Morgunblaðið - 06.06.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.06.1997, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 125. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Herinn í Alsír með mikinn öryggisviðbunað vegna þingkosninga Byltingar- kennt nanótæki Canberra. Reuter. ÁSTRALSKIR vísindamenn kynntu í gær nanótæki, örsmá- an lífskynjara, sem gæti valdið byltingu í sjúkdómsgreiningum og lyfjaprófunum. Tækið er afrakstur leyni- legra rannsókna, sem stóðu í áratug, og gæti fært Aströlum tugi milljarða króna í tekjur þegar fjöldaframleiðsla þess hefst eftir tvö ár. Bruce Cornell, sem stjórnaði rannsóknunum, sagði að tækið væri mjög nákvæmt og gæti skynjað sameindir og ýmis efni í mjög litlu magni, svo sem lyf, hormóna, veirur og plágueyða og borið kennsl á arfbera. Skynjarinn er fyrsta virka nanótækið í heiminum, en svo kallast tæki sem gerð eru úr hlutum sem eru aðeins einn milljarðasti úr metra á stærð. Cornell sagði tækið svo ná- kvæmt að ef sykurmola væri kastað í höfnina í Sydney gæti það mælt aukið sykurinnihald sjávarins. Tækið getur einnig greint því sem næst alla sjúkdóma á nokkrum mínútum af litlum blóð- eða munnvatnssýnum, þannig að margra daga bið eft- ir niðurstöðum meinafræði- rannsókna yrði óþörf. Gert er ráð fyrir að tækið verði einnig notað við gæðaeft- irlit í matvælaframleiðslu og umhverfisrannsóknir. A mynd- inni heldur Cornell á búnaði ut- an um nanótækið, en hann tek- ur við sýnunum og túlkar raf- boð skynjarans. Herforingjar í Sierra Leone bjóða Nígeríumönnum birginn Segjast ekki víkja fyrir forsetanum Reuter Kohl þakkar fyrir Marshall-áætlunina HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, þakkaði í gær Banda- ríkjamönnum fyrir aðstoð þeirra við endurreisn Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina og sameiningu Þýskalands eftir kalda stríðið. Kohl flutti ræðu við athöfn í Washington í tilefni þess að í gær voru liðin 50 ár frá því því George Marshall, þáverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti áætlun sína um endur- reisn Evrópu eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldar. Kanslar- inn lagði einnig blómsveig að leiði Marshalls og gróðursetti eikartré í kirkjugarðinum ásamt Gerald Ford, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, og William Cohen varnarmálaráðherra, sem eru með honum á myndinni. Kohl sagði að Marshall-áætl- unin hefði stuðlað að friði og hagsæld í Evrópu. „f augum okkar Þjóðverja er samvinnan við Bandaríkin ... eitt af mestu afrekunum í sögu okkar. Án þessa afreks hefði þýska lýð- veldið ekki orðið eins og það er nú - frjálst og traust lýðræðis- ríki - raunar frjálsasta og traustasta lýðræðisríki sem ver- ið hefur á þýskri jörð.“ Freetown. Reuter. HE RFORIN G JARNIR, sem rændu völdum í Sierra Leone, sögðu við sendinefnd frá Nígeríu í gær að þeir gætu ekki fallist á að stjórn Ahmads Tejans Kabbah for- seta tæki aftur við völdunum þar sem slíkt myndi stofna friðarsam- komulagi hersins og uppreisnar- manna í hættu. Talsmaður herforingjastjórnar- innar í Sierra Leone sagði að ekki hefði náðst samkomulag við nefnd embættismanna, sem Sani Abacha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Nígeríu, sendi til landsins í fyrra- dag. „Við viljum ekki víkja fyrir Kabbah, fyrrverandi forseta," sagði hann. „Komist hann til valda aftur mun hann tefla friðarsam- komulagi okkar við Sameinuðu