Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 30

Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DANSKAN HALDI SÍNUM SESSI BREYTT fyrirkomulag á dönskukennslu í grunnskólum er aftur komið á dagskrá með tillögum stefnumótunar- nefndar í menntamálum og samþykki ríkisstjórnarinnar á til- lögum nefndarinnar. Nefndin leggur til, að enska verði fyrsta erlenda tungumálið sem kennt verður í grunnskólum og kennsla hefjist í fimmta bekk, þ.e. við 10 ára aldur, en dönsku- kennsla hefjist ekki fyrr en í sjöunda bekk, við 12 ára aldur, í stað sjötta bekkjar áður. Morgunblaðið hefur áður lýst því yfir í forystugreinum, að það telji rétt, vegna sögulegrar hefðar og menningarlegra samskipta við hin Norðurlöndin, að dönskukennsla verði áfram fyrsta erlenda tungumálið sem kenna beri íslenskum skóla- börnum. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert að stefnumótunarnefnd hvetur til þess, að dönskukennslu verði haldið áfram í sama mæli og verið hefur, þ.e. að kennslustundafjöldi verði hinn sami og hingað til. Hins vegar felst grundvallarbreyting í því að ákveða, að enska skuli fyrsta erlenda tungumálið, sem kennt er í skólum. Við höfum í áratugi kennt dönsku sem fyrsta erlenda tungumálið og með því undirstrikað þýðingu og mikilvægi samskipta okkar við önnur Norðurlönd. Engilsaxneskra menningaráhrifa gætir hvarvetna í nútíma- þjóðfélagi. Þau eru ekki öll neikvæð. Þvert á móti. Hins veg- ar fer ekki á milli mála, að tunga okkar og menning eiga í vök að verjast vegna þeirra yfirþyrmandi áhrifa, sem við verð- um fyrir frá enskumælandi löndum, ekki sízt með sjónvarpi. Verði enskan gerð að fyrsta erlenda tungumálinu, sem hér er kennt í stað dönsku, felst í því viss tegund af undanhaldi gagnvart enskum og amerískum menningaráhrifum. Danir sýndu okkur vinarþel, þegar þeir ákváðu fyrir tæpum þremur árum að veita umtalsverðum fjármunum til eflingar dönskukennslu hér á landi. Eins og fram kemur í samtali við Kirsten Friðriksdóttur, formann Félags dönskukennara, hér í Morgunblaðinu í gær, hefur hluta þeirra fjármuna verið varið til gerðar námsefnis í dönsku fyrir byrjendur, þ.e. nem- endur fimmta bekkjar. Með því að taka enskuna fram fyrir dönskuna og hefja dönskukennslu ekki fyrr en í sjöunda bekk, segir Kirsten að það námsefni verði úrelt og gagnslaust og þar með sé mikil vinna og fé farið í súginn. Oft er ástæða til að synda á móti straumnum. Þegar hug- myndir komu fyrst fram fyrir nokkrum árum um að taka ensku fram yfir dönsku, sem fyrsta erlenda tungumálið sem hér er kennt, var þeim mótmælt úr mörgum áttum. Það hef- ur engin sú breyting orðið síðan, sem veldur því að hverfa eigi frá þeirri stefnu sem þá var mörkuð. ÁRANGUR VIÐ EIÐISTORG NÝGERÐUR vinnustaðasamningur í verzlun Hagkaups við Eiðistorg á Seltjarnarnesi hlýtur að verða stjórnendum og starfsfólki í fleiri fyrirtækjum hvatning til að gera svipaða samninga. Með samningnum næst aukin framleiðni í rekstri verzlunarinnar, sem bæði fyrirtækið og starfsfólkið hagnast á. Vinnutími starfsfólks, sem hefur til þessa unnið 220-230 stundir á mánuði og þannig haft einn lengsta vinnudag laun- þega, verður með nýju vaktakerfi u.