Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997 35 Opið bréf til foreldra grunn- skólabarna í Reykjavík KÆRU foreldrar! Ég ætla að fara í nokkrum orðum yfir þetta fyrsta skólaár eftir að Reykjavíkurborg tók alfarið við öll- um rekstri grunnskólanna. Enginn málaflokkur hefur gengið í gegnum aðra eins uppstokkun og brejd;- ingar og fræðslumálin. Tii skólanna í Reykja- vík fara um 40% allra skatttekna borgarinn- ar, þ.e.a.s. tæp 40% af útsvari og fasteigna- gjöldum ykkar fer í skólastarf barnanna. Stefnufast, skipu- lega og samtaka hefur fræðsluráð og Fræðslumiðstöð tekið á málunum frá 1. ágúst. Lögð var fram vel uhnin og metnaðarfull starfsáætlun við gerð ijárhagsáætlunar fyrir árið 1997. Borgarstjórn sam- þykkti við gerð fjárhagsáætlunar viðbótarfjármagn til að styrkja upp- haf skólagöngu barna með: 1. að veita skólum viðbótarstundir fyrir nemendur 1.-3. bekkjar. Bekkjarkjarninn er í raun 16 nem- endur, en síðan fær skólinn eina viðbótarstund á hvern nemanda Gífurlega mörgu hefur verið ýtt úr vör á þessu fyrsta ári, segir Sigrún Magnúsdóttir, eftir að borgin tók alfarið við rekstri grunnskóla borgarinnar. umfram 16 upp í 24 nemendur og þá er bekkjum skipt. Þetta gefur skóla svigrúm til að skipuleggja starfið út frá þörfum nemendahóps- ins, aðstæðum og forsendum á hverjum stað. Þetta er nýjung í skólastarfi og vekur mikla eftirtekt þar sem hún er kynnt meðal kenn- ara og sveitarstjórnarmanna. Þá er búið að skipuleggja nám- skeið fyrir kennara í 1. og 2. bekk til að prófa markvisst íjölbreytt vinnubrögð og mismunandi skipu- lagningu bekkjarkennslu. 2. að ijölga stuðningsfulltrúum og stuðla að því að yngstu nemendurn- ir aðlagist skólastarfi sem best. Haustið 1995 komu 32 stöðugildi stuðningsfulltrúa inn í skólana og haustið 1997 erum við að bæta við um 15 stöðugildum. Þá verður haldið námskeið fyrir stuðningsfulltrúa í yngstu bekkjun- um. 3. að gera upphaf skólagöngu 6 ára barna markvissara með því m.a. að efla samstarf við leikskóla- stigið og stuðla að því að verðandi 1. bekkingar fari í heimsóknir í grunn- skólann sinn á vorin. Aðstoða skóla og for- eldrafélög við að und- irbúa nánjskeið fyrir foreldra 6 ára barna að hausti og gefa út kynningarhefti handa þeim. Borgarstjórn sam- þykkti að fjöldi viku- legra kennslustunda í grunnskólum borgar- innar skuli vera 319 á alla árganga nk. skóla- ár, en það er fimm stundum meira en grunnskólalög gera ráð fyrir. Frá næsta hausti verða ráðnir námsráðgjafar í 50% starf við alla skóla borgarinnar með unglingastig. Við yfirfærsluna voru aðeins rúm fimm stöðugildi náms- ráðgjafa í Reykjavík. Verkefni þeira felast í leiðsögn um náms- og starf- sval. Þá veita þeir persónulega ráð- gjöf vegna aðstæðna sem hindra nemendur í námi og vinna fyrir- byggjandi starf. Þá er búið að skipuleggja nám- skeið fyrir umsjónarmenn með vímuvörnum í skólum (kennara og námsráðgjafa). Þetta námskeið er unnið í samvinnu við vímuvarnar- nefnd Reykjavíkurborgar. Þá var samþykkt að ráða umsjón- armenn í 25% starf í hveijum skóla til að sjá um tölvustofur og staðar- net í grunnskólum borgarinnar. Sl. tvö ár hafa borgaryfirvöld varið tugum milljóna til þess að net- tengja alla grunnskóla Reykjavíkur í þeim tilgangi að kynna nemendum