Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 '.coidlending m Ásgeiri Long: FVRtR nokkru nauðlontí tvcggja v hreyfla ílugvél á hraut 14 mcð ann- íin hreyfll tfauðan, Vélin náði ekki inn & brtmUna og akall htfn niður utan brautar og var nwsta roiWÍ að ekkí hlauat manntjón af. Ekki voru i j gertar viðclgandi vartðarráðataían- I j ir af hálfu nugstjðroar. Braut þessi * I er alraerod fyrir mikla ðkyrrð á teka- 'Sy'tefc*> >Ai flugroaðar oraðk ______________________-________________ Moigunblaðsin* sem „Bréf ttf Wað íns*. Bréfið birtíst Iðngu seinna e>. ekki íyir en 29. aprfl en þá ha töiuwrð umrseða verið í gangi, ctn- mltt um þau mistök sem ég benti á Nú kemur nikvmmtega sam; staða upp ír tveggja hreyfla Jk1 kemur til lendingar á römu b“ nteð tfauðan hreyfil. Nð er »ti rétt að málum. Suðurgötu tekav gSngubrautum i nágreaní lokað, slókkvilið og hjálnn>- ' ' 1 **- Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Þetta er uppáhaldsþáttur- Af hvetju? Allt sem þau Mér fmnst gaman að horfa á inn minn ... gera er að dansa ... gamalt fólk skemmta sér ... Nauðlending Frá Þórði E. Halldórssyni: ÞANN 27. maí sl. birtist í Morgun- blaðinu undir dálkunum „Bréf til blaðsins" smágrein eftir Ásgeir Long. Ásgeir greinir frá nauðlendingu tveggja flugvéla sem urðu með nokkru millibili á Reykjavíkurflug- velli. Við nauðlendingu fyrri flug- vélarinnar sem lenti á braut 14 segir Ásgeir: „Vélin náði ekki inná brautina og skall niður utan braut- ar og var mesta mildi að ekki hlaust manntjón af. Ekki voru gerðar viðeigandi varúðarráðstafanir af hálfu flugstjórnar. Braut þessi er alræmd fyrir mikla ókyrrð á loka- stefnu og sagði flugmaðurinn orsök slyssins mikla ókyrrð og niður- streymi. Ósvarað er hvort flugmað- urinn hafi verið varaður við þessum aðstæðum. Um þessa nauðlendingu urðu talsverð blaðaskrif. Þótti mönnum að ekki hefði verið rétt staðið að viðbúnaði í öryggisskyni. Suðurgötu, sem liggur þvert yfir við brautarendann ekki lokað, enda lögregla ekki kölluð á staðinn. Það skal tekið fram að nægur tími var til að koma á vettvang öllum hjálp- artækjum til nota við slíkar aðstæð- ur. Stjórnendur öryggis- og hjálpar- tækja brugðust illa við gagnrýninni og sögðu að farið hefði verið að öllu leyti eftir þeim reglum og reglu- gerðum sem væru í gildi um öryggi á vellinum. Það kom nokkuð spánskt fyrir að stjórnendur Örygg- ismála voru að reyna að láta líta svo út að naumur tími hefði verið til aðgerða, með því að segja að vélin hefði verið komin austur fyrir fjall þegar hún snéri við með bilað- an mótor. Það var að vissu marki rétt, en sannleikurinn var sá að hún var komin austur fyrir Vestmanna- eyjar þegar vélarbilun kom í ljós og henni snúið við. Tíminn til ráð- stafana vegna aðstæðna á flugvell- inum í Reykjavík var því meiri en nógur. Það var eins og þarna hefði mannskapurinn helfrosið í algjört ráðaleysi. Lögregla ekki kölluð til né neinar ráðstafanir gerðar nema senda slökkibíl á vettvang. Þar sem vélin kom niður var olíubíll og strætisvagn nýfarnir hjá eftir Suð- urgötunni, við_ enda brautarinnar. Síðan segir Ásgeir: „Nú kemur nákvæmlega sama staða upp er tveggja hreyfla þota kemur til lend- ingar á sömu braut, með dauðan hreyfil. Nú er staðið rétt að málum, Suðurgötu lokað, göngubrautum í nágrenninu lokað, slökkviliðið og hjálparsveitir á staðnum, allt eins og það á að vera, ekki satt? Með ólíkindum er að nú er þetta heilmik- ið fréttaefni.“ Skrýtið, eða hvað? Hvað er hér að gerast? Hvers vegna er ekki satt og rétt sagt frá? Hvað er verið að fela? Út frá þessum atburðum sem gerst hafa við Reykjavíkurflugvöll að undanförnu vakna ýmsar býsna óþægilegar spurningar. Hins vegar má gera ráð fyrir að þeim verði ekki svarað. Hvers vegna var flugmanni fyrri vélarinnar ekki beint til Keflavíkur- flugvallar, þar sem öll skilyrði til nauðlendingar voru langtum betri en í Reykjavík. Auk þess sem veður- skilyrði voru mun betri í Keflavik. Þessi spurning hefur komið upp áður en verið svarað af „Öryggis- ráði“ flugmála á þá leið, að flug- maðurinn hafi beðið um lendingu í Reykjavík og ekki megi skerða rétt flugmanns til að lenda þar sem hann óski. Á að skilja það svo að drukknandi manni megi ekki bjarga nema hann tilgreini skipið sem megi bjarga honum? I síðara skiptið voru skilyrði langtum betri til nauðlendingar. T.d. veður langtum betra en í hið fyrra, en nú var allt sett í fullan gang, eins og á að vera undir álíka kringumstæðum, lögregla kölluð út til að loka Suðurgötunni, gang- brautum í nágrenninu lokað slökkvilið og hjálparsveitir á staðn- um. Við þennan atburð er það afrek „öryggisráðs“ gert að heilmiklu fréttaefni, að standa eins og eðlilegt mætti teljast að staðið væri að verki við slíkan atburð. Hvað gerðist þarna? Formaður „öryggisráðs" var fyrir nokkru búinn að segja að full- komlega hefði verið farið eftir ör- yggisreglum við fyrri atburðinn. Við seinni atburðinn er staðið að á allt annan veg við nákvæmlega sömu aðstæður. Voru reglurnar sem búið var að segja að væru í fullu gildi afmáðar og nýjar komnar í staðinn? Voru þeir í fyrri vélinni lægra settir í mannfélagsstiganum en þeir í seinni vélinni? Var búið að breyta reglunum við seinni at- burðinn til þess að viðbrögðin kæmu fram sem afrek? Það væri fróðlegt að sjá nýju reglurnar og bera þær saman við hinar gömlu. Og sjá hverju hefði verið breytt. Aðeins ein spurning í lokin til „öryggisráðsins". Hvenær má bjarga? Hvenær má ekki bjarga? Ef rétt væri staðið að málum væri sjálfsögð krafa að málið allt væri kært til opinberrar rannsókn- ar. Er hugsanlegt að Ásgeir Long verði sóttur til saka fyrir innlegg sitt í málið, einkanlega þó ummælin sem stangast á við frásögn for- manns öryggismála vallarins: „Ekki voru gerðar viðeigandi varúðarráð- stafanir af hálfu flugstjórnar.“ Var Ásgeir að fara þarna með eitthvert fleipur? ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Rcykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, [þróttir 569 1166, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.