Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
• •
SOGULEGUR
FUNDUR
ÞÓTT kalda stríðið hafi heyrt sögunni til um nokkurt
skeið er hægt að færa rök fyrir því, að því hafi
ekki lokið formlega fyrr en með undirritun samkomulags
Rússlands og aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Par-
ís í gær.
Rússar hafa með undirritun samkomulagsins fallið frá
andstöðu sinni við stækkun NATO og hefst þar með
vonandi nýr kafli í samskiptum austurs og vesturs. Bor-
ís Jeltsín Rússlandsforseti undirstrikaði þessi umskipti
með óvæntri yfirlýsingu um að héðan í frá yrði engum
kjarnaflaugum beint að aðildarríkjum NATO.
Þar með er ekkert lengur því til fyrirstöðu að NATO
taki í sumar ákvörðun um að veita nýjum lýðræðisríkjum
í austurhluta Evrópu aðild að bandalaginu. Það er ástæða
til að taka undir orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
í ávarpi er hann flutti á Parísarfundinum í gær: „Það
hefði stangast á við allt sem NATO hefur frá öndverðu
byggt á, ef bandalagið hefði brugðist öðruvísi við en það
gerði. Því mikla ríki, Rússlandi, var vissulega vandi á
höndum við þau kaflaskil, sem urðu í samskiptum þess
við Evrópuríkin í austri annars vegar og Atlantshafs-
bandalagið hins vegar. Um hríð var útlit fyrir óróleika
og jafnvel sviptingar í alþjóðamálum. Því hefur nú verið
afstýrt.“
ÞORSKUR OG FRAMTIÐ
HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur lagt til 218.000
tonna þorskkvóta næsta fiskveiðiár, sem er aukning
um 32.000 tonn. Útflutningsverðmæti þessarar viðbótar
eru metin á a.m.k. fjóra milljarða króna. Ljóst er að við
erum hægt og bítandi að uppskera árangur af strangri
fiskveiðistjórnun, sem byggð hefur verið á vísindalegum
niðurstöðum fiskifræðilegra rannsókna.
Flestir nytjastofnar á íslandsmiðum eru í góðu ástandi,
utan grálúða og ufsi, en meginmáli skiptir sá guli, þorsk-
urinn, sem þyngst vegur sjávarnytja í þjóðarbúskapnum.
Við getum að vísu ekki vænst þess að vöxtur þorskstofns-
ins verði jafnhraður á næstu árum nema að sterkir nýir
árgangar komi til sögunnar. Þessvegna skiptir megin-
máli að fylgja áfram þeirri hófsemd í veiðsókn, sem
byggð hefur verið á fiskifræðilegum niðurstöðum og
skilar trúlega fjórum viðbótarmilljörðum í þjóðarbúið
næsta fiskveiðiárið.
Fiskifræðilegir vegvísar Hafrannsóknastofnunar hafa
varðað farsælan veg til styrkingar þorskstofnsins. Okkur
ber að virða þá áfram. Með þeim hætti varðveitum við
bezt til framtíðar verðmætustu sjávarauðlind þjóðarinnar.
FRABÆR ARANGUR
ARANGUR íslenska karlalandsliðsins í handknattleik
á heimsmeistaramótinu í Japan er frábær. Liðið
náði sigri í A-riðli riðlakeppninnar, með fjórum sigurleikj-
um og einu jafntefli og komst þannig í 16 liða úrslit á
HM. I fyrrinótt lagði íslenska landsliðið svo lið Norð-
manna að velli í afar spennandi og tilþrifamiklum leik,
þar sem sannarlega skiptust á skin og skúrir.
Ástæða er til þess að óska landsliðinu til hamingju
með þann árangur sem þegar hefur náðst, sem er einn
sá besti sem íslenskt landslið hefur náð á stórmóti. Ekki
er minni ástæða til þess að óska margreyndum þjálfara
landsliðsins, Þorbirni Jenssyni, til hamingju, sem stjórn-
ar liði sínu af yfirveguðum myndugleik, þar sem augljós
þekking hans á íþróttinni og leikmönnum íslenska liðsins
fær notið sín.
