Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Beinafundur í malarnámu í Stórufellsöxl Verðbréfamarkaðurinn Hvalreki á fjörur vísindamanna BEIN, sem talin eru úr hval, fund- ust í gærmorgun í malarnámu við Stórufellsöxl í Skilmannahreppi, sem er í um 80 metra hæð yfir sjáv- armáli. Beinin voru í grúsarbakka sem er nokkrir tugir metra á hæð. Tvö bein eru mjög heilleg og glittir í fleiri bein í bakkanum. Jón Heiðar Allansson, forstöðumaður Byggða- safnsins í Görðum, segir að aldrei áður hafi fundist hvalbein svo hátt yfir sjávarmáli og fundurinn sé hval- reki á fjörur vísindamanna. Jón Heiðar segir að fundarstaðurinn geti bent til þess að beinin séu um 13 þúsund ára gömul. „Við lok ísaldar voru Akrafjall og Hvalfjörður umlukin ís. Sjávarlínan var þá um 20 metrum ofan við þann stað þar sem beinin fundust. Það bendir allt til þess að beinin séu frá lokum síðasta ísaldartímabils. Það er hins vegar eftir að rannsaka bein- in með kolefnisprófi og fleiri rann- sóknum til þess að fá nákvæma nið- urstöðu. Það verður eflaust gert í Svíþjóð og verða brot af beinunum send út,“ sagði Jón Heiðar. Hreppurinn kostar rannsóknir Hann segir að líklegast séu þetta rifbein úr hval. Annað þeirra er um 2,20 metrar á lengd og hitt um einn metri. „Það hafa aldrei fundist hér- lendis svo heilleg bein sem eru svo gömul,“ sagði Jón Heiðar. Til stendur að varðveita beinin og gera þau að sýningargripum á Byggðasafninu í Görðum. Jón Heið- ar segir að beinafundurinn sé „hval- reki á flörur steingervingafræðinga, jarðfræðinga og fleiri fræðinga. Með rannsóknum er hægt að segja svo margt með vissu um líf þessarar skepnu á þessum tíma,“ sagði Jón Heiðar. Marinó Tryggvason, oddviti Skil- mannahrepps, segir að hreppurinn hafí ákveðið að fá úr þessu skorið. Fara þurfi fram DNA-rannsóknir og kolefnarannsóknir . „Það er talað um að frumrannsóknir kosti á bilinu 100-200 þúsund krónur og hreppur- inn mun styrkja málið,“ sagði Marinó. Hlutabréf lækkuðu um 1,4% í gær Hækkanir sagðar óraunhæfar HLUTABRÉF héldu áfram að lækka í verði í viðskiptum á Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum í gær. Lækkaði Þingvísitala hluta- bréfa um 1,4% í gær og hefur hún þá lækkað um rúm 9% frá því hún varð hæst þann 7. maí sl. Hækkun vísitölunnar frá áramótum nemur um 27,6%. Hlutabréf í Vinnslustöðinni hf. lækkuðu mest eða um 8,8% og bréf SR-mjöls um 5,4%. Halldór Friðrik Þorsteinsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi hf., segir að þá verðlækk- un sem orðið hafi að undanfömu megi rekja til minnkandi eftirspurn- ar. Fjárfestar hafi ekki lengur fund- ið kauptækifæri á markaðnum og haldið að sér höndum. Ennfremur hafi kennitölur gefið til kynna að verðið væri orðið hátt. „Það er ekki sjálft efnahagslífið sem er á niður- leið, heldur voru hækkanirnar orðnar óraunhæfar. Ekki má gleyma því að hlutabréf höfðu hækkað um 36% fyrstu fimm mánuði ársins ofan á það sem á undan var gengið. Hækk- unin er einfaldlega að ganga til baka sem er ekki óeðlilegt og miklu frem- ur þroskamerki á markaðnum." Úm framhaldið sagði Halldór Friðrik að svo gæti farið að verðið héldi áfram að lækka, en þá myndu væntanlega margir fara að hugsa sér til hreyfings með að kaupa á ný. Takmörk væru fyrir því hversu lækkunin gæti orðið mikil miðað við ganginn í efnahagslífinu. 50 millj. til skóla í Palestínu RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær, að tillögu Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra, að veita tæplega 50 milljónir króna til byggingar tveggja skóla á sjálfstjórnarsvæðum Palestínuaraba. Þetta er loka- áfanginn í aðstoð íslands við sjálfstjórnarsvæðin, sem ákvörðun var tekin um fyrir fjórum árum. Ríkisstjómin ákvað árið 1993 að veita um 90 milljónir króna til uppbyggingar í Pal- estínu í tengslum við friðar- samkomulag Palestínuaraba og stjómvalda í Ísrael. Hluti fjár- ins hefur runnið til íslenzk- palestínskrar verkfræðistofu og hluta þess hefur verið ráð- stafað í gegnum Hjálparstofn- un kirkjunnar, Rauða kross ís- lands og Alþjóðabankann. Byijað að fjármagna byggingu telpnaskóla Að sögn Stefáns Hauks Jó- hannessonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, verður byijað á að fjármagna bygg- ingu telpnaskóla og kaup á tækjum og húsgögnum í skól- ann. Gangi það verkefni vel verði haldið áfram og fé veitt til