Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
I
____________________________FRÉTTIR____________________________
íbúar í Seljahverfi boða til borgarafundar vegna skipulagsmála í kvöld
Mótmæla teng-
íngu Jaðarsels
við Fífuhvamm
Morgunblaðið/Ásdís
MÓTMÆLENDUR hafa komið upp þessum borða við fyrirhugað vegarstæði.
ÍBÚAR í Seljahverfí hafa boðað til
borgarafundar í hverfínu í kvöld til
að kynna og safna athugasemdum
við þá vegartengingu milli Selja-
hverfís og Fífuhvammslands í Kópa-
vogi sem gert er ráð fyrir í tillögu
að aðalskipulagi Reykjavíkur.
Seljahverfí byggðist á áttunda
áratugnum að mörkum Reykjavíkur
og Kópavogs. Frá 1984 hefur í gild-
andi aðalskipulagi Reykjavíkur verið
gert ráð fyrir því að Seljahverfi verði
tengt 8.000 manna íbúðarhverfi í
Fífuhvammslandi í Kópavogi með
tengibraut milli Fífuhvammsvegar
og Jaðarsels, sem er safngata sem
gengur í gegnum austanvert Selja-
hverfíð, milli Seljabrautar og Holta-
sels. Svo er einnig í skipulagstillögu
sem borgarbúar geta gert athuga-
semdir við til klukkan 16 á föstudag.
Tveir íbúar í húsum steinsnar frá
Jaðarseli rituðu Morgunblaðinu bréf
sem birt voru um helgina þar sem
skipulagstillögunni er mótmælt og
íbúar í hverfinu hvattir til að fjöl-
menna á borgarafund sem boðaður
er í mótmælaskyni við tillöguna.
Fundurinn verður haldinn í sam-
komuhúsi Seljaskóla klukkan 8 í
kvöld. Annar greinarhöfundurinn
er Haukur Þór Haraldsson, sem
jafnframt er einn þeirra sem unnið
hafa að skipulagningu borgara-
fundarins og samhæfingu mótmæla
íbúanna.
Verið að breyta í hraðbraut
„Það sem við erum að mótmæla
er það að þegar maður skoðar sam-
stætt skipulag í Reykjavík og Kópa-
vogi bera þau það með sér að Fífu-
hvammsvegur verði tengdur yfír á
Jaðarsel," segir Haukur Þór. „Með
slíkri tengingu viljum við meina að
verið sé að breyta Jaðarselinu í
hraðbraut. Á tæknimáli heitir það
að verið sé að breyta Jaðarseli úr
safngötu í tengibraut. Jaðarselið
hefur aldrei verið hugsað sem tengi-
braut heldur sem safngata. Við vilj-
um fyrirbyggja í upphafí að vanda-
málin skapist.
Umferðin um Jaðarsel er nógu
mikil og nógu hröð þrátt fyrir þijár
hraðahindranir. Við viljum ekki
kalla yfir okkur að þessi tenging
verði gerð þannig að umferð há-
vaði, mengun og slysahætta stór-
aukist og svo fari menn að leita
að lausnum eftir á, svipað og verið
er að gera annars staðar í borginni
þar sem vandamálin eru komin
upp,“ segir Haukur.
Hann bendir á að samkvæmt
skipulagi Kópavogs sé gert ráð fyr-
ir að í Rjúpnadal, skammt ofan
Seljahverfis verði iðnaðarsvæði.
„Við vitum ekkert hvers konar
umferð slík starfsemi mundi draga
í gegnum hvefið hjá okkur,“ segir
Haukur. Þá bendir hann á að allar
námur höfuðborgarsvæðisins fyrir
möl og uppfyllingarefni séu á svæð-
inu fyrir ofan Sandskeið og í
Þrengslum og þess vegna væri
stysta leiðin inn í Fífuhvamms-
hverfið meðan verið væri að byggja
það upp í gegnum Seljahverfið ef
tengingin kæmist á.
Hann segir að það sé einsdæmi
í skipulagi Reykjavíkur að þarna
eigi að láta tengibraut enda blint í
safngötu í íbúðarhverfi, Jaðarseli,
og kveðst líta á lagningu Arnarnes-
vegar eða Ofanbyggðarvegar sem
framtíðarmál sem sé í algjörri
óvissu. Sá vegur sé verkefni Vega-
gerðar ríkisins, sem hafí opinber-
lega greint frá því í tengslum við
umræður um Setbergshverfi í Hafn-
arfírði að útreikningar bendi til
þess að núverandi vegarstæði leiði
til þess að umferð muni ekki velja
Ofanbyggðarveginn.
Til borgarafundarins í kvöld hef-
ur m.a. verið boðið öllum borgarfull-
trúum Reykvikinga en starf íbúa
gegn skipulagstillögunni hefur ann-
ars vegar falist í því að fá íbúa til
að senda formleg mótmælabréf eins
og lög gera ráð fyrir og hins vegar
að safna undirskriftum með áskor-
un til kjörinna fulltrúa, þ.e. borgar-
fulltrúa, um að láta skipulagstillög-
una ekki fram ganga.
Uppbygging hafin í
Fífuhvammi
Bjarni Reynarsson, aðstoðar-
skipulagsstjóri í Reykjavík, sagði
að gert hefði verið ráð fyrir teng-
ingu Fífuhvammsvegar og Jaðar-
sels á aðalskipulgi Reykjavíkur frá
1984. Við afgreiðslu síðasta skipu-
lags, 1990-2010, hafí borist at-
hugasemdir við tenginguna en and-
staðan sé greinilega sterkari nú og
setur Bjarni það í samband við það
að fyrst nú er farið að byggja upp
íbúðarhverfi og verslunarhúsnæði í
Fífuhvammi.
Bjarni segir að samkvæmt tillög-
unni sé um að ræða tengibraut úr
Jaðarseli inn í Kópavog til að tengja
hverfí saman. „Rótin að þessu
vandamáli er sú að í gegnum Kópa-
voginn liggur Arnarnesvegur sem
heldur áfram austur um Kópavog.“
Arnarnesvegurinn hefur þegar
verið lagður frá Hafnarfjarðarvegi,
yfir Reykjanesbraut áfram austur
Fífuhvammsland. Síðan er ráðgert
að hann liggi fyrir ofan byggð í
Seljahverfí og tengist Breiðholts-
braut við skíðasvæðið ofan við Suð-
urfell. í skipulagi Kópavogs og
Reykjavíkur hefur Arnarnesvegur
verið sýndur í Vatnsendahvarfi inn-
an marka Reykjavíkur en fyrir ofan
göturnar í Seljahverfí. Bjarni segir
að fram komi skriflega í skýringum
með skipulaginu að gert sé ráð fyr-
ir að ekki verði tengt milli hverfa
fyrr en eftir að stofnbraut hefur
verið lögð í gegnum Kópavog og inn
á Breiðholtsbraut fyrir austan
Vatnsendahvarf.
Óbein tenging hverfanna á
borði Kópavogsbúa
Bjarni Reynarsson sagði að
borgaskipulagið vildi ekki stuðla að
auknum akstri frá Kópavogi í gegn-
um Seljahverfi og austur um en
hann kvaðst hins vegar vilja líta á
höfuðborgarsvæðið sem skipulags-
lega heild og því væri slæmt ef
ekki væri hægt að komast milli
borgarhluta, eins og t.d. hefði orðið
raunin um Fossvogsdal. Sú væri
hættan ef Seljahverfi ekki yrði
tengt við ný hverfi í Kópavogi að
óþarflega erfitt og tafsamt yrði að
komast á milli hverfa.
Birgir H. Sigurðsson, skipulags-
stjóri í Kópavogi, sagðist fyrst um
síðustu helgi hafa orðið var við
óánægjuraddir vegna þessarar
tengingar Fífuhvamms og Jaðarsels
sem verið hefði inni á aðalskipulagi
lengi. Hann sagðist ekki telja
ástæðu til að hafa áhyggjur af auk-
inni umferð úr Fífuhvammslandi í
gegnum Jaðarsel.
„Miðað við það sem við erum að
vinna með í dag er ekki fyrirhugað
að tengja íbúarhverfið úr Kópavogi
beint yfír í Seljahverfi heldur er
verið að tala um tengingu hverf-
anna við Arnarnesveg. Þá yrði farið
með tengingu frá Arnarnesvegi inn
á Jaðarselið," sagði hann.
