Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 39
f MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997 39 bróðursonurinn vildi frekar spila eftir eyranu. Hún var óþrjótandi viskubrunnur um hinar ýmsu teg- undir tónlistar og gat miðlað því á þann veg að eftir sat, sem kveikti áhuga fyrir því að vilja læra meira. Stella og Óli vildu ekki alltaf spila músíkina á sama hátt, en á endan- um spiluðu þau þannig að báðum Iíkaði. Stella hafði unun af klass- ískri tónlist og djassi og spilaði hvort tveggja vel. Stella saumaði mikið á sínar stelpur þegar þær voru litlar og tók hún þá iðju upp aftur þegar hún var orðin amma. Hún elskaði að sauma fallega barnakjóla og fórst það vel úr hendi, enda var hún í eðli sínu listræn og hafði góðan smekk. Saumaði hún þá eins kjóla á sínar fjórar litlu stúlkur og mun- aði ekkert um að sauma á þá fimmtu líka, sem er barnabarn Reynis, bróður hennar. Þetta gerði hún þrisvar sinnum og í síðasta skiptið er hún saumaði jólakjóla var hún orðin mikið veik og átti erfitt með að ljúka verkinu, en það tókst. Það voru því fimm litlar skottur saman á jólaballi sem allar voru eins klæddar. Til að hafa bræðurna ekki útundan voru saumaðar á þá þverslaufur, sem féllu vel um litlu hálsana þeirra. Stella frænka fékk að kveðja þetta líf í faðmi fjölskyldunnar er gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að hún fengi að vera heima til hinstu stundar. Við kveðjum frænku okkar með þakklæti fyrir samfylgdina og biðj- um henni blessunar á guðs vegum. Guðrún og Olafur Kjartansbörn. Við kveðjum í dag með söknuði kæra vinkonu, Ernu Ólafsdóttur. Þótt kynnin við hana hafi aðeins verið í fá ár, finnst okkur sem við höfum þekkt hana lengi. Hún vann strax frá byijun hug og hjörtu okk- ar allra í fjölskyldu Harðar. Ég hitti Ernu fyrst fyrir sjö og hálfu ári á Reykjalundi, þar sem hún var í endurhæfingu eftir erfiðan sjúkdóm. Hún kom til mín og spurði með sínu fallega brosi: „Ert þú ekki bróðir Harðar Þormar, við eig- um heima í sama húsi í Snælandi?" Það var þó ekki fyrr en haustið 1991 að við kynntumst henni, en það var fljótlega eftir að hún flutt- ist á Hagamel 47 og þau Hörður voru farin að vera saman. Allt frá því að þau komu fyrst í heimsókn til okkar, hefur hún verið sem ein af fjölskyldunni og okkur þótti öll- um vænt um hana. Erna var mikill fagurkeri og vildi hafa allt fallegt í kringum sig og vandaði vel útlit sitt og heimili. Hún var mjög opin, hlý og einlæg og átti þessvegna auðvelt með að nálg- ast fólk. Hörður er hinsvegar dulur að eðlisfari og flíkar ekki svo mjög tilfinningum sinum og einkamálum við aðra. Ernu tókst með sínu opna hugarfari að laða ýmislegt fram hjá Herði, sem við ættingjarnir höfðum jafnvel ekki kynnst áður, án þess þó að reyna að breyta honum á nokkurn hátt. Þau sómdu sér mjög vel saman og fljótlega voru þau orðin eins og eitt fyrir okkur. Börn Ernu og barnabörn tóku Herði ein- staklega vel. Það var auðheyrt að það gladdi Ernu mjög, hvað þeim þótti öllum vænt um hann. Það var mikið áfall, þegar hún greindist öðru sinni með krabba- mein, skömmu fyrir sextugsafmæli Harðar árið 1993. Með bjartsýni og þrautseigju barðist hún við sjúk- dóminn og reyndi með ýmsum ráð- um að fá heilsubót. Henni tókst að halda sjúkdómnum í skefjum í fjög- ur ár, sem líklega má að verulegu leyti þakka jákvæðu hugarfari hennar. Hún var sterk í baráttu sinni og var ekkert á því að gefast upp. Erna var innan fjölskyldu sinnar kölluð Stella, við kölluðum hana þó alltaf Ernu. Stella þýðir stjarna og sannarlega var hún stjarnan í lífi Harðar, eins og Bergur Jónsson, vinur hans komst svo vel að orði í sextugsafmæli hennar. