Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 37 JON EIRÍKSSON + Jón Eiríksson var fæddur í Reykjavík 15. októ- ber 1911. Hann lést í Landspítalanum 29. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigríður Ól- afsdóttir, verka- kona og húsmóðir í Rvíkj f. 9. maí 1885 í Asi í Holtum, d. 1966, og Eiríkur Einarsson, verk- stjóri í Rvík, f. 28. nóvember 1885 í Sauðholti, d. 14. janúar 1965. Systkini Jóns eru: Árni, f. 20. október l908, d. 15. júlí 1983; Þuríður Ágústa, f. 1. ágúst 1916, d. 9. júlí 1936. Jón kvæntist 15. júní 1938, Guðrúnu Sigurðardóttur, hús- móður, f. 7. júlí 1912 á Hvítár- bakka í Borgarfirði, d. 1. júlí 1995. Foreldrar hennar voru Ásdís Þorgrímsdóttir, húsmóð- ir, f. 18. október 1883 á Kára- stöðum í Vatnsnesi, d. 9. apríl 1969, og Sigurður Þórólfsson, skólastjóri og stofnandi lýð- skólans á Hvítárbakka, f. 11. júlí 1869 í Holti á Barðaströnd, d. 1. mars 1929. Jón og Guðrún eignuðust þijú börn: 1) Ásdís Vébjörg, f. 28. janúar 1939; sonur hennar er Eríkur Örn Guðmundsson, f. 23. nóvember 1977. 2) Þyrí Ágústa, f. 16. mars 1945; dóttir hennar er Guðrún Ósk Sigur- jónsdóttir, f. 11. ágúst 1970. 3) Sigurður Þór, f. 14. janúar 1947, kvæntur Fríðu Ástvalds- dóttur, f. 11. desem- ber 1949; börn þeirra eru; 1) Jón Freyr, f. 17. mars 1972, dóttir hans er Ásdís Lilja, f. 13. júní 1993. 2) Ást- valdur, f. 31. maí 1977; 3) Valtýr, f. 2. september 1982. Jón lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík 1931 og cand. med. prófi frá Háskóla Islands 1938. Hann starfaði á ýmsum sjúkrahúsum og berklahælum í Danmörku frá nóvember 1938 til júní 1945. Hann var aðstoðarlæknir berklayfirlæknis frá 1. ágúst 1945-1974 og yfirlæknir berkla- varnadeildar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur frá sept- ember 1974-1982. Jafnframt var hann aðstoðarlæknir á Rey- kjalundi frá 1952 og trúnaðar- læknir Iþróttabandalags Reykjavíkur (íþróttalæknir) frá apríl 1953 og allt fram á áttræð- isaldur. Jón lék knattspyrnu með Knattspyrnufélaginu Val á yngri árum og var hann í meist- araflokki félagsins þegar fyrsti íslandsmeistaratitillinn var í höfn 1930. Hann var formaður félagsins 1931-1932 og í fulltrú- aráði frá stofnun þess; í stjórn ÍBR 1948 og stjórn KSÍ 1948- 1952. Útför Jóns fer fram frá Frið- rikskapellu á Hlíðarenda í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar að lýsa afa eins og hann kemur fyrir í minningunni, hár, grannur, teinréttur og virðu- legur. Hann var af þeirri síðustu kynslóð lækna sem naut mikillar virðingar og bar allt yfirbragð hans því vitni. Þegar ég lít til baka þá geri ég mér fyrst grein fyrir því að afi hafði mikil áhrif á mig, enda bar ég ómælda virðingu fyrir hon- um. Við bjuggum í sama húsi í um 14 ár og voru það ákveðin forrétt- indi að búa með ömmu og afa þenn- an tíma. Afi var alla tíð mikill Vals- ari og var ég ekki fyrr kominn í heiminn en hann skráði mig í félag- ið; ólst ég upp við það að fara með afa og pabba á völlinn. Var þar lagður grunnurinn að því að ég fór sjálfur í Val og að stunda íþróttir. Til margra ára var afi læknir hjá ÍBR og þegar það voru leikir fékk maður alltaf að fara með honum niður í sjúkraherbergið