Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 9 Tún víða kalin á Suðurlandi KAL I túnum er ekki mjög út- breitt á Suðurlandi, en víða sést í skemmdir, að sögn Einars Þor- steinssonar, ráðunauts og bónda á Sólheimahjáleigu í Mýrdal. Hann sagði að sprettan væri að koma og þá skýrðist ástandið betur. „Túnin virðast hafa orðið verst úti í Skaftártungu, en einnig eru talsverðar skemmdir í Álftaveri," sagði hann. „Svo er kal í túnum hér og þar, en það er oft svo ein- kennilegt og breytilegt. Jafnvel þótt jarðir séu hlið við hlið getur önnur orðið illa úti en hin sloppið alveg.“ Einar sagðist ekki vita um ástand túna í Árnessýslu, en hann hefði heyrt að skemmdir þar væru talsverðar. „Sprettutíð er mjög góð og úrkoma sæmileg,“ sagði hann. „Það eykur líkur á að skemmdirnar lagist. Oft eru grösin aðeins svekkt, ekki aldauð, og þá getur þetta jafnað sig.“ Með verri áföllum í landbúnaði Kal í túnum var miklu almenn- ara og á stærri svæðum árið 1995 þegar þess varð síðast vart, að sögn Einars. Veldur það tjóni á ræktuðu landi og tjóni á uppskeru. „Það getur valdið því að uppskera verður ekki nema hálf. Áburður er dýr og ef árangur er lítill eru það búsifjar," sagði hann. „Kal er eitt af verri áföllum sem landbúnaður verður fyrir. Ekki er auðvelt að hafa mjög mikil áhrif á það, en þó er það hægt að nokkru leyti. Sumir vinna upp eitthvað af túnum, fá sér slægjur annars stað- ar eða rækta grænfóður. Einnig er mikilvægt að fara vel með land- ið, að það sé kalkað og að notaðar séu réttar áburðartegundir." Gróður snemma á ferð Annars er vorið með betra móti og gróður snemma á ferð, að sögn Einars. „Það er með fyrsta móti hjá mér að fé kemst í úthaga," sagði hann. „Kornrækt hefur farið mjög vel af stað, en hún er að aukast og uppskera hefur verið góð undanfarin ár.“ Skútustaða- prestakall og prests- starf í Ósló BISKUP íslands hefur auglýst eft- irfarandi embætti laus til umsókn- ar: „Embætti sóknarprests í Skútu- staðaprestakalli, Þingeyjarpróf- astsdæmi (Skútustaða-, Reykja- hlíðar- og Víðihólssóknir). Emb- ættinu fylgja umráð og afnot af- gjaldsskylds prestsseturs sbr. 8. gr. laga nr. 62/1990. lög nr. 137/1993 og starfsreglur Prests- setrasjóðs. Drög að haldsbréfi þ.e. umráða- og afnotasamningi um prestssetrið liggja frammi á Bisk- upsstofu þar sem veittar eru allar nánari upplýsingar um réttindi og skyldur umráðamanns. Núverandi prestur, sr. Örn Friðriksson pró- fastur, lætur af störfum fyrir ald- urssakir. Umsóknarfrestur er til 7. júlí 1997. Embætti sendiráðsprests í Ósló. Um er að ræða nýtt embætti sett á laggirnar til að þjóna íslending- um búsettum í Noregi. Embttið er stofnað í samvinnu við norsku kirkjuna. Nánari upplýsingar eru veittar á Biskupsstofu. Umsóknar- frestur er til 7. júlí 1997,“ segir í fréttatilkynningu frá Biskupsstofu. FRÉTTIR 155 nemar fá vinnu hjá kirkjugörðunum í SUMAR vinna 155 ungmenni hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurpróf- astsdæma, flest skólanemar á aldr- inum 17-25 ára og er fjöldi þeirra svipaður og á síðasta sumri. Vinn- an felst í almennum garðyrkju- störfum þ.e.a.s. að slá og hirða garðana, hreinsa beð og setja blóm á leiði. Vinnan hófst 2. júní sl. og stendur út ágúst. Ungmennin sem ráðin eru koma frá Reykjavík, Seltjarnarnesbæ og Kópavogi og fer fjöldi þeirra á hveijum stað eftir stærð sveitarfé- lagsins. Langflest þeirra vinna í Foss- vogskirkjugarði eða 95 ungmenni, 45 í Gufuneskirkjugarði og 15 í Kirkjugarðinum við Suðurgötu. Franskar, ljósar buxnadragtir ur léttum efnum TESS v ncð neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardag kl. 10-16. Nýtt bragð f/ Nýjar hugmyndir LA BAGUETTE frystivöruverslun og heildsölubirgðir, GLÆSIBÆ, SÍMI 588 2759. EKTA FRANSKT BAKKELSI, GRÆNMETI, ÁVEXTIR. Frábærar tilbúnar máltíðir. Styttri tími í eldhúsinu. Meiri frítími. Verið velkomin. m£ dagar hefjast á löngum laugardegi 20% afsláttur Opið laugardag kl. 10.30-16.00 Hverfisgötu I LAURA ASHLEY Veggfóður - veggfóðursborðar Gluggatjaldaefni - áklæði Lampar - púðar - o.fl. ALLT TIL AÐ PRÝÐA HEIMILIÐ Opið á morgun 10-16 VettOl’cnö ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Við bjóðum allt sem þig vantar INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI í eldhúsið, barnaherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. Vönduð vara á afar hagstæðu verði. Ókeypis teikningar og tilboðsgerð. Góður magn- og staðgreiðsluafsl. /FQnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Pottar í Gullnámunni 29. maí - 4. júní 1997: Silfurpottar: Dags. Staður Upphæð kr. 29. maí Háspenna, Kringlunni............... 113.356 30. maí Gallery Pizza, ísafirði............ 147.297 30. maí Háspenna, Laugavegi................. 66.558 31. maí Háspenna, Laugavegi................ 297.908 Ljúní Eden, Hveragerði.................. 169.218 1. júní Háspenna, Laugavegi................. 57.828 2. júní Eden, Hveragerði................... 112.107 2. júní Hótel Saga......................... 150.665 4. júní Spilastofan Geislagötu, Akureyri... 88.459 4. júní Keisarinn........................... 64.110 4. júní Háspenna, Laugavegi................ 458.670 4. júní Háspenna, Hafnarstræti.............. 70.470 f 4. júní Háspenna, Hafnarstræti............. 53.741 i < Q O Staða Gullpottsins 5. júní kl. 9.00 var 11.215.000 kr. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.