Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 27
Z
ZH
=3
a hraðast á íslandi
Mælikvarði á
frjálsræði í
efnahagsmálum
0,0 2,0 4,0 6,0 8,0
Hong Kong
Singapore'.
Nýja Sjáland I
Bandaríkin '_
Máritius'_
Sviss'_
Bretiand'_
Tæland [
Cosía R/'ca !
Malasía
Filipseyjarí
Ástralía
Panama'_
Kanda [
ElSalvadorí
Tævan'_
Paraguay'_
S-Kóreaí
Japan
Bahrain '
Holland [
Guatemala í
írland I
island
Bólivía'.
Argentína [
Chile'_
0 man
Belize
": -J
■ 1 jMMS'
i
. ::.i
i
i
i
—' i
i!
1
:i
i
i
i
... n
i
j
i
J
Indónesía [
Perúí
Belgía t
Bahama [
Mexico i
Finnlandi
Frakkiand
Fijií
Noregurí
Austurríki [
Portúga! [
Jamaica
Danmörk
Honduras í
Spánn[
Svíþjóð t
Botswana [
Malta t
S-Afríka L
Barbados II
Sri Lanka L
Dom. Lýðv. -
Eistland L
Colombia C
Litháen _
Ítalía L
EkvadorC
Trinidad I
Jórdania L
KenýaL
Tékkland C
Ungverjal. L
Kýpur
Grikklandí-
Slóvakia L
Chad I
Túnis í
Lettland [
Tanzanía -
israel
Marokkó
Pakistan
Nicaragua
Gabon .
Malawii
Tyrkland [
Madagascar -
Ghana [
Indland
UgandaL
Pólland :
Kina [
Bangladesh
Mali
Sierra Leone
Benin
Búlgaría
Zambia
Togo
Egyptaland
Cameroon
Venezuela
Rúanda
Nepal
Slóvenía
Senegal
Niger
Brasilía
Kongó
Zimbabwe
Filab.str.
Mið-Afríka
Rúmenía
Rússland
Albanía
Úkraína
Zaire
Nigería
iran
Haiti
Burundi
Sýrland
Króatía
Alsir
=Z3
ZIZD
—n
04,0
] 3,0
11,9
-f
RÁÐSTEFNA UM EMU
Ahrif á gengisstefnu og
sjálfstæði seðlabanka
Tilefni gæti orðið til að endurskoða gengis-
stefnuna vegna gildistöku evrópsks mynt-
bandalags. Hún gæti jafnframt stuðlað að
auknu sjálfstæði seðlabankans. Þetta kom
m.a. fram á ráðstefnu Landsbankans, sem
7
Olafur Þ. Stephensen fylgdist með.
Morgunblaðið/Golli
Á MEÐAL þeirra mörgu, sem sóttu ráðstefnu Landsbankans, voru
Jóhannes Nordal fyrrverandi seðlabankastjóri, Birgir ísleifur Gunn-
arsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, og Kjartan Gunnars-
son, formaður bankaráðs Landsbankans.
GILDISTAKA Efnahags- og
myntbandalags Evrópu
(EMU) og upptaka sam-
eiginlegs gjaldmiðils, evr-
ós, getur leitt til endurskoðunar á
gengisstefnu íslendinga og ætti að
leiða til þess að sjálfstæði Seðlabank-
ans verði aukið. Þetta kom m.a. fram
í erindi Ingimundar Friðrikssonar,
aðstoðarbankastjóra Seðlabanka ís-
lands, á ráðstefnu Landsbankans um
EMU og evró á Hótel Loftleiðum í
gær.
Ingimundur fjallaði í erindi sínu
um hugsanleg áhrif gildistöku EMU
á íslenzkt efnahagslíf. Hann sagði
m.a. að skilyrði Maastricht-sáttmál-
ans um fjárlagahalla, skuldastöðu,
verðbólgu og vexti myndu skipta
miklu máli. Þau væru orðin nokkurs
konar mælikvarði á frammistöðu
þjóða í efnahagsmálum. Oft hefði t.d.
