Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1997 3 7 FRÉTTIR i ÓLIG. Guðmundsson, sölustjóri B&L, afhendir Ólafi Benediktssyni ferðavinninginn. Gróður fyrir fólk Fimm millj - ónir frá Keflavíkur- samtökum í TILEFNI 40 ára afmælis Keflavík- urverktaka sf. afhenti félagið sam- tökunum Gróður fyrir fólk í Land- námi Ingólfs 5 milljónir króna í hófi sem félagið hélt starfsmönnum sín- um í íþróttahúsinu í Keflavík. Stjórn Keflavíkurverktaka vill þannig leggja samtökunum lið í bar- áttunni gegn gróðureyðingu svæðis- ins, eins og það er orðað í gjafabréf- inu. Ingvi Þorsteinsson, formaður samtakanna, tó_k við gjöfinni úr hendi Jakobs Árnason, formanns stjórnar Kefalvíkurvertaka. Þetta höfðinglega fjárframlag hef- ur ómentanlegt gildi fyrir samtökin og veitir þeim brautargengi í upp- hafi sem er erfiðast, segir í fréttatil- kynningu. í gjöfinni felst jafnframt mikið traust og skilningur á mark- miðum samtakanna." ------*—♦—«----- Styrktarsýning á myndinni Dýrlingnum LIONSKLÚBBUR Mosfellsbæjar stendur fyrir styrktarsýningu á myndinni Dýrlingurinn eða „The Saint“ í samvinnu við Sambíóin við Álfabakka í kvöld kl. 21. Þetta er í þriðja sinn sem slík styrktarsýning fer fram og eins og áður rennur allur ágóðinn til Reykja- lundar. Að þessu sinni til kaupa á tækjum fyrir hjarta- og lungnaend- urhæfingardeildina. Félagar Lions- klúbbsins hafa undanfarið verið að selja aðgöngumiða en þeir eru einn- ig seldir í Sambíóunum. Miðarnir gilda sem happdrættis- miðar og í hléi verða dregnir út tveir vinningar, en þeir eru matur fyrir tvo á Sveitakránni Áslák í Mos- fellsbæ. Lionsklúbbur Mosfellsbæjar vill koma á framfæri þakklæti til Sam- bíóanna, áhorfenda og annarra sem hafa gert klúbbnum þetta kleift, segir í fréttatilkynningu. Opið hús BIFREIÐAR & landbúnaðarvélar stóðu fyrir opnu húsi þann 8. maí sl. Yfir 5000 gestir lögðu leið sína í fyrirtækið og skoðuðu bæði verslun, verkstæði og vara- hlutalager. „Meðal gesta var efnt til ferða- getraunar og í dagslok var nafn DJASSTÓNLEIKAR verða á Pollin- um í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. maí og hefjast þeir kl. 21. flytjendur verða Sigurður Flosa- son, saxófónleikari, Einar Scheving, trommuleikari, Hilmar Jensson, gít- arleikari og Jón Rafnsson, bassaleik- ari. hjá B&L Ólafs Benediktssonar dregið út en hann var einmitt nýlega búinn að festa kaup á Hyundai-bifreið. Ólafur var að vonum hinn ánægðasti með vinninginn sem var vikuferð með Heimsferðum á sólarströnd, segir í fréttatil- kynningu frá B&L. Tónleikarnir eru haldnir í tengsl- um við djassnámskeið á vegum Sum- arháskólans á Akureyri í samvinnu við Sigurð Flosason, en fjórmenning- arnir eru allir kennarar á þessu nám- skeiði. Aðgangseyrir er 500 krónur. Djass á Pollinum á Akureyri Leiðréttíng vegna fréttar um stærðfræðiárangur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd og leið- rétting frá Magnúsi Þorkelssyni, kennslustjóra Menntaskólans við Sund. „í viðtali við mig í Morgunblaðinu 24. maí (bls. 12) er því miður ekki farið alveg rétt með ummæli mín eða þau sett þannig fram að sam- hengið vantar sem skýrir hvað ég var að segja. í greininni stendur: „í ár hafi 37 af 218 nemendum (í Menntaskólan- um við Sund) náð öllu nema stærð- fræði. “ Hér vildi ég að stæði að 37 af 218 féllu í stærðfræði en náðu meðaltali. Sum þeirra féllu í öðrum greinum en það var ekki hluti sam- talsins. Síðan kemur: „50 nemendur hafi fallið á prófum og hluti þeirra eflaust í stærðfræði. “ Hér taldi ég mig hafa sagt að ég hefði í raun ekki heildarfallið í stærðfræði í höndum en til viðbótar við fyrr- greinda 37 hefðu 25 fallið á meðal- tali og margir þeirra eflaust líka í stærðfræði. Því mætti álykta að a.m.k. 50 nemendur hafi fallið á stærðfræðiprófinu í heild (og líklega nær 60). Síðan kemur bein tilvitnun sem er samsuða nokkurra setninga og ég leyfi mér að sundurþátta aðeins: „Okkur er fulljóst að eitthvert misræmi er á milli kennslu hér og samræmdra prófa...