og ýmis
skipti.
Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á
afgreiðslu Mbl. fyrir 5. júní nk., merkt:
„H - 1091".
FUIMDIR/ MANNFAGNA0UR
Frá Hússtjórnarkennara-
félagi íslands
Málþing um endurskoðun aðalnámskrárfyrir
grunn- og framhaldsskóla verður haldið
sunnudaginn 1. júní kl. 9.30-16.00 í húsi
K.í. við Laufásveg.
Léttar veitingar í hádeginu þátttakendum að
kostnaðarlausu.
Bókaútgefendur!
Stjórn Félags íslenskra bókaútgefanda minnir
félagsmenn á aðalfundinn í dag, miðvikudag-
inn 28. maí 1997, í veitingahúsinu Skólabrú
á Skólabrú 1 í Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 17.00.
Að loknum aðalfundarstörfum verður snæddur
kvöldverður í boði félagsins.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.
Stjórnin.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00
Spennandi jöklaferð
2.-8. júní Skálafellsjökull-
Esjufjöll-Breidamerkurjökull.
Ekið að Skálafellsjökli og gist
Gengið verður á skíðum í Esju-
fjöll. Þaðan verður farið i styttr
ferðir um svæðið. Metnaðarfull
ferð, fararstjóri verður Kristján
Helgason. Nánari upplýsingai
veittar á skrifstofu Útivistar.
Helgarferðir næstu helgi
30. maí-1. júní Básar.
Skemmtileg ferð fyrir alla fjöl-
skylduna í Þórsmörk undir leið-
sögn fararstjóra.
31. maf-1. júnf Fimmvörðu-
háls
Gengið fra Skógarfossi, upp með
Skógá. Gist í Fimmvörðuskála og
þaðan er gengið í Bása. Frekari
upplýsingar veitir skrifstofa Úti-
vistar.
Sólstöðugöngur
Kynnið ykkur Jónsmessuferðir
Útivistar.
20.-22. júní Sólstöðuganga yfii
Flmmvörðuháls.
20.-22. júní Sólstöðuganga á
Snæfellsjökul.
Skráning er þegar hafin í ferðirn-
ar.
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÓRKINNI B-SlMI 568-2533
Miðvikudagur 28. maí
kl. 20.00
Nauthólsvík — Öskjuhlíð
— Fossvogur.
Þriðja ferð í afmælisgöngu F.í
frá Seltjarnamesi í Heiðmörk,
Auðveld og skemmtileg ganga
fyrir alla, m.a. gengið um skóg-
arstíga Öskjuhlíðar. Verð 200 kr.,
fritt f, börn m. fullorðnum.
Brottför frá BSÍ, austanmegin,
og Mörkinni.
Helgarferð á Eyjafjallajökul
(næturganga) um næstu helgi.
Skíðaganga um Skerjaleiðina á
Fimmvörðuháls. Miðar á skrifst.
ÉSAMBAND fSLENZKRA
____’ KRISXNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58.
Almenn samkoma í kvöld •
kl. 20.30.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson
talar.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Biblíulestur fellur niður í kvöld.