Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Hvernig gæludýr
mundir þú fá þér
ef þú ynnir rúmlega
44 milljonir í
Víkingalottóinu?
ATH! Aðeins 20 kr. röðin
L#TT#
Til mikils að vinna!
•1116511
GJALDFRJÁLST PJÓNUSTUNUMER
Alla miðvikudaga
fyrírkl. 16.00
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
TÖLVUGERÐAR risaeðlur eru í aðalhlutverki í „The Lost World: Jurassic Park'
Risaeðlurnar rífa
í siö' markaðinn
“THE LOST World: Jurassic
Park“ hóf sumarsmellatíðina með
„stæl“ síðustu helgi og setti nýtt
sölumet. Myndin tók inn meira en
90 milljónir Bandaríkjadala (rúma
sex milljarða íslenskra króna) frá
fóstudegi til mánudags. Banda-
ríkjamenn áttu þriggja daga frí-
helgi en það tryggir oftast aukna
sölu.
Steven Spielberg er búinn að fá
inn fyrir útlögðum kostnaði en
myndin kostaði að sögn í-úmar 80
milljónir dala í vinnslu. Samanbor-
ið við tekjur „The Lost World“ má
benda á að „Mission: Impossible"
opnaði á þessari fríhelgi á síðasta
ári og tók þá inn tæpar 86 milljón-
ir. „Independence Day“, sem var
frumsýnd í júlí, seldi miða fyrir 85
milljónir fyrstu fímm sýningardag-
ana.
„The Lost World“ var frumsýnd
á meira en þrjú þúsund kvik-
Grameðlurnar
gersamlega
óseðjandi
myndatjöldum vítt og breitt um
Bandaríkin. Sýningar hófust form-
lega á fóstudag en deginum áður
voru forsýningar. Samkvæmt
framleiðendum myndarinnar, Uni-
versal, er heildargróði síðustu
helgi, ef fímmtudagurinn er talinn
með, tæpar 93 milljónir.
Ef „The Lost World“ heldur
dampi á alþjóðamarkaðinum tekst
líklega að slá met fyrri risaeðlu-
myndarinnar, „Jurassic Park“, en
heildargróði hennar var 556 millj-
ónir árið 1993. Eru þetta þá topp
sölumyndir allra tíma? Samkvæmt
tölum frá Exhibitor Relations kom-
ast þær ekki einu sinni inn á topp
10-listann. Fyrirtækið byggir lista
sinn á fjölda seldra miða en ekki
heildargróða, og samkvæmt því er
„Gone with the Wind“ í efsta sæti.
John Krier, stjórnandi Exhibitor
Relations, bendir jafnframt á að ef
miðasala „Gone with the Wind“ er
umreiknuð yfir á gengi dagsins í
dag og einnig gert ráð fyrir verð-
bólgu þá sé heildargróði hennar
859 milljónir.
Hvemig lítur þá listinn yfir topp-
sölumyndimar út samkvæmt Exhi-
bitor Relations út?
1. „Gone With the Wind“
2. „Star Wars“
3. „The Ten Commandments"
4. „The Sound of Music“
5. „Jaws“
6. „E.T.“
7. „Doctor Zhivago"
8. „Jungle Book“
9. „Snow White“
10. „Ben-Hur“
Auglýsendurathugið
breyttan skilafrest
á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum
sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem
eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fýrir kl. 12 á föstudögum.
Auglýsingadeild
Sími 569 11 11 * Símbréf 569 11 10 » Netfang: augl@mbl.is