Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 27

Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LflSTIR FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997 27 í STOFNUN Árna Magnússonar í Árnagarði eru til sýnis merkustu og frægustu handrit sem stofn- unin státar af, að því er fram kemur í máli Stefáns Karlssonar forstöðumanns. KRISTJÁN Guðmundsson: Eyjólfr hét maðr, 1982-83. Sveinsson, Daníel Þ. Magnússon, Einar Jónsson, Gunnfríði Jónsdótt- ur, Hallstein Sigurðsson, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guð- mundsson, Magnús Pálsson, Magnús Tómasson, Nínu Sæ- mundsson, Pál Guðmundsson, Sig- urjón Ólafsson og Friðrik Þór Frið- riksson sem leggur til myndband. Stofnun Árna Magnússonar Á sýningunni í Árnagarði, sem opnuð var 1. júní síðastliðinn, eru, að sögn Stefáns Karlssonar for- stöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar, handrit sem eru meðal merkustu og frægustu handrita sem stofnunin státar af. Öll hafa þau verið í vörslu stofnun- arinnar um hríð og áður verið sýnd opinberlega, utan eitt, Kaupbréf fyrir Reykjavík, sem er nýkomið til landsins. Greinir þessi „nýi gripur“ frá kaupum Herlufs Daa, höfuðs- manns á Bessastöðum, á jörðinni Reykjavík af ekkju einni árið 1615. Þótt handritin sjálf séu auðvitað helsta að- dráttaraflið á sýningunni leggur Stefán áherslu á að sitthvað fleira sé þar að finna, svo sem sögu handritanna sem rakin er í máli og myndum allt til okkar dags. Þá vekur hann athygli á útgáfum fórnra texta af ýmsu tagi, sem eru í sumum tilfellum hinir elstu sinnar tegundar. „Fyrir vikið tel ég að íslendingar eigi alveg JÓN Gunnar Árnason: Flateyjar-Freyr, 1973. ÁSGRÍMUR Jónsson: Gunnar og Kolskeggur, 1915-20. sérstakt erindi á þessa sýningu, því þótt handritamálið hafi vakið mikla athygli, bæði þegar þau fyrstu komu árið 1971 og svo aftur nú, hefur stór hluti þjóðar- innar annað hvort aldrei séð handritin eða ekki séð þau síðan 1971,“ segir Stefán en gestir á sumarsýningum Stofnunar Árna Magnússonar hafa iðulega að langmestu leyti verið erlendir ferðamenn. Síðustu handritin tvö verða af- hent 19. júní næstkomandi við setningu málþings um handritin en Stofnun Árna Magnússonar hefur boðið hingað til lands, með styrk úr Sáttmálasjóði, upp undir fimmtíu Dönum sem tengst hafa íslensku handritunum með ein- hverjum hætti í Kaupmannahöfn. Sýningin í Norræna húsinu verður opnuð 14. júní næstkom- andi og lýkur 6. júlí, sýningin í Listasafni íslands stendur tii 17. ágúst og sýningin í Árnagarði verður út ágústmánuð. Fjöldi íslend- inga á norrænni menningarhátíð Toronto. Morgnnblaðið. SVERRIR GUÐJONSSON kontra- tenór var einn þeirra sem komu fram við opnun menningarhátíðar- innar í Toronto, sem haldin er á vegum Norðurheimskautsráðsins. Sverrir flutti þtjú verk, Verold Flaa, Ma Belle Si Ton Ame og Grafskrift. Söngvaranum var afar vel tekið og hlaut hann dynjandi lófaklapp áheyrenda sem voru á annað þúsund. í næstu viku koma Bandamenn fram og flytja Amlóðasögu, _en meðal annarra þátttakenda frá ís- landi eru Hamrahlíðarkórinn, Kór Kársnesskóla, rithöfundarnir og skáldin Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Matthías Johannes- sen og Thor Vilhjálmsson, sem all- ir munu lesa úr verkum sínum. Tríó Nordica heldur tónleika og einnig Hörður Áskelsson. Hátíðin var sett með mikilli við- höfn og voru allmargir Islendingar meðal viðstaddra og sérstakur full- trúi íslands var Pétur Gunnar Thor- steinsson, sendiráðunautur ís- lenska sendiráðsins í Washington. Formaður íslendingafélagsins í Toronto og fleiri félagsmenn voru einnig viðstaddir en Islendingafé- lagið hefur aðstoðað skipuleggjend- ur hátíðarinnar við undirbúning og móttöku listamannanna frá íslandi. Norðurheimskautsráðið var stofnað í september í fyrra að frum- kvæði Kanadamanna og er ísland eitt stofnríkjanna átta, þeirra sem eiga land næst norðurheimskaut- inu. Þau eru, auk íslands, Noreg- ur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk (Grænland), Rússland, Bandaríkin (Alaska) og Kanada. