Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 45

Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 45 - FRETTIR i----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Ibúasamtök Vesturbæj- ar 20 ára Á ÞESSU ári eru tuttugu ár liðin síðan íbúasamtök Vesturbæjar voru stofnuð. í tilefni þess ætla samtökin að gangast fyrir hátíðarhöldum í Vesturbænum laugardaginn 7. júní. Kl. 10 verður ungum Vesturbæ- ingum boðið upp á siglingu um höfn- ina með nýja víkingaskipinu Islend- ingur. Lagt verður upp frá Austur- höfn, neðan við Hafnarbúðir. Kl. 11.30 býður verslunin Elling- sen í Ánanaustum upp á plokkfisk að hætti gamalla Vesturbæinga, rúgbrauð með íslensku smjöri og hollustudrykk frá Mjólkursamsöl- unni. Kokkur og stjórnandi er Úifar Eysteinsson frá Þremur Frökkum. Kl. 13 fer fram dorgkeppni á bryggj- unni neðan við Kaffivagninn. Dóm- arar um stærstu fiskana eru félagar í Sjóstangaveiðifélaginu. Kl. 14.30 hefst svo skrúðganga frá gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. í fararbroddi fara ungir iúðrablásar- ar og skemmtarar úr Hinu húsinu. í framhaldi af göngunni verður haldin fjölskylduhátíð á svæðinu bak við verkamannabústaðinn milli Hringbrautar og Ásvallagötu. Þar flytja krakkarnir í Hinu Húsinu leik- þátt og flutt verða stutt ávörp. Síð- an verður farið í leiki við börn á öllum aldri og grillað ofan í við- stadda. Síðdegis verða svo gamlir Vest- urbæingar heiðraðir. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Byrjar vel í Blöndu og Kjós VEIÐI hófst í tveimur ám í gær- morgun, Laxá í Kjós og Blöndu. Þótt köldu andaði á báðum miðum voru menn hæstánægðir með af- rakstur morgunsins. Alls komu 15 laxar á land úr Blöndu, allt stórlax upp í 15 pund og þykir þetta góð bytjun. Fjórir fyrstu laxarnir veiddust í Laxá í Kjós um morguninn, allt boltafiskar, upp í 14 pund. I Blöndu voru menn eingöngu á neðsta svæðinu og var mikið líf í ánni. Þótt ekki hafi vorað eins vel og í fyrra gaf byijunin nú frá- bærri byijun þá lítið eftir og rétt eins og þá, voru flugulaxar í aflan- um. í Laxá veiddust allir laxarnir í Laxfossi að sunnanverðu á maðk og sá síðasti veiddist rétt fyrir hádegi og var að skríða inn á svæðið þannig að það var einhver hreyfing á fiski. Það voru fleiri laxar á svæðinu en tóku ekki. Það voru nokkrir norskir veiðimenn í ánni og fengu þeir alla laxana, tveir þeirra fengu meira að segja Maríulaxa sína og var mikið stuð í hópnum,“ sagði Ásgeir Heiðar, fulltrúi leigutaka Laxár í Kjós í gærdag. Laxarnir voru 10, 11, 13 og 14 pund. Lítið var reynt fyrir ofan Laxfoss, en nokkrir lax- ar munu þó komnir inn úr öllu, því meira en tvær vikur eru síðan menn fóru að sjá til laxa af og til neðst í ánni. Áin var afar köld í gærmorgun, aðeins 3 gráður, en fór hlýnandi. Formannaskipti SVFR Formannaskipti munu fara fram í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur á næsta aðalfundi þess í haust. Frið- rik Þ. Stefánsson sem setið hefur sem formaður SVFR síðustu árin lýsti yfir á stjórnarfundi í veiði- húsinu við Norðurá í vikunni, að hann myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu. Kristján Guðjónsson varaformað- ur SVFR lýsti yfir á sama fundi að hann myndi gefa kost á sér Morgunblaðið/gg HINN norski Hans Olav Rostveit fagnar mjög er leiðsögumað- urinn hefur handsamað 11 punda hrygnuna. til formannskjörs á aðalfundinum. Barna- og unglingaveiðidagur Aðrar fréttir úr herbúðum SVFR eru þær, að næst komandi sunnudag gengst félagið fyrir sín- um árlega barna- og unglinga- veiðidegi við Elliðavatn og er uppákoman í náinni samvinnu við landeigendur við vatnið. Veiði- mótið er opið öllum börnum og unglingum, 16 ára og yngri, ekki aðeins þeim sem félagsbundin eru SVFR, og verða veitt vegleg verð- laun fyrir árangur í tveimur ald- ursflokkum. Aldursflokkarnir eru 0 til 11 ára og 12 til 16 ára. Veitt verða verðlaun fyrir stærsta fiskinn í hveijum flokki og einnig fyrir samanlagða þyngd þriggja stærstu fiskanna. Þátttakendur þiggja léttar veitingar í boði SVFR að móti loknu. Ver doktors- ritgerð < 1 Morgun- ganga, messa og staðarskoð- 1 un í Viðey * HELGARDAGSKRÁIN í Viðey verður þannig að á laugardags- morgun verður gönguferð um norð- urströnd Heimaeyjarinnar, frá eystri túngarðinum og vestur í Eið- ishóla. Þaðan verður gengið yfir Eiðið og að rústum Nautahúsanna, austast á Vestureynni. „Þar er skemmtileg áletrun á steini. Hún er frá 1821 og hugsan- 1 lega er þar ástarsaga að baki. Far- I ið verður með Maríusúðinni úr Sundahöfn kl. 10. Ferðin tekur um tvo tíma, þannig að komið verður í land aftur um kl. 12. Eftir hádegi á laugardag verður staðarskoðun sem hefst í kirkjunni kl. 14.15. I henni eru kirkjan og Stofan sýndar ásamt næsta umhverfi þeirra. Þetta er í senn fróðleg og ánægjuleg i stund sem krefst hvorki langrar göngu né ferðabúnaðar, segir í fréttatilkynningu. Á sunnudag messar sr. Hjalti Guðmundsson kl. 14 og sérstök ferð verður með kirkjugestum kl. 13.30. Eftir messu verður aftur staðar- skoðun. Hestaleigan í Laxnesi er nú byij- uð með starfsemi sína í eynni. Einn- ig er þar reiðskóli á hennar vegum. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið gestum og gangandi. Ferðir síðdegis eru á klst. fresti kl. 13-17. Alþýðufiokkur- inn ræðir veiði- leyfagjald ALÞÝÐUFLOKKURINN - Jafnað- armannaflokkur íslands heldur sumarþing í Fjölbrautaskólanum á Akrnesi helgina 7.-8. júní. Á laugardeginum verður haldin ráðstefna um sjávarútvegsmál með áherslu á veiðileyfagjald og stjórn- kerfi fiskveiða. Fengnir verða fyrir- lesarar til þess að fjalla um málin út frá ólíkum sjónarhornum. Ráð- stefnan mun síðan enda með pall- borðsumræðum sem Jón Baldvin Hannibalsson stjórnar. Á sunnudeginum verða umræður um lög flokksins auk opinnar um- ræðu um sameiningarmál. Þingslit eru áætluð kl. 17 á sunnudagseft- irmiðdag. Upplýsingar má nálgast á Stjórnmálavefnum, heimasíðu Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands. BMW-sýning B&L stendur fyrir sýningu á BMW- bifreiðum um helgina. Sýndir verða bílar úr 3-línunni, bæði saloon og touring, og saloon úr 5-línunni. „Bílar úr 3-línunni eru betur búnir en hefðbundnir bílar. T.d. eru bílarnir með spólvörn, læstu drifi, tveimur loftpúðum, fjarstýrðum samlæsingum o.fi. BMW bílar úr 5-línunni hafa vakið mikla athygli fyrir fallegar línur og fágaða hönn- un. Má þar nefna loftpúða, bæði fýrir framan ökumann og farþega og til hliðar í hurðum,“ segir í fréttatilkynningu. Sýningin er á Suðurlandsbraut 14, laugardaginn 7. júní kl. 9-17 og sunnudaginn 8. júní kl. 12-17. Útilífsskóli Vogabúa SKÁTAFÉLAGIÐ Vogabúar í Graf- arvogi hefur nú fimmta starfsár Útilífsskóla Vogabúa fyrir börn 7-11 ára. Á liðnum árum hafa um 500 börn tekið þátt í námskeiðum félagsins sem byggja á gildum skátahreyfingarinnar. Námskeið- unum er stýrt af hópi reyndra skáta sem hafa mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum í gegn- um skátastarfið. Á námskeiðum Útilífsskólans gefst krökkunum tækifæri til að kynnast útilífsstarfi og skáta- mennsku. Á dagskrá eru m.a. rat- leikir, söngur, gönguferðir, leikir, bátsferð, veiði, tjaldferð og margt annað sem tekur á þroska barna og hugarflugi. í sumar er boðið uppá fimm tveggja vikna námskeið sem fara fram víðsvegar um höfuð- borgina og nágrenni hennar og enda með útilegu við Hafravatn. Námskeiðin hefjast 2. júní, 16. júní, 30. júní, 14. júlí og 5. ágúst og fer skráning m.a. fram milli klukkan 8-16 í skátaheimilinu Logafold 106. Næturvarslan alltaf á sama stað VAKTAPÓTEKIN í Reykjavík hafa sameinast um eitt apótek til þess að annst kvöld-, nætur- og helgar- vörsluna þannig að framvegis verða vaktirnar alltaf á sama stað sem er til mikils þægindaauka fyrir fólk, segir í fréttatilkynningu frá Apóteki ehf. Einnig segir: „Háaleitisapótek varð fyrir valinu vegna hentugrar legu þess miðsvæðis í Reykjavík, í Austurveri við Háaleitisbraut. Einn- ig er það mjög vel staðsett hvað umferð varðar og aðkoman að apó- tekinu á allan hátt mjög auðveld." Þessi breyting tekur gildi frá og með föstudeginum 6. júní. Listahópur hitt- ist í Hafnarfirði BANDALAG