Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1997 31
MINNINGAR
ÞÖRA JÖHANNA
JÓNSDÓTTIR
+ Þóra Jóhanna
Jónsdóttir var
fædd á Mýrarlóni í
Eyjafirði hinn 20.
nóvember 1919.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
hinn 20. maí síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Grafarvogskirkju
26. maí.
Elsku amma.
Nú er sú stund
runnin upp að þú hef-
ur yfirgefið þennan
heim. Við stöndum eftir með sökn-
uð og trega en samtímis þakklæti
og gleði yfir að hafa fengið að
deila með þér svo mörgum eftir-
minnilegum og góðum stundum.
Með þínum hlýja og skilnings-
ríka persónuieika hefur þú alltaf
verið sjálfkjörin miðja fjölskyld-
unnar. Þú virkaðir eins og segull
á unglingana í fjölskylduna sem
fundu hjá þér skilning og athvarf.
Það var ekki óalgengt á föstu-
dags- og laugardagskvöldum að
þið afi hefðuð fullt hús af bama-
börnum á táningsaldri. Ég man
hvað skólafélögunum fannst þetta
skrítið þegar flestir voru á leið í
miðbæinn og á „hallærisplanið“ þá
renndum við til ömmu og afa.
Amma var einhvemveginn ólík
flestum öðrum ömmum. Maður fór
aldrei í „skylduheimsókn" til
ömmu, heldur meira eins og að
hitta vin sinn.
Amma hafði einhvernveginn
sérstakt lag á börnum og ungling-
um. Hún starfaði lengi við mötu-
neyti á unglingaheimili ríkisins og
sambýli fyrir þroskaheft börn í
Víðihlíð, en oft var það að börnin
leituðu ekki síður til hennar með
hugsanir sínar og áhyggjur, en til
starfsfólksins á deildunum. Amma
okkar var ekki mikil vexti, frekar
lágvaxin og grönn en hún hafði
einhvernveginn slíkan innri styrk
og ró að villtustu unglingsdrengir
urðu spakir og stilltir. Hún var
kona sem maður ósjálfrátt bar
traust til og virðingu fyrir. í mörg
sumur vom böm og unglingar af
meðferðarheimilinu í sumardvöl í
sveitinni hjá ömmu og afa, en þar
eyddu þau hjónin helst öllum sum-
mm í Skagafirðinum. Amma trúði
nefnilega á það góða í öllum. Böm
og unglingar sem komu til sum-
ardvalar tóku oft stökkbreytingum
á fáum dögum, urðu stillt og prúð
börn sem hjálpuðu til við sveita-
störfin eins og þau væru þeim í
blóð borin.
Amma hefur reynst svo mörg-
um, bæði tengda- og barnabörn-
um og þeirra vinum, hin besta
móðir og hjartarýmið var alltaf
nógu mikið til að taka á móti öll-
um sem á því gætu þurft að halda.
Þó ekki væri alltaf úr miklu að
moða á heimilinu, þá voru gjaf-
mildi hennar lítil takmörk sett.
Oft gaf hún dýrmætustu eigur
sínar til að gleðja sína nánustu.
Kenndi hún okkur margar góðar
lífsreglur og vísdómsorð hennar
„maður skyldi aldrei sofna ósátt-
ur“ er gott nesti út í lífið.
Amma var stórhuga
kona og í raun og veru
■■ að mörgu leyti langt á
undan sinni samtíð.
Sonum sínum jafnt
sem dætrum kenndi
hún heimilisstörf og
hannyrðir og við vorum
stolt af ömmu okkar
sem hafði alið upp syni
sína í jafnréttisanda.
Því, að pabbi kynni að
pijóna hæl í sokka og
sauma, vorum við sér-
staklega stolt af.
