Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Kaupfélagshúsið
í Stykkishólmi
endurbætt
Kostnaður 15 milljónir á þessu ári
Morgunblaðið/Gunnlaugur/Stykkishólmi
KAUPFÉLAGSHÚSIÐ í Stykkishólmi sem bærinn er að endur-
bæta og ætlar að nýta undir bæjarskrifstofur sínar.
ÁFORMAÐ er að verja um 15
milljónum króna á þessu ári í
endurbyggingu Kaupfélags-
hússins í Stykkishólmi sem
byggt var í kringum 1930 en
húsið hefur staðið ónotað um
árabil. Á síðustu árum hefur
verið unnið að endurbótum á
húsinu, sem Stykkishólmsbær
eignaðist árið 1990, þegar
bærinn keypti eignir kaup-
félagsins.
I Kaupfélagshúsinu er áætl-
að að bæjarskrifstofurnar í
Stykkishólmi verði til húsa en
til greina kemur að nýta það
einnig undir aðra opinbera
starfsemi. Að sögn Olafs Hilm-
ars Sverrissonar, bæjarstjóra
í Stykkishólmi, er samstaða í
bæjarstjórn um endurbygg-
ingu kaupfélagshússins. Hann
segir að e.t.v. séu bæjarbúar
ekki sammála um hvaða starf-
semi skuli vera í húsinu en
hann hafi ekki orðið var hug-
mynda um að rífa það.
Skipulagsslys
Eðvarð Árnason, yfirlög-
regluþjónn á Snæfellsnesi,
skrifaði lesendabréf í Morgun-
blaðið í gær og segir að verið
sé að endurvekja skipulagsslys
í Stykkishólmi. Eðvarð vísar í
úttekt skoðunarmanna sem
gerð var eftir að rekstri
kaupfélagsins var hætt en
þeirra álit var að húsið væri
nánast ónýtt. Hann segir að
bærinn hafi eytt milljónum í
húsið síðustu ár, þ.á m. hafi
húsið verið klætt með efni sem
reyndist gallað.
Eðvarð er þeirrar skoðunar
að með því að rífa kaupfélags-
húsið yrði bætt fyrir skipulags-
slysið sem varð þegar húsinu
var valin staðsetning í upp-
hafi. Hann segir kostnað við
endurbyggingu síðustu ára
ekki hafa fengist birtar eða
hver endanlegur kostnaður
verði.
Kostnaður við endurbætur
síðustu ára er í kringum 20
miHjónir og vonast er til að
þær 15 milljónir sem settar
verða í verkið á árinu komi
því á lokastig. Olafur Hilmar
Sverrisson, bæjarstjóri, segir
að á bæjarráðsfundi í apríl síð-
astliðnum hafi verið birtar töl-
ur um heildarkostnað verksins
fram að þeim tíma. Húsið var
klætt múrklæðningu fyrir 4-5
árum en að sögn bæjarsljórans
hefur það ekki farið vel með
húsið að standa autt og Iag-
færa þarf klæðningu þess.
Bolungarvík
Vélarvana
trillu
komið
til hafnar
Bolungarvík - Maður á þriggja
tonna trillu, Katrínu ST 75, lenti
í erfiðleikum síðdegis á þriðjudag
er vél bátsins bilaði þar sem hann
var staddur út af Straumnesi. Veð-
ur var þá NV 6 til 8 vindstig og
rak bátinn í átt að landi.
Togarinn Örvar sem staddur var
þarna skammt frá tók Katrínu í
tog um kl. 19 og hélt áleiðis til
lands.
Nýi báturinn
bjargaði trillunni
Hinn nýi björgunarbátur Slysa-
varnafélagsins á ísafirði Gunnar
Friðriksson fór til móts við Örvar
og mættust skipin um 7 til 8 mílur
norður af Ófæru við Bolungarvík
þar tók björgunarbáturinn Katrínu
í tog og dró hana inn til Bolungar-
víkur þangað komu bátamir svo
um kl. 1.30.
Morgunblaðið/Hallgrímur
GUNNAR Krisljánsson að útskrifa 10. bekk
grunnskólans í síðasta sinn.
hengirum
leikhús
Stóicrvördustíg 1a
vísindadot
dúkkuvöggui
o.fl. o.fl. o.fl...
Vorferð leikskóla-
barna á Siglufirði
Skólaslit Grunnskóla
Eyrarsveitar
Gunnar
skólastjóri
hættir
eftir 18 ár
Grundarfirði - Gunnar Kristjáns-
son, skólastjóri Grunnskóla Eyrar-
sveitar, sleit skólanum í síðasta
sinn eftir 18 ára starf við skólann.
Sljórnað við erfiðar
aðstæðurí 13 ár
Gunnar hefur stjórnað skólanum
í 13 ár, oft við erfiðar aðstæður,
einkum vegna manneklu. Margt
hefur þó breyst til batnaðar, skól-
inn hefur nú verið einsetinn í þijú
skólaár og stutt er síðan nýtt hús-
næði var tekið í notkun fyrir
yngstu nemendurna.
Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri
kvaddi Gunnar fyrir hönd íbúa
hreppsins og þakkaði honum gott
og farsælt starf og sagði m.a.:
„Hann er og verður Gunnar skóla-
stjóri í huga okkar þótt hann snúi
nú að öðrum störfum."
Siglufirði - Árleg vorferð leik-
skólabarna á Siglufirði í sveitina
var farin nýlega. Að þessu sinni
voru það ábúendur á Helgustöð-
um í Fljótum sem tóku á móti
þessum myndarlega hóp sem
kominn var til að sjá hvernig
lífið í sveitinni gengi fyrir sig.
Börnin höfðu heldur betur
heppnina með sér því að ein
ærin bar tveimur lömbum á
meðan þau fylgdust stóreyg með
þessu kraftaverki er nýtt líf
kemur í heiminn. Krakkarnir
skoðuðu einnig hestana á bæn-
um og fannst mikið til koma.
Morgunblaðið/Gunnar
TRILLAN Katrín í höfninni á Bolungarvík eftir að henni var bjargað.
l*
, ■ j
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir