Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 45 - FRETTIR i----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Ibúasamtök Vesturbæj- ar 20 ára Á ÞESSU ári eru tuttugu ár liðin síðan íbúasamtök Vesturbæjar voru stofnuð. í tilefni þess ætla samtökin að gangast fyrir hátíðarhöldum í Vesturbænum laugardaginn 7. júní. Kl. 10 verður ungum Vesturbæ- ingum boðið upp á siglingu um höfn- ina með nýja víkingaskipinu Islend- ingur. Lagt verður upp frá Austur- höfn, neðan við Hafnarbúðir. Kl. 11.30 býður verslunin Elling- sen í Ánanaustum upp á plokkfisk að hætti gamalla Vesturbæinga, rúgbrauð með íslensku smjöri og hollustudrykk frá Mjólkursamsöl- unni. Kokkur og stjórnandi er Úifar Eysteinsson frá Þremur Frökkum. Kl. 13 fer fram dorgkeppni á bryggj- unni neðan við Kaffivagninn. Dóm- arar um stærstu fiskana eru félagar í Sjóstangaveiðifélaginu. Kl. 14.30 hefst svo skrúðganga frá gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. í fararbroddi fara ungir iúðrablásar- ar og skemmtarar úr Hinu húsinu. í framhaldi af göngunni verður haldin fjölskylduhátíð á svæðinu bak við verkamannabústaðinn milli Hringbrautar og Ásvallagötu. Þar flytja krakkarnir í Hinu Húsinu leik- þátt og flutt verða stutt ávörp. Síð- an verður farið í leiki við börn á öllum aldri og grillað ofan í við- stadda. Síðdegis verða svo gamlir Vest- urbæingar heiðraðir. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Byrjar vel í Blöndu og Kjós VEIÐI hófst í tveimur ám í gær- morgun, Laxá í Kjós og Blöndu. Þótt köldu andaði á báðum miðum voru menn hæstánægðir með af- rakstur morgunsins. Alls komu 15 laxar á land úr Blöndu, allt stórlax upp í 15 pund og þykir þetta góð bytjun. Fjórir fyrstu laxarnir veiddust í Laxá í Kjós um morguninn, allt boltafiskar, upp í 14 pund. I Blöndu voru menn eingöngu á neðsta svæðinu og var mikið líf í ánni. Þótt ekki hafi vorað eins vel og í fyrra gaf byijunin nú frá- bærri byijun þá lítið eftir og rétt eins og þá, voru flugulaxar í aflan- um. í Laxá veiddust allir laxarnir í Laxfossi að sunnanverðu á maðk og sá síðasti veiddist rétt fyrir hádegi og var að skríða inn á svæðið þannig að það var einhver hreyfing á fiski. Það voru fleiri laxar á svæðinu en tóku ekki. Það voru nokkrir norskir veiðimenn í ánni og fengu þeir alla laxana, tveir þeirra fengu meira að segja Maríulaxa sína og var mikið stuð í hópnum,“ sagði Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka Laxár í Kjós í gærdag. Laxarnir voru 10, 11, 13 og 14 pund. Lítið var reynt fyrir ofan Laxfoss, en nokkrir lax- ar munu þó komnir inn úr öllu, því meira en tvær vikur eru síðan menn fóru að sjá til laxa af og til neðst í ánni. Áin var afar köld í gærmorgun, aðeins 3 gráður, en fór hlýnandi. Formannaskipti SVFR Formannaskipti munu fara fram í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á næsta aðalfundi þess í haust. Frið- rik Þ. Stefánsson sem setið hefur sem formaður SVFR síðustu árin lýsti yfir á stjórnarfundi í veiði- húsinu við Norðurá í vikunni, að hann myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu. Kristján Guðjónsson varaformað- ur SVFR lýsti yfir á sama fundi að hann myndi gefa kost á sér Morgunblaðið/gg HINN norski Hans Olav Rostveit fagnar mjög er leiðsögumað- urinn hefur handsamað 11 punda hrygnuna. til formannskjörs á aðalfundinum. Barna- og unglingaveiðidagur Aðrar fréttir úr herbúðum SVFR eru þær, að næst komandi sunnudag gengst félagið fyrir sín- um árlega barna- og unglinga- veiðidegi við Elliðavatn og er uppákoman í náinni samvinnu við landeigendur við vatnið. Veiði- mótið er opið öllum börnum og unglingum, 16 ára og yngri, ekki aðeins þeim sem félagsbundin eru SVFR, og verða veitt vegleg verð- laun fyrir árangur í tveimur ald- ursflokkum. Aldursflokkarnir eru 0 til 11 ára og 12 til 16 ára. Veitt verða verðlaun fyrir stærsta fiskinn í hveijum flokki og einnig fyrir samanlagða þyngd þriggja stærstu fiskanna. Þátttakendur þiggja léttar veitingar í boði SVFR að móti loknu. Ver doktors- ritgerð < 1 Morgun- ganga, messa