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þeirrar gæfu að kynnast Ernu, hún var sannkallaður sólar- geisli á vegferð okkar í lifinu og við söknum hennar mikið. Blessuð sé minning hennar. Herði, börnum Ernu og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðrún og Guttormur. Elskuleg vinkona mín, Stella, er látin eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Það eru þungbær örlög að missa heilsuna á miðjum aldri, og má segja að Stella hafí borið sinn kross með stakri reisn. Stella var afskaplega hlý og góð kona og mikil félagsvera, sannur vinur vina sinna. Það var engum í kot vísað hjá Stellu. Mér fínnst ég afskaplega heppin að hafa átt hana að vini. Hún naut þess að taka á móti gestum og lagði metnað sinn i að veita vel, enda hafði hún mjög gaman af að laga ljúffengan mat og bera hann fallega fram. Stella var mikill fagurkeri og hafði fágað- an og góðan smekk og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Ósjaldan var saumavélin uppi á borðum og hannaði hún þá gjarnan og saum; aði dýrindis föt á bamabörnin. í æsku stundaði Stella tónlistarnám í mörg ár hjá Árna Kristjánssyni í Tónlistaskólanum í Reykjavík og spilaði listavel á píanó. Þegar hún flutti á Hagamelinn keypti hún sér forláta flygil og hóf píanónám að nýju í einkatímum og spilaði sjálfri sér og öðrum til mikillar ánægju. Við Stella áttum ýmiss sameigin- leg áhugamál og margar ógleyman- legar stundir. Við fórum oft á góða tónleika og slepptum helst aldrei óperusýningum. Við vorum sjaldn- ast í vandræðum með að gera okk- ur glaðan dag, fórum gjarnan á góðum sumardögum í stuttar öku- ferðir, nutum útiverunnar og spjöll- uðum um alla heima og geima. Oft var helgið dátt, enda hafði Stella skopskynið í góðu lagi. Ég fékk einnig að njóta sælureitsins hennar við Álftavatn í Grímsnesi, sannkall- aðrar paradísar á jörð. Það var mikil gæfa þegar Stella og Hörður fundu að þau áttu sam- leið. Hörður hefur verið henni ein- staklega traustur og góður föru- nautur og reynst henni ákaflega vel í veikindum hennar og þakkaði hún honum þann styrk sem hann veitti henni á erfiðum stundum. Þegar Stella var sem veikust hafði hún stundum á orði að hún vissi ekki hvar hún væri ef hún hefði ekki Hörð til að halla sér að, hann væri henni svo einstaklega góður. Að leiðarlokum votta ég Herði, börnum Stellu og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Ég kveð Stellu með miklum söknuði og bið henni blessunar og friðar. Erla Cortes. Dauðastríði er lokið. Barizt var hetjulega. Stríðið stóð mörg ár, en það var háð af bjartsýni og von um sigur. Það var glaðzt yfír hveiju ári, sem vannst. Við kynntumst Ernu fyrir nokkr- um árum. Það voru óvænt kynni, sem segja má um skemmtilega sögu, en verður þó ekki gert í fáum orðum að leiðarlokum. Okkur féll strax vel við þessa alúðlegu og glæsilegu konu. Hún var svo glað- lynd og málreif, að auðvelt var að kynnast henni, og hún reisti ekki múr í kringum sig. Við