byltingarfylkinguna í tvísýnu." Sameinaða byltingarfylkingin hefur barist við stjórnarherinn frá árinu 1991. Kabbah undirritaði friðarsamning við hreyfínguna í nóvember en ekki var staðið við hann og uppreisnarmennirnir hafa nú gengið til liðs við leiðtoga valda- ránsins. Leiðtogi uppreisnarmann- anna, Foday Sankoh, hefur verið skipaður varaformaður Byltingar- ráðs hersins, sem tók völdin í sínar hendur. Leiðtogar valdaránsins sögðust myndu steypa Kabbah ef hann kæmist aftur til valda en lofuðu að skipuleggja kosningar innan tveggja ára „til að þjóðin gæti valið leiðtoga". Þriðja valdaránið á fimm árum Þetta er þriðja valdaránið á fímm árum í Sierra Leone, sem er fátækt land og stríðshrjáð. Valdaránið hefur verið fordæmt víða um heim. Á leiðtogafundi Ein- ingarsamtaka Afríku, sem lauk í Harare á miðvikudag, var farið fram á að Kabbah fengi völd að nýju. Nígerískur her er þegar kominn til Freetown og liðsauki hefur borist jafnt og þétt. Nígeríumenn skutu á höfuðborg- ina af hafí á mánudag. Svöruðu uppreisnarmenn með því að ráðast á nígeríska hermenn, sem gættu útlendinga á hóteli í borginni. Al- þjóðanefnd Rauða krossins hafði milligöngu um vopnahlé og hefur verið kyrrt í borginni síðan. Fjöldi íbúa í Freetown hefur neitað að fara til vinnu í mótmæla- skyni eftir að valdaránið var framið. Skortur blasir við á mat- vælum og eldsneyti. Fjöldi manns hefur flúið höfuðborgina. Kosið í skugga blóðugra átaka 300.000 her- og lögreglumenn á varðbergi Algeirsborg. The Daily Telegraph. MIKIL öryggisgæsla setti mark sitt á þingkosningarnar í Alsír í gær eftir fímm ára borgarastyrjöld sem hefur kostað 60.000 manns líf- ið. Rúmlega 300.000 lögreglu- og hermenn voru sendir á 30.000 kjör- staði þar sem heittrúaðir múslimar höfðu hótað sprengjuárásum til að trufla kosningarnar. Að minnsta kosti 20 manns biðu bana í sprengjutilræðum í Algeirs- borg í kosningabaráttunni og tveir alsírskir kosningaeftirlitsmenn særðust alvarlega þegar sprengja sprakk í bil í miðborginni í gær. Klukkustund áður en kjörstöðum var lokað höfðu níu milljónir af 16,7 milljónum atkvæðisbærra Alsírbúa kosið. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins hældi alsírskum kjósendum og sagði að með því að mæta á kjörstaði hefðu þeir sýnt „hugrekki þar sem þeir hafa mátt þola grimmilega hryðjuverkaher- ferð í mörg ár“. Fyrsta fjölflokkaþingið Stjóm Liamine Zerouals forseta segir kosningarnar mikilvægan þátt í því að binda enda á borgarastyrj- öldina. Nýja löggjafarsamkundan verður fyrsta fjölflokkaþingið í Alsír frá því landið fékk sjálfstæði árið 1962. Einn flokkur, Þjóðfrelsisfylkingin, stjórnaði landinu í tæp 30 ár þar til fyrstu lýðræðislegu þingkosning- arnar fóru fram í desember 1991. Kosningarnar voru lýstar ógildar í janúar 1992 til að koma í veg fyrir stofnun íslamsks ríkis þegar sigur róttæks flokks múslima, Islömsku frelsisfylkingarinnar (FIS), blasti við. Reuter ALSÍRSKUR lögreglumaður skoðar persónuskilríki konu við kjörstað í Algeirsborg í gær. FIS og öllum flokkum, sem tengjast hreyfingum heittrúar- manna, var bannað að taka þátt í kosningunum í gær. 7.000 fulltrúar 39 flokka voru í framboði og kepptu um 380 þingsæti. Búist var við að flokkur stuðn- ingsmanna Zerouals forseta, sem var stofnaður fyrir aðeins þremur mánuðum, færi með sigur af hólmi en ólíklegt þótti að hann næði hreinum meirihluta á þinginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.