Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær móðir okkar,
SIGRÍÐUR KRISTÍN KOLBEINSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
andaðist á dvalarheimilinu Vinahlíð þriðju-
daginn 20. mai.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 30. maí kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð en bent er á
Félag heyrnarlausra.
Grétar Th. Jónsson,
Stefanía Jónsdóttir,
Halldóra S. Jónsdóttir.
Útför föður okkar,
ÞORSTEINS SIGURÐSSONAR
fyrrverandi héraðslæknis,
Lagarási 14,
Egilsstöðum,
sem lést sunnudaginn 18. maí, fer fram frá
Egilsstaðakirkju laugardaginn 31. maí.
Athöfnin hefst kl. 14.00.
ívar S. Þorsteinsson,
Þórhaliur Þorsteinsson,
Jón S. Þorsteinsson,
Þorsteinn Hróar Þorsteinsson,
Finnur Þorsteinsson.
+
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
BJÖRNS GESTSSONAR
fyrrum bónda,
Björgum, Hörgárdal,
Víðilundi 20,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á C-gangi, dvalarheimilinu Hlíð, fyrir hlýja
og góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Magnúsdóttir,
Magnús Björnsson, Fanney Margrét Þórðardóttir,
Gestur Björnsson, Ingibjörg Kjartansdóttir,
Sigrún Lára Björnsdóttir, Jón Aðalsteinsson,
Kristín Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúó og vináttu vegna andláts og út-
farar föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
GUÐBJARTAR JÓNASAR JÓHANNSSONAR,
Miklagarði,
Dalasýslu.
Haukur Guðbjartsson,
Reynir Guðbjartsson,
Halldóra Guðbjartsdóttir,
Hreinn Guðbjartsson,
Hrafnhildur Guðbjartsdóttir,
Svanhildur Guðbjartsdóttir,
Margrét Guðbjartsdóttir,
Jóhannes Smári Guðbjartsson, Erla Jóhannesdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Stefanía Kristjánsdóttir,
Helga Björg Sigurðardóttir,
Ingiberg Benediktsson,
Margrét Sæbjörnsdóttir,
Þórður Kristinn Sigurðsson,
Sveinn Valgeir Kristinsson,
ÁsmundurJóhannesson,
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar elsku-
legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
RÍKHARÐS ÓSKARS JÓNSSONAR,
Reykjabraut 4,
Þorlákshöfn.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks deildar 11A Landspítalans.
Anja Jónsson,
Oddný Ríkharðsdóttir,
Guðbjörg Ríkharðsdóttir,
Edda Ríkharðsdóttir,
Svandís Ríkharðsdóttir,
Halldóra S. Ríkharðsdóttir,
Anna María Ríkharðsdóttir,
Páll M. Ríkharðsson,
Jakob Guðnason,
Sigurgeir Friðriksson,
Magnús Brynjólfsson,
Gísli Björn Sigurðsson,
Einar Kristjánsson,
Lone Rebsdorf
og barnabörn.
BJÖRGVIN
ÞÓRÐARSON
+ Björgvin
Þórðarson
fæddist í Innri-
Múla á Barða-
strönd í Vestur-
Barðastrandar-
sýslu 9. september
1922. Hann lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Sólvangi,
Hafnarfirði, 17.
mai síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Steinunn
Björg Júlíusdóttir,
f. 20. mars 1895,
d. 13. febrúar
1984, og Þórður Ólafsson, f.
24. ágúst 1887, d. 9. apríl
1984, bóndi á Innri-Múla á
Barðaströnd. Systkini Björg-
vins: Björg, f. 1916, Ólafur
Kristinn, f. 1918, Jóhanna, f.
1920, Július Óskar, f. 1921,
Karl, f. 1923 (látinn), Kristján
Pétur, f. 1925, Steinþór, f.
1926 (látinn), og Sveinn Jó-
hann, f. 1927.
Björgvin kvæntist 2. júlí 1949
Önnu Þorláksdóttur, f. 13.
október 1923, frá Skála-
brekku, Þingvallasveit. Hún
er dóttir Þorláks Björnssonar,
f. 19. september 1883, d. 6.
mars 1950, og Jóhönnu Guð-
mundsdóttur, f. 26. september
1880, d. 14. júlí
1962. Börn Björg-
vins og Önnu eru:
1) Steinþór, f.
1950, kvæntur
Bryndísi Gests-
dóttur, f. 1958,
börn þeirra eru
Gestur, Lea og
Björgvin. 2)
Ægir, f. 1952,
kvæntur Hrönn
Sigurðardóttur, f.
1952, börn þeirra
eru Arnar, Björk,
Böðvar og Guðni
Már. 3) Björn Þor-
lákur, f. 1953, kvæntur Önnu
Björgu Sigurbjömsdóttur, f.