glöddumst með góðum vini okkar, Herði Þorm- ar, að hann og þessi föngulega kona skyldu hafa hitzt og bundizt vinnáttuböndum. Þau bjuggu þá í sama húsi og gagnkvæm hjálpsemi hafði leitt þau saman. Nú fengum við að taka þátt í vináttu þeirra og eignuðumst jafnframt nýjan vin. Við vorum skyndilega orðin ríkari. Erna fluttist úr íbúðinni í Foss- vogi í glæsilegt og rúmbetra hús- næði í vesturbænum, skammt frá bernskuslóðum. Hörður fluttist litlu síðar til hennar og vináttan efldist, þegar við kynntumst Ernu betur. Þá var okkur orðið ljóst, hvað hijáði þessa bjartsýnu konu. Samt bugað- ist hún aldrei. Hún tók veikindum sínum eins og hvejjum öðrum erfið- leikum, sem væru til þess eins að sigrast á. Hún gekk fram með því- líkri hetjulund og æðruleysi, að hún virtist storka örlögunum og gera jafnvel gys að þeim. Það sem öðrum fannst vera vonlaust, velti hún fyr- ir sér eins og þjálfaður stríðsmað- ur: - Hvemig hún gæti sigrað hveija orrustu og síðan stríðið. Erna elskaði böm sín, tengda- börn og barnaböm og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Hún gladd- ist yfir sigrum þeirra og áföngum, hvort sem var á íþróttasviði, í starfi eða í tónlist. Hún var sjálf í mús- ísk, enda hafði tónlist ávallt verið snar þáttur í lífi hennar, allt frá því að hún var í föðurhúsum. Hún hafði gaman af að segja barnabörn- unum til, þegar þau komu til ömmu til að fá að æfa sig á flyglinum hennar. Hún naut þess að hlusta á góða tónlist og var ávallt til í að sækja tónleika, þó að heilsan hafí ekki oft leyft henni þann unað hin síðustu ár. Það var stór stund í lífí hennar, þegar kraftamir voru að því komn- ir að íjara út, að halda á síðasta barnabarninu nýfæddu í örmum sér, einungis örfáum vikum áður en dauðinn sjálfur kom í heimsókn og hreif hana með sér. Hvar sem önd þín unir ei mun vetur þjaka. - Vor og sífellt sumar sífellt hjá þér vaka. - Ótal þúsund þakkir þigg - frá vina heimi! - Andvakan er enduð. - Ár-roðinn þig geymi! (Jakobína Johnson.) Aðstandendum Ernu öllum vott- um við djúpa samúð okkar. Blessuð sé minning Emu Guðrúnar Ólafs- dóttur. Bergur Jónsson, Ingunn Guðmundsdóttir. Hvemig lýsir maður nánum tengslum. Hvað vill Guð? Eitthvað hlýtur að búa að baki. Auðvitað sætti ég mig ekki við að Stella sé farin, en við hittumst báðar seinna. Það væri eigingirni að óska eftir að Stella lifði lengur, ég vissi að hún gat ekki meira, hún er hetja í mínum augum. Elsku frænka, þú ert tengd mér frá byijun, allt hefur tengst þér, þú kallaðir mig systur þína, við vorum eins og systur. Ég kveð þig í bili, þú hefur það gott hjá Guði, það er öruggt. Þín Sigríður (Sidda). Elsku amma okkar hefur yfirgef- ið þetta líf eftir löng og erfíð veik- indi. Þegar við minnumst hennar koma upp í huga okkar fallegar myndir. Yið sjáum hana fyrir okkur þar sem hún situr við píanóið og spilar uppáhaldslögin sín fyrir okk- ur krakkana eða hjálpar Ernu nöfnu sinni að æfa sig fyrir spilatíma. Við tvö elstu barnabörnin af ell- efu vorum svo heppin að fá að njóta hennar þegar hún var sem frískust. Við sátum þijár í litla eldhúsinu í Snælandinu, föndruðum og töluðum um allt milli himins og jarðar. Það var alltaf svo gaman og spennandi að fara til hennar. Hún tók á móti okkur opnum örmum og vildi allt fyrir okkur gera. Þeir voru ófáir kjólarnir sem hún saumaði