Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ js SSPp1 mm ms&mí NÍNA Tryggvadóttir: Alþingi, 1965-66, Sögn í sjón Sýninpfin Sögn í sjón verður opnuð í * Listasafni Islands á morgun en hún teygir jafnframt anga sína til Norræna hússins og Stofnunar Áma Magnússonar. Orri Páll Ormarsson gerði sér ferð í listasafnið og Ámagarð, þar sem forsvars- menn sýningarinnar urðu fyrir svörum. SÉRHVER þjóð á sína auð- legð. Auðlegð íslensku þjóðarinnar er ekki síst fólgin í bókmenntaarfin- um, fornsögunum, bæði í verald- legum og vitaskuld ekki síður and- legum skilningi. Dijúgur hluti þessa arfs, handritasafn Árna Magnússonar, var varðveitt í Kaupmannahöfn i röska hálfa þriðju öld en hefur smám saman verið að skila sér heim frá árinu 1971, eða eftir að danska þjóð- þingið samþykkti lög þess efnis að Islendingum skyldi afhentur sá hluti af handritasafni Árna sem varðar íslensk efni og einnig hluti íslenskra handrita sama efnis í Konungsbókhlöðu. Lýkur þessu verki formlega 19. júní næstkom- andi þegar tvö síðustu handritin verða afhent. í tilefni af þessum tímamótum gengst Stofnun Árna Magnússon- ar fyrir sýningu undir yfirskrift- inni Sögn í sjón og hefur fengið til liðs við sig Listasafn íslands og Norræna húsið. í Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði skipa handrit öndvegi, í Norræna húsinu verður einblínt á myndlýsingar við útgáfur fornrita og á sýningunni í Listasafni íslands verða málverk, grafík og höggmyndir sem byggð- ar eru á íslenskum fornritum. Listasafn íslands Bókmenntaarfur íslendinga, einkum fornsögurnar, gegnir minna hlutverki í myndlistarsögu þjóðarinnar en ætla mætti, að því er fram kemur í grein Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings í sýning- arskrá sýningarinnar í Listasafni íslands, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun opna á morgun kl. 16. „Þetta sést ber- lega,“ heldur Aðalsteinn áfram, „þegar litið er til norrænna granna okkar, sem gert hafa arfsögnum sínum og bókmenntum vegleg skil í myndlist." Að áliti Aðalsteins er hér að einhveiju leyti um að kenna van- þróun myndlistarinnar í landinu. „Það er eftirtektarvert að okkar fyrsti fagmaður í myndlist, Sig- urður Guðmundsson (1833-1874), lét sér mjög annt um fornsögurnar og hina „glæstu fomöld“; og teikn- GUNNAR ÖRN: Heima er best, 1983. FINNUR Jónsson: Hrafna-Flóki í hafvillum, 1948-68. íslenskir mynd- listarmenn hafa aldrei fengið svig- rúm til að skapa hefð um þann stórkost- lega efnivið sem fornsögurnar eru. aði meðal annars myndir af hetjum á borð við Gunnar á Hlíðarenda og Gretti Ásmundarson. En þegar hann lést, langt um aldur fram, var enginn til að taka upp merki hans í myndlistinni. Aldarfjórð- ungi síðar, um og eftir 1900, var loksins lagður varanlegur grunnur að myndlist í landinu. Þá var sym- bólisminn, táknhyggjan, á undan- haldi alls staðar í hinum vestræna myndlistarheimi.“ „Upp úr fyrri heimsstyijöld, þegar komin var til sögunnar önn- ur kynslóð íslenskra myndlistar- manna, hafði módernisminn skotið rótum um alla heimsbyggðina, en í honum fólst meðal annars afneit- un á frásagnarlegri myndlist,“ svo áfram sé vitnað í Aðalstein. „Því má eiginlega segja að íslenskir myndlistarmenn hafi aldrei fengið svigrúm til að skapa hefð um þann stórkostlega efnivið sem fornsög- urnar eru.“ Aðalsteinn nefnir að vísu einn íslenskan myndlistarmann, Einar Jónsson myndhöggvara, sem lét ekki breytileg viðhorf í heimslist- inni aftra sér frá því að vinna að staðaldri verk með táknrænu sniði. „Fornsögurnar urðu honum oft- lega tilefni til stórbrotinna og æði margbrotinna hugleiðinga um hetjuskap og mannleg örlög, eink- um í upphafi ferils hans.“ Áhrifamestu tilbrigðin við forn- sögurnar urðu hins vegar til fyrir einskæra listræna þörf og án eiginlegs tilefnis, að því er Aðal- steinn heldur fram. Vill hann í því samhengi sérstaklega nefna nokkra skúlptúra Ásmundar Sveinssonar og Siguijóns Ólafs- sonar, þar sem persónulýsingar og inntak nokkurra atburða í forn- sögunum séu dregin saman í mátt- ugar formrænar eigindir. Aðalsteinn segir að sú kynslóð íslenskra myndlistarmanna sem komst til þroska í kjölfar SÚM- sýninganna hafi reynst öllu áhuga- samari um fornsögurnar en kyn- slóðirnar þar á undan. Fyrir henni séu þær hvorki heilagar né þrúg- andi, heldur óþijótandi brunnur frásagna og táknmerkinga sem varpi ljósi með ýmsum hætti á skapgerð og viðhorf íslendinga. „Fyrir þessum listamönnum eru fornritin lifandi arfleifð. Hins veg- ar skal engu spáð um lífslíkur þeirra í myndlist framtíðarinnar.“ Að sögn Aðalsteins eru verkin á sýningunni, svo sem gefur að skilja, héðan og þaðan og lítið sem sameinar þau formrænt. Flest hafa þau verið sýnd opinberlega áður en eitt verk var unnið sér- staklega fyrir Sögn í sjón. Það gerði Vignir Jóhannsson. Önnur verk á sýningunni eru eftir Ásgrím Jónsson, Finn Jónsson, Gunnar Örn, Gunnlaug Scheving, Harald Guðbergsson, Jóhann Briem, Jó- hannes Jóhannesson, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhannes Kjarval, Kjartan Ólason, Maríu H. Ólafs- dóttur, Nínu Tryggvadóttur, Ragnheiði Jónsdóttir, Ásmund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.