1953, börn þeirra em Sigur-
björg Anna, hún á tvö börn,
Björn Má og Örnu Sif, Jóhann
Ingi og Björn Isak. 4) Dóra
Hrönn, f. 1954, gift Sigurði
Einarssyni, f. 1955, börn
þeirra eru Anna og Einar. 5)
Alda, f. 1959, sonur hennar
er Gunnar Birnir. Kjördóttir
Björgvins, dóttir Ónnu, er
Kristín Jóhanna, f. 1948, gift
Glyn Desmier, f. 1945, börn
þeirra em Sascha og Scott.
Útför Björgvins fer fram
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
í dag og hefst athöfnin klukk-
an 13:30.
Faðir minn Björgvin Þórðarson
verður borinn til grafar í dag. Ég
mun minnast með hlýju áranna
sem ég naut handleiðslu hans.
Hann sýndi umhyggju sína fyrir
sínum nánustu á sinn hátt. Hann
var ekki mikill fjölskyldumaður á
nútíma mælikvarða, fáskiptinn og
ekki fyrir mannamót. Honum
auðnaðist samvist góðrar eigin-
konu sem hefur verið honum stoð
og stytta í gegnum lífið og sex
uppkomin börn, fjölda barnabarna
og tveggja bamabarnabarna.
Hann sagði fátt af sér en þau lífs-
gildi er hann lærði í föðurhúsum
lagði hann áherslu á við okkur
systkinin og breytti sjálfur eftir
þeim í hvívetna. Þessi lífsgildi eru
heiðarleiki, stundvísi og áreiðan-
leiki. Hann lagði einnig mikið upp
úr því að við öfluðum okkur starfs-
réttinda jafnframt öðra námi.
Hann lifði tíma mestu breytinga
sem verið hafa í íslensku samfélagi
frá upphafi byggðar. Hann sá fram
á tækifæri til að njóta framfara í
því ævistarfi sem hann valdi sem
ungur maður ög lærði til, en lífið
fer ekki alltaf eins og horft er til.
Hann var fastheldinn á skoðanir
sínar og oft gustaði í kringum
hann. Hann var ósérhlífinn til
vinnu og gerði miklar kröfur til
sín jafnt sem samverkamanna. Til
sjós gekk hann til að mynda undir
nafninu „berhenti bátsmaðurinn“.
Faðir minn var fæddur í Barða-
strandarhreppi í byijun þriðja ára-
tugsins, þar sem aðstæður og
vinnubrögð höfðu lítið breytst í
gegnum aldirnar. Hann var einn
af níu systkinum og ólst upp í
Innri-Múla í þrörigum torfbæ. Efni
til lífsviðurværis hafa ekki verið
mikil, foreldrarnir leiguliðar á lít-
.illi jörð og urðu að lúta reglum
Sérfræðingar
í blómaskrevtingum
við öll tækifæri
I ‘W5I blómaverkstæói 1
I BinnaJI
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 909»
landeiganda. Tíundin þurfti að
ganga fyrir öðrum nauðsynjum.
Ekki skorti þó hlýjuna og um-
hyggjuna fyrir systkinunum í upp-
vextinum, bæði frá foreldrum og
öðru heimafólki. Hann var um tólf
ára gamall er faðir hans reisti fjöl-
skyldunni nýtt íbúðarhús og bætti
það allar aðstæður heimilisfólks.
Þegar aldur leyfði voru systkinin
farin að vinna hörðum höndum til
að létta til með foreldrum sínum.
Eftir fermingu föður míns fór hann
sem vinnumaður til vandalausra
og 15 til 16 ára fékk hann pláss
á togara og stundaði sjóinn fram
til ársins 1954 meira og minna.
Alltaf var hugurinn heima hjá for-
eldrunum og ófáar sendingar, stór-
ar sem smáar af ýmsu sem létt
gæti undir, vora sendar heim.
Honum lærðist það í sjómanns-
starfinu að leiðin til velgengni í
lífinu var i gegnum menntun og
að afla sér starfsréttinda. Skólinn
heimafyrir, sem var farskóli, gaf
ekki tækifæri til annars en skyldu-
námsins. Snemma kom fram að
hann var handlaginn, sérstaklega
á tré, og kom það sér vel þegar
foreldrar mínir eignuðust sitt
framtíðarheimili. Atvinnuhættir og
aðstæður sem hann ólst upp við
urðu til þess að sjómennskan var
valin sem ævistarf. Hann reyndi
margt á sínum sjómannsferli, ýmis
veigamikil réttindamál unnust á
hans sjómannstíma, einnig var
hann í siglingum til Englands öll
stríðsárin. Aðbúnaður um borð í
skipum var ekki alltaf sem bestur
og kostur um borð var misjafn
'eftir úthaldi. Fór þetta að hafa
áhrif á heilsufar föður míns er leið
á sjómannsferilinn.
Árin 1948 til 1950 stundaði
hann nám við Stýrimannaskólann
og aflaði sér skipstjórnarréttinda.
