Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ tlNGLAN Norðurhús Kringlunnar Borgar- ieikhús Suðurhús Kringlunnar KRINGLAN 6 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 Landbúnaðarráðherra hafnar tilboðum í Áburðarverksmiðjuna hf. í Gufunesi LANDBÚNAÐARRAÐHERRA hef- ur fallist á tillögu einkavæðing- amefndar sem lagði til að ölium til- boðum sem bárust í hlutabréf rík- isins í Áburðarverksmiðjuna hf. yrði hafnað. Það var mat nefndarinnar að tilboðin væm töluvert undir ásættanlegu verði. Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Gufu- ness ehf., sem átti hæsta tilboð í verksmiðjuna, segir að tilboðin end- urspegli markaðsvirði hennar og rík- ið eigi núna bara tvo kosti, að reka hana áfram með tapi eða leggja hana niður. „Þetta er tillaga sem kemur frá einkavæðingarnefndinni, sem hefur ásamt sínum ráðgjöfum sett fram þær hugmyndir að verksmiðjan kunni að vera virði um eins milljarðs króna. Það kemur fram í útboðs- gögnum. í verksmiðjunni liggja umtalsverðar upphæðir í lausafjár- munum, sem hægt er að gera sér mikið verðmæti úr nú þegar, sem gætu gengið til að greiða umtals- verðan hluta af kaupverði. Það var mat nefndarinnar, ráðgjafa hennar og fulltrúa ráðuneytisins að þessi verðtilboð væru bæði óásættanleg," sagði Guðmundur Bjarna- —------------- son landbúnaðarráðherra. Verksmiðjan á Málið endurmetið mikla lausa- Tilboðin töluvert und- ir viðunandi verði Einkavæðingamefnd telur töluvert vanta upp á að þau tvö tilboð sem bámst í Áburðarverksmiðjuna hf. hafi veríð ásættanleg. Þeim hefur verið hafnað, en nefndin mun skoða málið áfram og gera tillögur til ráðherra um næstu skref. Guðmundur sagði að mat einkavæðingarnefnd- fjármuni Hann sagði að það Iægi þess vegna ekkert fyrir um hvað ríkið ætlaði að gera við verksmiðjuna, reka hana áfram eða leggja hana niður. Hags- munir í þessu máli værií efnahags- legir og atvinnusjónarmið þeirra sem þarna störfuðu skiptu máli. Ríkið gæti hins vegar ekki staðið í því að reka þessa verksmiðju með stór- felldu tapi. -------- „Ef það er niðurstaðan að verksmiðjan sé ekki rekstrarhæf og það þurfi að loka henni þá er a.m.k. ljóst að ríkið fengi meira út úr henni með því að bænda í þessu máli. Það væri auðvit- að mikilvægt fyrir bændur að fá góðan áburð, en það væri ekki síður mikilvægt að hann væri ódýr. Tilboðin endurspegla markaðsverð ar og ráðgjafa hennar væri auðvitað ekki óumdeilt. Verksmiðjan hafi ver- ið boðin út á markaði á íslandi og erlendis og tilboðin væru ekki hærri en þetta. Það væri þess vegna nauð- synlegt að endurmeta stöðuna. Nefndin myndi skoða málið áfram og gera tiilögur um næstu skref. loka henni sjálft heldur en að selja hana skv. þessum tilboðum. Þess vegna viljum við endurmeta stöð- una.“ Guðmundur sagði að misskilnings hafí gætt í umræðu síðustu daga þegar fullyrt væri að landbúnaðar- ráðuneytið vildi líta til hagsmuna Gunnar Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóri Gufuness ehf., sagði að einkavæðingarnefndin hafi efnt til útboðs sem öllum hafi verið fijálst að taka þátt í. „Það bárust bara tvö tilboð og þau hljóta að endurspegla markaðsverð verksmiðjunnar. Það er fullreynt með að það er enginn sem vill borga meira fyrir hana. Ef að rökin fyrir því að hafna tilboðun- um eru að þau séu of lág spyr mað- ur af hveiju var ekki sett lágmarks- verð á verksmiðjuna í útboðslýs- ingu.