Morgunblaðið - 06.06.1997, Page 4

Morgunblaðið - 06.06.1997, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsta hjartaaðgerðin með brj óstholsspeglun á Landspítalanum tókst vel Líður betur með hveijum deginum Á HJARTASKURÐDEILD Landspítal- ans var nýlega gerð hjartaaðgerð með brjósthojsspeglun, sú fyrsta sinnar teg- undar á íslandi. Aðgerðin tekur styttri tíina en hefðbundin hjartaskurðaðgerð, hún er um 200 þúsund krónum ódýrari og síðast en ekki síst er sjúklingurinn mun fljótari að jafna sig. Yfirlæknir hjartaskurðdeildarinnar kveðst þó ekki eiga von á að biðlistar eftir hjartaað- gerðum styttist með tilkomu hinnar nýju aðgerðar, þar sem hún krefjist saraa starfsliðs og hin hefðbundna. í stað þess að skera frá hálsi niður fyrir bringubeinið, kljúfa það eftir endi- löngu, opna inn í gollurshúsið, stöðva hjartað og setja það af stað aftur að lokinni aðgerð er með hinni nýju aðferð aðeins gert lítið gat á bijóstholið og farið þar inn með lítið speglunartæki. Þá er tekin lítil æð, sem liggur til hlið- ar við bringubeinið upp að axlarslagæð, í gegnum speglunartækið og saumuð með aðstoð þess við kransæðina. Fer líklega að vinna fljótlega eftir endurhæfingu „Þetta gekk mjög vel. Mér líður betur með hverjum deginum og hef enn ekki fengið neitt bakslag. Ég var kominn á stjá sólarhring eftir aðgerðina, fór heim af spítalanum eftir fimm daga og var kominn i æfingar hjá sjúkraþjálfara á Landspítalanum þrettán dögum eftir aðgerðina. Nú er ég byijaður í æfíngum á HL-stöðinni í Hátúni 14 og verð þar út júní,“ segir Þorkell Elías Kristinsson, 63 ára gamall Reykvíkingur, sem gekkst undir aðgerðina fyrir um fimm vikum og gerir ráð fyrir að geta farið að vinna hálfan daginn fljótlega eftir að endur- hæfíngunni lýkur. Þorkell kenndi sér meins í janúar á síðasta ári. Hann hafði fundið verk fyrir bijóstinu í nokkra daga en gerði ráð fyrir að það væri vöðvabólga eða jafnvel bijóstsviði og þar sem verkur- inn minnkaði gerði hann lítið úr honum og hugsaði með sér að hann hlyti að jafna sig. Einn daginn var hann sem oftar í stuttri gönguferð í hádeginu ásamt samstarfsfólki sínu hjá málning- arverksmiðjunni Hörpu, þar sem hann vinnur við átöppun. „Eg ætlaði ekki að komast til baka, þurfti að stoppa þrisvar eða fjórum sinnum á leiðinni og þó er þetta ekki nema tuttugu mín- útna gangur,“ segir Þorkell. Hann komst þó inn í verksmiðjuna og var þá orðinn kófsveittur, skipti litum og fann sáran verk fyrir bijóstinu. Hann hringdi í heimilislækninn sinn, sem sagði honum að koma strax. Þegar læknirinn sá hvers kyns var, kallaði hann umsvifalaust á neyðarbílinn sem flutti Þorkel upp á hjartadeild Landsp- ítalans. „Þar gáfu þeir mér blóðþynn- ingarmeðul á sex tíma fresti í átta sól- arhringa og létu þannig hjartað ganga. Svo var ég settur í þolpróf og þa kom í Ijós að eitthvað mikið var að. Ég fór síðan í þræðingu í júní og þá fundu þeir að það var stífla í kransæð vinstra megin framan á hjartanu. I nóvember fór ég í blástur en það tókst ekki að losa stífluna, svo það var ákveðið að ég færi í aðgerð,“ segir Þorkell. Kostur hvað sjúklingurinn er fljótur að ná sér Fljótlega kom til tals að gera á hon- um hina nýju aðgerð með bijósthols- spegluninni og var hún framkvæmd 30. apríl sl. með fyrrgreindum árangri. Aðgerðina gerði Bjarni Torfason, hjartaskurðlæknir og yfirlæknir skurð- deildar Landspítalans. „Þessi aðgerð byggir á reynslu hefðbundinna aðgerða og þar af leiðandi vitum við að þetta er mjög góð meðferð. Kosturinn við hana er að sjúklingurinn er svo fþ'ótur að ná sér. Hún er heldur ekki alveg eins umfangsmikil og hefðbundin hjartaaðgerð, þó að hún sé talsvert stór. Sjúklingurinn verður ekki svo mikið var við aðgerðina, því að með þessu móti þarf ekki að valda svo mikl- um áverka til þess að komast að hjart- anu,“ segir Bjarni. Hann segir aðgerðina það nýtil- komna að enn sé ekki fyllilega þ'óst hvaða sjúklingum hún muni helst gagn- ast. „Þar sem mest er gert af þessu nú þegar virðist þetta aðallega vera sá hópur sjúklinga sem er með þrengsli á ákveðinni kransæð framan á hjartanu en þeir hafa hingað til einungis fengið blásningu." Bjarni segir að eftir aðgerð sem þessa þurfi sjúklingar yfirleitt ekki að vera nema rétt innan við viku Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞORKELL Elías Kristinsson á þrekhjólinu á HL-stöðinni, Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, í Hátúni 14. Þar hjólar hann stanslaust í 20 