Morgunblaðið - 06.06.1997, Page 43

Morgunblaðið - 06.06.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1997 43 SKÓLASLIT Hiir mm&e f Morgunblaðið/Silli NÝSTÚDENTAR ásamt skólameistara. Morgunblaðið/Golli ÞAU hlutu viðurkenningu fyrir góðan námsárangur: Guðný B. Guðjónsdóttir, Auður Jónsdóttir, Stefán Einarsson, Hulda Stefánsdóttir, Virpi Jokinen, Gabríela Friðriksdóttir, Ólöf Björnsdóttir og Gunnar S. Valdimarsson. Húsvískir stúdentar FRAMHALDSSKÓLINN á Húsavík brautskráði 28 nem- endur nú í vor, þar af 13 stúd- enta. Skólinn minnist 10 ára afmælis síns um þessar mund- ir og hefur hann frá upphafi brautskráð 106 nemendur. Að þessu sinni útskrifaði skólinn 8 nemendur af verkn- ámsbraut, 4 af verslunarbraut og 3 af öðrum brautum. 174 nemendur voru við nám í skól- anum í vetur og 80 nemendur sóttu 12 námskeið á vegum skólans. Guðmundur Birkir Þorkels- son skólameistari taldi að það torveldaði aðsókn að skólan- um, live heimavist hans væri lítil. Úr því þyrfti að bæta sem fyrst. Hann kvaddi nemendur með þeirri ósk að þeir hefðu á skólaárunum aflað sér góðr- ar þekkingar, bæði fyrir frek- ara nám og störf. FRÍÐUR hópur útskriftarnema MHÍ fyrir utan Háskólabíó á útskriftardaginn. Morgunblaðið/Golli 52 listamenn útskrifaðir MYNDLISTA- og handíðaskóli íslands útskrif- aði 52 nemendur síðastliðinn laugardag. Þar af útskrifuðust 33 nemendur af myndlistadeild og 19 af listiðna- og hönnunardeild. Alls voru nemendur skólans í ár 220 talsins, þar af voru 10% erlendir gestanemar. Erlend samskipti skólans voru mikil á árinu og hefur skólinn samskipti við um 60 erlendar menntastofnanir í nemenda- og kennaraskipt- um og margvíslegum verkefnum tengdum list- námi. Skólinn hefur einnig verið virkur í margs konar menningarstarfsemi í vetur og stóð m.a. að alþjóðlegri ráðstefnu um listagagnrýni ásamt Norræna húsinu og listasöfnunum síðastliðið haust. Útskriftin fór fram í Háskólabíói og veitti skólinn einum nemenda úr hverri skor sem skarað hefur sérstaklega fram úr í námi árit- aða bókargjöf. Einnig söng Syrpukórinn, kór nemenda, við athöfnina undir stjórn myndlista- mannsins Kristjáns Steingríms Jónssonar. Um kvöldið fjölmenntu svo útskriftanemar í grillpartí í nemendagalleríinu „Nema hvað“ á Þingholtsstræti. í galleríinu hefur verið örsýn- ing á verkum útskriftarnema en síðasti sýning- ardagur sýningarinnar var einmitt á útskriftar- daginn. FYRSTU hársnyrtinemarnir sem ljúka prófi í greininni. ÚTSKRIFTARHÓPUR Iðnskólans í Hafnarfirði. Brautskráning úr Iðnskólanum í Hafnarfirði Fyrstu hársnyrti- nemarnir fyrstu sveinsprófin sem haldin eru í þessari iðngrein. Hæstu einkunn á burtfararprófi iðnnema hlaut Sigtryggur Ólafs- son stálskipasmiður en hæstu ein- kunn hársnyrtinema hlaut Kristín Pétursdóttir. Á lokaprófi af hönn- unarbraut hlaut Selma Björk Pet- ersen hæstu einkunn. Við skólaslit voru einnig veitt verð- laun í hönnunarsamkeppni skólans en sýning nemenda á hönnunar- braut stendur nú yfir í Hafnar- borg. Dómnefndin var skipuð hönnuðunum Eyjólfi Pálssyni, El- ísabetu Ingvarsdóttur og Þórdísi Zoéga og ákváðu þau að verðlaun- in skyldu skiptast jafn á milli 5 nemenda. Þau sem fengu verðlaun voru: Bragi Valgeirsson fyrir úr úr ryðfríu stáli, Matthildur Jó- hannsdóttir fyrir göngustaf sem sáir fræjum, Ævar Gunnarsson fyrir kolla sem hægt er að stafla, Hrafnhildur Svansdóttir fyrir skáp úr járni og Ingigerður Baldursdótt- ir fyrir geisladiskastand úr plasti. Áfmælisárgangur skólans mættu við skólaslitin og fluttu 50 og 40 ára nemendur skólanum kveðju sína. Þá sungu félagar úr kór eldri Þrasta nokkur lög og í þeim hópi var einn úr fyrsta út- skriftarhópi skólans, Kristinn Guð- jónsson, en hann lauk prófi árið 1928. IÐNSKÓLINN í Hafnarfirði braut- skráði 45 nemendur föstudaginn 30. maí sl. Af þeim voru 27 iðn- nemar, 17 af hönnunarbraut og einn iðnmeistari. I hópi iðnnemanna voru 9 hár- snyrtinemar og eru það fyrstu nemendurnir sem ljúka burtfarar- prófi í þeirri iðngrein en hún varð til árið 1993 með sameiningu á hárgreiðslu og hárskurði. Átta þeirra munu þreyta sveinspróf í næstu viku og eru það einnig Morgunblaðið/Jón Svavarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.