Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Ásdís
Ráðning unglinga staðfest
VINNUSKÓLI Reykjavíkur hóf að
afhenda unglingum svokaliaða
ráðningarstaðfestingar í gær en
þær verða einnig afhentar í dag og
á morgun. I staðfestingunum kem-
ur fram hvar og hvenær viðkom-
andi unglingur á að vinna. Ung-
lingar sem teljast til nemenda
Vinnuskólans eru um 3.200, og
kom fjölmenni á skrifstofu Vinnu-
skólans á Engjateigi í gær og bú-
ast forsvarsmenn skólans við
áframhaldandi önnum. Leiðbein-
endur mæta til vinnu 2. júní næst-
komandi og silja undirbúnings-
námskeið fram að fyrsta formlega
vinnudegi viku síðar, 9. júnf, þegar
unglingarnir hefjast handa við að
snyrta borgina eftir veturinn. I
þeim hópi verða Björg Valgeirs-
dóttir, Vigdís Svava Gísladóttir,
Þórey Helena Guðbrandsdóttir,
Anna Tómasdóttir og Jóhann
Kristinn Indriðason.
Rækjuvinnsla Hólmadrangs hf. á Hólmavík
Ihuga að loka verk-
smiðjunni til hausts
STJÓRNENDUR Hólmadrangs
hf. á Hólmavík íhuga nú að loka
rækjuverksmiðju fyrirtækisins á
Hólmavik til loka yfirstandandi
fiskveiðiárs, eða fram í ágústlok,
vegna verkfalls og óvissu um lausn
kjaradeilunnar á Vestfjörðum.
Að sögn Gústafs Daníelssonar,
framkvæmdastjóra Hólmadrangs,
er þetta einn af þeim möguleikum
sem stjórnendur fyrirtækisins hafa
nú til athugunar, en fjallað verður
um verkfallið og áhrif þess á stjórn-
arfundi í fyrirtækinu næstkomandi
föstudag.
Þá hefur samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins verið til skoðunar
að setja verkbann á það starfsfólk
Hólmadrangs hf. sem nú er í verk-
falli, en það hefði í för með sér að
fyrirtækið hefði ákveðinn tíma til
I athugun að
setja verkbann
á verkfallsfólk
að útvega hráefni og gera.rækju-
verksmiðjuna klára ef ákveðið yrði
að halda rekstri hennar áfram í
sumar að loknu verkfalli.
Þrjátíu manns hafa starfað í
verksníiðjunni á Hólmavík
I verksmiðjunní á Hólmavík hafa
starfað 'um 30 manns og svipaður
fjöldi starfar í verksmiðju Hólma-
drangs í Drangsnesi, en þar hefur
verið samið við starfsfólkið og er
vinnsla í fullum gangi.
Hólmadrangur hf. gerir út tvö
skip, Víkurnes og Hólmadrang, og
eim þau bæði á sjó. Hólmadrangur
kemur í land á sjómannadaginn og
stoppar þá í tvo daga án þess að
landa. Skipið fer síðan út aftur
þangað til um miðjan júní, en að
sögn Gústafs stendur til að skipið
fari þá í slipp að lokinni löndun.
Enn hefur hvorki verið boðaður
fundur í kjaradeilunni á Vestfjörð-
um né sátta- eða miðlunartillaga
komið fram. Fundur í 36 manna
samninganefnd Alþýðusambands
Vestfjarða samþykkti á mánudags-
kvöld að hafna því að kjaradeilan
við vinnuveitendur vestra verði
leyst með miðlunartillögu á þessu
stigi málsins.
■ Stimpingar við löndun/2
Skýrsla um frelsi í
efnahagsmálum
Frelsi hef-
ur aukist
verulega
FRJÁLSRÆÐI í efnahagsmál-
um hefur aukist verulega á síð-
ustu árum að því er fram kemur
í nýrri skýrslu sem Fraser-
stofnunin í Kanada hefur tekið
saman í samvinnu við 45 aðrar
rannsóknastofnanir. 115 lönd
tóku þátt í samanburðinum og
lenti Island í 21. sæti, en var við
botn listans árið 1975.
Tryggvi Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla íslands, sagði að ýmsir
þættir skýrðu þessa breytingu á
einkunn fyrir frjálsræði í efna-
hagslífi landsins. Höft á flutning
fjánnagns milli landa hefðu ver-
ið afnumin, vextir væru núna
ákveðnir á markaði, tollar hefðu
verið lækkaðir og ýmis innflutn-
ingshöft afnumin. Ennfremur
skipti miklu máli að hér ríkti
stöðugleiki í efnahagslífinu og
lítil verðbólga.
Hin Norðurlöndin
fyrir neðan Island
Gylfi Magnússon hagfræðing-
ur, sem ritaði inngang að ís-
lensku skýrslunni, sagði að
þessi mælikvarði væri ekki
mælikvarði um almennt frelsi í
löndunum. Hann tæki ekki tillit
til tjáningarfrelsis, mannrétt-
inda eða lýðræðis.
