Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 13 AKUREYRI Akureyrardeild Rauða krossins Ný íbúð, barnfóstru- námskeið og fatasöfnun SJUKRAIBUÐ ætluð sjúklingum og aðstandendum, sem sækja þurfa þjónustu til Akureyrar, hefur verið tekin í notkun. Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri hefur umsjón með íbúðinni og er þeim sem þurfa á henni að halda bent á að snúa sér þangað. Fatasafnanir eru fastur liður í starfsemi Rauða krossins og er tek- ið á móti fötum allan ársins hring í húsnæði deildarinnar á Akureyri, Kaupangi við Mýrarveg. Fötin þurfa að vera heilleg og hrein, en mest þörf er fyrir barnaföt og yfir- hafnir, þó ekki skinnfatnað. Nú standa einnig yfir barnfóstru- námskeið fyrir börn á aldrinum 11 til 14 ára, en markmið þeirra er að þátttakendur fái aukna þekkingu um börn og umhverfi þeirra og öðlist aukið öryggi við barnagæsl- una. Fjölmörg börn hafa að undan- förnu heimsótt Akureyrarskrifstofu RKÍ og afhent ágóða úr hlutaveltu og vill deildin færa þeim sem þann- ig hafa styrkt starfsemina þakkir. Morgunblaðið/Kristján Flakkarar sýndu húsbíla FLAKKARAR, félag húsbílaeigenda, efndi til sýningar á húsbflum félags- manna við Hrafnagil og gafst gestum, sem voru ijölmargir, kostur á að skoða mismunandi húsbfla innan sem utan. Flakkarar eru 10 ára gamall félags- skapur fólks sem hefur það sameigin- lega áhugamál að ferðast heima og erlendis á bflum sínum sem í raun eru nokkurs konar sumarbústaðir á hjól- um. Félagsmenn eru um 340 og eru 170 bflar skráðir. Markmið Flakkara er að ferðast, skoða landið og hafa gaman af, þeir bera líka fulla virðingu fyrir umhverfinu, ganga vel og snyrti- lega um landið og leggja metnað sinn í að hvergi sjái á þegar áningarstaður er- yfírgefínn. Listasafnið á Akureyri Samúel og Einar Gari- baldi sýna SAMÚEL Jóhannsson og Einar Garibaldi opna einkasýningu í Lista- safninu á Akureyri á morgun, laug- ardaginn 7. júní, kl. 16. Sýningin stendur yfir til 29. júní og er opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Samúel sýnir í austursal safnsins, hann er fæddur á Akureyri og er sjálfmenntaður í myndlistinni. Hann vinnur jöfnum höndum með akríl-, vatns- og tússlitum og bleki. Samúel hefur haldið sextán einkasýningar á Akureyri og í Reykjavík og er þessi sú sautjánda. Einnig hefur hann tek- ið þátt í fjölda samsýninga. Sýninguna í Listasafninu tileinkar hann „baminu í okkur öllum“ og segir það vera vegna virðingar sinnar fyrir heiðarleika bernskunnar. Einar Garibaldi sýnir í miðsal, en sýninguna kallar hann Skapalón. Hann er fæddur á Isafirði og stund- aði nárn við Myndlista- og handíða- skóla íslands og Brera Akademíuna í Mílanó. Hann starfar nú í Reykja- vík. Hefur hann haldið fjölmargar myndlistarsýningar bæði heima og erlendis, „Við okkur blasa hlutir sem segja ýmislegt um daglegt líf okkar, vænt- ingar og hegðun. Örvar, pílur, orð og línur. Hlutir sem vísa til ákveð- inna staða eða íjarlægra fyrirbæra. Við kreflum þá um virkni, þrátt fyr- ir að þeir séu ekki verkfæri fremur en málverkið," segir Einar m.a. um sýninguna. I vestursal Listasafnsins hafa ver- ið sett upp tvö verk sem safnið hef- ur nýlega fest kaup á, annað eftir Gunnar Straumland og hitt eftir Þorvald Þorsteinsson. Sú sýning stendur til 13. júní en þar á eftir mun vestursalur hýsa tillögur og niðurstöður úr hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Naustahverfis. -----» ♦ ♦------ Fróðleiksbrot um sögu og náttúru „FRÓÐLEIKSBROT um sögu og náttúru" er heiti á upplýsingabækl- ingi sem Atvinnumálaskrifstofan á Akureyri hefur gefið út. Bæklingurinn er ætlaður ferða- mönnum sem koma til Akureyrar og í honum er ýmis fróðleiþur um bæinn og nánasta umhverfi. í honum er vísað til korts af Akureyri og nágrenni sem gefið var út á vegum atvinnumálanefndar fyrr í vor. Mið- að er við að fólk geti nýtt sér kortið og bæklinginn samhliða, t.d. til að fara gönguleiðir sem lýst er í bækl- ingnum og til að njóta útivistar- svæða í nágrenni bæjarins. Bæklingurinn er gefinn út í 30 þúsund eintökum á þremur tungu- málum, íslensku, ensku og þýsku. Ríkulegur staðalbúnaður er eitt af aðalsmerkjum Mitsubishi. Nú bjóðum við nokkra sérbúna Mitsubishi Lancer Royale á frábæru verði. Auk venjulegs staðalbúnaðar er girnileg ábót: -r ÁLFELGUR_________________________ -r ViNDSKEIÐ HEKLA r-GEISLASPILARI r FJARSTYRÐAR HURÐALÆSINGAR m 11 k Staðalbúnaður Mitsubishi Lancer er m.a.: Oryggispúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti • Samlæsingar Hneyfiltengd þjófnaðarvöm • Styrktarbitar í hurðum Rafhituð framsæti O Aflögunarsvið að framan og aftan Rafstýrðir upphitaðir útispeglar O Hæðarstilling á framljósum Rafstýrðar rúðuvindur með slysavöm O Samlitir stuðarar Vökva- og veltistýri • Þvottasprautur á aðalljóskerjum Ltinocr Rcnfale, wituikiptur, ko***'..*- o u IKæF^íYí' ’i' in d ffiútuia ! tillniimi dgötima / MITSUBISHI -í miklum metum !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.