Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Alpabjalla - Cortusa matthioli ALPABJALLAN mun vera tiltölulega nýr landnemi hér í görðum. Hennar er t.d. ekki getið í Garðagróðn þeirra Ingimars Óskarsson- ar og Ingólfs Davíðs- sonar og ekki heldur í Skrúðgarðabþk Garðyrkjufélags ís- lands. Nú á síðari árum hafa vinsældir hennar aukist mjög, svo nú má segja hana nokkuð algenga í ræktun, enda á hún það fyllilega skilið, bæði hvað varðar blóm og blöð — og svo er hún með afbrigðum harðger. Blöðin eru hraustleg, nærri kringlótt, en þó meira eða minna hjartalaga, hærð, bugtennt og blaðstilkurinn miklu lengri en blaðið. Myndar fljótt þétta brúska, sem breiðast út hægt en örugg- lega með stuttum jarðstönglum. Biómstilkarnir, sem eru allt að helmingi hærri en blaðbrúskarnir, bera sveip ijölda fremur lítilla, drúpandi, klukkulaga blóma, sem eru rósrauð eða purpurarauð á lit og láta venjulega sjá sig einhvern tímann í júní. Venjulega þroskar alpabjallan hér fræ — og það ekkert smá- ræði. Því er best að sá strax að hausti, þá spírar það ágætlega, t.d. í sólreit. Einnig er auðvelt að fjölga eldri plöntum með skipt- ingu. Þrífst vel í allri góðri garðmold, sé hún ekki of þurr, og jafnvel þolir hún nokkurn skugga, því þetta er skóglendisjurt. Þarna sver hún sig í ætt við frænkur sínar, prímúlurnar (lykiana), t.d. friggjarlykil og kínalykil, sem báðar hafa orð á sér fyrir að vera dálítið þorstlátar. Heimkynni alpabjöilunnar eru sögð vera í fjölium Evrópu og austur um Asíu til Himalajafjalla í suðri, en frá NV-Asíu (Kína) kemur tilbrigðið Cortusa matthi- oli forma pekinensis með loðnari blöð og heídur stærri blóm. „Þyk- ir betri garðplanta en aðaltegund- in,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir í ís- lensku garðblóma- bókinni, en líklega er erfiðara að kom- ast yfir „Kínveij- ann“. Alpabjallan er einnig til í hvítri út- gáfu, sem einnig ber heldur ljósgrænni blöð. Ekki ber mönnum saman um tegunda- ijöldann í Cortusa- ættkvíslinni. Hið mikla verk í 5 bind- um frá Konunglega breska garðyrkjufé- laginu, Dictionary of Gardening, segir bara tvær teg- undir í ættkvíslinni, þ.e. Cortusa matthioli og C. semenvoii, sem þeir segja að vaxi í Turkestan og beri gul blóm. Hins vegar er hér í nokkrum görðum enn ein tegundin, einnig frá Turkestan, nefnilega Cortusa turkestanica, sem nefnd hefur verið hirðingjabjalla. Hún er öllu stærri og grófgerðari en alpabjall- an og auk þess heldur tregari að blómstra. Greinilega er þarna komin þriðja tegundin, með svipuð blóm og alpabjallan, bara ívið færri og fyrr á ferðinni, svo lítil hætta er á að þessum tegundum verði ruglað saman. Blómlitur hirðingjabjöilunnar er örlítið ljós- ari en alpabjöllunnar og blóm- stöngullinn, sem ber uppi blóm- sveipinn, styttri. Auk þess er blað- lögunin nokkuð frábrugðin, þar sem hirðingjabjallan er með af- löng eða egglaga blöð. Æðastren- girnir eru meira áberandi en hjá alpabjöilu og blaðseparnir heldur stærri. Eins eru blöð hirðingja- bjöllu þykkari og glansmeiri en blöð alpabjöllu. Báðar eru þessar Cortusa-tegundir ljómandi falleg- ar þótt blómgunin sé gengin um garð, því blaðbrúskarnir haldast fallegir allt sumarið. En það væri gaman að reyna að ná í þessa gulu, C. semenovii, þarna austan að — hún ætti að standa sig hér eins og systur hennar. Ólafur B. Guðmundsson. BLÓM VIKUNNAR 356. þáttur límsjón Ágústa Björnsdóttir HELENA RUBINSTEIN Tilboð sem erfítt er að hafna Glæsilegir kaupaukar fylgja Force C vörunum T.d. með Force C dropunum færðu: • Sumarlega snyrtitösku • i 5 ml Force C krem • 50 ml HoneyTonic • Lítinn Generous augnháralit Með hverjum 2 sólkremum ferðu: • Stóra glæsilega tösku, tilvalda í sportið 1® Kynning föstudag og laugardag. H Y G E A jnyrtivoruverjlun Austurstrati 16, slmi 511 4511. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Snobb eða smá- borgaraskapur á smáþjóða- leikum ÞAÐ vakti athygli mína er ég sá í fréttatíma sjón- varpsins frá setningu Smáþjóðaleikjanna er íslenska keppnisliðið gekk inn á leikvanginn að fyrir liðinu var borið kynning- arspjald er á stóð Iceland. Nú veit ég ekki til að nokkur enskumælandi þjóð taki þátt í leikjunum. Þó svo væri er að minni hyggju alger smekkleysa að nota enska stafsetn- ingu við kynningu lands- ins að minnsta kosti hér heima. Því gera verður ráð fyrir að allir sem þarna voru viti í hvaða landi þeir eru staddir og ætti því að vera óhætt að nota íslenska stafsetn- ingu. Nú þætti mér gaman að vita hvort þetta stafi af snobbi, minni- máttarkennd eða af hreinum og beinum kjánaskap, eða vegna þess sem ég tel sennileg- ast þar sem þetta eru smáþjóðaleikar af smá- borgaraskap sem sumar smáþjóðir þjást svo mjög af. Grétar Eiríksson, tæknifræðingur. Viðbygging við Kringluna? ÉG ER bæði hneyksluð og gáttuð á borgar- yfirvöldum að leyfa við- byggingu við Kringluna. Ég vil mótmæla því að það sé verið að þrengja enn meira að byggðinni við Kringluna og beina allri þessari umferð inn í Kringlu. Þetta er bara gert vegna þess að byggja á nýja verslunarmiðstöð í Smáranum. Það þarf að athuga með bílastæði og vegagerð áður en Kringlan verður stækkuð. Aukin umferð skapar mengun allt í kringum Kringluna. Það er búið að kasta milljörðum í þessa vitleysu. Það þarf að gera nýja aðkeyrslubraut að Kringlunni því að Mikla- brautin þolir ekki meiri umferð. Það er verið að byija á vitlausum enda, fyrst á að byggja umferð- aræðar og síðan húsin. Ein áhyggjufull. Tapað/fundið Gult kvenhjól tapaðist GULT kvenhjól, ryðgað, hvarf frá Dunhaga fyrir 2-3 dögum. Þeir sem hafa orðið þess varir einhvers staðar vinsamlega látið vita í síma 551-7527 (símsvari). Hringur tapaðist GAMALDAGS hvíta- gullshringur með glærum steinum tapaðist sl. mánudagskvöld. Mögu- legir staðir eru Snæ- landsvideó, Essó við Geirsgötu, Olís við Lauga- veg, á Sólon íslandus eða á bílaplani við Gijótagötu. Einnig er möguleiki á að hann hafi tapast við KR- heimilið. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 551-5802. Góð fundarlaun. Dýrahald Angórukettlingar fást gefins FALLEGIR angórukettl- ingar, kassavanir, fást gefins. Uppl. eftir kl. 17 í síma 566-7562. I DAG Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson Víkverji skrifar... ISÍÐUSTU viku var ný símaskrá borin út og er hún yfirleitt vin- sælt umræðuefni fyrst á eftir. Hún er að venju stór og vegleg og betur að henni staðið núna held- ur en stundum áður. Hún inniheldur m.a. notendavænt kort af Stór- Reykjavíkursvæðinu, leiðakerfí Strætis- og Almenningsvagna og ýmsan annan fróðleik. Víkveiji situr við tölvu sína allan daginn og í daglegu amstri hefur hann oft velt því fyrir sér hvenær Póstur og sími ætli að bjóða við- skiptavinum sínum upp á símaskrá í tölvutæku formi. Þetta tíðkast erlendis og eru fyrirtæki jafnvel hvött til að taka símaskrána í tölvu- tæku formi fremur en á pappír, þar sem pappírsskráin er miklu dýrari í framleiðslu. Á einhveiju ferðalagi, iíklega í Danmörku, sá Víkveiji svo flotta tölvusímaskrá að hann varð orðlaus. Þar var m.a. grafískt götu- kort og lítill depill blikkaði í göt- unni þar sem símanúmerið var skráð. Einu sinni var hægt að kaupa símaskrána á diskettu, en hún var seld á 60.000 krónur! Fáir létu bjóða sér þetta og skyldi engan undra. Póstur og sími upplýsti líka ein- hvern tíma að símaskráin yrði mis- notuð ef fólk gæti sjálft flett upp í henni í tölvu. Misnotuð af hverjum og hvernig? Flestar þær upplýsingar sem mann vanhagar um er hægt að fá með því að hringja í þjónustusímann 118, en það kostar hvorki meira né iftinna en 43,20 kr. á mínútu. Getur verið að þar sé komin skýr- ingin á því hvers vegna fólk má ekki sjálft leita í tölvusímaskrá, að Póstur og sími telji sig verða fyrir tekjutapi ef fólk hringir minna í þjónustusímann? XXX ALMENNINGUR virðist verða æ meðvitaðri um endur- vinnslu og umhverfisvernd en áður. Fyrir nokkrum árum voru glerflösk- ur undan gosdrykkjum það eina sem hægt var að skila til endurvinnslu eða endurnotkunar og á sokka- bandsárum Víkveija fékkst fimm- kall fyrir glerið. Nú er fólk beðið að flokka m.a. dagblaðapappír og mjólkurfernur frá öðru rusli og setja það í þar til gerða gáma sem staðsettir eru víðs vegar í þéttbýlinu. Víkveija finnst hins vegar nokk- uð skorta á upplýsingar um þessa flokkun, s.s. af hveiju fernur og dagblöð megi ekki fara saman, af hveiju pappi og pappakassar eigi að fara í sérgám í Sorpu o.s.frv. Víkveiji reynir að verða við þessu eftir bestu getu, en oft er viljinn meiri en getan. Kassarnir með mjólkurfernunum eru fljótir að fyll- ast, þó svo þær séu brotnar saman og skolaðar vandlega eins og beðið er um, og svo man Víkveiji ekki alltaf eftir því að gera sér ferð með þær í gáminn. Sama má segja um blaðakassann — og plastpokana með tveggja lítra piastflöskunum sem eru svo plássfrekar. Fyrst í stað var steðjað með gos- flöskurnar í Endurvinnsluna í Knarrarvogi, en þar fæst greitt fyr- ir góssið, og börn Víkveija hirtu ágóðann. Eftir að Víkveiji uppgötv- aði að flöskugróðinn dugði ekki fyrir bensíni á bílinn í Endurvinnsl- una hætti hann að fara þangað og gefur nú skátunum flöskurnar. En fleira en gosdrykkjaflöskur fellur til á heimilinu, svo sem jógúrt- dósir, djúsflöskur, ísbox og ýmislegt annað ótilgreint. Endurvinnsalan hefur ekki greitt fyrir slíkan varn- ing en Víkveiji velti því fyrir sér hvort það plast væri nokkuð verra en flöskuplastið og hvort ekki mætti endurvinna það líka, þó ekki fengj- ust neinir aurar fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.