Birgir sagði að þetta væru hug-
myndir sem verið væri að skoða af
skipulagsyfirvöldum í Kópavogi en
væru enn á vinnustigi og hefðu
ekki verið til umræðu í nefndum
og ráðum bæjarins. Þetta væri hluti
af vinnu við endurskoðun aðalskipu-
lags bæjarins sem stefnt er að að
ljúka í haust eða vetur.
Islenska söguþingið sett í dag
Gömul sönglög og
nýjar útsetningar
Morgunblaðið/Þorkell
UNNUR Björk Lárusdóttir, safnvörður á Árbæjarsafni, hengir
upp veggspjöld í bás safnsins á Söguþingi.
ÍSLENSKA söguþingið hefst í dag
og fer þingsetningin fram í aðalsal
Háskólabíós. Þar munu Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti íslands,
Ánna Agnarsdóttir dósent og Svein-
björn Bjömsson rektor Háskóla ís-
lands flytja ávörp og Voces Tules
flytja gömul sönglög, sem ekki hafa
heyrst á þessari öld, og nýjar út-
setningar. Þá flytur Einar Laxness
sagnfræðingur fyrirlestur um sagn-
fræðirannsóknir Jóns Sigurðssonar
og Arthur Marwick, prófessor við
The Open University, Englandi,
ræðir um aðferðir og tilgang sagn-
fræðirannsókna.
Að lokum verður móttaka á veg-
um rektors fyrir skrásetta þátttak-
endur á þinginu í hátíðarsal aðal-
byggingar Háskólans. Kynnir við
þingsetninguna verður Magnús
Guðmundsson, skjalavörður Há-
skóla íslands.
Gleymd sönglög
endurflutt
Helga Ingólfsdóttir semballeikari
og Kári Bjamason sérfræðingur á
handritadeild Landsbókasafns hafa
aðstoðað við skipulagningu og
handritalestur fyrir tónlistaratriði
söguþingsins. „Við vorum beðin um
að fínna tónlist sem væri grafín og
gleymd í handritum og hefði ekki
verið flutt á þessari öld. Hún átti
einnig að spanna sem víðastan
tíma,“ segir Helga.
„Elsta verkið er frá því um 1300
en yngstar eru útsetningar Jóns
Nordal á andlegum lögum úr
kvæðabók Ólafs Jónssonar á Sönd-
um sem er í handriti frá því um
1655. Útsetningamar gerði Jón
sérstaklega fyrir þetta tækifæri og
lauk þeim fyrir örfáum dögum.
Þama tvinnast því saman gamli og
nýi_ tíminn."
Ólafur Jónsson frá Söndum var
uppi 1560-1627. „Hann virðist hafa
verið mjög kunnur á sautjándu og
átjándu öld og kvæðabók hans er
til í 25 uppskriftum sem spanna
um tveggja alda bil,“ segir Helga.
„Lögin eru ekki endilega eftir hann,
og raunar veit enginn um uppruna
þeirra. Þetta eru gullfalleg lög, en
þau hafa fallið í gleymsku í langan
tíma.“
Handrit að sumum sönglögunum
sem flutt verða á Söguþinginu
fundu þau Helga og Kári á hand-
ritadeild Landsbókasafnsins. „Við
fundum meðal annars handrit að
tvísöngslagi sem nefnist Guðs
kristni víð sem góð borg er, sem
við höfum hvergi séð minnst á í
heimildum. Það er Ijóst að mikið
rannsóknarefni bíður í gömlum ís-
lenskum sönghandritum.“
Á morgun verður á dagskrá ann-
að aðalefni þingsins, „Saga heimilis
á miðöldum." Einnig verður fjallað
um persónulegar heimildir, um
varðveislu og miðlun þjóðararfsins.
Stakir fyrirlestrar verða meðal ann-
ars um ris og hnig flokksfjölmiðla
á íslandi, um lækningar og iðnbylt-
inguna, Tyrkjaránið og heimilda-
gildi lifandi mynda.
Auk fyrirlestra verða á þingstað
sýningarbásar, veggspjöld, bóka-
sýningar og bókamarkaður.
I
I
\
I
[
I
I
I
I
í
:
i
f
I
I
i
t
(
c
c
i
f
;
t:
a