undir stúk- una á Laugardalsvellinum og stund- um fengu vinirnir að fljóta með, var það ekki ónýtt að fá frítt á lands- leiki. Afi var þessi týpa af gamla skólanum sem lét verkin tala, hann var ekki að gorta af gömlum afrek- um heldur frekar fámáll þegar spurt var um gamla tíma. Þegar bryddað var upp á samræðum um hans yngri ár þá var það helst að hann segði söguna af því þegar hann var polli og vann um tíma í bakaríi og bak- aði tvíbökur. Hann var ekkert að minnast á það þegar hann var for- maður Vals aðeins tvítugur að aldri og va_r útherji í liðinu sem varð fyrsti íslandsmeistari Vals í fótbolta 1930 eða þá þegar hann var í dóm- nefnd fegurðarsamkeppni íslands um árabil. Jón Eiríksson var mjög ákveðinn og staðfastur maður, það sem hann ætlaði sér var óhagganlegt. Stund- um ætlaðist hann til að þetta eða hitt yrði gert án þess að spyrja kóng eða prest, en aldrei leyfði maður sér að æsa sig upp við hann vegna þess hve rólegur og geðgóður hann var. Fyrstu minningar mínar um afa eru þegar hann situr í stóln- um slnum og reykir pípu. Þótti mér sport að sitja við hliðina á honum og totta eina slíka. Þykir mönnum skrítið í dag að lungna- og berkla- sérfræðingurinn skyldi reykja, en hann sagði mér að þegar hann var að byrja hefði þótt fínt að reykja, það voru bara þeir sem höfðu efni á tóbaki sem reyktu og ekki var vitað um skaðsemi þess. Svo bætti hann við, þú skalt aldrei byija á þessum óþverra, og hef ég farið eftir þeim góðu ráðum. Það var örugglega ekki tilviljun hvaða sér- grein afi valdi sér, því berklar voru mikill skaðvaldur á þessum tíma, en systir hans dó ung úr berklum, hún var geðþekk og góð stúlka sem var sárt saknað af móður og föður og öðrum er henni kynntust, orti m.a. Margrét Jónsdóttir skáldkona fallegt minningarljóð um hana. Veiðiskapur var mikið áhugamál hjá afa og ef hann montaði sig af einhveiju þá voru það laxarnir sem hann veiddi og sá stóri sem hann missti af. Undir það síðasta voru það Elliðaárnar og þó formið væri ekki það besta er það dæmi um seigluna í gamla að hann var búinn að kaupa dag í ánni 18. júní og ætlaði ég með honum til þess að hjálpa honum við veiðina. En lífið fer stundum á annan veg en maður ætlar og var lífsþrekið hjá gamla manninum að fjara út og á undan- förnum vikum _ var hann orðinn saddur lífdaga. Á spítala vildi gamli læknirinn ekki fara en það fór svo að síðustu sólarhringum ævi sinnar eyddi hann á Landspítalanum, ég trúði því ekki að liann væri að deyja því þremur árum áður hafði hann fengið krabbamein í háls en unnið á því og sýnt að hann hafði níu líf. Þar sem hann lá, kominn í súrefni og með litla meðvitund, þá hvísla ég í eyra hans „afi þú nærð þér og kemur með mér í Elliðaárnar í sumar“. Það var ekki laust við að straumur færi um visinn kroppinn á gamla veiðimanninum, en það var líka í hinsta sinn. Nú er hann kom- inn á hinar eilífu veiðilendur for- feðra sinna eða eins og dóttir mín sagði „upp til guðs og ofan í jörð- ína Jón Freyr Signrðsson. Kveðja frá fulltrúaráði Vals Fallinn er frá heiðursmaðurinn Jón Eiríksson, fyrrverandi yfirlækn- ir. Jón var nær jafnaldri Knatt- spyrnufélagsins Vals, fæddur á stofnári félagsins 