Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Að gleðjast, syngja og gráta STJÓRNANDINN Robert Henderson og einleikarinn Joseph Ognibene. TONIIST Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Brahms, Strauss og Tsjajkovskij. Einleikari: Joseph Ognibene. Sljórnandi: Ro- bert Henderson. Fimmtudagur 5. júní. SEGJA má að tónleikavertíð- inni ljúki með þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og nú vona allir að sumarið sé kom- ið, með blómstrandi gróðri, sólar- hrings langan dag og miðnætur- roða á himni. Verðandi og nýút- skrifuðum stúdentum var fagnað með háskólaforleiknum eftir Jo- hannes Brahms, sem hljómsveitin lék mæta vel. Þarna mátti heyra gamla stúdentasöngva, sem voru meistaralega ofnir saman án þess að úr yrði lagasyrpa. Forleikur þessi er lífleg tónsmíð og það við- horf var mótandi fyrir flutninginn í heild. Joseph Ognibene, fyrsti horn- isti sinfóníuhljómsveitarinnar, lék einleikinn í öðrum hornkon- sertinum eftir Richard Strauss. Joseph lék konsertinn af glæsi- brag. Strauss leikur sér mikið með brotna hljóma, eins konar líkingu náttúrtónanna, er hann umvefur með hrein tónölum tón- stiga línum. Hægi kaflinn, sem var mjög fallega „sunginn" af Ognibene, er yndisleg tónsmíð og þar gat að heyra sérlega fal- legan samleik hjá fyrsta óbó og sólóhorninu. Lokakaflinn er allt að því eins og Gigue, enda er Strauss, eins og t.d. í óbókon- sertinum, farinn að leita aftur til liðins tíma og er í raun klass- iskur rómantíker í þessu verki, og vefur sín mynstur nærri því eins og gerðist hjá Mozart og Brahms. Ognibene lék konsert- inn af einstöku öryggi og mótun verksins var sérlega yfirveguð og verkið í heild fagurlega „sungið". Tónleikunum lauk með þeirri fjórðu eftir Tsjajkovskíj, sem er, ásamt tveimur síðustu sinfóníum meistarans, ein af tilfinninga- þrungnustu sinfóníum tónlistar- sögunnar. Tæknileikur er aldrei fjarri hjá Tsjajkovskíj, eins og t.d. í „pizzcato“-kaflanum, þar sem rithátturinn fer eftir hljóð- færaskipan hljómsveitarinnar. Þá eru rússnesku þjóðlögin snilldarlega ofin saman í þessu verki og tilfinningaofsinn, sem sérstaklega birtist í upphafi loka- kaflans, var áhrifamikill í flutn- ingi hljómsveitarinnar, nærri því háskalega hraður en vel leikinn. Það vantaði samt grátinn í þjóð- lagið fræga í lokaþættinum en eftir því sem unnið er úr stefínu má heyra bældan ofsann í fiðlun- um, sem brýst síðan út og þegar básúnurnar léku lagið, vantaði því miður „legató- eða tenuto- sönginn" í stefið, sem varð hjá þeim of sundurslitið í tónmynd- un. Má vera að kunnáttan „að gráta“, sé hverfandi með nú- tímamanninum, en það gerði Tsjajkovskíj í verkum sínum, svo að mörgum hefur ofboðið tilfinn- ingasemin. Hvað sem þessu líður var flutningurinn í heild mjög góður undir líflegri stjórn Ro- berts Hendersonar, glaðlegur í háskólaforleiknum eftir Brahms, söngfagur hjá Ognibene í horn- konsertinum eftir Strauss og til- finningaþrunginn en þó ógrát- inn, í sinfóníunni, eftir Tsjajkovskíj. Jón Ásgeirsson. Auglýsendur athugið breyttan skilafrest á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Sími 569 11 11 * Símbréf 569 11 10 » Netfang: augl@mbl.is Lilli o g dúska- skrímslið LEIKUST llrúöulcikhús Ilclgu Stcffcnscn í Brúöubílnum í DÚSKALANDI Höfundur: Helga Steffensen og Sig- rún Edda Bjömsdóttir. Leikstjóri: Sigrún Edda Bjömsdóttir. Vísur: Jóhannes Benjamínsson, Sigrún Hannesdóttir o.fl. Brúðugerð: Helga Steffensen. Raddir: Helga Steffens- en, Hjálmar Hjálmarsson, Pálmi Gestsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir o.fl. Tónlistar- og upptökusljóri: Vil- hjálmur Guðjónsson. Búningar: Ingi- björg Jónsdóttir. Brúðustjóm og leikur: Frímann Sigurðsson, Helga Steffensen og Sigrún Erla Sigurðar- dóttir. Miðvikudagur 4. júní. ÞAÐ VAR kátt á hjalla á frum- sýningu Brúðubílsins í gær. U.