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra undirritaði stofnsamning- inn fyrir íslands hönd og sagði þá meðal annars við það tækifæri, að íslendingar legðu mikla áherslu á samvinnu þjóðanna, einkum á sviði umhverfismála. Kvaðst hann vænta mikils af ráðinu og lýsti yfir ánægju sinni með að Island skuli vera meðal stofnþjóða ráðsins. Á kvikmyndahátíð, sem haldin var í Toronto í síðasta mánuði voru sýndar nokkrar íslenskar kvikmyndir og hlutu þær yfirleitt góða dóma. í tengslum við menn- ingarhátíðina verða matvælakynn- ingar landanna átta, þar sem lagð- ir verða á borð ýmsir réttir ein- kennandi fyrir hverja þjóð. Frá íslandi verður einn daginn kynning á graflaxi úr Norður-Atlantshaf- inu, annan daginn verður lamba- kjötið kynnt, matreitt á ýmsan hátt, og loks þriðja daginn verður boðið upp á skyr. Menningarhátíðin hefur þegar vakið mikla athygli og er talin með meiri háttar listaviðburðum í Tor- onto. Hátíðin stendur yfir í tæpar fjórar vikur og henni lýkur 27. júní. Á annað þúsund listamenn frá þjóð- unum átta munu koma fram á hátíðinni. Hundrað þúsund gestir NORRÆNA húsið í Reykjavík hef- ur það á stefnuskrá sinni að auka áhuga á norrænni menningu á ís- landi og stuðla að aukinni þekkingu á íslandi annars staðar á Norður- löndum. í fyrra voru opinberar dagskrár í húsinu 500 talsins. Húsið er opið allt árið. Aðeins var lokað í fimm daga. Bókasafnið er hið eina á ís- landi með afgreiðslu alla daga vik- unnar. Um 100.000 gestir komu í Nor- ræna húsið á liðnu ári. Þeir skipt- ast í 60% íslendinga, 25% Skand- ínava og 15% gesti af öðrum þjóð- ernum. Norræna ráðherranefndin fjár- magnar starfsemina að stærstum hluta, en Reykjavíkurborg og ýms- ar stofnanir og norræn sendiráð í Reykjavík létta húsinu róðurinn. Velta Norræna hússins 1996 var um 90 milljónir króna. Forstjóri Norræna hússins er K. Torben Rasmussen. Tímarit • VORHEFTI Skírnis 1997 er komið út. Þar má m.a. finna grein- ar um forngríska spekinginn Dí- ógenes, mörk skynsemi og bijál- semi, goðaveldið og geislakols- greiningar á íslenskum fornleifum. Þá eru í heftinu fjögur áður óbirt ljóð eftir Sigfús Daðason. Nicholas Denyer, fornfræðingur við Cambridge-háskóla, birtir grein um Díógenes þar sem hann spyr hvers vegna þessi forngríski spek- ingur hafí verið kallaður Hundur- inn. í grein sinni „Að skilja lífið og ljá því merkingu" fjallar Logi Gunnarsson um einstakling sem lifir handan siðferðis og gildismats, fylgir einfaldlega sínum sterkustu löngunum. Islensk samtímaskáld skipa veg- legan sess í Skírni að þessu sinni. Dagný Kristjánsdóttir sýnir fram á gildi endurtekninga í smásögunni „Tiltekt" eftir Svövu Jakobsdóttur, Jón Yngvi Jóhannsson kannar kyn- ferði og karlmennsku í nýlegum skáldsögum Einars Kárasonar, Guðmundar Andra Thorssonar og Ólafs Gunnarssonar. Eleonore M. Guðmundsson fjallar um geðklofa sögumann í Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson og Guðni Elísson birtir yfirlitsgrein um höfundarverk Einars. Njörður P. Njarðvík fjallar um ljóð eftir Hjört Pálsson og Þorstein frá Hamri í greininni „Syngjandi steinn“. Jafn- framt er í heftinu andmælaræða Ástráðs Eysteinssonar sem flutt var við vörn Dagnýjar Kristjáns- dóttur fyrir doktorsritgerðina Kona verður til: Um skáldsögur Ragn- heiðar Jónsdóttur fyrir fullorðna. Loks beina þrír Skírnishöfundar athygli að fyrstu öldum íslands- byggðar. Páll Theodórsson íjallar um geislakolsgreiningar á íslensk- um fornleifum og áleitnar spurn- ingar um þær ættu að vekja um aldur landnáms íslands. Gísli Páls- son ræðir hins vegar um þá mögu- leika sem opnast þegar fornritin eru lesin sem „etnógrafiskar" heimildir um goðaveldin. í ritdómi um rannsóknir Gísla og fleiri fé- lagsvísindamanna gagnrýnir bandaríski lagaprófessorinn Ric- hard Gaskins þessa nálgun m.a. út frá heimspekilegum forsendum. Skáld Skírnis er Sigfús Daðason en myndlistarmaður Skírnis er Kristín Bernhöft. Hrafnhildur Schram fjallar um Kristínu og fleiri íslenskar konur sem fyrstar fengust við myndlist við lok 19. aldar. Ritstjórar Skírnis eru Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson. Útgefandi Skírnis er Hið íslenska bókmenntafélag, Síðumúla 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.