mínút- ur og blæs vart úr nös. á spítala og séu að jafnaði vinnufærir aftur eftir einn og hálfan mánuð en eftir venjulega aðgerð taki það minnst þijá mánuði. Hefur ekki áhrif á biðlista Aðspurður um hvort tilkoma þessar- ar nýju aðgerðar eigi eftir að gera það að verkum að biðlistar eftir hjartaað- gerðum styttist, segist Grétar Ólafsson, yfirlæknir hjartaskurðdeildar Landsp- ítalans, ekki eiga von á því. Ástæðan sé sú að aðgerðin krefjist sama starfsl- iðs og hin hefðbundna, þar sem það verði að vera til taks ef eitthvað fer úrskeiðis og setja þarf sjúklinginn í hjarta- og lungnavél. Sparnaðurinn liggi fyrst og fremst í efniskostnaði. I t i Sóknarnefndarmenn í Garðaprestakalli Vilja séra Bjarna eða auglýsa á ný Sóknamefndarmenn tveggja sóknamefnda í Garðaprestakalli, Garðasóknar og Bessastaðasóknar, hafa skrifað hr. Ólafi Skúlasyni, biskupi íslands, og Þorsteini Páls- syni, dómsmálaráðherra, bréf þar sem þess er óskað að kjörmanna- kosning, þar sem séra Bjami Karls- son hlaut flest atk.væði, verði látin standa. Að öðrum kosti verði prestakallið auglýst á ný. Bréfíð var einnig borið undir sóknarnefnd Kálfatjamarsóknar en fékkst ekki samþykkt. Tveir sókn- amefndarmenn Kálfatjamarsóknar sendu ráðherra og biskupi hins veg- ar sérstakt bréf til stuðnings sam- eiginlegu bréfí hinna sóknanna. Sesselja Sigurðardóttir, formað- ur sóknamefndar Kálfatjarnar- sóknar, segir að prestkosning í Garðaprestakalli, sem fór fram 31. maí síðastliðinn, hafi ekki verið bindandi. „Það er í valdi ráðherra og biskups hvað gert verður en það er verið að kanna það í ráðuneytinu hvort kjörmannakosningin geti staðist lagalega,“ sagði Sesselja. Of stór biti Hans Markús Hafsteinsson, guðfræðingur, og séra Orn Bárður Jónsson sóttust eftir prestsemb- ættinu og hlaut Hans Markús fleiri atkvæði í kosningunni. Hefur bisk- up íslands sagt að hann muni að öllu óbreyttu mæla með Hans Markúsi í embættið. „Menn telja Hans Markús ekki valda því að taka svona stórt emb- ætti. Hann er nýútskrifaður úr guðfræði og hefur margt til síns ágætis en okkur finnst þetta vera allt of stór biti fyrir óreyndan mann að taka. Séra Bjarni Karls- son var kosinn löglega í kjör- mannakosningu en samkvæmt lög- unum hafði fólk leyfi til þess að biðja um almenna kosningu," sagði Sesselja. Erindi Bjarna Karlssonar til dóms- og kirkjumálaráðherra, þar sem hann ítrekar umsókn sína um embættið, hefur enn ekki verið svarað. Að sögn Hjalta Zóphóníus- sonar, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, er óljóst hvað verður úr. „Við bíðum eftir bréfi frá biskupi,“ sagði hann. „Hann á að veita umsögn og til- kynna formlega um úrslit kosning- ann. Ráðuneytið mun ekkert láta frá sér fara fyrr.“ Magnús Gamalíelsson hf. sameinast Þormóði Ramma-Sæberg hf. * ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Þor- áfram miklar vonir við góða af- r móður rammi-Sæberg hf. tilkynnti komu þess í nánustu framtíð," seg- P í gær að sameiningarviðræður stæðu yfir við útgerðarfyrirtækið Magnús Gamalíelsson hf. á Ólafs- firði. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá sameiningunni á allra næstu dögum. Magnús Gamalíelsson hf. genr út frystitogarann Sigurbjörgu ÓF og 50 tonna bát, Snæbjörgu ÓF. Fiskveiðiheimildir fyrirtækisins eru um 2.600 þorskígildistonn. Verði af sameiningunni verða því heimildir fyrirtækisins tæplega 20.000 þorskígildistonn. Að sögn Róberts Guðfinnssonar, stjórnar- formanns Þormóðs ramma- Sæbergs hf., er áætlað að velta sameinaðs fyrirtækis verði tæpir fjórir milljarðar króna. „Við teljum að með sameining- unni munum við styrkja enn frekar atvinnulífið í þessum tveim byggð- um á utanverðum Tröllaskaga. Það er ljóst að fyrirtækið er fjárhags- lega mjög sterkt og við bindum ir Róbert. Þormóður rammi-Sæberg hf. gerir nú út níu togara, þar af tvo frystitogara. Alls mun því samein- að fyrirtæki gera út ellefu skip. ------♦ ♦ ♦---- Landsmót2000 , í Reykjavík í STJÓRN Landssambands hesta- manna hefur ákveðið samhljóða að Landsmót hestamanna árið 2000 verði haldið í Reykjavík, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Tvö félög höfðu sótt um að halda landsmótið árið 2000; Fákur og Rangárbakkar sf. á Hellu. Einnig var ákveðið á stjórnar- L fundinum að halda landsmót hesta- J manna árið 2002 á Vindheimamel- P um í Skagafirði en auk umsóknar p þaðan hafði borist umsókn frá Melgerðismelum í Eyjafirði. J_

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.