og staðarskoð- 1 un í Viðey * HELGARDAGSKRÁIN í Viðey verður þannig að á laugardags- morgun verður gönguferð um norð- urströnd Heimaeyjarinnar, frá eystri túngarðinum og vestur í Eið- ishóla. Þaðan verður gengið yfir Eiðið og að rústum Nautahúsanna, austast á Vestureynni. „Þar er skemmtileg áletrun á steini. Hún er frá 1821 og hugsan- 1 lega er þar ástarsaga að baki. Far- I ið verður með Maríusúðinni úr Sundahöfn kl. 10. Ferðin tekur um tvo tíma, þannig að komið verður í land aftur um kl. 12. Eftir hádegi á laugardag verður staðarskoðun sem hefst í kirkjunni kl. 14.15. I henni eru kirkjan og Stofan sýndar ásamt næsta umhverfi þeirra. Þetta er í senn fróðleg og ánægjuleg i stund sem krefst hvorki langrar göngu né ferðabúnaðar, segir í fréttatilkynningu. Á sunnudag messar sr. Hjalti Guðmundsson kl. 14 og sérstök ferð verður með kirkjugestum kl. 13.30. Eftir messu verður aftur staðar- skoðun. Hestaleigan í Laxnesi er nú byij- uð með starfsemi sína í eynni. Einn- ig er þar reiðskóli á hennar vegum. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið gestum og gangandi. Ferðir síðdegis eru á klst. fresti kl. 13-17. Alþýðufiokkur- inn ræðir veiði- leyfagjald ALÞÝÐUFLOKKURINN - Jafnað- armannaflokkur íslands heldur sumarþing í Fjölbrautaskólanum á Akrnesi helgina 7.-8. júní. Á laugardeginum verður haldin ráðstefna um sjávarútvegsmál með áherslu á veiðileyfagjald og stjórn- kerfi fiskveiða. Fengnir verða fyrir- lesarar til þess að fjalla um málin út frá ólíkum sjónarhornum. Ráð- stefnan mun síðan enda með pall- borðsumræðum sem Jón Baldvin Hannibalsson stjórnar. Á sunnudeginum verða umræður um lög flokksins auk opinnar um- ræðu um sameiningarmál. Þingslit eru áætluð kl. 17 á sunnudagseft- irmiðdag. Upplýsingar má nálgast á Stjórnmálavefnum, heimasíðu Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands. BMW-sýning B&L stendur fyrir sýningu á BMW- bifreiðum um helgina. Sýndir verða bílar úr 3-línunni, bæði saloon og touring, og saloon úr 5-línunni. „Bílar úr 3-línunni eru betur búnir en hefðbundnir bílar. T.d. eru bílarnir með spólvörn, læstu drifi, tveimur loftpúðum, fjarstýrðum samlæsingum o.fi. BMW bílar úr 5-línunni hafa vakið mikla athygli fyrir fallegar línur og fágaða hönn- un. Má þar nefna loftpúða, bæði fýrir framan ökumann og farþega og til hliðar í hurðum,“ segir í fréttatilkynningu. Sýningin er á Suðurlandsbraut 14, laugardaginn 7. júní kl. 9-17 og sunnudaginn 8. júní kl. 12-17. Útilífsskóli Vogabúa SKÁTAFÉLAGIÐ Vogabúar í Graf- arvogi hefur nú fimmta starfsár Útilífsskóla Vogabúa fyrir börn 7-11 ára. Á liðnum árum hafa um 500 börn tekið þátt í námskeiðum félagsins sem byggja á gildum skátahreyfingarinnar. Námskeið- unum er stýrt af hópi reyndra skáta sem hafa mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum í gegn- um skátastarfið. Á námskeiðum Útilífsskólans gefst krökkunum tækifæri til að kynnast útilífsstarfi og skáta- mennsku. Á dagskrá eru m.a. rat- leikir, söngur, gönguferðir, leikir, bátsferð, veiði, tjaldferð og margt annað sem tekur á þroska barna og hugarflugi. í sumar er boðið uppá fimm tveggja vikna námskeið sem fara fram víðsvegar um höfuð- borgina og nágrenni hennar og enda með útilegu við Hafravatn. Námskeiðin hefjast 2. júní, 16. júní, 30. júní, 14. júlí og 5. ágúst og fer skráning m.a. fram milli klukkan 8-16 í skátaheimilinu Logafold 106. Næturvarslan alltaf á sama stað VAKTAPÓTEKIN í Reykjavík hafa sameinast um eitt apótek til þess að annst kvöld-, nætur- og helgar- vörsluna þannig að framvegis verða vaktirnar alltaf á sama stað sem er til mikils þægindaauka fyrir fólk, segir í fréttatilkynningu frá Apóteki ehf. Einnig segir: „Háaleitisapótek varð fyrir valinu vegna hentugrar legu þess miðsvæðis í Reykjavík, í Austurveri við Háaleitisbraut. Einn- ig er það mjög vel staðsett hvað umferð varðar og aðkoman að apó- tekinu á allan hátt mjög auðveld." Þessi breyting tekur gildi frá og með föstudeginum 6. júní. Listahópur hitt- ist í Hafnarfirði BANDALAG kvenna í Hafnarfirði