“ Ég taldi mig hafa verið að útskýra að það væri misræmi milli kennslu í framhalds- skóla og grunnskóla því upplýsinga- streymið á milli stiganna er lítið og samfellan einnig. Enda segir kollegi minn Yngvi Pétursson að upprifjun á grunnskólaefni sé stór þáttur í byijendakennslu í fram- haldsskólum, - þeim til bölvunar sem eru góðir í stærðfræði. Áfram með tilvitnunina: „...því nemendur koma illa út úr fyrsta bekk...“ Þetta hef ég ekki sagt svona heldur hef ég verið að vísa í að nemendur með lélega ein- kunn á samræmdum prófum koma illa út! Um 80% nemenda gekk þokkalega, vel eða frábærlega. Loks stendur þetta: „...þorri þeirra sem fellur er með 6 í einkunn eða lægra, “ og er ég þá að árétta að hér var átt við 6 eða lægra á samræmdum prófum - og er þá sama í hvaða grein það er. Loks segir í fyrrgreindri grein að í MS sé boðið upp á stuðnings- kennslu (sem er rétt) og hægferð sem er rangt. Hafi ég misst það síðarnefnda út úr mér þá bið ég alla afsökunar því það hefur ekki verið gert hingað til í eiginlegri merkingu þess orðs. Þá vil ég árétta það að fall í stærðfræði í fyrsta bekk hefur ekki aukist tiltakanlega í ár og er þá horft yfir lengra tímabil. Það er svipað og verið hefur undanfarin ár með einni eða tveimur sveiflum sem eru undantekningar en ekki regja. Ég geri mér fullljóst að erfitt er að stytta svona tæknihjal þegar fólk er ekki útspekúlerað í skóla- kerfinu og öllum afkimum þess og undantekningum. Því vildi ég fá að árétta þessa hluti og þakka fyrir. Hins vegar má minna á að á holóttum troðningum menntavegar- ins þá hafa þeir sem eru vel búnir til göngunnar nokkurt forskot á hina. Það sem er hins vegar verra er að lagning menntavegarins á nokkuð undir högg að sækja og því verr hefur gengið við vegabæturnar sem menntamálaráðherrar síðustu ríkisstjórna hafa látið hærra. Það er kannski miklu meira vandamál en samræmdu prófin sem slík. þeg- ar öllu er á botninn hvolft þá mæla þau einungis úrræðaleysi stjórn- valda og áhugaleysi almennings. Þvi er nú verr.“ Yfirlýsing frá starfsfólki BUGL MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing og undir- skriftir 50 starfsmanna á barna- og unglingageðdeild Landspítalans: Vegna ummæla Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra (Dagur-Tíminn 24. maí 1997) og Þóris Haraldssonar aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra (Mbl. 23. maí 1997) varðandi starfsemi Barna- og unglingageðdeildar Landspítal- ans sjáum við starfsfólk BUGL, ekki annað fært en að gefa eftirfar- andi yfirlýsingu. Hlutverk BUGL er að sinna böm- um og unglingum með geðræn vandamál á öllu landinu. Þar fer fram greining og meðferð bæði í göngu- deild og á innlagnadeildum. Þetta felur í sér mikla vinnu með börnum og fjölskyldum þeirra, oft í samvinnu við skóla, dagvistarkerfið, félags- málastofnanir, svæðisskrifstofur, heilsugæslustöðvar og fleiri aðila. Á BUGL fer fram greining, einstakl- ings- og fjölskyldumeðferð, hópmeð- ferð, stuðningur og ráðgjöf til for- eldra, auk fræðslu og námskeiða fyrir foreldra. Þar sem deildin sinnir öllu Iandinu hefur starfsfólk einnig stundum þurft að fylgja málum eftir með ferðum út á land. Starfsfólk