tölvusamskipti og notkun Internets- ins til upplýsingaöflunar. Jafnframt hafa bókasöfn og skólastjórar að- gang að SKÝRR um víðnet skól- anna. Það er búið að skipuleggja nám- skeið fyrir umsjónarmennina. Við stefnum að því að áætlanir um vímuvarnir verði fastur liður í skólanámskrám skólanna. Þetta er liður í áætlunum vímuvarnarnefnd- ar Reykjavíkur. Þrír skólar fengu úthlutun úr þróunarsjóði grunnskóla til að þróa lífsleikni og vímuvarnir. Einnig er stefnt að því að jafn- réttisáætlun verði ætlaður sess í skólanámskrám í samræmi við jafn- réttisáætlun borgarinnar. Nýlega var ráðinn hjá Fræðslu- miðstöð kennsluráðgjafi í listum og menningu. ■-----------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur* Qhmtv tískuverslun _ V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 _ PARTAR BÍLAPARTASALA KAPLAHRAUNI 11 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 565 3323 • FAX 565 3423 EIGUM FYRIRLIGGJANDI NÝJA OG NOTAÐA VARAHLUTI í FLESTAR GERÐIR BÍLA HÚDD - BRETTI - STUÐARA HURÐIR - LJÓS - GRILL AFTURHLERA - RÚÐUR Borgarstjórn samþykkti í desem- ber sl. að vinna markvisst að efl- ingu náttúruvísinda- og tækni- kennslu í grunnskólum borgarinnar með áherslu á þróunarstarf í 2-3 skólum og öflugri endurmenntun kennara sem vilja sérhæfa sig á þessum sviðum. Fimm skólar fengu úthlutað úr þróunarsjóði grunnskóla til að þróa kennsluhætti og námsgögn til að efla náttúruvísinda- og tækni- kennslu. Nýlega var ráðinn kennsluráð- gjafi að Fræðslumiðstöð til að vinna að frekari brautargengi verkefnis- ins. Þá vann Fræðslumiðstöð í sam- vinnu við Kennaraháskólann og Háskóla íslands að 15 eininga námi til að efla þekkingu kennara í eðlis- og efnafræðigreinum. Starfshópur undir stjórn fræðslu- stjóra hefur unnið í allan vetur að hugmyndabanka um 6-7 stunda vinnudag nemenda og tengingu við tómstundastörf. Þrír skólar fengu úthlutað úr þró- unarsjóði grunnskóla Reykjavíkur til að þróa ákveðna þætti vegna ein- setningar og lengingar skóladags. Fræðsluráð og borgarráð hafa samþykkt samhljóða fimm ára áætl- un um einsetningu allra grunnskóla borgarinnar. í tvö ár hefur verið unnið markvisst að undirbúningi þessarar metnaðarfullu áætlunar. Fyrst voru fengnir ráðgjafar sem unnu í samvinnu við byggingadeild borgarverkfræðings að úttekt á öll- um skólunum, þeir voru allir metnir út frá forsögninni um Engjaskóla. Þessi úttekt var kynnt í öllum hverfum borgarinnar sl. vor. Síðan hefur verið unnið að gerð fimm ára áætlunarinnar og hún kynnt á und- irbúningsstigi á fjölmörgum fundum með skólastjórnendum og foreldrum. Eins og sést á þessari löngu upp- talningu hefur gífurlega mörgu ver- ið ýtt úi' vör á þessu fyrsta ári eft- ir að borgin tók alfarið við rekstri grunnskóla borgarinnar. Hins vegar skynjum við sem að skólamálum störfum nánast hungur og óþolinmæði eftir enn frekari úrbótum og fjármagni. Við erum samt stolt af markviss- um vinnubrögðum bæði hvað varðar innra starf skólanna sem og ytri rammann. Aldrei fyrr hafa verið lagðar fram slíkar langtímaáætlanir í skólamál- um borgarinnar. Ég er sannfærð um að við fögn- um nýrri öld vel undirbúin og nán- ast megi segja að bylting hafi átt sér stað í fræðslumálum á ótrúlega stuttum tíma. Höfundur er formaður fræðsluráðs. Tímaskekkja