á okkur stelpurnar og við gengum stoltar um og montuðum okkur yfir að eiga svona handlagna ömmu. Það var gaman og henni mikils virði að fá að sjá og hafa hjá sér síðustu vikurnar yngsta barnabam- ið sem kom í heiminn fyrir sex vik- um. Við vitum að amma þráði að fá að upplifa fermingar, útskriftir, trúlofanir og giftingar okkar allra barnabarnanna en við vitum að hún mun ávallt vaka yfir okkur og gæta okkar. Fyrir hönd allra barnabarnanna viljum við þakka henni alla þá umhyggju og elsku sem hún sýndi okkur. Guð geymi ömmu Stellu. Rósa Hrund og Jóhanna. JÓHANNA OGMUNDSDOTTIR + Jóhanna Ög- mundsdóttir fæddist á Hótel Tindastóli á Sauð- árkróki 6. júní 1917. Hún lést á Sjúkra- húsi Keflavíkur 27. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Björg Pálsdóttir, f. 15. apríl 1884, d.17. ágúst 1942, og Ög- mundur Magnús- son, f. 31. mars 1879, d. 9. ágúst 1968, söðlasmiður á Sauðárkróki. Systkini Jóhönnu eru: Magnús Ögmundsson, f. 17. október 1904 (látinn); Ingi- björg Jakobína Ögmundsdóttir, f. 12. janúar 1906; Sigurbjörg Ögmundsdóttir, f. 23. október 1907 (látin); Páll Ögmundsson, f. 29. júlí 1914 (látinn); Sigríður Björg Ögmundsdóttir, f. 2. maí 1921. Jóhanna giftist 18. maí 1940 Kristjáni Reykdal, f. 27. júlí 1918, ökukennara og sunnu- dagaskólakennara. Hann er sonur Kristjáns Jónssonar, f. 7. apríl 1893, d. 2. september 1956, og Ingibjargar Jónsdótt- ur, f. 3. október 1895, d. 6. jan- úar 1970. Börn Jóhönnu og Kristjáns eru: 1) Siguijón Reykdal, f. 26. janúar 1941, kvæntur Nakkaew Seelarak, f. 14. apríl 1954, en Nakkaew á tvö börn, Or og Geng. Siguijón á tvo syni, Eirík Hafberg og Krislján Reykdal. Krislján á eina dóttur, Helenu. Siguijón á tvo fóstursyni frá fyrra hjóna- bandi, Jóhannes Snævár og Hörð Snævar Harðarsyni. 2) Ásmundur Reykdal, f. 27. júlí 1945, kvæntur Stellu Stefánsdótt- ur, f. 26. júní 1941, og eiga Þau tvo syni, Jóhann Krist- ján og Ögmund E. Reykdal, en Stella átti fyrir tvo syni, Stefán Örn og Guð- jón. Ögmundur á tvær dætur, Jó- hönnu og Ásdísi. 3) Ingibjörg Reykdal, f. 12. febrúar 1948, gift Margeiri Mar- geirssyni, f. 28. maí 1947, börn Þeirra eru Margeir (látinn), Jóhanna, Ragnheiður Ingibjörg, Kristín og Margrét Jóna. Ragnheiður á tvær dætur, Lísu Rán og aðra óskírða. 4) Anna Reykdal, f. 30. april 1949, gift Snæbirni Hall- dórssyni, f. 16. september 1940, barn Þeirra er Snæbjörn Hall- dór. Anna átti fyrir _tvo syni, Guðmund Kristin og Árna Þór. Jóhanna ólst upp á Sauðár- króki en á unglingsárum var hún í vist og í síldarvinnu. Jó- hanna og maður hennar bjuggu á Sauðárkróki 1940-49, á Skagaströnd 1949-55, í Kefla- vík til 1956 og hafa síðan búið í Ytri-Njarðvík. Jóhanna starfaði með Hvíta- sunnusöfnuðinum en hún kenndi um skeið við sunnu- dagaskóla ásamt manni sinum, einkum í Njarðvíkum en einnig í Keflavík, Grindavík og Garði. Útför Jóhönnu fer fram frá Fíladelfiu í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðjuathöfn um Jóhönnu fer fram I Sauðárkrókskirkju á morgun, laugardaginn 7. júní, og hefst klukkan 14. i Elsku amma. Ég var nýkomin heim úr vinnu á þriðjudaginn þegar ég fékk frétt- irnar um að þú værir farin. Þótt ég teldi mig meðvitaðan um að veikindi þín hlytu að leiða þig burt að lokum þá stakk fréttin mig óþægilega. Það var hreinlega sem einhverju væri kippt