Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
saMs|C|P
d Landsbanki íslands
Landsbankinn
opnar afgreiðslu
hjá Samskipum
LANDSBANKI íslands hefur
opnað afgreiðslu frá Breið-
holtsútibúi í húsakynnum Sam-
skipa í Holtagörðum. Tollþjón-
usta er einnig í sama húsnæði.
í tilefni opnunarinnar héldu
Landsbankinn og Samskip
mótttöku fyrir viðskiptavini í
síðustu viku. F.v.: Haraldur
Valsteinsson, svæðisstjóri í
Breiðholtsútibúi, Halldór Guð-
bjarnason, bankasljóri Lands-
bankans, og Ólafur Ólafsson,
forstjóri Samskipa.
Opin kerfi hf. bjóða út nýtt hlutafé að
andvirði 30 milljónir króna
Ollum bréfunum
þegar ráðstafað
OPIN kerfi hf. hafa boðið út nýtt
hlutafé að nafnvirði 2 milljónir
króna. Útboðsgengi til forkaups-
réttarhafa er 15,00 þannig að sölu-
andvirði bréfanna nemur 30 millj-
ónum króna.
í útboðslýsingu kemur fram að
skráðir hluthafar hafi forkaupsrétt
í samræmi við hlutafjáreign sína,
en forkaupsréttarhafar muni síðan
framselja stærstan hluta hluta-
bréfanna til starfsmanna og
ýmissa velunnara félagsins. Þessi
hópur hafi þegar verið valinn af
forkaupsréttarhöfum og sé öllu
hlutafé í útboðinu ráðstafað. Til-
gangur útboðsins er að fjölga hlut-
höfum þannig að hægt verði að
sækja um skráningu á Verðbréfa-
þingi íslands og til þess að mæta
áhugaverðum íj'árfestingum á sviði
upplýsingatækni.
Opin kerfi hf. hafa umboð fyrir
þekkta framleiðendur tölvubúnað-
ar eins og Hewlett-Pacard og Cisco
Systems. Fyrirtækið hefur enn-
fremur fjárfest í öðrum fyrirtækj-
um á sviði upplýsingatækni og eru
dótturfyrirtæki þess Teymi hf.,
Skíma/Miðheimar hf., ACO hf.,
Þróun hf. og Skýrr hf. Eins og
fram hefur komið var gengið frá
samningum um kaup fyrirtækisins
á 51% hlutafjár ríkis, Reykjavíkur-
borgar og Rafmagnsveitu Reykja-
víkur í Skýrr í síðustu viku.
Hagnaður 20% yfir áætlun
Rekstrartekjur fyrirtækisins
hafa aukist á hveiju ári frá stofnun
eða um 27% að meðaltali. Námu
tekjumar um 887 milljónum árið
1996 og jukust um 49% frá árinu
á undan. Hagnaður félagsins nam
samtals rúmum 86 milljónum á
árinu. í áætlun félagsins fyrir árið
1997 er gert ráð fyrir 30% vöxtum,
þannig að veltan verði rúmar 1.150
milljónir króna, en hagnaður af
reglulegri starfsemi 60 milljónir.
Veltuaukning fyrstu fjóra mánuð-
ina var um 24%, eða undir áætlun,
en hagnaður er um 20% yfir áætl-
un. Óafgreiddar pantanir eru mun
fleiri, en á sama tíma í fyrra og
fleiri verkefni í gangi, segir enn-
fremur í útboðslýsingunni.
Hlutafé Opinna kerfa er nú 29,8
milljónir króna. Miðað við útboðs-
gengið 15,00 nemur markaðsverð-
mæti félagsins tæplega 447 millj-
ónum króna.
*
Arið 1996 eitt af hagstæðari rekstrarárum
Samvinnulífeyrissjóðsins
Jafnvægi náðistmilli
eigna og skuldbindinga
ARIÐ 1996 verður að teljast eitt
af hagstæðari rekstrarárum í sögu
Samvinnulífeyrissjóðsins og viss
þáttaskil urðu í starfsemi hans.
Greiðendum í sjóðinn fjölgaði og
iðgjöld urðu nokkru hærri en sem
nam þeirri fjölgun. Þá varð eigna-
aukning sjóðsins hagstæðari en
áður vegna mikilla hækkana á
hlutabréfaeign hans.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Samvinnulífeyrissjóðsins sem lögð
var fram á aðalfundi hans í síð-
ustu viku. Þar er greint frá því að
sú ákvörðun stjórnar sjóðsins á
árinu 1993 að stefnt skyldi að stór-
auknu vægi hlutabréfa í eignasafni
hans hafi þegar sannað gildi sitt.