þ.b. 186 klukkustundir. Launin verða hins vegar svipuð. Niðurstaðan, sem menn hafa náð við Eiðistorg, ætti að ná þeim markmiðum vinnustaðasamninga að auka framleiðni, bæta þjónustu, hækka laun, stytta vinnutíma og veita starfs- fólki meiri tima fyrir fjölskyldu og áhugamál og þar með meiri lífsgæði. Samningurinn sýnir að ekki er of seint að nýta þau tæki- færi, sem virtust vera að skapast í upphafi þeirrar samninga- lotu á vinnumarkaðnum sem nú fer væntanlega senn að ljúka. Þá töluðu bæði forysta vinnuveitenda og stór hluti verkalýðs- forystunnar um þörfina á vinnustaðasamningum og nauðsyn þess að stytta vinnudaginn með aukinni framleiðni. Minna fór hins vegar fyrir þessum markmiðum þegar setzt var við samn- ingaborðið og hefðbundið karp um prósentur og krónur hófst. Nú hefur Hagkaupsfólk við Eiðistorg hins vegar sýnt að hægt er að byggja á þeim grunni, sem lagður var með al- mennu kjarasamningunum og ná raunverulegum árangri og hagsbótum fyrir jafnt launþega sem vinnuveitendur með því að sníða vinnufyrirkomulag og launakerfi að aðstæðum á ein- stökum vinnustað. Vonandi verður haldið áfram á þessari braut og þannig dregið úr þeirri miðstýringu, sem alltof lengi hefur einkennt íslenzkan vinnumarkað. ÞETTA er okkar framlag til að mæta samkeppni á kjötmarkaðnum. Annað kjöt er selt ferskt allt árið og við verðum að leggja okkur fram við að gera það einnig. Mér fínnst það ákaflega miður hvernig þessu hefur verið stillt upp sem andstæðu við núverandi sölukerfi og kaupfé- lagið, þannig átti þetta ekki að vera,“ segir Eggert Pálsson, bóndi á Bjargshóli í Miðfirði. Hann telst upp- hafsmaður þeirrar þróunar sem leiddi til þess að hópur sauðfjár- bænda í Vestur-Húnavatnssýslu fór að leggja lömb sín inn í Hagkaup og slátra yfir lengri tíma en þekkst hefur. Samið við Hagkaup Lengi hefur verið talað um þörfina á sölu á fersku lambakjöti og leng- ingu sláturtíðar. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar en flestar koðnað aftur niður, meðal annars vegna kjötfjallsins og útsölu á freðnu kinda- kjöti. Aðstæður hafa verið að breyt- ast, kjötfjallið að hjaðna og nú er jafnvel útlit fyrir að kindakjöt vanti í sumar. Það er við þessar aðstæður sem Félag sauðfjárbænda í Vestur- Húnavatnssýslu og síðar sérstakt félag, Félag ferskra fjárbænda, gerðu á síðasta ári samning við Hagkaup um sölu á férsku lamba- kjöti frá miðju sumri og fram undir jól. Hagkaup kaupir féð beint af bændum og semur við einkarekið sláturhús á Hvammstanga, Ferskar afurðir ehf., um slátrun og flutning kjötsins til Reykjavíkur. Samningur þessi vakti mikla athygli á síðasta ári enda um tímamótasamning að ræða en ekki voru allir heimamenn á eitt sáttir um ágæti hans. Síðan hafa bændur í Vestur- Húnavatnssýslu, aðallega í Hrúta- firði og Miðfirði, skiptst í tvær fylk- ingar sem hafa deilt um þetta mál og fleiri. Deilurnar hafa komið upp á fundum og þær hafa einnig birst í því að Eyjólfur Gunnarsson á Bálkastöðum í Hrútafirði, formaður Ferskra íjárbænda, var rekinn úr Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Andstaða helsta forystumanns bænda á svæðinu, Tómasar Gunnars Sæmundssonar í Hrútatungu, átti þátt í því að boðið var fram gegn honum í kosningum til Búnaðarþings en það hefur ekki áður gerst í sýsl- unni. Ferskir