úr hjarta mínu. Ég fór með pabba strax út á Sjúkrahús Keflavíkur, þar sem þú hafðir legið á þriðju viku til dánar- dagsins. Líkami þinn var þar í sér- stöku herbergi og þar voru afí og Kristján bróðir þegar við pabbi komum. Líkami þinn lá undir sæng en höfuðið var sýnilegt, likt og þú hefðir lagst til svefns. En ég sá þó strax að þú varst farinn því líkami þinn var algerlega hreyfíngarlaus, svipur þinn mýkri en dagana á undan og ennið kalt viðkomu. Þú varst ekki þarna lengur. Hugur minn fylltist söknuði er ég varð veruleikans áskynja og ég brast í grát án þess að ráða við það. Og ég geri það enn er ég rita þessi orð. Burtför þín er einn lærdómurinn enn um lífið sem ég hlýt af sam- ferð okkar. En þú kenndir mér margt um lífíð og það sem mér fannst standa hæst er það hvers virði réttlát og hjartahrein mann- eskja er. Þú gladdist meira og innilegar yfir sigrum og velgengni annarra en annað það fólk sem ég hef kynnst hér á jörðu. Öll þátttaka þín í lífí fólksins í kringum þig var af heilum huga. Og ég veit að öllum þótti nærvera þín þægileg enda þótti öllum gott að koma á þitt heimili þar sem þú tókst á móti fólki með hlýrri og einlægri gest- risni. Við töluðum reyndar saman um það stundum hversu gestrisnin væri almennt á undanhaldi í samfé- lagi okkar. Og við töluðum stundum um lífsgildin allt í kringum okkur og vorum sammála um að víða mætti sjá hnignun í þeim málum í samfélaginu. Þú hafðir á réttu að standa enda lifðir þú eftir lögmáli góðra gilda. Þú trúðir á Jesúm og hann var þinn hirðir. Þú starfræktir Sunnu- dagaskóla í nafni hans ásamt afa. Þar gafstu af þér eins og ávallt. Margir kynntust Jesú og kærleika hans í Sunnudagaskólanum og þið gáfuð börnunum Jesúmyndir og bækur til að líma í. Starf þitt í Sunnudagaskólanum var sérstakt og unnið af gjafmildi og góðri trú. Margir munu geyma það í huga sínum. Þú vannst líka margt á heimil- inu. Þú varst fyrirmyndar húsmóðir * og öll hin venjulegu húsverk voru vel unnin. En það var margt sem þú sýslaðir fyrir tan húsverkin. Þú klipptir út úr blöðum og safnaðir úrklippunum í bækur sem líklega eru orðnar óteljandi. Sauma- og pijónaskapur var þér einnig til lista lagður. Flest var gert öðrum til handa. Þú vannst hlutina fyrir fyrir- fram ákveðna ættingja og hafðir þá í huga þér allt frá upphafi verks- ins. Þegar þú sýndir mér verkin talaðir þú jafnframt um þann sem átti að fá hlutinn, ýmist í jólagjöf eða afmælisgjöf. Þú geymdir alla í huga þér og hafðir gaman af því að frétta af fólkinu þínu. Þannig-r varstu allt til loka jarðvistarinnar, alltaf gefandi og hugsandi um aðra. Líkt og Árni frændi sagði varstu sannkölluð drottning ættarinnar. En það kemur að því hjá öllum að deyja og hinir trúuðu og réttlátu munu fara heim til Jesú. Hjá honum ert þú nú. Það staðfestist að kvöldi dánardagsins þegar afi bað Guð um að gefa sér styrkjandi orð og hann dró mannakom. Hann fékk 5. kafla, 13. vers, í I. Jóhannesar bréfi, en þar stendur: „Þetta hef ég skrifað yður, sem trúið á nafn Guðs sonar, ^ til þess að þér vitið, að þér hafíð eilíft líf.“ Þú varst rík í anda og ég er rík- ur að hafa fengið að vera þér sam- ferða allt til þess dags að þú fórst. Þakka þér fyrir saroferðina, amma. Við sjáumst síðar. Þinn Eiríkur Hafberg Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.