Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kaupfélagshúsið í Stykkishólmi endurbætt Kostnaður 15 milljónir á þessu ári Morgunblaðið/Gunnlaugur/Stykkishólmi KAUPFÉLAGSHÚSIÐ í Stykkishólmi sem bærinn er að endur- bæta og ætlar að nýta undir bæjarskrifstofur sínar. ÁFORMAÐ er að verja um 15 milljónum króna á þessu ári í endurbyggingu Kaupfélags- hússins í Stykkishólmi sem byggt var í kringum 1930 en húsið hefur staðið ónotað um árabil. Á síðustu árum hefur verið unnið að endurbótum á húsinu, sem Stykkishólmsbær eignaðist árið 1990, þegar bærinn keypti eignir kaup- félagsins. I Kaupfélagshúsinu er áætl- að að bæjarskrifstofurnar í Stykkishólmi verði til húsa en til greina kemur að nýta það einnig undir aðra opinbera starfsemi. Að sögn Olafs Hilm- ars Sverrissonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi, er samstaða í bæjarstjórn um endurbygg- ingu kaupfélagshússins. Hann segir að e.t.v. séu bæjarbúar ekki sammála um hvaða starf- semi skuli vera í húsinu en hann hafi ekki orðið var hug- mynda um að rífa það. Skipulagsslys Eðvarð Árnason, yfirlög- regluþjónn á Snæfellsnesi, skrifaði lesendabréf í Morgun- blaðið í gær og segir að verið sé að endurvekja skipulagsslys í Stykkishólmi. Eðvarð vísar í úttekt skoðunarmanna sem gerð var eftir að rekstri kaupfélagsins var hætt en þeirra álit var að húsið væri nánast ónýtt. Hann segir að bærinn hafi eytt milljónum í húsið síðustu ár, þ.á m. hafi húsið verið klætt með efni sem reyndist gallað. Eðvarð er þeirrar skoðunar að með því að rífa kaupfélags- húsið yrði bætt fyrir skipulags- slysið sem varð þegar húsinu var valin staðsetning í upp- hafi. Hann segir kostnað við endurbyggingu síðustu ára ekki hafa fengist birtar eða hver endanlegur kostnaður verði. Kostnaður við endurbætur síðustu ára er í kringum 20 miHjónir og vonast er til að þær 15 milljónir sem settar verða í verkið á árinu komi því á lokastig. Olafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri, segir að á bæjarráðsfundi í apríl síð- astliðnum hafi verið birtar töl- ur um heildarkostnað verksins fram að þeim tíma. Húsið var klætt múrklæðningu fyrir 4-5 árum en að sögn bæjarsljórans hefur það ekki farið vel með húsið að standa autt og Iag- færa þarf klæðningu þess. Bolungarvík Vélarvana trillu komið til hafnar Bolungarvík - Maður á þriggja tonna trillu, Katrínu ST 75, lenti í erfiðleikum síðdegis á þriðjudag er vél bátsins bilaði þar sem hann var staddur út af Straumnesi. Veð- ur var þá NV 6 til 8 vindstig og rak bátinn í átt að landi. Togarinn Örvar sem staddur var þarna skammt frá tók Katrínu í tog um kl. 19 og hélt áleiðis til lands. Nýi báturinn bjargaði trillunni Hinn nýi björgunarbátur Slysa- varnafélagsins á ísafirði Gunnar Friðriksson fór til móts við Örvar og mættust skipin um 7 til 8 mílur norður af Ófæru við Bolungarvík þar tók björgunarbáturinn Katrínu í tog og dró hana inn til Bolungar- víkur þangað komu bátamir svo um kl. 1.30. Morgunblaðið/Hallgrímur GUNNAR Krisljánsson að útskrifa 10. bekk grunnskólans í síðasta sinn. hengirum leikhús Stóicrvördustíg 1a vísindadot dúkkuvöggui o.fl. o.fl. o.fl... Vorferð leikskóla- barna á Siglufirði Skólaslit Grunnskóla Eyrarsveitar Gunnar skólastjóri hættir eftir 18 ár Grundarfirði - Gunnar Kristjáns- son, skólastjóri Grunnskóla Eyrar- sveitar, sleit skólanum í síðasta sinn eftir 18 ára starf við skólann. Sljórnað við erfiðar aðstæðurí 13 ár Gunnar hefur stjórnað skólanum í 13 ár, oft við erfiðar aðstæður, einkum vegna manneklu. Margt hefur þó breyst til batnaðar, skól- inn hefur nú verið einsetinn í þijú skólaár og stutt er síðan nýtt hús- næði var tekið í notkun fyrir yngstu nemendurna. Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri kvaddi Gunnar fyrir hönd íbúa hreppsins og þakkaði honum gott og farsælt starf og sagði m.a.: „Hann er og verður Gunnar skóla- stjóri í huga okkar þótt hann snúi nú að öðrum störfum." Siglufirði - Árleg vorferð leik- skólabarna á Siglufirði í sveitina var farin nýlega. Að þessu sinni voru það ábúendur á Helgustöð- um í Fljótum sem tóku á móti þessum myndarlega hóp sem kominn var til að sjá hvernig lífið í sveitinni gengi fyrir sig. Börnin höfðu heldur betur heppnina með sér því að ein ærin bar tveimur lömbum á meðan þau fylgdust stóreyg með þessu kraftaverki er nýtt líf kemur í heiminn. Krakkarnir skoðuðu einnig hestana á bæn- um og fannst mikið til koma. Morgunblaðið/Gunnar TRILLAN Katrín í höfninni á Bolungarvík eftir að henni var bjargað. l* , ■ j Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.