Með frammistöðu sinni í fyrrinótt tryggði íslenska
landsliðið sér sæti í átta liða úrslitakeppninni og leikur
næst gegn Ungverjum. Væntingar til landsliðsins eru
að sjálfsögðu orðnar miklar, eftir frammistöðu þess í
fyrstu sex leikjunum, en reynslan ætti að hafa kennt
okkur að varast ofmetnað og gera ekki ofurmannlegar
kröfur til þess. Morgunblaðið óskar landsliðinu góðs
gengis í átta liða úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í
handknattleik.
Fijálsræði í efnahagsmálum hefur aukist í heiminum en einn
ísland af botninum
og í 21.-24. sæti
Frelsi í efnahagsmálum
á íslandi hefur aukist á
síðustu 10 árum sam-
kvæmt nýrri alþjóðlegri
skýrslu um þetta efni.
Forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar HÍ sagði
við Egil Ólafsson að
þessar niðurstöður gætu
stuðlað að því að erlend-
ir ijárfestar kæmu með
starfsemi til íslands.
Getum gert betur
Tryggvi sagði að einkunn íslands
hefði farið hækkandi í flestum þátt-
um á undanfömum ámm. Mestu
munaði um afnám hafta á flutningi
fjármagns á milli landa, lækkun tolla
og afnám ýmissa innflutningshafta,
frelsi í vaxtaákvörðunum og aukinn
stöðugleika í efnahagsmálum. Samn-
ingarnir um EES og GATT hefðu
neytt stjómvöld til að taka sig á í
tollamálum og innflutningsmálum. I
tengslum við gildistöku
þessara samninga hefðu
ýmis lög verið sett sem
aukið hefðu frelsi í efna-
hagsmálum hér á landi.
Tryggvi sagði þó ljóst
að við gætum gert betur
Þættir í frelsiseinkunn fyrir ísland
SAMKVÆMT nýrri skýrslu
Fraser-stofnunarinnar í
Kanada, sem unnin er í sam-
vinnu við 45 rannsókna-
stofnanir víða um heim, hefur fijáls-
ræði í efnahagsmálum á íslandi auk-
ist verulega á síðustu árum. Island
var í einu af neðstu sætum á lista
stofnunarinnar árið 1975, en er núna
í einu af efstu sætunum. Aðeins þrjú
lönd, Nýja-Sjáland, Chile og Mári-
tíus, hafa farið hraðar upp listann á
þessu tímabili.
í skýrslunni er lagt mat á skipulag
efnahagsmála í 115 löndum og þeim
er raðað upp eftir því hve mikið fijáls-
ræði í efnahagsmálum er talið ríkja
í hveiju landi. ísland lendir I 21.-24.
sæti. Tölur fyrir ísland eru reiknaðar
aftur í tímann til ársins 1975, en þá
var landið við botn listans og færðist
enn neðar 1980. Um 1985 fer frjáls-
ræði í efnahagsmálum að aukast og
þá hækkar ísland á listanum. Það
lendir í 41. sæti 1990 og 21. sæti
1995.
Upplýsingar fyrir ísland eru unnar
á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla
íslands og hafði Haukur Benedikts-
son umsjón með öflun talna fyrir ís-
land.
Tryggvi Herbertsson, forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar, sagði að
það væri ekki einfalt mál að búa til
mælikvarða til að mæla frelsi í efna-
hagsmálum. Fraser stofnunin hefði
haldið sérstaka ráðstefnu um málið
og niðurstaðan hefði orðið sú að
leggja mat á fjögur meginsvið. í
fyrsta lagi peninga og verðlag, í öðru
lagi starfsemi hins opinbera, í þriðja
lagi skattheimtu og millifærslu og í
fjórða lagi milliríkjaviðskipti.