“ Gunnar Þór sagði að Gufunes ehf. og fleiri hefðu lagt mikla vinnu í að reikna út hve mikils verksmiðj- an er virði. Niðurstaða forsvars- manna Gufuness hafi verið að bjóð- ast til að kaupa hana á 725 milljón- ir. „Eg tel að stjórnvöld skuldi okk- ur skýringar á þessu. Þessi niður- staða væri skiljanleg ef það hefðu komið fram einhver gríntilboð. En ef við lítum á þá aðila sem eru að bjóða á móti okkur þá sjá menn að hér er verið að gera alvörutiiboð. Þetta eru veitustofnanir----------------------- Reykjavíkurborgar, AtVÍnnusjÓn- helstu endursöluaðilar armið eru áburðar á Islandi sem þekkja þennan markað 9 út og inn og þarna er einn virtasti stofnanafjárfestir niður eða halda áfram taprekstri. Það hefur verið tap á þessari verk- smiðju frá því hún var gerð að hluta- félagi og það er ekkert sem bendir til annars en að hún verði rekin áfram með tapi miðað við óbreytt rekstrarform. Ríkið er ekki fært um að reka verksmiðjuna og þess vegna tel ég sjálfsagt að leyfa öðrum að spreyta sig,“ sagði Gunnar Þór. Innlend verðmætasköpun Þorgeir Hlöðversson, kaupfélags- stjóri á Húsavík, er talsmaður hóps kaupfélaga, Sláturfélags Suður- lands, Bændasamtakanna, Vatns- veitu Reykjavíkur, Hitaveitu Reykja- víkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Eignarhaldsfélags Alþýðubank- ans, en tilboð þessara aðila hljóðaði upp á 617 milljónir. Hann sagði að skýrt hefði komið fram í útboðslýs- ingu að seljandi hefði rétt til að hafna öllum tilboðum og hann gerði ekki athugasemd við þessa niður- stöðu. „Við höfum það skýra markmið með þessu tilboði hér eftir sem hing- að til að útvega bændum og fram- leiðendum áburð á góðu verði. Það -------- er áhugavert fyrir okkur að sinna þessu hiutverki samhliða því að skjóta styrkari stoðum undir verksmiðjuna. Það skiptir einnig máli að þarna er hlutabréfum á landinu. Þessir aðil- ar, með alla þessa þekkingu og allt þetta fjármagn, telja að verðmæti verksmiðjunnar sé 617 milljónir. Ég sé ekki hvað ríkið ætlar að gera í framhaldinu. Þeir hafa tvo möguleika: að leggja verksmiðjuna um innlenda verðmætasköpun og því mikilvæg atvinnusjónarmið í málinu. Ég er mjög ánægður með að okkur skyldi takast að stilla saman þennan hóp til þess að freista þessa. Þarna kann að vera vettvangur sem við getum spunnið eitthvað áfram,“ sagði Þorgeir. Fyrstu „Bítlatónleikarnir“ í Háskólabíói í kvöld FYRSTA júní síðastliðinn voru 30 ár Iiðin frá því breska hljóm- sveitin Bítlarnir sendi frá sér plötuna Sgt. Peppers Loney Hearts Club Band og af því til- efni verða þrennir tónjeikar Sinfóníuhljómsveitar Islands og ýmissa rokktónlistarmanna þar sem platan verður flutt. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld og hefjast kl. 20 en tvenn- ir tónleikar verða á laugardag og einir á sunnudag. Sgt. Peppers Loney Hearts Club Band vakti mikla athygli þegar hún kom út og er af mörgum poppfræðingum talin hafa valdið straumhvörfum í þróun tónlistarformsins. Flutningurinn í Háskólabíói að þessu sinni er á vegum Nætur og dags, Listasmiðju Islands, en eins og getið er eru flytj- endur Sinfóníuhljómsveit Is- lands og nokkrir þekktir tón- listarmenn. Stefán Hjörleifs- son og Björgvin Gislason leika á gítar og Björgvin aðauki á sítar þegar við á, Jón Olafsson leikur á hljómborð, Róbert Þórhallsson á bassa, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Steingrímur Guðmundsson á tablatrommur. Söngvarar á tónleikunum verða Daníel Ág- úst Haraldsson, Stefán Hilm- arsson, Kristján „KK“ Krist- jánsson, Ari Jónsson, Sigurjón Brink, Björn Jörundur Frið- björnsson, Eyjólfur Kristjáns- son, Magnús Þór Jónsson, Jó- hann Helgason og G. Rúnar Júliusson. Tónlistarstjóri verksins er Jón Olafsson en Ólafur Gaukur Þórhallsson útsetti verkið fyrir Sinfóníu- hljómsveitina og stýrir hljóm- sveitinni. Eins og áður er getið verða fyrstu tónleikarnir í Háskóla- bíói í kvöld og hefjast kl. 20, en tvennir tónleikar verða á morgun, kl. 17 og 20, og loka- tónleikar á sunnudag kl. 17. FRÉTTIR GERT er ráð fyrir 22 verslunareiningum í nýrri tengibyggingu sem reist verður milli norður og suður Kringlu. Þá verður Kringlutorgið fært til og bílastæðunum breytt austan við húsið og innkeyrslan færð nær Listabraut. Sameining og aukin samkeppni í Kringlu EINAR Ingi Halldórsson, fram- kvæmdastjóri verkefnisstjómar Kringlunnar, segir að aukin sam- keppni, sameining norður- og suður- Kringlu og eftirspurn eftir verslunar- rými í Kringlunni hafi leitt til þess að ákveðið var að byggja við Kringl- una. í tillögunni er gert ráð fyrir verulegum breytingum við Kringlut- org, auknum bílastæðum á pöllum og jarðvegsmön með tijám og gróðri. Áætlaður kostnaður er 1,2 milljarðar. Húsin sameinuð „Það má segja að aukin sam- keppni sé einn þeirra þátta, sem leiða til þess að farið er út í þessa stækk- un, en tilefnið er að búið er að sam- eina húsin undir eina stjóm og und- ir nafni Kringlunnar,“ sagði Einar. „í öðru lagi hefur alltaf verið tals- verð eftirspurn eftir húsnæði í Kringlunni og hefur hún farið heldur vaxandi undanfarin misseri. Kaup- menn í Kringlunni hafa áhuga á að stækka sínar einingar og koma inn með nýjan rekstur. Við höfum einn- ig orðið varir við áhuga erlendra verslunarfyrirtækja á að koma inn á markaðinn en það er of snemmt að tíunda hveijir það eru.“ 22 verslunareiningar Tillagan að tengibyggingunni ger- ir ráð fyrir 6.200 fermetra verslunar- rými á tveimur hæðum milli norður og suður Kringlu auk möguleika á að nýta 2.200 fermetra kjallararými eða samtals 8.400 fermetra. Gert er ráð fyrir 22 nýjum verslunarein- ingum og að ein þeirra verði tæpir 400 fermetrar á tveimur hæðum. Skyndibitastaðir, sem nú eru í norð- urhlutanum verða færðir yfir á aðra hæð í tengibyggihgunni. Sagði Einar að allt skipulag, lofthæð, gólfefni og annar frágangur í nýju bygging- unni miðaðist við norður álmuna eða elsta hlutann. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir möguleika á tengingu við Borgar- leikhúsið frá suður Kringlu og sagði Einar að byggingarnar yrðu tengdar með þak. Einnig væri möguleiki á að innangengt yrði milli byggingann sérstaklega ef byggt yrði við Bórgar- leikhúsið en það væri til skoðunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.