byggingar annars skóla fyr- ir bæði kyn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞESSI sjón blasti við Magnúsi Hjaltested á Vatnsenda í gærmorgun. Hann trúði varla sínum eigin augum þegar hann vaknaði og sá að garðurinn hjá honum var alhvítur og hélt fyrst að um hrekk væri að ræða. Næturfrost í fyrrinótt og áfram sama spá Klakabrynja á nýgræðingnum Hægt miðar í Karphúsi FULLTRÚAR Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafé- lags voru kallaðir til sáttasemjara í gærmorgun og sátu enn á fundi undir miðnættið. Auk þess voru hjúkrunarfræðingar og fréttamenn á fundum en fundur með flugfreyj- um og viðsemjendum átti að hefjast á ný kl. 13 í dag. Höfðu samninga- nefndir þeirra setið á fundum á mið- vikudag og fram til klukkan liðlega þijú á fimmtudagsmorgun. Lausir endar hjá kennurum Félag íslenskra flugmanna og við- semjendur þeirra, Flugfélag Islands, voru á fundi í gærkvöldi og var hon- um frestað í nokkra daga. Eiríkur Jónsson, formaður Kenna- rasambands Islands, sagði ýmsa lausa enda vera eftir áður en tekst að ljúka málinu. Ýmsir aðrir hópar voru á fundum hjá sáttasemjara í gær, m.a. lög- reglumenn, sjúkraliðar. „ÉG HÉLT fyrst að þetta væri prakkarastrik. Garðurinn var svo hvítur að við fyrstu sýn leit út fyrir aö einhver hefði hellt ein- hverju yfir garðinn hjá mér, en ég áttaði mig fljótlega á því að þetta var klaki þegar ég sá grýlu- kertin á girðingunni," segir Magnús Hjaltested sem vaknaði upp í gærmorgun með garðinn hjá sér gaddfreðinn. Magnús, sem býr á Vatnsenda í Kópavogi, var byijaður að gróð- ursetja aspir meðfram girðing- unni hjá sér og voru tvær plöntur komnar í jörð í fyrrakvöld. Um nóttina hafði Magnús vatnsúða á plöntunum og um morguninn var garðurinn óþekkjanlegur með upp undir tommuþykkan klaka á girðingunni og plöntunum. „Maður sér ekki annað en trén ætli að lifa þetta af en það kemur reyndar ekki í ljós fyrr en eftir nokkra daga,“ segir Magnús. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnsteini Olgeirssyni skrúð- garðyrkjumanni er lítilsháttar frost i stuttan tima yfirleitt skað- laust öllum venjulegum gróðri. Hann telur einnig að klaki sem frýs á trjám með sama hætti og gerðist uppi á Vatnsenda í fyrri- nótt sé yfirleitt skaðlaus. Klaki bjargar gróðri „Það er þekkt ráð að úða plönt- ur með vatni ef búist er við frosti. Ef klaki myndast á plöntunum í stuttan tíma bjargar það þeim oft. Þá frýs aðeins vatnið utan á henni en ekki frumurnar inni í henni. Hitinn sem plantan upprunalega var með helst inni í henni og næg- ir til að halda henni á lífi. Ef ástandið er hins vegar eitthvað viðvarandi endar með því að plant- an kólnar niður og þá fijósa frum- urnar. Ég ráðlegg ekki fólki að nota þessa aðferð nema spáð hafi verið 5-7 stiga frosti eða meira yfir nótt, því þá er Ijóst að plönt- urnar muni hvort sem er skemm- ast,“ segir Gunnsteinn. Áfram frost Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var víðast hvar frost í fyrrinótt. „Við erum með einn mæli hérna alveg niðri við jörðu og hann sýndi tæplega 5 stiga frost í Reykjavík meðan mælir í 2 metra hæð sýndi 1,6 gráða hita. Þegar það er svona kyrrt og bjart á næturnar og loft- ið svona þurrt þá kólnar yfirborð jarðar svo mikið næst jörðu að þar verður loftið kaldast, einmitt þar sem gróðurinn er,“ segir Ein- ar Sveinbjörnsson veðurfræðing- ur og spáir áframhaldandi nætur- frosti. Orka hækkar í Reykjavík I BORGARSTJÓRN samþykkti í gær- kvöldi að hækka gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur um 1,7%. Var hækkunin samþykkt með at- kvæðum Reykjavíkurlistans gegn atkvæðum Sjálfstæðismanna. Hækkunin er vegna 3,2% hækkunar gjaldskrár Landsvirkjunar í vor. Þótti sjálfstæðismönnum gagn- rýnivert að verið væri að hækka gjöld á sama tíma og þau lækkuðu í öðrum sveitarfélögum. Sögðu þeir J auknar arðgreiðslur borgarsjóðs eiga að skila sér í lægra orkuverði. Borgarstjóri sagði að gjaldskrár- hækkun Landsvirkjunar hefði valdið mun meiri hækkunum hjá öðrum rafmagnsveitum. Á þeim stöðum sem rafmagnsverð væri að lækka væri það engu að síður mun hærra en í Reykjavík. Tók borgarstjóri fram að arðgreiðslur Landsvirkjunar til RR rynnu ekki í borgarsjóð held- ur til rafmagnsveitunnar og ættu ! að auka svigrúm hennar til greiðslna í borgarsjóð en ekki öfugt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.