1911. Hann fékk ungur mikinn áhuga á knattspyrnu, sem borist hafði til landsins laust fyrir aldamótin og allsstaðar hreif hugi ungra manna. Um það bil átta ára gamall hóf hann að mæta reglu- lega á æfingar hjá félagi, sem séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og Vals, hafði stofnað og fékk nafnið Hvatur, en hugmynd séra Friðriks var, að þessi félög myndu spreyta sig í keppni hvort við annað. Síðar sameinuðust þessi tvö KFUM-félög undir nafni Vals. Jón Eiríksson stundaði knatt- spyrnuna af dugnaði og miklum áhuga og var hann á sínum tíma einn af bestu leikmönnum félags- ins. Hann var fastur leikmaður í hinu sigursæla liði félagsins, sem varð fyrsta íslandsmeistaralið Vals árið 1930, lið sem vann jafnframt til margra annarra titla næstu árin þar á eftir. Jón var einnig valinn í úrvalslið á þessum árum, m.a. Reykjavíkurúrval, sem fór til Fær- eyja 1929. En Jón lét ekki við það sitja að vera virkur í íþróttastarf- inu, +iann tók einnig þátt í félags- starfinu í Val af fullum krafti. Jón var formaður Vals árið 1931, en það ár fór félagið í sína fyrstu keppnisferð til útlanda. Farið var til Danmerkur og leikið við fjögur dönsk lið innan vébanda KFUM í Danmörku. Það hefur verið mikið þrekvirki á þessum tíma að fara utan með svo stóran flokk og var Jón í forystu þess undirbúnings og sýndi I því starfi dugnað sinn og útsjónarsemi. Hann gegndi einnig öðrum trúnaðarstörfum fyrir félag- ið, var t.d. í stjórnum KSÍ og ÍBR. Jón Eiríksson lék með Val fram á árið 1934, en þá varð hann að hætta, enda kominn á fullt í læknis- fræðinámi við Háskóla íslands og var síðan við framhaldsnám í Dan- mörku. Árið 1945 var fulltrúaráð Vals stofnað. Tilgangur þess var og er að vera bakhjarl fyrir stjórn félags- ins og veita félaginu ýmsa aðstoð, bæði er lýtur að félagsmálum og framkvæmdum. Jón Eiríksson sýndi enn og aftur sitt stóra Valshjarta og var hann meðal stofnenda full- trúaráðsins. Starfaði hann í því af miklum áhuga allar götur síðan og fram á síðasta dag. í starfi sínu fyrir Val, innan sem utan fulltrúa- ráðsins var hann ávallt tillögugóður og trúr sínum málstað en þó ætíð málefnalegur. Jón Eiríksson var tilnefndur heið- ursfélagi Vals á 80. afmælisári fé- lagsins árið 1991, en þann heiður hljóta aðeins þeir, sem hafa unnið félaginu mikið, fórnfúst og heilla- dijúgt starf. Það gerði hinn látni félagi svo sannarlega. Félagar í fulltrúaráði Vals þakka Jóni Eiríkssyni samstarfið og sam- fylgdina og senda fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Fulltrúaráð Vals, Olafur Gústafsson. Látinn er í Reykjavík í hárri elli Jón Eiríksson, fyrrum yfirlæknir. Með honum horfir knattspyrnufé- lagið Valur á bak fyrrverandi for- manni sínum og heiðursfélaga. Jón, sem er jafngamall félaginu, fæddur 1911, byijaði snemma að sparka bolta. Átta ára gekk hann í knattspyrnufélagið Hvat, sem nokkru síðar sameinaðist knatt- spyrnufélaginu Val. Jón lék knatt- spyrnu með öllum yngri flokkum hjá Val og síðan mörg ár í meistara- flokki. Hann var m.a. einn af leik- mönnum meistaraflokks félagsins, sem tryggði því sinn fyrsta íslands- meistaratitil með því að vinna KR 2-1 í eftirminnilegum úrslitaleik sumarið 