á Vestfjörðum? Björn Hlynur Þór Garðarsson Magnússon STUNDUM er sagt, þegar tímar mikilla, sárra og óhjá- kvæmilegra breyt- inga ganga yfir, að ástandið versni fýrst, áður en það fer að batna. Ekki er laust við, að slíkar hu- grenningar hafi eitt- hvað leitað á Vest- firðinga á erfiðlei- katímum síðustu ára. Fyrirtæki, fólk og byggðarlög á Vest- fjörðum hafa verið tíðir gestir (en ekki alltaf sjálfviljugir) í fréttum og fjölmiðl- um og oftar en ekki með neikvæð- um hætti. Erfiðleikar í rekstri fyrir- tækja, glataðar fiskveiðiheimildir, Atvinnuvegasýning Vestfjarða verður hald- in um helgina. Björn Garðarsson og Hlynur Þór Magnússonsegja að sextíu vestfírsk fyrir- tæki muni kynna þar starfsemi sína. langvinnt atvinnuleysi í heilu pláss- unum, hörmungar og stórfelldir mannskaðar af völdum náttúru- hamfara, heilu byggðahverfin óbyggileg og verðlaus vegna snjó- flóðahættu, hrakleg útkoma á sam- ræmdum prófum, fólksflótti, von- leysi. Og nú síðast verkfailið hér vestra, sem staðið hefur vel á ann- an mánuð og allir landsmenn þekkja. En samt eru þeir til, sem reyna að sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Og þær hliðar eru líka til hér vestra, þótt e.t.v. sé minna gert úr þeim í fjölmiðlum. Þeir menn og þau fyrir- tæki eru til hér, sem hyggja gott til framtíðarinnar á Vestfjörðum, þrátt fyrir allt, og stefna ekki á brottflutning í sæluna eða hvað það nú er fyrir sunnan. Nokkur vitnis- burður þess birtist á Atvinnuvega- sýningu Vestfjarða, sem haldin verður í fyrsta sinn í íþróttahúsinu á Torfnesi á ísafirði nú um helgina. Einhveijir kunna að segja, að það sé tímaskekkja að halda slíka sýn- ingu á þessum tíma, í skugga alls þess sem áðan var talið upp, hvað þá rétt á meðan hinar harðvítugu, sérvestfirsku og landsfrægu vinnu- deilur standa yfir. Er þetta yfirleitt nokkur glóra? Jú, þeir eru til sem trúa því að erfiðleikarnir gangi yfir, Vestfirð- ingum takist að laga sig að breytt- um aðstæðum, jafnvægi skapist og ástandið fari að batna á ný. I þeirri trú var sl. vetur stofnað Atvinnu- þróunarfélag Vestfjarða hf., en að því standa fyrirtæki, einstaklingar, félög, stofnanir og sveitarfélög á Vestfjörðum. Hjá félaginu starfar sérmenntað fólk, sem veitir þjón- ustu fólki og fyrirtækjum um allan fjórðunginn. Þótt félagið sé enn aðeins liðlega hálfs árs gamalt, er mörgu búið að koma í verk og margt í deiglunni. Þau störf hafa reyndar ekki öll farið mjög hátt eða verið sérlega áberandi. Atvinnuvegasýning Vestíjarða, sem haldin verður á ísafirði um helgina að forgöngu félagsins, er þar nokkur undantekning. Þar verða saman komin um sextíu vest- firsk fyrirtæki og kynna vörur sínar og þjónustu og framtíðarvonir. Sýningin er haldin í þeirri trú og reyndar vissu þeirra sem að hcnni standa, að hún sé ekki tíma- skekkja, heldur þvert á móti ákaf- lega tímabær. Björn Garðarsson er verkcfnisstjóri Atvinnuvegasýningar Vestfjarða 1997 og Hlynur Þór Magnússon hefur tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar. Practical 3ja dyra Hatcback. Verð kr. 1.249.ooo Kynntu þér einnig hinar 3 gerðirnar ítarlegar upplýsingar um í MAZDA 323 fjölskyldunni! Umboðsmenn: Akranes: Bflás sf. • ísafjörður: Bflatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.