verið nefnt að ísland uppfyllti þau
öll. Gera mætti ráð fyrir að Maastric-
ht-skilyrðin yrðu mikilvæg við mat
fjármagnsmarkaða á áhættu tengdri
fjárfestingu í ýmsum löndum. „Næsta
víst er að efnahagsaðstæður á íslandi
verða metnar á svipaðan kvarða og
beitt verður á Evrópusambandslönd-
in. Því má fullyrða að tengslin við
Evrópusambandið muni fela í sér
ákveðinn aga fyrir innlenda hag-
stjórn,“ sagði Ingimundur. „Tilveru-
réttur krónunnar verður sá sami og
hingað til en vel má hugsa sér að til
þess að lágmarka vaxtamun við evru-
svæðið verði íslenzk stjórnvöld að
hafa enn háleitari markmið í hag-
stjórn en aðildarlönd Myntbandalags-
ins.“
Ingimundur sagði að stofnun mynt-
bandalagsins myndi jafnframt fela í
sér að tilefni kynni að verða til að
endurskoða gengisstefnuna. Núver-
andi stefna hefði gefizt vel, en hún
er fólgin í því að halda gengi krónunn-
ar föstu gagnvart myntkörfu, þótt
það geti vikið allt að 6% frá mið-
gengi. Ingimundur benti á að í gengis-
skráningarvísitölunni væru gjaldmiðl-
ar 16 landa, þar á meðal 11 ESB-
ríkja. Stofnun EMU fæli ekki aðeins
í sér fækkun gjaldmiðla í gengisvísi-
tölunni, heldur kæmi inn í hana
gjaldmiðill, sem ætla mætti að yrði
sterkur og stöðugur. Meðal þeirra
kosta, sem kæmu til álita fyrir ís-
land, væru eftirfarandi:
• Óbreytt fyrirkomulag þar sem evró
kemur í staðinn fyrir gjaldmiðla aðild-
arríkja EMU í gengisskráningarvísi-
tölunni.
• Einhliða tenging gengis krónunnar
við evró en fyrirkomulagið að öðru
leyti óbreytt.
• Gengi krónunnar tengt evró með
samkomulagi við viðeigandi stjórn-
völd í EMU.
• Gengi krónunnar fest gagnvart
evró með stofnun myntráðs.
• Evró einhliða gert að lögeyri og
tekið upp í innlendum viðskiptum.
• Gengi krónunnar látið fljóta.
Ingimundur sagði að líklega mætti
afskrifa síðustu þrjá kost-
ina strax. Sá fimmti, að
evró yrði lögeyrir hér, hefði
verið nefndur en ætla
mætti að yfirvöld í ESB
tækju óstinnt upp að utan-
bandalagsríki tækju evró
upp sem eigin gjaldmiðii. Valið stæði
því helzt á milli þriggja fyrstu kost-
anna.
Gengissamningur við EMU
ekki fyrr en eftir gildistöku
Ingimundur sagði annan kostinn
lítið frábrugðinn núverandi fyrir-
komulagi, áð öðru leyti en því að
gengið yrði tengt beint við evró en
ekki samsetta vísitölu og yrði gengis-
stefnan því sýnilegri.
„Þriðji kosturinn fæli í sér að sam-
komulag yrði gert við peningayfirvöld
í myntbandalaginu um tengingu krón-
unnar við evru,“ sagði Ingimundur.
„Samkomulagið yrði að fela í sér
skuidbindingu af hálfu Seðlabanka
Evrópu um að styðja gengi krónunnar
ef hún yrði fyrir áföllum á gjaldeyris-
mörkuðum. Trúverðugleiki gengis-
festunnar í slíku fyrirkomulagi fælist
að nokkru leyti í skuldbindingu Seðla-
banka Evrópu. Þótt þessi leið virðist
aðlaðandi, þá er engin von til þess
að hægt verði að efna til viðræðna
um möguleika á slíku samkomulagi
fyrr en eftir að Myntbandalagið hefur
verið stofnað og Seðlabanki Evrópu
hefur starfað um hríð.“
Ingimundur bætti við að við val á
gengisfyrirkomulagi yrði meginsjón-
armiðið að finna lausn, sem þjónaði
þeim tilgangi stjórnvalda að treysta
frekar trúverðugleika krónunnar og
tryggja lágmarksvaxtamun gagnvart
evró til lengri tíma litið, en fram hef-
ur komið að sérhvert prósentustig í
vaxtamun milli íslands og evró-svæð-
isins geti kostað þjóðarbúið sex til sjö
milljarða króna. Ingimundur sagði að
trúverðugleiki yrði þó fyrst og fremst
tryggður með árangursríkri og var-
kárri stjórn peningamála, sem miðaði
að því að tryggja stöðugleika. í því
samhengi væri mikilvægt að skapa
Seðlabankanum aukið sjálfstæði.