Á þessum árum hófust kynni hans
og móður minnar og þau hófu
búskap í lítilli risíbúð við Fjólugöt-
una í Reykjavík sem þau leigðu.
Þá voru þrengingar í samfélaginu
og hart barist um hvert skipsrúm.
Nýútskrifaðir skipstjórnarmenn
áttu ekki vísar yfirmannsstöður.
Faðir minn var því lengst af báts-
maður á toguram, því áður en á
reyndi varð liann að hætta sjó-
rriennsku vegna heilsubrests. Um
tíma bjó fjölskyldan á Patreksfirði
en árið 1954 fluttist hún til Hafn-
arfjarðar þar sem hún eignaðist
sitt framtíðarheimili. Þar vann
hann ýmis störf eftir að sjó-
mennskunni lauk. Ekki var alltaf
mikla vinnu að hafa. Barnahópur-
inn stækkaði og ekki dugði far-
mannaskírteinið mikið í landi. í
kringum 1960 aflaði hann sér rétt-
inda til akstur leigubifreiðar. Hann
starfaði síðan við akstur þar til
hann missti heilsuna og starfsþrek-
ið þvarr um ármótin 1985. Hann
lagði sín lóð á vogarskálar í hags-
munamálum stéttarinnar, var með-
al annars um tíma formaður bif-
reiðastjórafélagins Neista. Síðustu
níu árin dvaldist hann í Sólvangi
í Hafnarfirði í góðri umönnun
starfsfólksins, þar til að hann lést
fyrir aldur fram að kvöldi hins 17.
maí síðastliðinn.
Kæri faðir, megir þú hvíla í friði.
Steinþór.
Fallinn er nú frá tengdafaðir
minn á sjötugasta og fimmta ald-
ursári, eftir langvarandi veikindi.
Björgvin ólst upp við venjuleg
sveitastörf þess tíma, við heyskap
með gamla laginu, fjárgæslu á
vetrum og umhirðu hesta. Eftir
fermingu fór hann kaupamaður út
í Hergilsey á Breiðafirði og var
síðan vorlangt að Eyri í Tálkna-
firði. Hann varð háseti á togaran-
um Baldri frá Patreksfirði sextán
ára og var síðan á ýmsum togurum
sem gerðir vora út frá Vestfjörð-
um, Hafnarfirði og Reykjavík,
lengst af bátsmaður. Hann var í
siglingum til Englands og Þýska-
lands öll stríðsárin. Haustið 1948
fór hann í Stýrimannaskólann og
lauk stýrimannaprófi vorið 1950.
Björgvin hætti til sjós og hóf störf
við bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar
1956, auk þess sem hann tók að
sér skrifstofustörf fyrir Verka-
mannafélagið Hlíf. Þá hóf hann
leigubílaakstur frá Nýju-Bílstöð-
inni í Hafnarfirði 1962 og stund-
aði akstur til 1986 er hann varð
að hætta sökum heilsubrests. Hann
var um tíma formaður Neista sem
þá var stéttarfélag leigubifreiða-
stjóra.
Leiðir okkar lágu saman haustið
1972, er ég kynntist dóttur hans
og var mér strax tekið sem einum
af hans en þá var ég aðeins 17
ára og nýfluttur suður. Hann með
sinni ákveðni útvegaði okkur íbúð
og gekkst í ábyrgð fyrir henni og
kom því þannig fyrir að ég komst
á námssamning. Hann var aldrei
fyrir að tvínóna við hlutina, þeir
áttu að gerast fljótt og vel. Að
sama skapi var hann ósérhlífinn
og tók sér helst aldrei frí frá leigu-
bílaakstrinum enda átti hann hug
hans allan. Marga fallega ameríska
bíla átti hann um ævina, því í hans
huga var aðeins það besta boðlegt
farþegum hans. Flokksbundinn
sjálfstæðismaður var hann og ók
á kosningadögum fyrir flokkinn
og um tíma var hann ráðherrabíl-
stjóri Matthíasar Á. Mathiesen.
En eigi skal sköpum renna og nú
er komið að því að Björgvini skal
ekið síðasta spölinn og veit ég að
hann verður ánægður með farkost-
inn. Ég kveð nú tengdaföður og
þakka honum samfylgdina og bið
góðan guð að blessa minningu
hans. Góðri tengdamóður minni
þakka ég fyrir hennar einurð og
alúð í veikindum hans. Henni og
börnum þeirra og öðrum aðstand-
endum bið ég guðs blessunnar.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíð.ri hönd,
og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur
og ég þrái svefnsins fró. -
Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró.
Syngdu mig inn í svefninn, ljúfi blær!
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær.
Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd
og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur
og ég þrái svefnsins fró. -
Kom, draumanótt, með fangið fúllt af friði og ró.
(JónfráLjárskógum.)
Sigurður Einarsson