þ.b. tvö hundruð manns, flest leikskólaböm, voru saman- komin í Hallargarðinum við Laufásveg. Það gladdi lítii hjörtu að bera kennsl á „konu forsetans“ meðal frumsýningargesta og þau toguðu feimnislega í úlpu- falda leikskólakennaranna til að biðja um staðfestingu á þessu. Verkið sem hér er til umræðu er skemmtilegt og fræðandi. Lilla vantar dúsk á húfuna sína og er fluttur með töfrasöng barnanna í Dúskaland þar sem hann kynnist Dúskamömmu og Dodda dúskaskrímsli.. Þar lærir Doddi af mistökum sínum að hemja frekjuna og græðgina og Lilli eign- ast nýjan vin og um leið dúskinn sem hann var að leita að. Á þessu ferðalagi lærir Lilli að þekkja litina og undir- stöðuatriði í tónfræði auk þess sem hann heillar áhorfendur upp úr skónum með því að spekja skrímsl- ið og vingast við það sem hann hræddist í byijun. Umgjörð leiksins er sniðug, litrík og falleg. Skrímslið gengur m.a. í gegnum tvær umbreytingar hvað útlit snertir þó persónuleikinn sé sá sami. Önnur brúðugerð er af sama toga; hugmyndarík og stíl- hrein. í Dúskalandi er gnótt dúska af öllum stærðum og gerðum sem eru einfaldir og fallegir. Þessi efni- viður er notaður af hugmyndaauðgi til hins ýtrasta. Auk Helgu Steffensen ljá þekktir leikarar brúðunum raddir sínar. Þeir hafa allir starfað við hljóðsetn- ingu sjónvarpsefnis og greinilegt að þar er vanur maður í hveiju rúmi. Kunnuglegar raddir og ein- faldar persónur auðvelda áhorfend- unum að tileinka sér efnið. Þrátt fyrir nokkurn garra komst talið vel til skila úr myndarlegum hátölur- um. Leikhljóð voru einnig til fyrir- myndar. Mest hreif þó hve skemmtilega er blandað saman leikbrúðum og lifandi persónum í litríkum gervum. Þetta jók möguleika og íjölbreytni bníðuleikhússins til muna, enda var allur Brúðubíllinn gjörnýttur, jafnt svið, þak sem umhverfi. Hreyfíngar leikendanna voru úthugsaðar og skipulagðar og stórkostlegt hvað vel tókst til að fylgja segulbandinu eftir þannig að aldrei sá misfellu á. Öllu þessu tekst svo Helgu Steff- ensen og Sigrúnu Eddu Björnsdótt- ur að steypa saman þannig að úr verður skemmtileg samfelld heild. Hrynjandin í verkinu er hröð og ákveðin og það er aldrei dauður punktur. Þetta olli því að þessi sýn- ing hélt athygli yngstu áhorfend- anna óskiptri og þeir eldri máttu einnig hafa gaman af. Á frumsýningu var sýnt með brúðuleikritinu annað verk, ekki síðra um varðhundinn sem lærði að gelta grimmilega. Sniðug og fyndin saga sem rifjar upp fyrir bömunum fróðleik um sveit og dýr. Sveinn Haraldsson HANINN, Dúskur og Svalur: Helga Steffensen notast auk handbrúða við leikara í gervi í brúðuleikverkum sínum. Munstur á Sjónarhóli NES og Vogur. Olía á striga. HUGMYNDIRNAR að þessum verkum koma úr ýmsum áttum. Stundum er mér alls ekki ljóst hvaðan þær era ættaðar, sennilega úr undirvitundinni. Oft kannast ég ekki við þær þegar þær eru komnar á striga eða blað. Þá er eins og þær hafi tekið af mér völdin. En til samans era þær sjálfsagt framleng- ingar af eigin sálar- munstri án þess ég geti skýrt það mjög nákvæmlega,“ segir Valgarður Gunnarsson m.a. í kynningu á sýningu sinni á Sjónar- hóli, Hverfisgötu 12, sem opnar nk. laugardag kl. 15. Valgarður segir að það taki sig óratíma að vinna úr hverri hug- mynd, fyrst með blýanti á pappír og síðan með vatnslitum eða olíu. „Meðan á vinnunni stendur er eins og upprunaleg mynd, fyrimynd eða mótíf hætti að vera til. Eg er kannski að mála húfu, en alls ekki meðvitaður um hana sem mótíf fyrr en myndinni er !okið.“ Húfur skjóta reglulega upp kollinum í verkum hans á Sjónarhóli en margvísleg munstur eru einnig mjög áberandi og hafa verið allt frá því hann hóf að mála, segir í kynningu. Sýning Valgarðs á Sjónarhóli stendur fram til 29. júní. Salurinn er opinn fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.