Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 15 AKUREYRi Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co Uppsetn- ingu gæða- kerfis lokið BRAUÐGERÐ Kr. Jónssonar & Co. á Akureyri hefur lokið uppsetningu gæðakerfis samkvæmt HACCP/GÁMES staðli. Gæðakerf- ið er sett upp til að tryggja sem besta afurð til viðskiptavina brauð- gerðarinnar og einnig til að upp- fylla lagalegar kröfur nýrrar mat- vælareglugerðar. Brauðgerðin hefur fengið í hend- ur endurskoðað starfsleyfi Heil- brigðiseftirlits Eyjafjarðar sem fel- ur í sér viðurkenningu á starfi og stefnu fyrirtækisins í gæðamálum. Ný matvælareglugerð var sett til að tryggja frekar gæði, öryggi og hollustu matvæla. Óll matvælafyrir- tæki verða því að uppfylla kröfur um innra eftirlit. Á myndinni afhendir Valdimar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirltis Eyjafjarðar Birgi Snorrasyni, hjá Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co endurskoðað starfsleyfi fyrirtækisins. -----♦ ♦ ♦----- Skátafélagið Klakkur Útilífsskóli í sjötta sinn SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur á Akur- eyri mun halda útilífsnámskeið fyr- ir krakka 8-13 ára í sumar eins og undanfarin ár. Fyrstu námskeiðin voru haldin sumarið 1992 og þá sem tilraunaverkefni. Undirtektir voru mjög góðar og síðan þá hafa nám- skeiðin verið í þróun og örum vexti. Á námskeiðunum eru kennd und- irstöðuatriði í því að bjarga sér úti í náttúrunni í bland við hæfilegan skammt af leikjum og fjöri. Auk þess sem þátttakendum gefst tæki- færi til að þroska samstarfshæfi- leika sína og ábyrgðartilfinningu. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi í útilífsmiðstöð skátafé- lagsins að Hömrum, í næsta ná- grenni Kjarnaskógar. í sumar verða haldin þijú mismunandi námskeið og stendur hvert námskeið í fimm daga, frá mánudegi til föstudags. Fjögur námskeið í sumar í sumar verður boðið upp á fjög- ur námskeið, hjólagarpanámskeið 9.-13. júní, vatnagarpanámskeið 23.-27. júní, náttúrugarpanámskeið 30. júní-4. júlí og 7.-11. júlí verður eitthvert áðurnefndra námskeiða og verður ákveðið eftir þátttöku á námskeiðin á undan. Þátttökugjald er kr. 4.500 og er innifalinn allur kostnaður við námskeiðið, matur í útilegunni og í hádegi alla nám- skeiðsdaganna. Skráning fer fram í Skátaheimilinu Hvammi, Hafnar- stræti 49. ♦ ♦ ♦----- Guðrún Pálína sýnir á Café Karólínu GUÐRÚN Pálína Guðmundsdóttir verður með myndlistarsýningu á Café Karólínu frá laugardeginum 7. juní og stendur hún til 28. júlí. Á sýningunni eru olíumálverk með mannamyndum sem hún hefur unnið að síðastliðið ár og er megin- áherslan lögð á tjáningu tilfinninga í andlitum en ekki nákvæmar eftir- líkingar af sérstöku fólki. Guðrún Pálína er Akureyringur, hún nam málaralist í Hollandi 1982- 1989. Þetta er fimmta einkasýning hennar á Akureyri en hún hefur einnig sýnt í Reykjavík og í Hol- landi. ■ - ki nema á 35 og ekki í belti Mf andlitinu á jUMFERÐAR ‘RÁÐ n orka oo aukinn kraltur Eggert Jóhannsson Éha eilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni Gericomplex inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni og hið öfluga Ginseng þykkni Ginseng G115. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.