1930. Með þessum sigri var brotið blað í sögu félagsins og endi bundinn á 19 ára bið þess eft- ir eftirsóttustu verðlaunum ís- lenskrar knattspyrnu. Þrátt fyrir ungan aldur og erfítt nám tók Jón að sér formennsku í félaginu árið 1931, aðeins tvítugur að aldri. Sam- hliða formannsstarfinu hélt hann þó áfram að leika stöðu útheija með meistaraflokki félagsins. Árið 1934 lagði hann skóna á hilluna enda var hann þá vel á veg kominn í krefjandi læknanámi og því gáf- ust ekki margar stundir til knatt- spyrnuiðkunar. Jón iauk læknanámi við Háskóla íslands 1938 og sigldi í kjölfar þess til framhaldsnáms í Danmörku þar sem hann dvaldi allt til stríðsloka við nám og störf. Er hann kom heim aftur í lok stríðsins hóf hann auk erilsamra skyldustarfa aftur þátttöku í félagsmálum og þá ekki síst fyrir sitt gamla félag. Hann var t.d. fulltrúi Vals í stjórn KSÍ og ÍBR auk þess að vera einskonar trúnað- arlæknir ÍBR um tuttugu ára skeið. Hann var einn af stofnfélögum full- trúaráðs Vals og sat í því til dauða- dags. Alla tíð og þrátt fyrir háan aldur fylgdist hann af áhuga og elju með sínu gamla félagi, sótti leiki þess ef þess var nokkur kostur og bar hag þess ætíð fyrir bijósti. Auk þess að hafa sjálfur leikið um langt skeið með meistaraflokki Vals lék Sigurður sonur Jóns um árabil með meistaraflokki Vals. Þá hafa barnabörn hans verið virkir þátttakendur í leik og starfi hjá félaginu gamla manninum til ómældrar ánægju. Jón hefur hlotið öll æðstu heiðursmerki Vals fyrir störf sín í þágu félagsins og á 80 ára afmæli beggja var hann gerður að heiðursfélaga þess. Með Jóni er genginn sannur Vals- maður. Hann var ætíð viðmótsþýður og góður félagi, sem unni Val af heilum hug. Að leiðarlokum þakkar félagið Jóni fyrir gifturík störf í þágu félagsins og óbilandi stuðning við það alla tíð. Félagið sendir börn- um hans og barnabörnum sínar innilegustu samúðarkveðjur. Knattspyrnufélagið Valur. Nú er góðvinur minn og starfs- bróðir Jón Eiríksson látinn. Það kom okkur vinum hans og vanda- mönnum ekki á óvart því heilsu hans og kröftum hefur hrakað all- ört á tiltölulega skömmum tíma. Ekki var þó vitað um neinn sér- stakan sjúkdóm sem olli því og hann leið engar teljandi kvalir, svo er Guði fyrir að þakka. Það koma margar minningar upp í hugann frá langri ævi okkar beggja, en við fæddumst báðir árið 1911. Hann var þó um tveim mán- uðum yngri en ég. Árið 1925 þreyttum við báðir inntökupróf í Menntaskóla Reykja- víkur, urðum bekkjarbræður og samstúdentar þaðan vorið 1931. Við Jón höfðum þekkst þó nokkuð áður, en á menntaskólaárunum urðu kynni okkar fyrst Verulega náin. Mér líkaði mjög vel við hann eins og flestum öðrum, því hann var mjög viðfelldinn, rólegur, prúð- ur og fátt virtist geta komið honum úr jafnvægi. Einnig var hann gædd- ur léttri lund og kímnigáfu, kunni frá mörgu að segja enda var hann greindur, vel að sér og fylgdist vel með. í læknadeild háskólans fylgd- umst við nær alveg að og skömmu eftir að hann hafði lokið læknapróf- inu, vorið 1938, gekk hann að eiga Guðrúnu Sigurðardóttur, Þórólfs- sonar skólastjóra Hvítárbakkaskól- ans í Borgarfirði og fór hún með honum til Danmerkur er hann hélt þangað