ú'árbændur stóðu ekki fyrir mótframboðinu en voru ekkert að leyna stuðningi sínum við mót- frambjóðandann, Þorstein Sigurjóns- son, bónda á Reykjum í Hrútafirði. Tómas Gunnar vann kosningamar með nokkrum yfirburðum og hélt sæti sínu. Ágreiningurinn hefur komið víðar fram og eitrað samskipti bænda sem þurfa að vinna saman á mörgum öðrum sviðum. Forystumenn beggja fylkinga vilja þó ekki gera of mikið úr þessu, segja að þótt menn hafi skiptar skoðanir á þessu máli verði þeir að vera menn til að láta ágrein- inginn ekki breiðast út yfir öll sam- skipti. Heimsóttu Hagkaupsmenn En aftur að upphafmu. Eggert á Bjargshóli segist hafa verið að hugsa mikið um vöruþróun og hlutverk af- urðasölufyrirtækja bænda í því efni, sérstaklega eftir bændafund sem haldinn var fyrir nokkrum árum með Hauki Halldórssyni, þáverandi for- manni Stéttarsambands bænda. Seg- ist hann hafa spurt Hauk að því hver ætti að annast vöruþróunina og Haukur sagt að það ættu bændur að gera. Síðar segist hann hafa séð í Bændablaðinu viðtal við Óskar Magnússon, forstjóra Hagkaups, þar sem hann bauð bændum að koma í heimsókn og skoða fyrirtækið. „Við vorum að ræða dapurlegt ástand í sauðfjárræktinni á stjórnar- fundi í Félagi sauðfjárbænda í Vest- ur-Húnavatnssýslu og þá stakk ég upp á því að við tækjum boði Ósk- ars,“ segir Eggert. Hann segir að Hagkaupsmenn hafí tekið þeim vel og þá komið upp þessi hugmynd, að auka sölu á fersku lambakjöti. Egg- ert segist oft hafa tekið þátt í tilraun- um til að slátra utan hefðbundins sláturtíma en alltaf með lágmarksá- lagi. Hugmyndin um allt að 50% álag á verð kjötsins til að bæta mönnum upp kostnaðinn við að slátra fyrr hafi byggst á því að hægt væri að lækka sláturkostnað og annan millil- iðakostnað og það hafi tekist með samningum Hagkaups við Ferskar afurðir á Hvammstanga. Sigfús Jónsson, eigandi Ferskra afurða, segir samkomulag um að gefa ekki upp efni samningsins við Hagkaup. Hann segir það þó ekkert launungarmál að hann geti gert þetta fyrir lægra verð vegna þess að kostnaðurinn sé minni. Hann sé verktaki fyrir Hagkaup og taki enga áhættu af kjötviðskiptunum. Hann segist engar birgðir þurfa að liggja með, enga rýrnum bera, engan um- búðakostnað og engan kostnað af afurðalánum. „Eg fullyrði að ég hef ekki minna upp úr þessu en öðru sem ég geri,“ segir Sigfús. Sagði sig úr félaginu Þegar Félag sauðfjárbænda kynnti samningana við Hagkaup á sínum tíma töluðu nokkrir bændur strax á móti þeim og voru núverandi og fyrrverandi forystumenn bænda í héraðinu mest áberandi í andstöð- unni. Gagnrýnin sneri bæði að formi samningsins og efni. Heimir Ágústs- son á Sauðadalsá á Vatnsnesi, stofn- andi og fyrrverandi formaður Félags sauðfjárbænda og fulltrúi Vestur- Húnvetninga á stéttarsambands- þingum, sagði sig úr félaginu eftir að samningurinn var samþykktur. „Strax og samningurinn var kynntur á fundi félagsins í fyrravor gerði ég athugasemdir við að Félag sauðfjár- bænda skyldi gera samninginn og óskaði eftir því að þeir sem að honum stóðu mynduðu sérfélag um hann. Ég taldi að félagið yrði ónýtt fyrir okkur sem ekki ætluðum að taka þátt í þessu og að ekki væri hægt að skuldbinda okkur með þeim hætti sem kveðið var á um í samningum. Á