Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ >* V ERNA GZJÐRÚN OLAFSDOTTIR + Erna Guðrún Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 31. júlí 1933. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt 31. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Asdís Pét- ursdóttir, hús- freyja, f. 27. nóv. 1909, d. 25. feb. 1987, og Ólafur Þorgrímsson, hæstaréttarlög- maður og tónskáld, f. 18. okt. 1902, d. 26. apríl 1989. Foreldrar Ólafs voru Þorgrímur Jónsson, söðla- smiður og veggfóðrari og síðar bóndi í Laugarnesi og kona hans, Ingibjörg Þóra Kristjáns- dóttir. Foreldrar Asdísar voru Pétur Sigurðsson sjómaður í Reykjavík og kona hans Guð- rún Gróa Jónsdóttir. Bróðir Ernu er Kjartan Reynir Ólafs- son, hrl., f. 28. júní 1938, kvænt- ur Kristínu Sigurðardóttur. Erna giftist 4. apríl 1953 Ein- ari Inga Jónssyni, prentsmiðju- stjóra, f. 13. júlí 1930, d. 15. apríl 1987. Foreldrar hans voru Jón H. Vilhjálmsson, bifreiðar- sljóri í Rvík og kona hans Krist- björg Jónsdóttir, húsfreyja. Börn Ernu og Einars eru: Kristján Ingi, prentsmiðjusljóri, f. 15. okt. 1952, kvæntur Asdísi Lilju Emilsdóttur, hjúkrunarfræðingi, og eiga þau þijár dætur, Rósu Hrund, Hildi Helgu og Lilju. Hildur, kenn- ari f. 8. okt. 1956, gift Sigmundi Hannessyni, hrl., og eiga þau þijú börn, Jóhönnu, Ernu og Einar Inga, og Asdís Hrund, húsmóðir, f. 1. okt. 1960, gift Erling Nesse, hagfr. og forstjóra, og eiga þau fimm börn, Krislján Inga, Ólaf Erling, Gustav Einar, Georg Reyni og Elsu. Erna hóf sam- búð árið 1990 á Hagamel 47 með Herði Þormar, efnafræð- ingi, f. 23. mars 1933. Foreldrar hans voru Þorvarður G. Þorm- ar, prestur í Laufási og Ólína Marta Þormar. Erna útskrifað- ist frá Verzlunarskóla Islands 1952. Utför Ernu fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína. Það eru tæp 19 ár liðin frá því að ég kynntist Stellu þegar Kristján sonur hennar bauð mér í Barmahlíðina til að heilsa upp á mömmu sína. Hún tók mér elsku- lega og naut þess að sýna mér fal- lega heimilið sitt. Kynni okkar urðu strax náin því okkur Kristjáni lá á og brátt var von á fyrsta barnabam- inu. Stella var strax boðin og búin til þess að gæta Rósu Hrundar þar sem ég var enn við nám. Þó svo að hún væri aðeins 47 ára gömul var hún ekki líkamlega heil. Hún var bakveik og átti erfitt með að annast ungbam. En það sem einkenndi Stellu kom sterklega fram þama, en það var þessi mikli hugur og seigla að gera hluti sem voru henni jafnvel ofviða líkamlega. Hún var mikill fagurkeri bæði á tónlist og umhverfí sitt, allt þurfti að passa saman. Oft rifjuðum við það upp og hlógum að því þegar ég kom með Rósu til ömmu sinnar í dökkbrúna og appelsínugula gall- anum sem ekki féll alveg að smekk hennar. Þá átti amman ljósbleik föt upp í skáp sem hún færði hana í þegar mamman var farin í skólann. Þar sem ég naut ekki samfylgdar móður minnar var það mikil gæfa að eignast Stellu að samferða- manni. Ekki að hún tæki af manni verkin því líkami hennar leyfði það ekki. Heldur það að dætrum mínum þremur auðnaðist að njóta þeirrar blíðu og væntumþykju sem amma þeirra var svo rík af og átti svo gott með að sýna þeim. Heldur bet- ur var það léttir í jólaundirbúningn- um að þurfa ekki að hugsa um jóla- fötin. Stella hannaði og saumaði kjóla á allar ömmustelpurnar fyrir mörg jól. Þessi jólakjólar eru falleg- t Systir mín og móðursystir okkar, BJARNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR, lést á Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 4. júní. Fyrir hönd ættingja og vina, Bjarni Jóhannsson, Svana og Helga Ragnarsdætur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA GUÐRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði miðvikudaginn 4. júní sl. Sigríður Sigursteinsdóttir, Ólöf Guðríður Sigursteinsdóttir, Sigurður Magnússon, Þorsteinn Sigursteinsson, Kolfinna Þórarinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, LÁRU MAGNÚSDÓTTUR, Bólstaðarhlíð 56, Reykjavík. Georgía M. Kristmundsdóttir, Einar