Hin mikla hækkun sem orðið hafi
á hlutafjáreign sjóðsins á árinu
komi þó ekki nema að litlu leyti
fram í reikningum hans. Markaðs-
virði hlutabréfa sjóðsins sé rúmum
milljarði króna hærri en sem nemi
bókfærðu virði þeirra.
Tryggingafræðileg úttekt sem
gerð var á sjóðnum miðað við lok
síðasta árs sýnir að eignir standa
undir skuldbindingum. Langþráðu
takmarki, sem unnið hefur verið
að síðastliðin tíu ár, er náð.
Iðgjaldið
hækkað í 11,5%
Á árinu 1996 voru gerðar rót-
tækar breytingar á réttindaá-
vinnslu í sjóðnum og tekin upp
svokölluð stigaávinnsla, eins og
viðhöfð er í flestum hinna almennu
sjóða. Jafnframt var iðgjaldið
hækkað úr 10% í 11,5%. Þetta var
gert til að ná tryggingafræðilegu
jafnvægi innan sjóðsins sem mikið
vantaði uppá að næðist. Ástæða
þess var í fyrsta lagi sú að rétt-
indaávinnsla innan sjóðsins var
langtum meiri en innborguð iðgjöld
gátu staðið undir og í öðru lagi
kom til mikil eignarýrnun innan
hans vegna verðbólguáhrifa.
Breytingin hafði í för með sér
nokkra skerðingu, einkum og sér
í lagi hjá þeim sem áttu langan
iðgjaldaferil að baki, að því er fram
kemur í ársskýrslunni.
Hrein eign til greiðslu lífeyris
nam í lok ársins 9.663 milljónum
króna og hafði vaxið um 9,2% frá
árinu á undan. Rekstrarkostnaður
nam 25,6 milljónum eða sem nem-
ur um 5,6% af iðgjöldum. Raun-
ávöxtun sjóðsins varð 7,7% en var
6,6% árið áður og má að stærstum
hluta rekja þá hækkun til betri
arðsemi af hlutabréfum.
Fjárfest fyrir tæpar
438 milljónir
Lífeyrissjóðurinn fjárfesti á ár-
inu 1996 fyrir tæpar 438 milljónir
í hlutabréfum innanlands, en seldi
á móti hlutabréf fyrir tæpar 236
milljónir. Keypt voru bréf í 18 fé:
lögum en seld bréf í 9 félögum. Í
árslok átti sjóðurinn hlutabréf í 28
innlendum fyrirtækjum auk bréfa
í erlendum hlutabréfasjóði. Bók-
færð heildareign sjóðsins í hluta-
bréfum nam í árslok 1.268 milljón-
um eða 13,1% af heildareignum.
Markaðsverð hlutabréfa, þar sem
það var fyrir hendi, var alls 1.049
milljónum hærra en bókfærða
verðið.
*
Select hraðverslanirnar á Islandi
Fituskertar
„frnnsknr“
úrnýrri vél
*
Aætlað að setja vélarnar í 400 verslanir
Flug*vélar
Cathay-
félagsins í
flugbanni
Hong Kong. Reuter.
FLUGFELAGIÐ Cathay Pacific
Airways hefur sett A330-300
flugvélar sínar frá Airbus Ind-
ustrie í flugbann, en gerir ráð
fyrir að flestar þeirra verði aftur
komnar í notkun innan þriggja
vikna.
Brezk loftferðayfirvöld hafa
hvatt Garuda flugfélagið í In-
dónesíu til að fara að dæmi
Cathay.
Ellefu Airbus flugvélar Cat-
hay Pacific voru settar í bann
þegar bilun varð í Rolls-Royce
Trent 700 hreyfli í vél Dragona-
ir flugfélagsins á leið frá Hong
Kong og varð vélin að lenda á
einum hreyfli á Filippseyjum.
Þar með hafa A330-300 vélar
Cathay Pacific eða Dragonair
A330-300 fimm sinnum þurft
að lenda á einum hreyfli síðan
í nóvember.
Dragonair, sem Cathay á
25,5% í, hefur einnig tekið fjór-
ar A330-300 flugvélar sínar úr
umferð til bráðabirgða.