Oft voru hugmynd-
irnar svo margar og
hugurinn mikill að afa fannst nóg
um. Hún var kona sem gjarna vildi
ferðast og prófa eitthvað nýtt en
afa nægði Skagafjörðurinn. Á sjö-
tugsaldri lét hún gamlan draum
sinn rætast og tók bílpróf. Við
unglingarnir vorum afar hreykin
af hugrekki ömmu að setjast undir
stýri á þessum aldri og ekki lét
hún umferðarþunga Reykjavíkur
aftra sér frá akstrinum. Ok hún
dag hvern í miðbæ Reykjavíkur til
að gæta yngstu barnabamanna,
Elísabetar, Urðar og Ylfu, sem
voru augasteinar ömmu sinnar síð-
ustu æviárin. Uppátæki þeirra
systra veittu ömmu margar gleði-
stundir og fengum við oft góðar
sögur af þeim frá ömmu.
Amma var mikill dugnaðarfork-
ur og hlífði sér hvergi. Þegar við
vorum lítil barnabömin þá var það
fyrir hver jól að amma saumaði á
okkur jólafötin og að auki fengum
við gjarnan einhveija flík saumaða
í jólagjöf. Svo fór barnabörnunum
fjölgandi og næturnar hjá ömmu
urðu styttri og styttri og hún sló
hvergi af, þangað til henni var
nánast „bannað“ að sauma svona
á allan hópinn. Jólin í Rauðagerði
standa ofarlega í minningunni. Það
vom ekki ekta jól nema að farið
væri í Rauðagerði eftir jólasteikina
á aðfangadagskvöld. Þetta var
mikil tilhlökkunarstund hjá okkur
barnabörnunum, bæði það að allir
hittust, sem var mikil gleði, og svo
allar gjafimar. Það rétt grillti í
toppinn á trénu og litla stofan var
þétt setin. En það var ekki bara
við saumaskap sem amma var
dugleg. Amma var mikil áhuga-
kona um garðrækt og skógrækt.
Hennar hjartans mál var að koma
á laggimar skógrækt á ættarsetr-
inu í Hróarsdal. Fram á síðasta
dag skipulagði hún gróðursetning-
ar og tijárækt nyrðra.
Elsku amma! Takk fyrir allt sem
þú hefur miðlað til okkar í gegnum
árin af visku þinni og innsæi. Takk
fyrir kærleika þinn, skilning og
stuðning. Við söknum þín en þú
lifir í hjörtum okkar áfram. Hvíl í
friði.
Tómas Reynir og
Þóra Jóhanna.
OSKAR
KRISTJÁNSSON
+ Óskar Kristjáns-
son fæddist í
Reykjavík 18. mars
1948. Hann lést á
heimili sínu 17. maí
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Grafarvogskirkju
26. maí.
Góður vinur og
starfsfélagi er fallinn
frá langt um aldur fram
eftir harða baráttu við
erfiðan sjúkdóm. Við
hjónin vorum stödd er-
lendis er við fengum
þessa fregn og setti okkur hljóð.
Við vissum þó að þessi stund væri
ekki langt undan, en þó kemur hún
alltaf jafn á óvart og alltaf finnur
maður til sorgar hvernig sem dauð-
ann ber að. Við verðum þó alltaf að
hafa í huga að dauðinn er ekki enda-
lokin heldur er aðeins ákveðnu hlut-
verki lokið á þessu tilverustigi. Ósk-
ari Kristjánssyni kynntist ég í raun
í byijun áttunda áratugarins er hann
keypti bifreið af okkur hjónum og
þá bar hann það með sér að þar
færi traustur og heiðvirður maður.
Hann var vandlátur á það sem hann
var að kaupa og vildi jafnframt
greiða það sannvirði sem honum
fannst að fyrir bifreiðina ætti að
greiða. Síðan liðu árin og næst hitti
ég Óskar við störf í lögreglunni og
um tímabil naut ég þess að hafa
hann með mér ásamt fleiri góðum
lögreglumönnum í hóp við vinnu að
sérstöku verkefni um þriggja ára
skeið. Þar komu bersýnilega í ljós
kostir þessa góða drengs. Hann var
hvers manns hugljúfi, bæði sem
starfsfélagi og kunningi. Engum
vildi hann illt, heldur var tiibúinn
að rétta hjálparhönd og leita sátta
ef með þurfti. Hann gat einnig verið
harður í horn að taka, en þó alltaf
réttlátur.