Sigurþórsson. ir og sígildir þannig að yngstu öm- mustelpurnar, Lilja og Elsa, munu njóta handverks ömmu sinnar. Það var eins og Stella efldist and- lega við hvert líkamlegt áfallið og þau átta ár sem liðin eru frá því að hún greindist með krabbamein hefur bjartsýni og hugur fleytt henni áfram. Hún ætlaði sér að sjá nýja húsið hennar Ásdísar dóttir sinnar í Noregi og fyrir síðustu jól tókust hún og Hörður á hendur erfítt ferða- lag til Noregs. Þar var hún sárlasin öll jólin en naut góðrar umönnunar Ásdísar og Erlings. Hún barðist hetjúlega við sjúkdóm sinn og með opnum huga var hún tilbúin til þess að þiggja alla aðstoð sem í boði var. Allar stundir og þrátt fyrir þann úrskurð að sjúkdómurinn hefði náð yfirhöndinni stóð hún kekk og glæsi- leg; I baráttu sinni átti Stella ötulan stuðningsmann sem var maður hennar Hörður Þormar. Þau áttu það sameiginlegt að vera bæði hjart.ahreinar manneskjur. Elsku amma Stella, þakka þér fyrir allt sem ég og dætur okkar Kristjáns lærðum af þér. Ásdís Emilsdóttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að tengjast fjölskyldu Ernu Guðrún- ar Ólafsdóttur „Stellu" og Einars Inga Jónssonar, þess mæta drengs, sem lést langt um aldur fram. Við andlát Stellu, tengdamóður minnar, leita á hugann ógleymanlegar minningar frá björtum sumarnótt- um við Álftavatn í faðmi „stórfjöl- skyldunnar". Örlögin höguðu því þannig að leiðir þeirra Einars skildu og Stella gerði hvorki tónlistina né sauma- skapinn að atvinnu sinni. Stella var listfeng, tónelsk og með fastmótað- ar hugmyndir um listræn gildi, þannig að nálgaðist ástríðu full- komleikans. Stella lagði mikið upp úr því að hafa fallegt og snyrtilegt í kringum sig, svo sem heimili henn- ar ber fagurt vitni um. í raun var Stella alveg einstök kona. Eftir því sem andstreymið og mótlætið í lífi hennar varð meira þeim mun sterkari varð hún. Síð- ustu vikur þegar ljóst var hvert stefndi í glímunni við sláttumanninn slynga, komu þessir eiginleikar hennar berlega í ljós. Hún sýndi aðdáunarvert æðruleysi og kvartaði aldrei. Það varð Stellu mikil gæfa að kynnast Herði Þormar, en með hon- um átti Stella góðar stundir. Sorg hans og söknuður eru þungbær, sem við, börn Stellu, tengdabörn og barnabörn munum leitast við að létta honum, svo sem kostur er. Samband Harðar og Stellu helgað- ist af ástúð og gagnkvæmri virð- ingu, sem situr eftir í minningunni og upphefur tregann, er fylgir ást- vinamissi. Hvíl í friði. Sigmundur Hannesson. Vinátta er dýrmæt. Vinátta, sem stofnað er til á unglingsárum varir allt lífið. Þó svo vík sé milli vina og áraraðir líði án endurfunda er vináttan ævinlega sú sama. Við sem syrgjum góða vinkonu í dag höfum mikið að þakka og eigum margar yndislegar og góðar minningar. Stella vinkona okkar var ein af hetjum hversdagslífsins. Hún sýndi óhemju styrk í baráttunni við krabbameinið sem heijaði á hana. Það má segja að hún hafi tekist á við dauðann og haft vinning í nær átta ár með eindæma vilja og trú. Við vorum allar samferða í Verzl- unarskólanum og gengum þaðan út vorið 1952, útskrifaðar og tilbún- ar að takast á við lífið. Stella, frumkvöðull, átti þá von á frumburði sínum Kristjáni Inga, með unnusta sínum Einari Inga Jónssyni. Stella og Einar gengu í hjónaband árið 1953. Þau eignuð- ust síðan dæturnar, Hildi og Ásdísi Hrund. Má með sanni segja að Stella hafi átt barnaláni að fagna og naut hún ástar og umhyggju þeirra, sem og tengdabarna og barnabarna, ekki hvað síst núna í sínum erfiðu veikindum. Stella og Einar skildu, en Einar lést árið 1987. Eftir að Stella varð ein, börnin gift og flogin úr hreiðrinu, kynntist hún Herði Þormar, sem hefur verið lífsförunautur hennar, stoð og stytta síðastliðin ár. Margoft höfum við rætt það vinkonurnar, hvílík gæfa það var fyrir Stellu, þegar Hörður kom í hennar líf. Stella var mikill fagurkeri og var mjög músíkölsk. Hún lærði ung að spila á píanó og tók ákaflega fal- lega í hljóðfæri. Hún unni góðri tónlist, enda hafði hún