Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Clinton og Blair leggja áherslu á náin tengsl: Pólítískir tvíburar nýrrar kynslóðar Laun bænda hækka um 6% VERÐ á mjólk til bænda hækkaði um 2,91% 1. júní sl. samkvæmt ákvörðun sexmannanefndar. Eng- in breyting verður hins vegar á heildsöluverði mjólkur vegna þess að Alþingi samþykkti í vor lög um lækkun á neytenda- og jöfnunar- gjaldi. Að sögn Guðbjörns Árna- sonar, framkvæmdastjóra Lands- sambands kúabænda, hefur sex- mannanefnd ekki lokið umijöllun sinni og því væri hugsanlegt að verðlagsgrundvelli mjólkur yrði aftur breytt 1. júlí nk. Sexmannanefnd reiknar út kostnað við framleiðslu meðalkúa- bús samkvæmt ákveðnum forsend- um. Samvæmt nýjum verðlags- grundvelli hafa laun bóndans verið hækkuð um 6% og er það í sam- ræmi við hækkun launataxta í nýgerðum kjarasamningum. Aðrir liðir breytast lítið. Áburður hækkar um 1%, en nokkrir smærri liðir lækka á móti. Samtals hefur kostn- aður við vísitölubúið hækkað um 2,9%. Verð til neytenda óbreytt Guðbjörn sagði að laun bóndans tækju að 40% hluta mið af meðal- launum verkamanna og 60% af meðallaunum iðnaðarmanna. Hann sagði það mat bænda að sú ákvörðun aðila vinnumarkaðarins að færa taxta að greiddu kaupi hefði í för með sér launahækkanir sem væru umfram þessi 6%. Þess vegna stæðu nú yfir viðræður milli fulltrúa bænda og neytenda í sexmannanefnd um frekari hækkanir á launalið bóndans. Þeim viðræðum myndi ljúka í þessum mánuði. Guðbjörn sagði að heildsöluverð mjólkur hefði ekki hækkað 1. júní þrátt fyrir hækkun á launalið bænda. Alþingi hefði í vor sam- þykkt að lækka neytenda- og jöfn- unargjald úr 2% í 0,8%. Gjaldið er einn af tekjustofnun Stofnlána- deildar landbúnaðarins og er reikn- að af heildsöluvérði mjólkur. Stofn- lánadeildin, sem núna heitir Lána- sjóður landbúnaðarins, vinnur upp tekjutapið með því að hækka vexti á lánum stofnunarinnar. Aðgengis- og lífeyrismál fatlaðra Réttindi fatlaðra brotin daglega Anna Guðrún Sigurðardóttir FATLAÐ sambýlisfólk sagði sig úr sambúð í vikunni til að mót- mæla tryggingakerfinu sem þau segja fjandsamlegj; fötl- uðum. Parið naut stuðnings Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, í aðgerðum sínum en þau eru bæði félag- ar í Ný-ung, ungliðahreyf- ingu samtakanna. Um síðustu mánaðamót hlaut Þjóðleikhúsið Sjálfs- bjargarádrepuna „Þránd í götu“ og komu félagar í Sjálfsbjörgu og félagar í Ný-ung saman fyrir framan Þjóðleikhúsið og mótmæltu slæmu aðgengi og aðstöðu fyrir fatlaða við og inni í leik- húsinu. Þegar Þjóðleikhúsið var endurbætt á árunum 1990-1991 var gert ráð fyr- ir lyftu í framkvæmdaáætlun en hún hefur enn ekki verið sett upp. Þetta var í þriðja skiptið sem ádrepan var veitt en áður höfðu bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar og Umhverfisráðuneytið hlotið hana. Anna Guðrún Sigurðar- dóttir er formaður Ný-ungar og starfar hjá íþróttasambandi fatl- aðra. - Finnst þér að mótmæli fatl- aðra eins og Sjálfsbjargarádrep- an veki aimenning til umhugsun- a r? „Það er mjög misjafnt. Þegar ádrepan var veitt bæjarskrifstof- um Hafnarfjarðar kom ijöldi manns til að fylgjast með. Það vakti mjög mikla athygli í það skiptið en núna þegar Þjóðleik- húsið fékk ádrepuna voru mjög fáir sem sýndu þessu áhuga. Þar á meðal voru fjölmiðlar sem voru mjög áhugalausir en stuðningur þeirra skiptir öllu máli þegar vekja þarf athygli á slæmum kjörum fatlaðra. Án umfjöllunar fjölmiðla er mjög erfítt fyrir al- menning í landinu að fylgjast með málum fatlaðra og að sýna okkur stuðning." - Er