þetta var ekkert hlustað," segir Heimir og nefnir ýmis önnur atriði sem hann telur að forystumenn fé- lagsins hafi ekki staðið rétt að. „Ég er ekki tilbúinn að kyngja því að einstakir bændur semji beint við smásala. Þeir hefðu frekar átt á vinna að krafti að málinu í gegnum okkar sláturleyfishafa, knýja á um að þeir gengju betur fram í þessum málum,“ segir Heimir. „Ég hef talið að þetta myndi sundra bændum í afurðasölumálum og inn á við. Þetta minnir mig á það hvernig fór fyrir kartöflubændum," segir Tómas Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu i Hrútafirði, formaður Búnaðarsam- bands Vestur-Húnavatnssýslu og fulltrúi á Búnaðarþingi. Hann bendir á að Hagkaup sé að beita sér fyrir stofnun svipaðra samtaka í kringum Höfn-Þríhyrning og spyr hvort síðar komi að því að þessum hópum verði att saman. Heiðarleg viðskipti Eyjólfur á Bálkastöðum segist engin haldbær rök hafa heyrt frá þeim sem gagnrýna Hagkaupssamn- inginn. „Því er haldið fram að Hag- kaup sé að nota okkur til að kljúfa bændastéttina og lækka verð afurð- anna. Ég óttast það ekki, að minnsta kosti ekki á meðan þeir menn sem við höfum átt samskipti við stjórna hjá Hagkaupi. Þeir hafa tekið okkur afskaplega vel. Og reynslan sýnir það einnig, verðið hefur ekki lækk- að, það hefur hækkað,“ segir Eyjólf- ur. Sigfús sláturhússtjóri segir full- yrðingar um að verið sé að kljúfa bændastéttina hreinan þvætting. „Þetta eru heiðarleg viðskipti sem menn gera á jafnréttisgrundvelli. Þeim fylgja engar kvaðir og aðeins þeir sem vilja taka þátt í þeim. Allt tal um klofning og þvingun byggist á úreltum hugmyndum manna sem búnir eru að koma 40% bænda und- ir fátækramörk," segir Sigfús. Eyjólfur telur að andstæðingar Hagkaupssamningsins persónugeri málið of mikið og tengi hans persónu eins og brottreksturinn úr Kaupfé- laginu sýni. „Við erum miklu fleiri í þessu, sex manna stjórn og svo áttatíu bændur á bak við okkur. Af hveiju ráku þeir ekki hina stórnar- LAMBAKJÖT Morgunblaðið/Helgi Bjarnason LÖMBIN úr fyrri sauðburðinum hjá Gerði Ólafsdóttur á Syðri-Reykjum eru orðin rúmlega mánaðargömul. Deilurnar um ferskt eða freðið kjöt AF INNLENDUM VETTVANGI Vestur-húnvetnskir sauðfjárbændur deila enn um ágæti samnings við Hagkaup um sölu á fersku dilkakjöti sem hluti bændanna gerði undir merkjum Félags ferskra fjárbænda. Fersku bændurnir tala um breytta tíma en and- stæðingar þeirra um sundraða krafta. Helgi Bjarnason ræddi við bændur. Eggert Pálsson Sigfús Jónsson Eyjólfur Gunnarsson Gerður Ólafsdóttir Tómas Gunnar Sæmundsson mennina úr kaupfélaginu? Þetta var klaufalegt hjá þeim en var besta og ódýrasta auglýsing sem við gátum fengið.“ „Við erum að fara inn í nýtt rekstrarumhverfi. Það er auðvitað sársaukafullt fyrir forystumennina að kerfið hefur reynst handónýtt en ég er viss um að þeir átta sig á þessu, það tekur bara tíma,“ segir Eyjólfur þegar hann er spurður um ástæður fyrir deilunum. Jákvætt, upp að vissu marki Samningurinn við Hagkaup var endurnýjaður í vetur og magnið auk- ið. Félag ferskra fjárbænda sem nú hefur innan sinna vébanda 80 bænd- ur úr Saurbæ í Dölum, Strandasýslu, Vestíjörðum og Skagafirði, auk Vestur-Húnvetninga, hefur skuld- bundið sig til að leggja inn 