Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 17
ERLENT
Samstarfssáttmáli Atlantshafsbandalagsins og Rússa átti sér erfiða fæðingu
Vildu ekki ágreining
UNDIRRITUN sáttmálans um sam-
starf Atlantshafsbandalagsins og
Rússa í París í gær sigldi í kjölfarið
á löngum og ströngum samningum.
Andstaðan við stækkunina var mikil
í Rússlandi, ekki síst innan mennta-
stéttarinnar, þar sem því var haldið
fram að stækkun NATO til austurs
mundi leiða tii nýrrar skiptingar
Evrópu. Rússneskir leiðtogar ákváðu
hins vegar að lokum að ekki yrði
komið í veg fyrir stækkun og það
væri þeim því í hag að sætta sig við
hana og reyna um leið að færa sér
hana í nyt eftir megni.
Eitt dæmi um það hvernig Rússar
hafa reynt að koma ár sinni fyrir
borð var rakið í dagblaðinu The
Washington Post í gær. Þar var
haft eftir Andrei Kortunov, rúss-
neskum sérfræðingi í utanríkismál-
um, að hann hefði rekist á einn af
stjórnendum Gazprom, sem hefur
einokun á viðskiptum og vinnslu
gass í Rússlandi og hefur fengið
milljarða dollara á alþjóðlegum
mörkuðum til að leggja gasleiðslu
til Vestur-Evrópu.
„Hvers vegna hafið þið svona
miklar áhyggjur af stækkun NATO
til austurs?" spurði framkvæmda-
stjórinn. „Ég get fullvissað ykkur
um að stækkun NATO til austurs
verður bætt ríflega upp með út-
þenslu Gazprom til vesturs.“
Þetta er sennilega meginástæðan
fyrir því að Jeltsín ákvað að undir-
rita sáttmálann þótt viðskiptarökum
hafi aldrei verið beitt opinberlega.
Vestrænn stjórnarerindreki sagði
að áhrif Anatolís Tsjúbajs og Borís
Nemtsovs, hinna áhrifamiklu aðstoð-
arforsætisráðherra, sem stjórna
umbótum í landinu, hefðu greitt fyr-
ir samkomulaginu. Þeir séu fulltrúar
forustumanna í atvinnulífinu og vilji
síst ágreining við Vesturlönd.
Stækkun NATO mætir ekki að-
eins andstöðu í Rússlandi. Umræða
um stækkunina verður jafnt og þétt
háværari í Bandaríkjunum og draga
margir þá stefnu Bills Clintons
Bandaríkjaforseta að rétt sé að
íjölga aðildarríkjum NATO í efa.
Því hefur verið haldið fram að
fyrir forsetanum hafi fyrst og fremst
vakað að ná endurkjöri, en stefnan
sjálf hafi aldrei verið hugsuð til enda.
Oldungadeiid Bandaríkjaþings þarf
að samþykkja stækkunina með 2A
atkvæða. Afstaðan í þessu máli fer
ekki eftir flokkslínum, en einangrun-
arhyggja hefur átt sína formælendur
í bandarískum stjórnmálum allt frá
þvi að George Washington varaði-
Bandaríkjamenn við erlendum skuld-
bindingum. Strobe Talbott, aðstoð-
arutanríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði að ekki yrði auðvelt að knýja
stækkunina gegnum þingið.
Davíð Oddsson um samkomulag Rússa og NATO
Reuter
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ávarpar leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Borís
Jeltsín Rússlandsforseta í forsetahöllinni í París í gær. Davíð sagði að samstarfssáttmáli NATO
og Rússlands væri sigur skynseminnar.
„Fullur sigur heil-
brigðrar skynsemi“
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
undirritaði í gær samkomulagið
um samstarf Atlantshafsbanda-
lagsins og Rússlands og sagði þeg-
ar hann flutti ávarp við sérstaka
athöfn í París vegna undirritunar-
innar að í stað þess að bíða eftir
dómi sögunnar væri rétt að slá
föstu matinuá stöðunni: „Mitt at-
kvæði fyrir íslands hönd fellur á
þann veg, að stórri orrustu hafi
lokið með fullum sigri heilbrigðrar
skynsemi.“
Davíð sagði í samtali við
Morgunblaðið síðegis í gær að
hann hefði á tilfinningunni að um
merkilegan samning væri að ræða,
bæði vegna innihalds hans og að-
draganda.
Raddir gagnrýni
„Ástæðan er sú að þegar stækk-
un bandalagsins var samþykkt í
grundvallaratriðum í janúar 1994
voru víða raddir innan bandalags-
ins um að menn væru að stíga
hættulegt skref og þetta mundi
stofna þeirri þróun, sem átt hefði
sér stað eftir kaflaskil í kalda stríð-
inu, í verulega hættu,“ sagði Dav-
íð. „Sagt var að þetta mundi ýta
undir öfl í Rússlandi, sem væru
andlýðræðisleg og væri þess vegna
afturkippur og eins og sumir orð-
uðu það eitthvert versta skref, sem
Vesturlönd hefðu stigið.“
Afstaða Islands skýr frá
upphafi
Davíð sagði að íslensk stjórnvöld
hefðu hins vegar litið málið öðrum
augum frá byijun.
„Við Islendingar höfðum hins
í samræmi við
áherslu íslands
frá upphafi
vegar þá skoðun strax frá upphafi
að þetta væri tækifæri, sem mætti
ekki láta sér úr greipum ganga,
og lögðum á það mikla áherslu,“
sagði forsætisráðherra. „Ekki ætti
að láta áhyggjur af því að þetta
kynni að spilla einhverju, sem kall-
að væri friðarferli, rugla það dæmi.
