Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 23 Höfuðstöðvar vélhjólaklúbbs sprengdar í Drammen Ottast hefndarað- gerðir Bandidos Ósló. Reuter. NORSKA lögreglan óttaðist í gær að gripið yrði til hefndaraðgerða eftir að bækistöðvar vélhjóla- gengisins Bandidos í Drammen voru sprengdar í loft upp undir miðnætti á miðvikudagskvöld. Kona lét lífið í sprengingunni og sagði Arne Huuse, yfírmaður rann- sóknarlögreglunnar, að þetta til- ræði markaði þáttaskil í átökum vélhjólagengja í Noregi. Thorbjorn Jagland, forsætisráð- herra Noregs, fór í gær til Dramm- en og hét því að tekið yrði hart á vélhjólaklúbbum vegna þessa at- viks. Sagði hann að þeir, sem stað- ið hefðu að baki tilræðinu, væru ekki mennskir. Irene Astrid Bekkevold lét lífið þegar hún ók fram hjá höfuðstöðv- um Bandidos ásamt eiginmanni sínum í þann mund, sem ein sprengjan sprakk, en alls var um að ræða þrjár sprengingar. Eigin- maðurinn slasaðist og var hann fluttur á sjúkrahús, en var ekki í lífshættu. Gera þurfti að sárum þriggja annarra. Lýst eftir bifreiðum Lögreglan lýsti í gærmorgun eftir tveimur bifreiðum vegna sprenginganna. Bifreiðarnar er af gerðinni Volkswagen Transporter og Toyota Hiace og sáust þær á vettvangi skömmu fyrir sprenging- una. Sprengingin var mjög öflug og heyrðist hávaðinn um nánast alla Drammen sem er suður af Ósló. Hús Bandidos stóð í ljósum logum, nokkur hús eyðilögðust og rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum. Ekki var vitað hvað olli spreng- ingunum en í fjölmiðlum var leitt að því getum að um bílsprengju hefði verið að ræða. Gerd-Liv Valla, dómsmálaráð- herra Noregs, sagði í útvarpsvið- tali í gær að eftirlit með mótorhjóla- gengjum yrði nú eflt. „Ég veit í ekki smáatriðum hvað lögreglan er að gera í þessu máli en ég veit að það er framarlega í forgangsröð- inni og mun færast framar," sagði ráðherrann. Á undanförnum þremur árum hafa átta manns látið lífið í átökum Bandidos og andstæðinga þeirra í samtökum Vítisengla í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Arne Huuse rannsóknarlög- reglustjóri kvaðst gera ráð fyrir því að árásin í Drammen væri liður í átökum Bandidos og Vítisengl- anna, bifhjólasamtaka sem eiga rætur að rekja til Bandaríkjanna. „Nú er hættan sú að spennan aukist og Bandidos leiti hefnda," sagði hann. „Við getum ekki setið hjá og fylgst með án þess að grípa til allra tiltækra ráða.“ Valla sagði í gær að hún væri að kanna möguleikann á því að banna vélhljólagengjum að hafa hús fyrir klúbba sína í þéttbýli. ERLEIMT Reuter GEREYÐILAGÐUR bíll stendur á götu skammt frá höfuðstöðvum bifhjólasamtakanna Bandidos í Drammen í Noregi eftir að þær voru sprengdar í loft upp. Þrengt að erlendum fjölmiðlum á Kúbu svipta starfsleyfi Hóta að Malaga. Morgunblaðið. KÚBANSKA utanríkisráðuneytið hefur samþykkt sérstaka reglugerð varðandi starfsemi erlendra blaða- manna í landinu. Samkvæmt henni má veita starfsmönnum erlendra fjölmiðla viðvörun eða svipta þá réttindum til að starfa á Kúbu sýni þeir ekki „fagmennsku og hiutleysi“ í skrifum sínum um land og þjóð. Reglugerð þessi, sem er í 26 lið- um, gekk í gildi 21. febrúar síðast- liðinn en stjórnvöld staðfestu fyrst nú á þriðjudag að hún hefði verið samþykkt eftir að erlendir blaða- menn á Kúbu höfðu komist yfir af- rit af henni. í reglugerðinni er ekki skýrt hvað teljast skuli „fagmenska og hlut- leysi“ og því er þar ekki að finna hvernig skilgreina beri brot gegn þessum viðmiðum. Hins vegar segir að veita megi erlendum blaðamön- um á Kúbu viðvörun gangi þeir of langt, að mati kommúnistastjórn- arinnar, í störfum sínum og að svipta megi þá réttindum til að starfa í landinu, tímabundið eða til Iangframa „eftir aðstæðum og af-. leiðingum" skrifa þeirra. í reglugerðinni nýju segir og að erlendir fjölmiðlar megi framvegis aðeins ráða Kúbana til starfa í gegn- um ráðningarskrifstofur kúbanska ríkisins. Hver og einn þeirra má aðeins starfa fyrir eitt erlent fyrir- tæki. Erlendir blaðamenn á Kúbu hafa skrifað stjómvöldum bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna reglu- gerðarinnar nýju. Á Kúbu starfa alls 102 fréttamenn fyrir erlenda fjölmiðla og eru 35 þeirra Kúbanar. Langur laugardagur Opið kl. 10-17 Langur laugardagur Laugavegi, sími 511 1717. Kringlunni, sími 568 9017 \ ■jft : . ■. ■ 1 Prí barnagcesla fyr*r 4 áraogeldnfra hl t safnaöarheimili aðventista, Ingólfsstradi 19. Laugavegi, simi 511 1717. Kringlunni, sími 568 9017 Langur laugardagur TILBOÐ Síðir skyrtu kjólar 2.500 Stutterma skyrtur 1.500 Sumarjakkar 5.900 Teygjubolir 1.990 IMITZ buxur 3.900 Ýmis önnur spennandi sumartilboð NÝ SENDING FRÁ KOOKAI OG MORGAN Kynning á <$> ŒUDD FEFWCI' LIFESTYLE IN LEATHER leðurvörum frá VAN GILS leather 6.-10. júní. Við kaup á tösku og veski trá <«> fylgir eau de partum 50 ml. LEÐURIÐJAN ehf. Laugavegi 15, sími 561 3060., P \ leourvörurV/^^ r BIODROGA snyrtivörur Bankastræti 3, sími 551 3635. \___________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.