stóð fyrir námskeiði í listmálun í listamiðstöðinni Straumi í septem- ber sl. Kennari námskeiðsins, Leigh Hyams, kemur sem fararstjóri í lista- og menningarferð með hóp frá San Fransisco Museum of Mod- ern Art. Þau verða í Hafnarborg Hafnar- firði um kl. 16 miðvikudaginn 11. júní nk. og er það von Bandalags kvenna að sem flestir af námskeið- inu í Straumi geti mætt og átt þar góða stund saman. Helgarskák- mót TR TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti um helgina og er teflt í félagsheimilinu að Faxa- feni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Mótið hefst á föstu- dag kl. 19.30 og lýkur á sunnudag kl. 21. HÓLMFRÍÐUR K. Gunnarsdóttir, MSc. ver doktorsritgerð við lækna- deild Háskóla íslands föstudaginn 6. júní. Doktorsvörnin hefst kl. 14 í hátíðasal Háskólans. Ritgerðin nefnist Mortality and Cancer Morbidity among Occupati- onal and Soeial Groups in Iceland (Dánar- og krabbameinst- íðni í starfs- og þjóðfélags- hópum á íslandi). Ritgerðin er bvggð á átta greinum. Sjö þeirra hafa þegar birst í erlendum vísindatímarit- um. Markmiðið með rann- sóknunum sem ritgerðin byggist á var að kanna dánar- og krabbameins- mynstur mismunandi starfs- og þjóðfélagshópa á íslandi. Hóparnir sem vald- ir voru til skoðunar voru: Starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, bændur, verkakonur í Reykjavík og Hafnarfirði og hjúkrunarfræðingar. Dánar- og krabbameinstíðni meðal íslensku þjóðarinnar, karla og kvenna, var höfð til samanburðar. Þegar dánartíðnin var athuguð meðal karla sem unnu í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi á árunum 1954-1985 kom í ljós að dánartíðni var almennt lág meðal starfsmann- anna í verksmiðjunni en hæst var dánartíðnin í fámennum hópi manna, sem unnu skamman tíma við verk- smiðjuna. Niðurstöðurnar bentu því ekki til þess að starf í Áburðarverk- smiðjunni væri áhættusamt, en get- um leitt að því að þeir sem standa stutt við í starfi kunni að hafa áhætt- usama lífshætti. Dánartíðni og krabbameinstíðni meðal bænda sem greiddu til Lífeyr- issjóðs bænda á árabilinu 1977-1983 var lág eins og sést hefur meðal bænda um heim allan. Þó voru vís- bendingar um hærri tíðni tiltekinna krabbameina, og voru þar á ferðinni sömu krabbamein og gætt hefur í meira mæli meðal bænda annars staðar í heiminum. Þetta þótti at- hyglisvert þar eð loftslag og búskap- arhættir á ísiandi eru frábrugðnir því sem gerist víða annars staðar. Dánartíðni- og krabbameinstíðni meðal verkakvenna sem greiddu í Lífeyrissjóð Dagsbrúnar og Fram- sóknar á tímabilinu 1970-1986 var hærri í tilteknum undirhópum en meðal annarra kvenna, þótt dánar- tíðnin væri lág þegar á heildina var litið. Dánar- og krabbameinstíðnin var hærri meðal verkakvenn- anna sem gengu í lífeyris- sjóðinn á seinni hluta rann- sóknartímabilsins. Þetta gæti verið vísbending um, að bilið á milli þjóðfélags- hópanna fari breikkandi. Hjúkrunarfræðingar nutu langlífis, en brjósta- krabbamein var heldur tíð- ara meðal þeirra en annarra kvenna og nokkur sjálfsmorðshætta í yngri aldurshópum. Niðurstöður rannsóknanna voru í samræmi við það sem sést hefur erlendis, þegar dánartíðni og krabbameinsmynstur starfs- og þjóðfélagshópa hafa verið rannsök- uð. Vísbendingar eru um að dánar- meins- og krabbameinsmynstur séu mismunandi í mismunandi starfs- og þjóðfélagshópum á íslandi eins og sést hefur alls staðar í iðnvædd- um ríkjum hins vestræna heims. Höfundur bendir á að leggja beri áherslu á að komast að því hvernig þessi mynstur eru, svo að unnt sé að vinna forvarnarstarf, þar sem þörfin er mest. Ritgerðin kemur út hjá Háskóla- útgáfunni, en rannsóknirnar voru unnar á Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík lauk Hólm- fríður K. Gunnarsdóttir kennara- prófi frá Kennaraskóla Islands, BA-prófi í sænsku og íslensku frá Háskóla íslands, hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla íslands og meist- araprófi í heilbrigðisvísindum frá Háskóla íslands. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.