í starfinu lágu síðan leiðir okkar
í sitthvora áttina en þó get ég ekki
látið ógetið um ferð eina sem við
hjónin tókum_ okkur á hendur til
þeirra hjóna Óskars og Emelíu upp
í sumarbústað við Þingvallavatn einn
fagran sumardag fyrir mörgum
árum. Þar kynntumst við mikilli gest-
risni þeirra hjóna sem við gleymum
aldrei og oft kemur upp í huga okk-
ar. Frá þessum degi hafa ávallt kveðj-
ur farið á milli okkar á hinni miklu
hátíð ljóss og friðar og það leiðir
hugann að trúnni, trúnni sem Óskar
átti og var óbilandi og veitti honum
m.a. þann kraft að halda í við sjúk-
dóminn svo lengi sem raun varð á
og beijast gegn honum og ætla að
hafa sigur, enda þótt það hafi ekki
tekist þrátt fyrir harða baráttu.
Bjartsýnin hjá Óskari var alltaf í
fyrirrúmi og í þau fáu skipti sem
mér auðnaðist að heimsækja hann á
spítalann fann ég aldrei uppgjöf hjá
honum og minnist ég ávallt orða
hans: „Konni minn, blessaður, þetta
Iagast allt saman, þetta plagar bara
SKOUTSALA
I4DAGA
✓Skóverslun
ÞÓRÐAR
GÆÐI & PIÓNUSTA
Laugavegi 40 - s. 551 4181
pínulítið og nú er að
láta sér líða vel.“ Þetta
sýndi best æðruleysi
þessa ágæta drengs.
Því miður auðnast
mér ekki að vera við-
staddur útför Óskars
vegna dvalar erlendis
og ekki gafst mér held-
ur kostur á að heim-
sækja hann á síðustu
ævidögum hans. Af
sömu ástæðu en hrygg
í huga viljum við hjónin
senda Emelíu, börnum
þeirra og bróður Óskars
okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi góð-
ur Guð styrkja þau og vernda.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við Óskar.
Blessuð sé minning þessa góða
drengs.
Hákon Sigurjónsson,
Hanna Sampsted.
Vinur minn, Óskar Kristjánsson
rannsóknarlögreglumaður, er látinn
eftir langa og harða baráttu við erf-
iðan sjúkdóm.
Fyrstu ár sín í lögreglunni starf-
aði Óskar í almennri deild í Reykja-
vík þar sem hann sinnti eftirlitsstörf-
um og útköllum. Ég man að þá fór
það orð af Óskari að hann væri
duglegri og stæði fleiri afbrotamenn
að verki en aðrir lögreglumenn.
Sumum fannst jafnvel nóg um þegar
hann upplýsti tvöfalt fleiri mál en
félagar hans. En Óskar var stoltur
af starfi sínu og lagði sig aljan fram
um að skila góðu verki. Á meðan
ég starfaði í almennri deild lögregl-
unnar í Reykjavík þekkti ég auðvitað
Óskar lítillega en ég kynntist honum
fyrst þegar við hófum að starfa sam-
an í fíkniefnadeild lögreglunnar um
áramótin 1984/1985. Við störfuðum
náið saman allan minn starfstíma
þar.
Ég á góðar minningar frá sam-
starfínu við Óskar og sakna stundum
þess tíma er við unnum saman að
rannsóknum fíkniefnamála. Hann var
duglegri, fórnfúsari og þolinmóðari
en aðrir menn sem ég hef unnið
með, óþreytandi að leggja á sig
vandasöm verkefni enda náði hann
oft og tíðum frábærum árangri í
starfí. Fyrir utan að vera svona dug-
legur og eljusamur var hann einstak-
lega bjartsýnn og jákvæður en það
eru ómetanlegir kostir í fari sam-
starfsmanna. Aldrei var lognmolla í
kring um hann, alltaf eitthvað að
gerast og mikið líf og fjör. Það var
gaman að vinna með Óskari.