1-3 vikna stöðvun
Talsmaður Cathay Pacifíc
sagði fréttamönnum að Rolls-
Royce hefði stungið upp á breyt-
ingum á gírkassa Trent 700
hreyfilsins, sem var tekinn í
notkun í marz 1995. Vonir
stæðu til að lagfæringum á
fyrstu vélunum yrði lokið á inn-
an við viku og að aðrar Airbus
vélar yrðu komnar í lag tveimur
vikum síðar.
Loftferðayfírvöld í Hong
Kong hafa hvatt Garuda flug-
félagið til að nota aðrar flugvél-
ar en A330-300 vélum búnar
Trent-hreyflum í ferðum til ný-
lendunnar. Garuda kveðst að-
eins mundu taka vélar úr um-
ferð að ósk framleiðenda flug-
vélarinnar og hreyfilsins.
Cathay og Dragonair lögðu
áherzlu á að öryggi væri fyrir
mestu og vildu ekkert segja um
kostnað við breytingamar eða
áhrif þeirra á hagnað félaganna
á þessu ári.
DANSKA fyrirtækið Mom’s PLF
International hefur þróað nýja vél
sem framleiðir fituskertar fransk-
ar kartöflur á innan við tveimur
mínútum. Um er að ræða ekta
kartöflur, sem eru forsteiktar í
jurtafeiti, og settar beint úr frysti
í vélina. Það eru hitarör og blást-
ur, sem sjá til þess að kartöflurn-
ar eru tilbúnar til neyslu, stökkar
og einstaklega ljúffengar. Þar sem
engin steiking á sér stað, er fram-
leiðslan algjörlega lyktarlaus, en
hefðbundinni framleiðslu á
frönskum karftöflum vill fylgja
talsverð steikingarlykt sem er
mörgum þyrnir í augum, að því
er segir í frétt frá Skeljungi.
Byijað er að framleiða vélina
9g voru Select-hraðverslanirnar á
íslandi meðal þeirra fyrstu í heim-
inum sem fengu slíka vél. í danska
blaðinu Börsen fyrr í þessum
mánuði kemur meðal annars fram
að íjölmargir aðilar í Evrópu og
Bandaríkjunum hafi sýnt nýju
vélinni mikinn áhuga. Haft er eft-
ir talsmanni framleiðandans að
SPARISJÓÐUR Ólafsfjarðar skilaði
alls um 26 milljóna króna hagnaði
á árinu 1996, borið saman við lið-
lega 7 milljóna hagnað árið áður.
Þessi bætta afkoma skýrist í senn
af aukningu hreinna vaxtatekna og
þjónustutekna milli ára, en einnig
lækkaði framlag í afskriftarreikning
útlána úr 45,5 milljónum í tæpar
37 milljónir.
í árslok 1996 námu heildarinnlán
sparisjóðsins tæplega 695 milljónum
ákveðið hafi verið að fyrstu 100
til 150 vélarnar skyldu eingöngu
seldar í Danmörku en gerð hafi
verið undantekning frá þeirri
áætlun og því hafi íslendingar
orðið meðal þeirra fyrstu sem
fengu að prófa nýju vélina. Gert
er ráð fyrir að nýju vélarnar verði
settar í um 400 Select-hraðversl-
anir á Norðurlöndum, en auk þess
hefur alþjóðlega verslunarkeðjan
7-11 sýnt áhuga á því að kaupa
vélarnar.
Frá því byijað var að bjóða
nýju frönsku kartöflurnar í Select-
hraðverslununum við Vestur-
landsveg og við Suðurfell í Breið-
holti hefur salan hér á landi verið
enn meiri en á þeim Select-stöðv-
um sem hafa verið að selja mest
í Danmörku á sama tíma.
Algengt fituinnihald „franskra“
kartaflna samkvæmt venjulegum
steikingaraðferðum er á bilinu 18
til 25%. Með nýju vélinni geta
Select-hraðverslanirnar nú boðið
franskar kartöflur með aðeins 8%
fituinnihaldi.
og höfðu aukist úr 651 milljón frá
árinu á undan. Önnur lántaka nam
660 milljónum og hafði aukist úr
um 580 milljónum, en þar var eink-
um um að ræða verðbréfaútgáfu.
Eigið fé nam í árslok 165 millj-
ónum og var eiginfjárhlutfall 9,7%
samkvæmt nýjum reglum um mat
á áhættugrunni. Alls störfuðu 7
starfsmenn að meðaltali hjá spari-
sjóðnum. Sparissjóðsstjóri er Þor-
steinn Þorvaldsson.
Hagimður Sparisjóðs
Ólafsfjarðar 26 milljónir