kvenna í Hafnarfirði stóð fyrir námskeiði í listmálun í listamiðstöðinni Straumi í septem- ber sl. Kennari námskeiðsins, Leigh Hyams, kemur sem fararstjóri í lista- og menningarferð með hóp frá San Fransisco Museum of Mod- ern Art. Þau verða í Hafnarborg Hafnar- firði um kl. 16 miðvikudaginn 11. júní nk. og er það von Bandalags kvenna að sem flestir af námskeið- inu í Straumi geti mætt og átt þar góða stund saman. Helgarskák- mót TR TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti um helgina og er teflt í félagsheimilinu að Faxa- feni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Mótið hefst á föstu- dag kl. 19.30 og lýkur á sunnudag kl. 21. HÓLMFRÍÐUR K. Gunnarsdóttir, MSc. ver doktorsritgerð við lækna- deild Háskóla íslands föstudaginn 6. júní. Doktorsvörnin hefst kl. 14 í hátíðasal Háskólans. Ritgerðin nefnist Mortality and Cancer Morbidity among Occupati- onal and Soeial Groups in Iceland (Dánar- og krabbameinst- íðni í starfs- og þjóðfélags- hópum á íslandi). Ritgerðin er bvggð á átta greinum. Sjö þeirra hafa þegar birst í erlendum vísindatímarit- um. Markmiðið með rann- sóknunum sem ritgerðin byggist á var að kanna dánar- og krabbameins- mynstur mismunandi starfs- og þjóðfélagshópa á íslandi. Hóparnir sem vald- ir voru til skoðunar voru: Starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, bændur, verkakonur í Reykjavík og Hafnarfirði og hjúkrunarfræðingar. Dánar- og krabbameinstíðni meðal íslensku þjóðarinnar, karla og kvenna, var höfð til samanburðar. Þegar dánartíðnin var athuguð meðal karla sem unnu í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi á árunum 1954-1985 kom í ljós að dánartíðni var almennt lág meðal starfsmann- anna í verksmiðjunni en hæst var dánartíðnin í fámennum hópi manna, sem unnu skamman tíma við verk- smiðjuna. Niðurstöðurnar bentu því ekki til þess að starf í Áburðarverk- smiðjunni væri áhættusamt, en get- um leitt að því að þeir sem standa stutt við í starfi kunni að hafa áhætt- usama lífshætti. Dánartíðni og krabbameinstíðni meðal bænda sem greiddu til Lífeyr- issjóðs bænda á árabilinu 1977-1983 var lág eins og sést hefur meðal bænda um heim allan. Þó voru vís- bendingar um hærri tíðni tiltekinna krabbameina, og voru þar á ferðinni sömu krabbamein og gætt hefur í meira mæli meðal bænda annars staðar í heiminum. Þetta þótti at- hyglisvert þar eð loftslag og búskap- arhættir á ísiandi eru frábrugðnir því sem gerist víða annars staðar. Dánartíðni- og krabbameinstíðni meðal verkakvenna sem greiddu í Lífeyrissjóð Dagsbrúnar og Fram- sóknar á tímabilinu 1970-1986 var hærri í tilteknum undirhópum en meðal annarra kvenna, þótt dánar- tíðnin væri lág þegar á heildina var litið. Dánar- og krabbameinstíðnin var hærri meðal verkakvenn- anna sem gengu í lífeyris- sjóðinn á seinni hluta rann- sóknartímabilsins. Þetta gæti verið vísbending um, að bilið á milli þjóðfélags- hópanna fari breikkandi. Hjúkrunarfræðingar nutu langlífis, en brjósta- krabbamein var heldur tíð- ara meðal þeirra en annarra kvenna og nokkur sjálfsmorðshætta í yngri aldurshópum. Niðurstöður rannsóknanna voru í samræmi við það sem sést hefur erlendis, þegar dánartíðni og krabbameinsmynstur starfs- og þjóðfélagshópa hafa verið rannsök- uð. Vísbendingar eru um að dánar- meins- og krabbameinsmynstur séu mismunandi í mismunandi starfs- og þjóðfélagshópum á íslandi eins og sést hefur alls staðar í iðnvædd- um ríkjum hins vestræna heims. Höfundur bendir á að leggja beri áherslu á að komast að því hvernig þessi mynstur eru, svo að unnt sé að vinna forvarnarstarf, þar sem þörfin er mest. Ritgerðin kemur út hjá Háskóla- útgáfunni, en rannsóknirnar voru unnar á Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík lauk Hólm- fríður K. Gunnarsdóttir kennara- prófi frá Kennaraskóla Islands, BA-prófi í sænsku og íslensku frá Háskóla íslands, hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla íslands og meist- araprófi í heilbrigðisvísindum frá Háskóla íslands. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.