1975 1980 1985 1990 1995
Peningar og verðlag Árlegur vöxtur penirtgamagns (s.l, 5 ár) 1,0 í Pft 0,3 T 0 6,0 1 r 9,1 8
Breytileiki verðbólgu (s.l. 5 ár) 2 3 1 6 9
Leyfð eign á erlendum gjaldeyri 0 0 0 10 10
Leyfð eign á erlendum bankareikningum 0 0 0 10 10
Starfsemi hins opinbera Samneysla sem hlutfall af heildarneyslu 3,6 4 3,6 3 4,0 4 j 4,4 2 6,4 2
Umsvif rikisfyrirtækja 4 4 4 4 4
Verlagshömlur - - - 6 6
Hömlur á stofnun fyrirtækja - - • [ - j - 10
Réttarkerfi - - - - | 10
Hætta á neikvæðum raunvöxtum sparifjár 2 4 4 6 8
Skattheimta og millifærslur Millifærslur og niðurgreiðslur 5,5 4 2,9 4 3,4 4 5,2 4 4,8 4
Hæsta tekjuskattshlutfall - 0 1 5 4
Herskylda, þegnskylduvinna 10 10 10 10 10 j
Milliríkjaviðskipti Gjöld á alþjóðaviðskipti (tollar) 2,1 2 3,4 4 4,1 6 4,3 6 7,1 9
Álag á gengi gjaldmiðils á svörtum markað 1 5 4 6 10
Umsvifi millirikjaviðskiptum sem hlutf. afvl f 4 2 4 2 2
Fjármagnsflutningar á milli landa 2 2 2 2 5
Einkunn 2,9 2,9 3,1 5,0 6,5
Röð lands 85 j 92 87 41 21
Morgunblaðið/Golli
HAGFRÆÐINGARNIR Haukur Benediktsson, Tryggvi Herberts-
son og Gylfi Magnússon kynntu skýrsluna fyrir fjölmiðlum.
Iækkað jaðarskatta. Allt væru þetta
þættir sem stuðluðu að meira fijáls-
ræði í efnahagsmálum.
Frelsi og hagvöxtur
„Löndin í neðsta fimmtungi list-
ans, þ.e. löndin sem búa við minnst
fijálsræði búa að meðaltali við 1,9%
hagvöxt á ári, þ.e.a.s samdrátt í
landsframleiðslu. Lönd í efsta fimmt-
ungi listans, þar sem við erum, búa
við 2,9% hagvöxt á ári. í þessari
skýrslu er því sýnt fram á að það
er ótvírætt samband á milli hagvaxt-
ar og frelsis í efnahagsmálum," sagði
Tryggvi.
I skýrslunni er farið jákvæðum
orðum um árangur í efnahagsmálum
á íslandi á síðustu árum. Peninga-
málastefna hafí verið stöðug og
fijálsræði í gjaldeyrisviðskiptum hafi
verið aukið. Verðbólga hafí verið lít-
il. Tollar hafi verið lækkaðir á síð-
ustu árum og jaðarskattar hafí lækk-
að frá 1980 til 1990 úr 63% í 40%,
en hækkað síðan aftur í 47%.
Skýrsluhöfundamir, hagfræðing-
amir James Gwartney og Robert Law-
son, telja hins vegar ástæðu fyrir Is-
lendinga til að halda vöku sinni. „Ef
Island er fer ekki varlega er hætta á
verulegum halla á ríkissjóði, sam-
drætti í fjárfestingu og auknu at-
vinnuleysi, en það er þróun sem hefur
heijað á mörg Evrópulönd. Vöxtur í
efnahagslífínu 1994-96 hefur hins
vegar verið mikill. Aukið fijálsræði í
efnahagsmálum mun stuðla að heil-
brigðu efnahagslífí."
útkoman slök einkunn. Lönd, þar sem
ríkisumsvif em mikil og mikið af
þjóðarframleiðslunni fer í samneyslu,
fá lægri einkunn fyrir vikið,“ sagði
Gylfi.