Þegar ég hugsa til baka og spyr
sjálfan mig að því hveijar séu dýr-
mætustu minningarnar um Óskar
eru það þó ekki atburðir sem gerð-
ust í vinnunni heldur brot úr öðrum
minningum. Hann var einstaklega
hjálpsamur maður og vissi hann af
því að einhvern vantaði aðstoð var
hann fyrstur til að bjóða hana og
veita hana. Þegar ég var að gera
upp gamalt hús í Hafnarfirði fyrir
nokkrum árum bauðst hann strax
til að hjálpa mér, mætti óbeðinn með
stóru rörtöngina sína og hætti ekki
fyrr en hann var búinn að leggja
nýja pípulögn í hálfan kjallarann
minn. Hann mætti í málningargal-
lanum þegar hann vissi að ég var
að mála og var jafn afkastamikill
þar eins og við annað sem hann tók
sér fyrir hendur. Fyrir nokkrum
árum fóru fjölskyldur okkar, ásamt
fjölskyldum tveggja annarra vinnu-
félaga okkar, saman í sólarferð til
Flórída. Ég vissi hversu dýrmæt fjöl-
skyldan hans var honum, Emelía,
eiginkona hans, og dætur hans þijár,
en við sáum það öll svo greinilega í
þessari ferð. Hann sinnti þeim svo
vel, sýndi þeim í verki hvað honum
þótti vænt um þær og var svo umhug-
að um að þeim liði vel. Hann snerist
í kring um þær og gerði sér svo
augljóslega far um að þær nytu dval-
arinnar. Ekki nóg með það heldur
var hann á þönum í kring um okkur
hin líka og virtist njóta þess að sinna
vinum sínum. Marga morgna lagði
hann á sig að vakna á undan öðrum,
fara fyrstur manna út að sundlaug
hótelsins með handklæði, breiða þau
yfir hægindastóla og bekki á bestu
stöðunum svo að við öll gætum notið
dagsins sem best saman. Ég á líka
góðar minningar frá gæsaveiðitúrum
okkar, þar sem við lágum hlið við
hlið í skurði og ræddum um lífið og
tilveruna. Ég man eftir því þegar við
fórum í veiðitúra að Hítarvatni með
vinnufélögum okkar í „Fíknó“ og
gleymdum amstri hversdagsins.
Þetta eru hlýjar minningar um Ósk-
ar, minningar sem endast.
Óskar lifði fyrir fjölskylduna sína
og vinnuna. Ég veit að veikindi Ósk-
ars hafa reynt mikið á Emelíu en
hún hefur sýnt aðdáunarverðan
dugnað og styrk. Sannkölluð hetja
með stórt hjarta.
Það er með miklum söknuði að
ég kveð þennan heiðursmann sem
bjó yfir sönnum mannkostum og
dyggðum sem eru vandfundnar.
Við Ragna vottum Emelíu og
dætrum þeirra Óskars samúð okkar.
Amar Jensson.
NfiLBRAUTftSXÚUMN
BREIÐHOIII
SUMARSKOLI FB
Bókfærsla, líffæra- og
danska, lífeðlisfræði,
eðlisfræði, markaðsfræði,
efnafræði, næringarfræði,
enska, sagnfræði,
félagsfræði, spænska,
franska, stærðfræði,
grunnteikning, tjáning,
íslenska, vélritun og
jarðfræði, tölvufræði,
líffræði, þýska.
Kennt verður frá 2. júní til 27. júní
frá kl. 17.30 - 22.10.
Innritun fer fram 22. - 23. og
26. - 30. maí frá kl. 16 - 18.
Um 40 áfangar í boði.
Trygg fagleg umsjón
Matshæft í öðrum framhaldsskólum.
Frekari upplýsingar í síma 557 5600.