400 lömb á viku frá byijun júlí og fram undir jól. Gangi þetta eftir kaupir Hagkaup af þeim um 10 þúsund skrokka. Eyjólfur segir að betur hafi geng- ið að útvega fé fyrir sumarslátrun en í fyrra, ágúst sé nú fullbókaður en ekki víst að hægt verði að fylla kvótann fyrrihluta júlímánaðar. Bændur hafa flýtt sauðburði hjá hluta af fjárstofni sínum. Þannig byijuðu tilhleypingar í nóvember og fyrri sauðburður var í apríl. Eyjólfur segir að þetta sé tilraunaverkefni og að það hafi gengið ágætlega. Gagnrýnendur Hagkaupssamn- ingsins segja að það sé jákvætt að lengja sláturtíðina, upp að vissu marki. Þeir vara við ýmsum atriðum sem snúa bæði að aðstæðum á svæð- inu oggæðum afurðanna. „Við verð- um að hafa í huga að við búum á einu af köldustu svæðum landsins. Við getum ekki sleppt fé í haga fyrr en í byijun júní. Eigum við ekki að nota sumarbeitina sem best?“ segir Tómas Gunnar í Hrútatungu. Hann segir að auðvitað verði hver og einn bóndi að gera það upp við sig hvort hann vilji leggja á sig þá vinnu sem því fylgi að hefja slátrun snemma. Heimir á Sauðadalsá segist frá upphafi hafa óskað eftir því við for- ystumenn Félags sauðfjárbænda að þeir svöruðu því hvernig ætti að standa að málum ef menn ætluðu að hefja slátrun í byijun júlí og hvað það kostaði en engin svör fengið. Hann leggur áherslu á að þeir sem vilji slátra fyrr beri aukakostnaðinn sjálfir en geri það ekki á kostnað hinna sem slátra á hefðbundnum tíma. Bendir hann á að þeir njóti afsláttar af gjöldum og hafi enga útflutningskvöð. í þessu sambandi bendir hann á hættuna á misnotkun þessarar fyrirgreiðslu. Tilraunin gengur vel Ferskir bændur sem ég ræddi við telja að tilraun með að flýta burði hafi gengið vel. Eggert á Bjargs- hóli lét á þriðja tug kinda bera en segist ekki hafa verið nógu snemma í því. Hann segir að vissulega fylgi þessu aukin vinna fyrir bóndann en telur að ekki verði aftur snúið. Bendir á að álag sem Bændasam- tökin greiða, 1.200 kr. á kind í upp- hafi og svo stiglækkandi álag, sé ákveðin viðurkenning á þessu fram- taki. Á móti aukinni vinnu við smöl- un segir hann að menn geti valið lömbin meira og sent þau í slátur- hús á því þroskastigi sem markaður- inn vill og það leiði væntanlega til betri flokkunar afurðanna. „Við vorum alltaf með það í huga að menn slátruðu aðeins litlum hluta af sínu fé snemma. Og ég tel að þessi tilraun hafi tekist vonum fram- ar,“ segir Eggert. Gerður Ólafsdóttir, bóndi á Syðri- Reykjum í Miðfirði, hefur selt ferskt kjöt í mörg ár og leggur mikið inn í Hagkaup. „Ég hef aldrei fengið neina viðurkenningu fyrir það. Búið er með miklar afurðir en þegar litið er á skýrslur eftir árið dregur það þetta bú niður að lömbunum er slátr- að yngri en hjá þeim slátra öllu á haustin. Það er sanngirnismál að tekið sé tillit til þessa. Sumir halda að það sé slæmt að taka lömbin undan ánum svona snemma. Mér finnst það ekki skipta máli, lömbin eru orðin nógu stór, en þau grenja alltaf svolítið og við því er ekkert að gera.“ Gerður hleypti hrútum til 10 kinda í byijun nóvember og báru átta þeirra fimmtán lömbum í apríl. Seg- ist Gerður vera ánægð með árangur- inn og ætlar að auka þetta næsta ár. Hún segir að margir mikli fyrir sér vinnuna við sumarslátrun. „Ég meðhöndla mínar kindur mikið hér heima á vorin, færi þær á milli hólfa til að fylgjast með. Það er ekki meiri vinna við lömbin sem fæðast fyrr.