til framhaldsnáms síðar á því ári. Þar var ég einnig sömu erinda ásamt fjölskyldu minni. Við og okk- ar fjölskyldur dvöldum þar öli stríðsárin á ýmsum stöðum, bæði f Kaupmannahöfn og úti á lands- byggðinni en störfuðum þó aldrei samtímis í sömu borg eða á sama stað. Jón starfaði á fjölmörgum berklaspítölum og -hælum. Samt hittumst við nokkrum sinnum á þessum árum. Það var ekki fyrr en við tókum að starfa heima á íslandi að náin sam- skipti urðu milli okkar og fjöl- skyldnanna. Frú Guðrún var dugmikil hús- móðir og afbragðsgóð móðir barna sinna. Hún bjó manni sínum fallegt ' og notalegt heimili, fyrst á Ásvalla- götunni og síðar í Hörgshlíðinni, í einbýlishúsi sem þau byggðu þar. Hún var bráðgáfuð, mikill bók- menntaunnandi, sílesandi og stál- minnug fram til síðustu stundar. Guðrún lést í júlí árið 1995. Við, Þórdís kona mín, fórum nokkrar langferðir með þeim hjón- um bæði hérlendis og erlendis, sem mjög ánægjulegt er að minnast. Við Jón höfum haft margt saman að sælda á langri ævi, farið saman í fjölmargar veiðiferðir, meðal ann- ars í nokkrar fegurstu og fengsæl- ustu laxár landsins okkar. Stundum vorum við að sjálfsögðu í hópi nokk- urra félaga okkar og vina að veið- um. Eitt helsta áhugamál Jóns, vinar míns, var knattspyrna. Ungur gekk hann í knattspyrnufélagið Val sem ég held að stofnað hafi verið að frumkvæði séra Friðriks Friðriks- sonar, hins kunna leiðtoga KFUM. Til heiðurs og í minningu séra Frið- riks var reist kapella á Valssvæð- inu, rétt við Öskjuhlíðina, rétt hjá félagsheimilinu og mun útför Jóns verða gerð þaðan að hans ósk. Jón var íþróttalæknir Í.B.R. um árabil og einkum mun það hafa verið í sambandi við knattspyrnu- leiki. Eftir heimkomuna úr framhalds- námi árið 1945 hóf hann starf sem aðstoðarlæknir Sigurðar Sigurðs- sonar berklayfirlæknis og fór með honum fjölmargar ferðir út á land í leit að berklasjúklingum og höfðu þeir jafnan röntgentæki meðferðis, en auk þess vann hann með honum hér í borginni. Einnig rannsakaði Jón vistmenn á Reykjalundi reglu- lega árum saman. Loks ber að geta þess að hann vann alllengi með dr. med. Óla P. Hjaltesteð á berkla- deild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur og tók við yfírlæknisstöðunni þar að Óla látnum sem var árið 1974. Það má því segja að Jón Eiríks- son hafi komið víða við í störfum sínum við berklavarnir og lækning- ar. Allir þeir sem þekktu Jón munu að sjálfsögðu sakna hans mjög. Við Þórdís og fjölskylda okkar send- um öllum aðstandendum hans inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum honum guðsblessunar á þeim leið- um sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð sé minning hans. Erlingur Þorsteinsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, ÓLI ÞÓR ÓLAFSSON skipasmíðameistari og húsasmiður, Fossheiði 52, Selfossi, sem lést á heimili sínu aðfaranótt 2. júní, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 7. júní kl. 13.30. Fyrir hönd okkar allra, Ingunn Hofdís Bjarnadóttir, Ólafur Ólason, Sigurður Árni Ólason, Gunnar Ólason, Ólafur Jónsson, Margrét Ólafsdóttir, Jónina A. Kristjánsdóttir og aðrir ættingjar hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.