Ingimundur gerði að umtalsefni þá
umgerð, sem sett hefði verið um
stjórn peningamála í EMU, en þar
er ofuráherzla á sjálfstæði
seðlabanka. Löggjöf um
seðlabanka þeirra ESB-
ríkja, sem stæðu utan EMU
yrði breytt til samræmis við
ákvæði Maastricht-sátt-
málans. Þannig yrði sam-
ræmd löggjöf, stefna og stjórntæki í
peningamálum í öllu ESB.
„Fullvíst má telja að áhrifa af þess-
ari þróun gæti hér á landi,“ sagði
Ingimundur. „Mjög sennilegt er að
stjórntæki Seðlabanka íslands muni
þróast í átt til þess fyrirkomulags sem
ráðandi verður í Evrópu og að t.d.
bindiskyldureglur hér á landi verði
að verulegu leyti sniðnar eftir for-
skrift hins evrópska seðlabanka,
ákveði hann að beita bindiskyldu sem
virðist líklegt. Minna má á að aðild
íslands að Evrópska efnahagssvæð-
inu felur í sér skuldbindingu um jöfn-
un samkeppnisskilyrða. Því geta
stjórntæki peningamála hér á landi
tæpast orðið mjög frábrugðin því sem
gerast mun í myntbandalaginu."
Hann sagði fulla ástæðu til að taka
mið af þróuninni í Evrópu og laga
löggjöfina um Seðlabanka íslands að
því, sem eðlilegt væri talið þar. „í
því fælist að sjálfstæði bankans yrði
aukið, markmiðssetning hans einföld-
uð og gerð skýrari og skyldur hans
betur skilgreindar. Þróunin í Evrópu
mun hafa mikil áhrif hér á landi og
í því skyni að tryggja að möguleikar
íslendinga til þess að hafa hag af
framvindu mála nýtist til hins ýtrasta
er nauðsynlegt að Seðlabanka Islands
verði skapaðar sambærilegar aðstæð-
ur til athafna og evrópskum seðla-
bönkum og að á hann verði um leið
lagðar sambærilegar skyldur og þá,“
sagði Ingimundur.
Enn nokkrir óvissuþættir
Bengt Dennis, ráðgjafi hjá Skand-
inaviska Enskilda Banken og fyrrver-
andi seðlabankastjóri Svíþjóðar, fjall-
aði almennt um EMU og evróið og
sagðist telja yfírgnæfandi líkur á að
Efnahags- og myntbandalagið tæki
gildi í ársbytjun 1999, eins og stefnt
væri að. Hann sagðist þeirrar skoðun-
ar að yrði gildistökunni frestað, gæti
það haft þau áhrif að áformin um
myntbandalag væru úr sögunni. Engu
að síður væru nokkrir
óvissuþættir enn fyrir
hendi.
Dennis benti m.a. á að
enn væri hætta á að mikil-
væg lönd á borð við Þýzka-
land og Frakkland uppfylltu
ekki skilyrði Maastricht-sáttmálans
fyrir þátttöku í EMU. Myntbandalag-
ið yrði ekki að veruleika án þessara
ríkja beggja, enda væri það ekki sízt
pólitískt verkefni Þjóðveija og
Frakka, sem hefði það að markmiði
að tryggja frið og stöðugleika í Evr-
ópu. Fyrir utan efnahagsleg skilyrði
væri skortur á stuðningi við EMU
meðal þýzks almennings og úrslit
kosninganna í Frakklandi gætu einn-
ig haft áhrif.
Dennis nefndi jafnframt væntan-
legar þjóðaratkvæðagreiðslur í nokkr-
um ríkjum ESB um endurskoðaðan
stofnsáttmála sambandsins, sem
væntanlega verður undirritaður í
Amsterdam í næsta mánuði. Hann
sagði að líklegt væri að greidd yrðu
atkvæði í a.m.k. Portúgal, Frakklandi
og Danmörku. „í að minnsta kosti
einu þessara ríkja, kannski tveimur,
verður myntbandalagið tengt óbeint
við niðurstöðu ríkjaráðstefnunnar,"
sagði Dennis.