alist upp á heimili þar sem tónlist var í háveg- um höfð og tónlistina áttu þau sam- eiginlega Stella og faðir hennar Ólafur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA GÓGÓ MAGNÚSDÓTTIR, Suðurgötu 17, Sandgerði, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 30. maí. Jarðsett verður frá Hvalsneskirkju laugar- daginn 7. júní kl. 14.00. Guðni M. Sigurðsson, Björn Z. Sigurðsson, Sigríður Bragadóttir, Lilja Bragadóttir, Guðjón Bragason, barnabörn og Sigríður Sigurjónsdóttir, Bente Nilsen, Birthe Sigurðsson, Halldór Georgsson, Hólmþór Morgan, Elín Ólafsdóttir, barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ARTHÚR VILHELMSSON, Birkilundi, Grenivík, verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju laugar- daginn 7. júní, kl. 14.00. Kristjana Jónasdóttir, Vilhelm Arthúrsson, Inga Ingólfsdóttir, Díana Arthúrsdóttir, Jóhannes Siggeirsson, Agnes Arthúrsdóttir, Ólafur Arason, barnabörn og barnabarnabarn. Nú sitjum við hér með ótal góðar minningar, en sú minning sem er sterkust er frá í sumar sem leið, þegar Stella, með dyggri aðstoð sinna elskulegu barna, tók á móti okkur vinkonunum og mökum í sumarbústaðnum við Álftavatn, eina ógleymanlega kvöldstund. Sumarbústaðurinn við Álftavatn var Stellu afar hjartfólginn, enda hafði hún dvalist þar sem barn og unglingur með foreldrum sínum og síðar með sínum eigin börnum og fengum við stundum að njóta fal- legra góðviðrisdaga með henni þar. Elskulegu systkin, tengdabörn, Hörður og barnabörn, við vottum ykkur innilega samúð. Þið hafíð mikið misst en eigið góðar minning- ar, sem munu ylja ykkur um ókom- in ár. Áslaug, Auður, Elín, Guð- finna, Heba, Hrund, Jóhanna, Sigríður, Vildís og Þórdís. „Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta" (M. Joch.) Langri orrustu er lokið. Endalok- in voru fyrir löngu fyrirsjáanleg, en aldrei ertu viðbúinn, þegar að kveðjustundinni kemur. Minningar ylja, þó djúpur söknuður sé sú til- finning, sem yfirsterkust er í dag. Hjól tímans snýst hratt, en sú vissa, að lífið er aðeins andartak í eilífð- inni, veitir huggun. Kær frænka hefur kvatt okkur um sinn. Við áttum mikla og góða samleið, sem aldrei bar skugga á og börnin okkar tengdust sterkum vináttuböndum. Öll minnumst við hennar með hlýju og virðingu, nú að leiðarlokum. Lífshlaupið hennar ætla ég ekki að rekja hér, þar skiptust á skin og skúrir eins og gengur, en hún lifði því með æðruleysi og hógværð og nú síðast liðin ár, í veikindum sínum, með aðdáunarverðri hetju- lund. Hún var góð kona, skarp- greind og á stundum var stutt í glettnina og græskulausa kímnina. Sérstaklega naut hún sín til fulls „um sumarkvöld við Álftavatnið bjarta“, sem hún unni svo heitt. Allar þær sólskinsstundir vil ég nú af alhug þakka. Hún varð þeirrar gæfu aðnjót- andi, að hitta hann Hörð og eiga með honum samleið í rúman ára- tug. Hann miðlaði henni af elsku sinni og ástúð og á milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og kærleikur, svo unun var á að horfa. Öll hennar hugsun beindist að umhyggju fyrir þeim, sem hjá henni voru og að þeim gæti ávallt liðið sem best. Umvafin ást og hlýju sinna nánustu kvaddi hún þessa jarðvist og hélt til fundar við Guð sinn, aðfaranótt hins 31. maí. Hafðu þökk fyrir allt, kæra frænka. Ástvinum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, lif, er ævin þver, kom eilífð, bak við árin. (V.Briem) Ásta. Stella frænka er sofnuð svefnin- um langa. Það var skrítið að fá þær fréttir á laugardagsmorguninn að Stella væri farin, þó svo að við hefðum búist við þessum fréttum sl. vikur. Er við minnumst hennar koma fyrst upp í hugann dagar við Álftavatn, í sumarhúsi afa Öla og ömmu Öddu, þar sem við áttum yndislegar stundir í gegnum árin. Stella var tónelsk kona, eins og hún átti ætt til, og spilaði mikið á píanó. Gátum við eytt mörgum stundum við að spila á píanóið og hlusta hvert á annað, Stella var þá sjálfkjörinn nótnalesari á meðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.