“ Byggist á misskilningi Gerður telur að gagnrýni á Ferska fjárbændur sé á misskilningi byggð, menn vilji ekki kynna sér efni samn- ingsins af eigin raun og túlki hann því á rangan hátt. „Mér sýnist að þetta séu menn sem ekki þurfa að lifa af búum sínum og svo heitir kaupfélagsmenn sem láta sig engu skipta hvað í boði er annars staðar. Ég tek þátt í þessu starfi af því að ég þarf að lifa af búrekstrinum og þetta brölt okkar er þegar farið að skila verulegum árangri," segir Gerður. Hún lagði meginhlutann af slát- urlömbum sínum inn í Hagkaup en 100 lömb inn í Kaupfélagið á Hvammstanga, meðal annars það fé sem hún ætlaði til útflutnings enda hefur sláturhúsið leyfi til útflutnings á Evrópumarkað. Kaupfélagið vildi ekki nota þetta innlegg til að full- nægja útfiutningsskyldu Gerðar eða annarra Ferskra fjárbænda og fór meginhlutinn því á innanlandsmark- að og Ferskir fjárbændur þurftu að leysa sín útflutningsmál á annan hátt. „Þetta var bara þijóska í kaup- félaginu. Ég hef lagt þarna inn und- anfarin ár og hef tekið alveg jafn mikinn þátt í því og aðrir sauðfjár- bændur að byggja sláturhúsið upp sem útflutningshús. Mér var sagt að ekki gengi að leggja bestu lömbin inn í Hagkaup og henda svo draslinu í kaupfélagið. Þetta er eins mikil fjar- stæða og hægt er að hugsa sér. Hvaða hag ætti ég að hafa af því að standa þannig að málum?“ segir Gerður. Samansafn mistaka Heimir á Sauðadalsá segist hafa lagt á það áherslu að þeir sem færu út í sumarslátrun stæðu þannig að málum að ekki yrðu skakkaföll sem gætu skaðað heildina. „Bændum sem ekki ná viðunandi árangri með gömlu aðferðinni er ekki treystandi til þessa,“ segir Heimir. Á honum er að heyra að ekki hafi allt heppnast nógu vel í vetur. Gagnrýnendur Hag- kaupsmanna fengu óvænt vopn upp í hendurnar í vor þegar Sigurður Örn Hansson, dýralæknir hjá emb- ætti yfirdýralæknis, skoðaði slátur- hús þar sem verið var að slátra pá- skalömbum og lýsti skoðunum sínum á fyrirkomulaginu í bréfi til landbún- aðarráðuneytisins. Þóttust menn sjá að átt væri við sláturhús Ferskra afurða og eftir að afrit bréfsins komst í hendur andstæðinga Ferskra fjárbænda blönduðust það inn í bún- aðarþingskosningamar. „Hér virtist sem um væri að ræða tilviljanakennt samansafn af margs konar „mistök- um“. Lömbin vom mjög breytileg og mér er mjög til efs að kjötið af þeim hafí verið gott, hvað þá gæðavara,“ segir meðal annars í bréfi Sigurðar Arnar. Hvatti hann til þess að fýrir- komulag slátmnar utan hefðbundinn- ar sláturtíðar yrði rætt og bændum leiðbeint um framkvæmdina. Eftir að farið var að lesa upp úr bréfi Sigurðar Arnar á fundum fyrir búnaðarþingskosningarnar gengu sláturhússtjórinn og formaður Fer- skra fjárbænda eftir því við kaupend- ur kjötsins og kjötvinnsluna hvort kjötið væri gallað. „Þeir gerðu engar athugasemdir, sögðu að þetta væri ■* fyrsta flokks kjöt og þeir vildu fá eins mikið af því og við gætum út- vegað,“ segir Eyjólfur. Hann segir nauðsynlegt að ræða fyrirkomulagið, bæði innbyrðis í þeirra hópi og við forystu bænda, en hann er ósáttur við