Ég tel að á daginn hafi komið að
Rússland hafi gert sér grein fyrir
því að Atlantshafsbandalagið var
í þessu stækkunarferli af fullri al-
vöru og því hafi hvergi verið beint
gegn Rússlandi."
Davíð sagði að íslendingar hefðu
ávallt lagt áherslu á það að þessi
„stækkun gæti með engum hætti
verið ógnun við Rússland, svo vold-
ugt ríki, sem það væri“. NATO
væri varnarbandalag í eðlinu og
stækkun þess mundi ekki breyta
eðli bandalagsins.
„Rússar hafa tekið þann pól í
hæðina, sem ég tel að hafi verið
mjög mikilvægt og viturlegt af
þeirra hálfu, að nota þessa stækk-
un og vilja bandalagsins til að
gera þessa stækkun ekki í algeru
trássi við þá til þess að sveigja af
leið andstöðu við stækkunina og
beina styrk sínum inn á við gagn-
vart bandalaginu, tryggja sér
ákveðna stöðu gagnvart bandalag-
inu, ákveðinn vettvang til áhrifa
og umræðna án þess þó að þeim
væru nokkurs staðar tryggð raun-
veruleg áhrif á endanlegar ákvarð-
anir. Þá er auðvitað tekið fram að
með sama hætti hefur bandalagið
ekki úrslitaáhrif á ákvarðanir
Rússa."
Ekki hætta fyrir Rússland
Davíð kvaðst þeirrar hyggju að
Rússar myndu una betur við skipan
mála eftir þennan sáttmála og
hann undirstrikaði það sem banda-
lagsríkin hefðu haldið fram, að
stækkun bandalagsins gæti ekki
fólgið í sér hættu fyrir Rússland.
„Rússar fallast á þá niðurstöðu
og því fylgir að þeir fá aðstöðu til
þess að fylgjast með málum á
undirbúnings- og vinnslustigi í
bandalaginu, sem átti að skapa
þeim ákveðið öryggi gagnvart
þessari tortryggni,“ sagði Davíð.
Hann kvað yfirlýsingu Borísar
Jeltsíns Rússlandsforseta um að
rússneskum kjarnaoddum yrði ekki
lengur beint að neinu því ríki, sem
sæti Parísarfundinn, hafa komið á
óvart en bætti við að ekki væri
ljóst hvernig að því yrði staðið.
Eining meðal leiðtoganna
Davíð kvaðst hafa haft tækifæri
til þess að ræða við flestalla leið-
togana, sem sátu fundinn, og ríkti
einhugur meðal þeirra um mikil-
vægi samkomulagsins.
„Það var afskaplega djúp tilfinn-
ing hjá öllum þeim, sem þarna
voru, að þetta væri sögulegur at-
burður og afar merkilegt skref,
sem þarna væri stigið," sagði hann.
„Það var mikill þungi í þeirri niður-
stöðu hjá þeim, sem þarna voru
staddir.“
HOLLAND
NOREGUR
BRETLAND
BELGÍA
FRAKK-
LAND
RÚMENÍA
lÚGÓSLAVfA-BÚLGAF
PORTÚGAL
TYRKLAND
ALBANÍA
IIKKLAND'
---
k <F,
'V.
ÚKRAÍNA
SLÓVAKÍA
ÞÝSKALAND
TÉKffl
RÚMENlA
imjA aptóvENjA- K
BULGAI
TVRKLAND
v s-
IKKLAtJD
V-PÝSKA-
-LAND
iítalía:
TYRKLAND
ALBANlA
SPÁNN
SBIKKLAtjD^
EVROPA I HALFA ÖLD
Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Borís Jeltsín,
forseti Rússlands, undirrituðu í gær sáttmála, sem sagður er marka
formleg endalok kalda stríðsins.
Stofnsáttmálanum um gagnkvæm samskipti er ætlað að gera Rússa þátttakendur í
nýrri skipan öryggismála í Evrópu og draga úr spennu vegna stækkunar NATO í austur.
ÁRIN EFTIR STRIÐ Útþensla Sovétríkjanna til vesturs leidditilinnlimunar
1945-49 Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens.
JÁRNTJALDIÐ Þýskaland skiptist ítvö ríki 1949. Þýska sambandslýðveldið varð
1949-55 hlutiaf NATOog þýska alþýðuiýðveldið gekk í Varsjárbandalagið.
STAÐANNU
1997
Búist er við að öll 16 núverandi aðildarriki NATO verði sammála um
að bjóða Pólverjum, Ungverjum og Tékkum inngöngu í bandalagið.
* auk Bandaríkjanna og Kanada
REUTERS
ÍSLAND
NOREGUR
HOLLANÐ
*
BRETLAND H y
•V) ' DANMORK
BELGIA
C23 Aðildarríki NATO*
Ríki sem búist er við
að verði boðin inn-
ganga i NATO .
á þessu ári
RUSSLAND
\
PORTÚGAL \
Á FRAKK-
/ LAND
■’ SPÁNN
— Varsjarbandalagið
F~~1 NATO 1949-55
ISLAND
m Kommunistariki utan
Varsjárbandalagsins
NOREGUR
HOLLAND
-ríV
BRETLAND
V- \
.»> * . DANMÖRK: >.A y
■ .v- VvW~- ,
BELGIA
PORTÚGAL \
V FRAKK
LAND
L m B EBB -' - EEMMBBBBMpMBBBMBBBBHBBMBMI
....landamæri Þýskaiands árið 1937
WSk lönd sem urðu kommúnistaríki
frá 1945-48
ríki sem Rússar innlimuðu 1940-45 j
Wm ,
j—* jf .. \ b
i/ ' DANMORK Æ
.v- > -
- \ V w .
- ,kif
'j ÞÝSKA- V'-^D'
V' LAND
JA.. TÉKKÓSipVAKÍÁ',