fólk þá sér ekki nógu með- vitað um mál fatiaðra? „Það er svo misjafnt hvernig samtök fatlaðra vinna, þ.e.a.s. hvernig þau kynna sig eða mark- aðssetja. Sum þeirra hafa e.t.v. ekki farið rétt að en það er mikil- vægt að þau kynni sig fyrir fólk- inu í landinu. íþróttasamband fatlaðra hefur mjög góða og já- kvæða ímynd út á við og Sjálfsbjörg, lands- samtök fatlaðra, getur lært mikið af þeirra vinnubrögðum. Það er hægt að fara ýmsar leiðir til að ná til fólks en það er líklega mikilvægast fyrir okkar að hafa áhrif á þá sem hafa völdin til að breyta, þ.e.a.s. stjórnvöld." - Er erfitt að ná til stjórnvalda og forsvarsmanna stofnana? „Já, það eru oft fáránleg svör sem við fáum. Ráðherrar lofa t.d. gjarnan að gera breytingar þegar við mótmælum en svo er ekkert gert. Maður missir næstum því trúna á þetta fólk. Það á einnig við um lífeyrismálin en þar hafa menn skoðanir þegar þeim hent- ar. Ég get t.d. nefnt mál sambýl- isfólksins sem þurfti að slíta sam- búð vegna mikillar skerðingar á lífeyri þegar annað þeirra skráði sig í nám og vegna þess að þau voru skráð í sambúð. Þegar leitað er svara hjá forsvarsmönnum fást engin svör heldur vísa menn í reglur og lög. - Er aigengt að fötluðum finnist brotið á rétti sínum? ► Anna Guðrún Sigurðardóttir fæddist í september 1975 í Reykjavík og ólst upp í Grinda- vík. Hún stundaði nám við Fjöl- brautaskólann á Suðurnesjum um tveggja ára skeið. Hún lauk starfsþjálfun fatlaðra árið 1995. Anna hefur starfað með Ný-ung, ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar, síðan 1994 og verið formaður hreyfingarinn- ar síðan 1996. Anna Guðrún hefur starfað hjá íþróttasam- bandi fatlaðra síðan 1996. „Já, það er nánast daglega sem fatlaðir reka sig á veggi. Það eru óteljandi hlutir sem brjóta á al- mennum réttindum okkar. Það er mjög mikilvægt að það komi í ljós hversu algeng þessi brot eru. Þau eru svo víðtæk að mað- ur hefur varla krafta til að mót- mæla þessu öllu. Þessir hlutir eru gerðir mjög flóknir í fjölmiðlum og sérstaklega í nefndum og ráð- um Alþingis. Þetta eru mjög flók- in og erfið mál að skilja. En eins og kom í ljós á dögunum þarf leiðin til að mótmæla ekki alltaf að vera flókin. Ég vil fyrir hönd Ný-ungar þakka sambýlisfólkinu fyrrnefnda, fyrir að stíga þetta skref. Það er mjög ánægjuleg til- fínning þegar fjölmiðlar sýna svona málum áhuga. Það er nauðsynlegt að þessu máli sé fylgt eftir því það eru margir fatlaðir í sömu aðstöðu og þetta fólk. Það eru líka þættir eins og atvinna fatlaðra sem virð- ist ekki fara saman við lífeyriskerfið. Fötluð- um er beinlínis refsað fyrir að vinna miðað við núverandi fyrir- komulag. Kerfið er vinnuletjandi og sam- kvæmt því telst fólk ekki lengur fatlað ef það treystir sér til að vinna. Það er nauðsynlegt að fatl- aðir jafnt sem aðrir hafi nóg fyr- ir stafni og séu virkir í þjóðfélag- inu. - Er aðstaða til íþróttaiðkunar meðai fatlaðra góð? „Það er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu maður er. Iþróttasamband fatlaðra hefur reynt að færa íslandsmót út á landsbyggðina en þá hafa gjarn- an verið gerðar þær breytingar á aðgengi og aðstöðu sem eru fötl- uðum nauðsynlegar. - Eru íþróttir mikilvægur þáttur í lífi fatlaðra? „Þær geta skipt sköpum fyrir fatlað fólk. Ég væri t.d. ekki virk í lífinu í dag ef ég hefði ekki verið dregin út í íþróttir. Sjálfs- traustið eykst og félagslífið verð- ur öflugara auk þess sem fólk verður virkara á öllum sviðum.“ Jákvæð kynning á starfi fatlaðra mikilvæg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.