Samneysla á íslandi er nálægt
meðaltali OECD-landanna, en minni
en á Norðurlöndunum þar sem vel-
ferðarkerfið er umsvifamikið. Löndin
sem eru á toppi listans em mörg
hver með lítið velferðarkerfi. í Hong
Kong, sem er á toppnum, er t.d.
nánast ekkert opinbert velferðar-
kerfi. Þetta vekur upp þá spurningu
hvort það er eftirsóknarvert að vera
á toppi listans yfir frelsi í efnahags-
málum ef það þýðir að þá verða lönd-
in að vera með lítið velferðarkerfi.
Gylfí svaraði því til að það skipti
máli hversu skilvirkt velferðarkerfið
væri, en í skýrslunni væri ekki reynt
að leggja mat á það. „Það er pólitísk
ákvörðun hversu velferðarkerfíð á að
vera umsvifamikið. Það bendir hins
vegar ýmislegt til þess að til langs
tíma geti verið kostnaður af því að
hafa umsvifamikið velferðarkerfí að
því leyti að það getur dregið úr hag-
vexti til langs tíma,“ sagði Gylfí.
Gæti laðað að
erlenda fjárfesta
Samspil einkunnar
og samneyslu
Góður mæli-
kvarði á fram-
tíðarhagvöxt
á sumum
sviðum. Umsvif ríkisfyrirtækja væm
enn mikil hér á landi. Það vekti einn-
ig athygli að milliríkjaviðskipti væm
tiltölulega lítil og reyndar ótrúlega
lítil miðað við hvað hagkerfíð væri
litið. í þessu sambandi væri mikil-
vægt að leggja af innflutningshöft.
Tryggvi sagði að íslendingar gætu
ennfremur dregið úr millifærslum og
Gylfi Magnússon hagfræðingur,
sem ritaði inngang að skýrslunni,
sagði að einkunn um fijálsræði í efna-
hagsmálum segði ekkert um mann-
réttindi eða lýðræði í löndunum. Ekki
-------- heldur um tjáningarfrelsi
eða ferðafrelsi. Sömuleiðis
færi skýrslan ekkert inn á
starfsemi verkalýðsfélaga
og rétt manna til að vera
innan eða utan þeirra. Þetta
væri því ekki mælikvarði á almennt
frelsi í löndunum.
„í skýrslunni er farin sú leið að
reyna að meta hversu frjálsir ein-
staklingarnir em til að ráðstafa þeim
verðmætum sem þeir skapa. Þar sem
einstaklingarnir fá að ráðstafa þeim
sjálfír er gefín há einkunn, en þar
sem aðrir taka ákvörðun um hvemig
verðmætunum er ráðstafað verður
Meðaleinkunn fyrir frelsi í efna-
hagsmálum í heiminum hefur hækk-
að á síðustu ámm. Þar skipta ekki
síst máli þær breytingar sem gerðar
hefðu verið á skipulagi efnahagsmála
í fyrmm kommúnistaríkjunum. Þessi
ríki em hins vegar enn neðarlega á
listanum. Stórstígar breytingar hafa
einnig átt sér stað í sumum löndum
Suður- og Mið-Ameríku, s.s. Chile
og Argentínu. Nokkuð hefur hins
vegar dregið úr frelsi í efnahagsmál-
um í Afríku og Miðausturlöndum.
Frelsiseinkunn lækkaði mest hjá Ve-
nesúela, Haiti, Nikarakva og Iran á
árabilinu 1975-1995.
Tryggvi sagði þessa útkomu já-
kvæða auglýsingu fyrir ísland. Hann
sagðist telja að útkoman fyrir ísland
gæti stuðlað að því að erlendir fjár-
festar kæmu hingað.
„Þessi einkunnagjöf er ágætur
mælikvarði á hversu góð skilyrði
menn hafa til að auka hagvöxt í fram-
tíðinni. Það vita allir að það er hægt
að lifa góðu lífí í tiltekinn tíma með
því að taka lán og safna skuldum,
en síðan kemur að skuldadögum.
Þetta þekkja þjóðir eins og Svíar, sem
hafa gengið í gegnum erfíða tíma á
seinustu ámm,“ sagði Tryggvi.