Morgunblaðið - 06.06.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 06.06.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 15 AKUREYRi Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co Uppsetn- ingu gæða- kerfis lokið BRAUÐGERÐ Kr. Jónssonar & Co. á Akureyri hefur lokið uppsetningu gæðakerfis samkvæmt HACCP/GÁMES staðli. Gæðakerf- ið er sett upp til að tryggja sem besta afurð til viðskiptavina brauð- gerðarinnar og einnig til að upp- fylla lagalegar kröfur nýrrar mat- vælareglugerðar. Brauðgerðin hefur fengið í hend- ur endurskoðað starfsleyfi Heil- brigðiseftirlits Eyjafjarðar sem fel- ur í sér viðurkenningu á starfi og stefnu fyrirtækisins í gæðamálum. Ný matvælareglugerð var sett til að tryggja frekar gæði, öryggi og hollustu matvæla. Óll matvælafyrir- tæki verða því að uppfylla kröfur um innra eftirlit. Á myndinni afhendir Valdimar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirltis Eyjafjarðar Birgi Snorrasyni, hjá Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co endurskoðað starfsleyfi fyrirtækisins. -----♦ ♦ ♦----- Skátafélagið Klakkur Útilífsskóli í sjötta sinn SKÁTAFÉLAGIÐ Klakkur á Akur- eyri mun halda útilífsnámskeið fyr- ir krakka 8-13 ára í sumar eins og undanfarin ár. Fyrstu námskeiðin voru haldin sumarið 1992 og þá sem tilraunaverkefni. Undirtektir voru mjög góðar og síðan þá hafa nám- skeiðin verið í þróun og örum vexti. Á námskeiðunum eru kennd und- irstöðuatriði í því að bjarga sér úti í náttúrunni í bland við hæfilegan skammt af leikjum og fjöri. Auk þess sem þátttakendum gefst tæki- færi til að þroska samstarfshæfi- leika sína og ábyrgðartilfinningu. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi í útilífsmiðstöð skátafé- lagsins að Hömrum, í næsta ná- grenni Kjarnaskógar. í sumar verða haldin þijú mismunandi námskeið og stendur hvert námskeið í fimm daga, frá mánudegi til föstudags. Fjögur námskeið í sumar í sumar verður boðið upp á fjög- ur námskeið, hjólagarpanámskeið 9.-13. júní, vatnagarpanámskeið 23.-27. júní, náttúrugarpanámskeið 30. júní-4. júlí og 7.-11. júlí verður eitthvert áðurnefndra námskeiða og verður ákveðið eftir þátttöku á námskeiðin á undan. Þátttökugjald er kr. 4.500 og er innifalinn allur kostnaður við námskeiðið, matur í útilegunni og í hádegi alla nám- skeiðsdaganna. Skráning fer fram í Skátaheimilinu Hvammi, Hafnar- stræti 49. ♦ ♦ ♦----- Guðrún Pálína sýnir á Café Karólínu GUÐRÚN Pálína Guðmundsdóttir verður með myndlistarsýningu á Café Karólínu frá laugardeginum 7. juní og stendur hún til 28. júlí. Á sýningunni eru olíumálverk með mannamyndum sem hún hefur unnið að síðastliðið ár og er megin- áherslan lögð á tjáningu tilfinninga í andlitum en ekki nákvæmar eftir- líkingar af sérstöku fólki. Guðrún Pálína er Akureyringur, hún nam málaralist í Hollandi 1982- 1989. Þetta er fimmta einkasýning hennar á Akureyri en hún hefur einnig sýnt í Reykjavík og í Hol- landi. ■ - ki nema á 35 og ekki í belti Mf andlitinu á jUMFERÐAR ‘RÁÐ n orka oo aukinn kraltur Eggert Jóhannsson Éha eilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni Gericomplex inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni og hið öfluga Ginseng þykkni Ginseng G115. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.