að málið sé blásið út, ekki síst af því að enginn fótur hefði reynst fyrir ásökunum. Allt lagt til bænda Félag ferskra íjárbænda hefur fært út kvíarnar og er orðið hags- munafélag sem vinnur að því á víð- ^ um grundvelli að bæta kjör sauðfjár- bænda. I vetur safnaði félagið áburðarpöntunum, samtals liðlega 1.000 tonnum, og náði samningum við Áburðarverksmiðjuna um 10% afslátt. Að sögn Eyjólfs Gunnars- sonar duttu nokkrir bændur úr skaftinu vegna fjárhagsþrenginga og töldu sig verða að láta kaupfélög- in fjármagna fyrir sig áburðarkaup- in enda hafi það fylgt á eftir og fengið saman eða jafnvel heldur hærri afslátt. Það fór því svo að hópurinn keypti 800 tonn en tókst að halda afslættinum í samvinnu við Kaupfélag Borgfirðinga sem tók að sér að hafa milligöngu um kaupin. Samið hefur verið við Bílanaust og Húsasmiðjuna um afslátt af vöru- kaupum og verið er að semja við Ingvar Helgason um kaup á rúllu- plasti á hagstæðu verði. Félagið gerir rammasamning fyr- ir hönd félagsmanna sem síðan skipta beint við viðkomandi fyrir- tæki. Eyjólfur segir að enginn milli- liðakostnaður komi á þessar vörur. „Við leggjum allt til bænda enda er tilgangurinn að bæta þeirra hag. Kaupfélögin hér hafa elt okkur en því miður sýna þau enga aðra við- , leitni. Við verðum alls staðar að byija til að koma þeim af stað,“ segir hann. Nú eru 80 bændur í Ferskum fjár- bændum en ekki leggja allir inn í Hagkaup. Eyjólfur segir að sífellt séu fleiri að bætast í hópinn, gjarn- an menn sem vilji nýta sér viðskipta- afslætti félagsins. í fyrra tóku 68 bændur þátt í að framkvæma Hag- kaupssamninginn og telur Eyjólfur að þeir verði ekki færri í ár. Sumir lögðu inn fáein lömb á meðan aðrir lögðu inn mestallt sitt fé. Þyngra yfir samskiptum Eggert á Bjargshóli er ánægður með framkvæmd hugmyndar sinnar. v „Mér sýnist þetta ætla að ganga og mér virðist þetta framtak hafa skap- að jákvæða umræðu um dilkakjötið." Heimir á Sauðadalsá segir að það hafi komið skýrt fram í búnaðar- þingskosningunum að bændur í Hrútafirði og Miðfirði, þar sem flest- ir liðsmenn Ferskra fjárbænda búa, væru klofnir í tvær fylkingar. Sigfús í Ferskum afurðum tekur undir þetta. Hann segir áberandi hvað mikið sé af ungum mönnum í röðum Ferskra fjárbænda en þeir eldri standi frekar utan við. „Þetta eru ungir, dugmiklir og framtakssamir bændur sem gáfust upp á kerfinu sem ekkert gerði annað en að þrengja þeim ofan í fátækt. Það var^ mikil svartsýni hér i bændum, þeir sáu bara kolsvart framundan. Mér finnst andrúmsloftið hafa breyst eft- ir að Hagkaupssamningurinn kom til, það hefur lifnað yfir mönnum aftur,“ segir Sigfús. Eggert á Bjargshóli segist lítið verða var við meintan klofning í daglegum störfum sínum. Lífið gangi sinn vanagang. „Þetta er ekki farið að hafa áhrif á samstarf manna á öðrum sviðum en maður finnur óneit- anlega breytt viðmót manna, sam- skiptin eru þyngri en verið hefur," - segir Eyjólfur á Bálkastöðum. „Ég neita því ekki að það er viss ólga hér og þetta mál blandaðist inn í búnaðarþingskosningarnar. Þó menn séu ekki sammála vona ég að við séum menn til að láta það ekki hafa áhrif á önnur störf,“ segir Tómas Gunnar í Hrútatungu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.