BUGL vinnur undir miklu álagi af mörgum ástæðum. Viðurkennt er að meðferðarvinna með geðræn vandamál barna og unglinga er mjög erfið og gerir miklar hæfniskröfur til fólks. Mikl- um fjölda mála frá öllum landshlut- um er vísað til BUGL. Sökum skorts á mannafla á stofnuninni hefur myndast langur biðlisti á BUGL. Erlendar viðmiðanir benda til þess að 2% barna þurfi geðheilbrigðis- þjónustu á hverjum tíma en sá fjöldi fagmenntaðra aðila sem nú vinnur á BUGL, getur einungis náð að sinna tæplega 0,l-0,2%o íslenskra barna og unglinga. Það er því ekki að furða að slíkur biðlisti myndist. Þrátt fyrir þetta hafa starfsmenn BUGL reynt að sinna bráðamálum sem fyrst og vinna vel þau mál sem eru í vinnslu hjá þeim enda verður árangur lítill ef það er ekki gert. Starfsmenn sem lengi hafa unnið á BUGL vita að afköst og gæði starf- seminnar hafa aukist undanfarin ár. Aukning hefur orðið á fjölda viðtala á göngudeild og aukning á fjölda innlanga þrátt fyrir sumarlokanir deilda. Jafnframt hefur legutími styst sem gerir aftur meiri kröfur til göngudeildarþjónustu. Við vitum einnig að gæðin hafa aukist enda hafa starfsmenn fylgst vel með og tileinkað sér nýjungar. Því vekja yfirlýsingar heilbrigðis- ráðherra og aðstoðarmanns hans okkur undrun og reiði enda alger- lega úr lausu lofti gripnar. Ásakan- ir aðstoðarmanns heilbrigðisráð- herra um léleg afköst okkar eru einfaldlega rangar. Við vitum einnig að yfirlýsingar heilbrigðisráðherra >- um að auknar fjárveitingar hafi ekki skilað sér í bættu starfi okkar eru ekki á rökum reistar. Þessi málflutningur byggist ekki á stað- reyndum og er alvarlegur vegna þess að hann rýrir mjög traust al- mennings á starfsmönnum BUGL og starfseminni þar. Hér er einnig alvarlega vegið að starfsheiðri okk- ar af yfirmönnum okkar í heilbrigð- isráðuneytinu. Starfsemi BUGL á nú þegar undir högg að sækja vegna aðstöðuleysis og skorts á mannafla og fjármagni. Þetta ástand er ekki á ábyrgð eins aðila en þegar heil- brigðisyfírvöld hafa fengið vitneskju um ástand mála ber þeim að bregð- ast við og vinna að úrbótum. < Ástandið batnar ekki við að heil- brigðisráðherra eða aðstoðarmaður hans geri undirmenn sína að blóra- bögglum. Við tökum fyllilega undir með Valgerði Baldursdóttur yfirlækni BUGL að nauðsynlegt er að bæta geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga á landinu. Þetta hefur hún bent dyggilega á í þau tvö ár sem hún hefur starfað á BUGL sem yfir- læknir og hún hefur reynt sitt besta til að fá fram úrbætur. Bætt þjón- ustá fyrir börn og unglinga með geð- ræn vandamál er brýn nauðsyn. Þjón- usta batnar ekki með órökstuddum ásökunum og fullyrðingum um slæm afköst og skort á gæðum í störfum starfsmanna BUGL. Slíkum ummæl- um vísum við til föðurhúsanna og lýsum nú þegar eftir raunhæfum aðgerðum af hendi heilbrigðisráðu- neytisins til að bæta þessa þjónustu. Er það mun málefnalegra en órök- studdar ásakanir í fjölmiðlum. Fyrir hönd starfsmanna BUGL: María Sigurjónsdóttir deildarlæknir, Kristín Kristmundsdóttir yfirfélagsráðgjafi, Guðrún Theódóra Sigurðardóttír yfirsálfræðingur, Sólveig Guðlaugsdóttir geðhjúkrunarfræðingur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður og ömmu, HELGU TÓMASDÓTTUR, Gýgjarhóli 1, Biskupstungum. Sérstaklega þökkum við öllum þeim, sem gerðu henni kleift að vera heima síðustu árin. Inga Kristjánsdóttir, Guðni Karlsson og barnabörn. 4>/. ^^/VvVV. Brúðhjón Allm borðbiinaður Glæsileg gjafavara Brúðarhjdna listar \ VERSLUNIN Langnvegi 52, s. 562 4244. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.