Evróið sterkt í fyrstu en gæti
veikzt til lengri tíma
Dennis gerði styrk og stöðugleika
evrósins að umræðuefni og sagði að
nálgast mætti spurninguna um það
hversu sterkt evróið yrði með tvenn-
um hætti. Annars vegar mætti tína
til jákvæða þætti og neikvæða. Þætt-
ir sem styrktu evróið væru til dæmis
mikið sjálfstæði Evrópska seðlabank-
ans, skýr ákvæði Maastricht-sáttmál-
ans um að verðstöðugleiki væri aðal-
markmið bankans við stjórn peninga-
mála og sú hefð í stjórnun peninga-
mála, sem bankinn myndi búa að.
Neikvæðir þættir væru hins vegar að
mörg ríki myndu eiga aðild að EMU,
togstreita yrði milli ólíkra hefða í
peningamálastjórnun, ábyrgð yrði
óljós og enn væru alvarleg skipulags-
vandamál í hagkerfi ýmissa væntan-
legra aðildarríkja. Dennis sagðisttelja
að neikvæðu þættirnir vægju heldur
þyngra en þeir jákvæðu í þessari
mynd.
Hins vegar sagði Dennis að hægt
væri að beina sjónum að þróun pen-
ingamálastefnu hins væntanlega Evr-
ópska seðlabanka. Líklegt væri að í
upphafi myndi bankinn leggja mikið
á sig til að efla eigin trúverðugleika
og framfylgja strangri peningamála-
stefnu. Þá myndu umtalsverðar pen-
ingalegar eignir færast úr öðrum
gjaldmiðlum, til dæmis dollar, og yfir
í evró. Þetta myndi styrkja evróið til
skemmri tíma litið. Til lengri tíma
væri hins vegar líklegt að stjórnmála-
menn myndu þrýsta á Evróoska
seðlabankann að slaka á stefnu sinni.
Lítið myndi bætast við þær fjárskuld-
bindingar, sem væru skráðar í evró.
Þá myndu aðgerðir Evrópska seðla-
bankans hafa minni áhrif á evró-
svæðinu í heild en aðgerðir núverandi
seðlabanka einstakra ríkja hefðu í
hagkerfi þeirra. Til lengri tíma mætti
því búast við að evróið myndi veikjast.
Stórfyrirtæki utan EMU
munu nota evróið
Per Jedefors, yfirmaður EMU-hóps
Skandinaviska Enskilda Banken,
fjallaði í erindi sínu um undirbúning
fyrirtækja fyrir gildistöku Efnahags-
og myntbandalagsins. Jedefors sagði
að það yrði flókið fyrir fyrirtæki að
vera utan EMU-svæðisins. Líkast til
myndu mörg stærri fyrirtæki í Sví-
þjóð vilja nota evróið í daglegri starf-
semi sinni, jafnvel þótt Svíar yrðu
utan EMU til að byija með. Þegar
svo væri komið myndu þau vilja að
viðskipti með hlutabréf þeirra færu
jafnframt fram í evró. Slíkt yrði flók-
ið í framkvæmd, en finna
yrði leið til þess að verzla
með hlutabréf í evró á
sænskum hlutabréfamark-
aði, því að ella myndu við-
skiptin leita annað.
Jedefors spáði því að
upptaka evrósins myndi ekki einvörð-
ungu hafa áhrif á stórfyrirtæki í ríkj-
um utan EMU, heldur einnig smærri
fyrirtæki, sem stunduðu innflutning
til EMU-ríkja eða útflutning þaðan.
Búast mætti við að meirihluti við-
skipta slíkra fyrirtækja yrði í evró.
Jedefors ráðlagði forráðamönnum
fyrirtækja eindregið að búa sig vel
undir gildistöku EMU og bregðast
ekki eingöngu við þróuninni eftir á,
heldur reyna að horfa fram í tímann
og reyna að nýta þau tækifæri, sem
í breytingunum fælust.
Frestun gild-
istöku gæti
þýtt að ekkert
yrðí af EMU
Maastricht-
skilyrðin
mælikvarði á
efnahagslífið