Tilgangurinn með þessum út-
reikningi væri að leggja mat á
hversu frjálsir einstaklingarnir
í löndunum væru til að ráðstafa
þeim verðmætum sem þeir öfl-
uðu. Þetta þýddi að lönd sem
verja stórum hlut þjóðarfram-
leiðslunnar í samneyslu væru
neðar á listanum en lönd sem
væru með litla samneyslu og
lítið velferðarkerfi. Þetta ætti
þátt í því að hin Norðurlöndin
væru fyrir neðan Island á list-
anum.
■ ísland af botninum/26
».Ur - -WVW .jmk iíkX — wfXr ■ v
//m wiiæ&irc
Morgunblaðið/Einar Falur
Ekki okkar
stíll að gef-
ast upp
ÍSLAND sigraði Noreg í 16-liða úr-
slitum heimsmeistarakeppninnar í
handknattleik í Japan í gær, 32:28,
og mætir Ungveijum í átta liða úr-
slitum í fyrramálið.
Islendingar byrjuðu betur, en
Norðmenn voru yfir í leikhléi og
allt þar til stundarfjórðungur var
eftir. „Það er ekki okkar leikstíll
að gefast upp. Við berjumst alltaf
til enda og höfum sýnt það að við
erum miklu skarpari en andstæð-
ingarnir á lokasprettinum, síðustu
fimmtán mínúturnar," sagði Þor-
björn Jensson landsliðsþjálfari við
Morgunblaðið í Japan.
Á myndinni fagna Islendingar
sigrinum, frá vinstri: Júlíus Jónas-
son, Bjarki Sigurðsson, Róbert
Julian Duranona, sem tekur
Patrek Jóhannesson í fangið, og
Gústaf Bjarnason, númer 8.
■ Íþróttir/C blað
Aðstoðarbankastjóri Seðlabankans um Efnahags- og myntbandalag Evrópu
Aukið sjálfstæði Seðlabank-
ans nauðsyn vegna EMU
INGIMUNDUR Friðriksson, aðstoðarbankastjóri
Seðlabanka íslands, segir að með gildistöku Efna-
hags- og myntbandalags Evrópu (EMU) verði
verulegar breytingar á stjóm peningamála í öllum
ííkjum Evrópusambandsins. Búast megi við að
þessi þróun hafi áhrif hér á landi og ástæða verði
til að breyta lögum um Seðlabankann og auka
sjálfstæði hans. Þetta kom fram í erindi Ingimund-
ar á ráðstefnu Landsbankans um EMU í gær.
í Maastricht-sáttmálanum er lögð ofuráherzla
á sjálfstæði Evrópska seðlabankans. Ingimundur
sagði að löggjöf um seðlabanka þeirra ESB-ríkja,
sem stæðu utan EMU, yrði breytt til samræmis
við ákvæði Maastricht-sáttmálans. Þannig yrði
samræmd löggjöf, stefna og stjórntæki í peninga-
málum í öllu ESB.
Stjórntæki peningamála verða
að vera svipuð
„Fullvíst má telja að áhrifa af þessari þróun
gæti hér á landi,“ sagði Ingimundurv,Mjög senni-
legt er að stjórntæki Seðlabanka Islands muni
þróast í átt til þess fyrirkomulags sem ráðandi
verður í Evrópu og að t.d. bindiskyldureglur hér
á landi verði að verulegu leyti sniðnar eftir for-
skrift hins evrópska seðlabanka, ákveði hann að
beita bindiskyldu sem virðist líklegt. Minna má á
að aðild Islands að Evrópska efnahagssvæðinu
felur í sér skuldbindingu um jöfnun samkeppnis-
skilyrða. Því geta stjórntæki peningamála hér á
landi tæpast orðið mjög frábrugðin því sem ger-
ast mun í myntbandalaginu.“
Hann sagði fulla ástæðu til að taka mið af þró-
uninni í Evrópu og laga löggjöfina um Seðlabanka
íslands að því, sem eðlilegt væri talið þar. „í því
fælist að sjálfstæði bankans yrði aukið, mark-
miðssetning hans einfölduð og gerð skýrari og
skyldur hans betur skilgreindar. Þróunin í Evr-
ópu mun hafa mikil áhrif hér á landi og í því skyni
að tryggja að möguleikar Islendinga til þess að
hafa hag af framvindu mála nýtist til hins ýtrasta
er nauðsynlegt að Seðlabanka íslands verði skap-
aðar sambærilegar aðstæður til athafna og evr-
ópskum seðlabönkum og að á hann verði um leið
lagðar sambærilegar skyldur og þá,“ sagði Ingi-
mundur.
Áhrif á gengisstefnu/28