Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ U Skipst á skotum í Kóreu NORÐUR- og suður-kóreskir varðbátar skiptust á skotum út af vesturströnd Kóreuskaga í gær. Vamarmálaráðuneyti sunnanmanna greindi frá því í gær að bátur norðanmanna hefði farið yfir landhelgislínu ásamt níu fískibátum, og hefði hleypt af skotum þegar sunn- anmenn reyndu að stöðva þá. Sunnanmenn hefðu svarað í sömu mynt. Engan sakaði og engar skemmdir urðu, og bátur norðanmanna hvarf út úr land- helginni eftir um það bil 40 mínútur. Emmanuelli dæmdur DÓMSTÓLL í Frakklandi dæmdi í gær Henri Emmanu- elli, fyrrum leiðtoga Sósíalista- flokksins, í eins og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir misferli í fjálmálum flokksins. Hann játaði að hafa staðið að færslu fjármagns til flokksins á síðari hluta níunda áratugar- ins, en kvaðst ekki hafa hagn- ast persónulega og ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt. Gagnnjósnari dæmdur HAROLD Nicholson, starfs- maður bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, var dæmdur í 23 ára og sjö mánaða fangelsi í gær fyrir gagnnjósnir í þágu Rússa. Nicholson er hæst setti starfsmaður CIA sem dæmdur hefur verið fyrir njósnir. Banatilræði í Albaníu HANDSPRENGJU var varpað að Sali Berisha, forseta Alban- íu, á miðvikudag þegar forset- inn var á framboðsfundi. Sprengjan sprakk ekki, og Berisha slapp með skrekkinn. Albanska ríkissjónvarpið greindi frá þessu. Mútuhneyksli í S-Kóreu NÆST elsti sonur Kims Yo- ung-sams, forseta Suður- Kóreu, var í gær formlega ákærður fyrir að hafa þegið sem svarar rúmlega 250 millj- ónum króna í mútur og vikið sér undan því að greiða skatta. Samkvæmt lögum í landinu gæti sonurinn átt yfír höfði sér lífstíðar fangelsi fyrir skatt- svikin, en hámarksrefsing fyrir mútuþægni er 5 ára fangelsi. Fljúgandi þvottabjörn rotar mann ÞVOTTABJÖRN stökk á framrúðu pallbifreiðar á ferð í Flórída í Bandaríkjunum fyrr í vikunni, braut rúðuna og lenti á bílstjóranum, sem rotaðist. Sonur bílstjórans náði að stöðva bifreiðina. Bílstjórinn raknaði fljótlega úr rotinu og sakaði ekki að öðru leyti en því að skerast á brotum úr rúðunni. Björninn hafði setið á sorpbíl, en tekið undir sig stökk og lent á framrúðu pall- bifreiðarinnar, og lifði ekki af. Reuter Meyjarmynd sögð birtast í Mexíkó ÞÚSUNDIR trúaðra Dykkjast nú til Mexíkóborgar til að sjá mynd af því sem þeir telja myndbirtingu hinnar heilögu meyjar frá Guadalupe. Myndin birtist eftir að pollur, sem myndaðist er vatnsleiðsla sprakk á neðanjarðarlestar- stöð, þornaði upp. Allt að 20 þúsund manns koma daglega til að skoða myndina og skilja eft- ir blóm, kerti og smápeninga. Erkibiskupinn í Mexíkó segist efast um að um kraftaverk sé að ræða. Irsku stjórninni spáð falli Dyflinni. Reuter. ÍRAR ganga í dag að kjörborðinu og var samkvæmt skoðanakönnun- um, sem birtar voru í gær, allt útlit fyrir að stjórnarskipti yrðu á írlandi. Samkvæmt blaðinu Irish Independent var bandalag Fianna Fail og róttækra demókrata 49% og höfðu flokkarnir níu prósentu- stiga forustu á stjórnarflokkana þijá. Binda vonir við óákveðna Stjórnarflokkarnir bundu vonir við að lokka til sín fylgi þeirra 14% kjósenda, sem samkvæmt skoðanakönnuninni hafa ekki gert upp hug sinn. John Bruton forsæt- isráðherra þótti á miðvikudags- kvöld bera af í kappræðum við Bertie Ahern, leiðtoga Fianna Fail. Á myndinni sést starfsmaður frambjóðanda flokksins Fine Gael, en að baki honum standa menn með kosningaspjald með mynd af Bruton, leiðtoga flokksins. Fjölmiðlar velta fyrir sér kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna Schröder talinn eiga vaxandi möguleika Þótt líklega verði ekki ákveðið fyrr en voríð 1998 hver verður kanslaraefni þýskra jafn- aðarmanna eru fjölmiðlar þegar famir að velta fyrir sér helstu kostum. LAFONTAINE og Schröder eru líklegustu kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna. GERHARD Schröder, forsætisráð- herra Neðra-Saxlands í Þýskalandi, er talinn eiga vaxandi möguleika á að verða útnefndur kanslaraefni Jafnaðarmannafiokksins (SPD) fyr- ir þingkosningarnar á næsta ári. Til þessa hefur leiðtogi flokksins, Oskar Lafontaine, verið talinn til- tölulega öruggur um útnefninguna. Forysta SPD hefur lagt ríka áherslu á að leika ekki af sér fyrir kosningarnar og Lafontaine er sagður ætla að koma í veg fyrir að innbyrðis barátta einstakra for- ystumanna skaði flokkinn. Því hef- ur verið ákveðið að ákvörðun um það, hver muni leiða flokkinn í næstu kosningum, verði ekki tekin fyrr en á næsta ári. Hefur flokksfor- ystan, að sögn þýska tímaritsins Der Spiegel, jafnframt beint því til einstakra aðildarfélaga flokksins að kynda ekki undir fjölmiðlaumræðu um það, hver sé líklegasta kanslara- efnið. Til þessa hefur verið talið senni- legast að Lafontaine muni leiða jafnaðarmenn i næstu kosningum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem Spiegel gerði meðal félaga í SPD um allt Þýskaland nýtur Schröder mun meiri stuðnings meðal hir.na almennu flokksmanna. Alls sögðust 69% SPD-félaga telja að Schröder væri vænlegasta kanslaraefnið en einungis 27% nefndu Lafontaine. Þá virðast flokksmenn vera á því að skynsamlegt sé að taka ákvörð- un fyrr um kanslaraefni flokksins en forystan hefur ákveðið. Að öllum líkindum verður það hins vegar þröngur hópur innan flokksforystunnar, sem tekur ákvörðun um kanslaraefnið og seg- ir tímaritið ekkert benda til þess á þessu stigi að hinn almenni flokks- félagi verði hafður með í ráðum. Ólíkir stjórnmálamenn Schröder og Lafontaine eru um margt ólíkir stjómmálamenn. Schröder er frá Neðra-Saxlandi, telst hægra megin í flokknum, og hefur náin tengsl við viðskiptalífíð og stór- fyrirtæki. Hann leggur mikla áherslu á að ef Þjóðverjar eigi að taka þátt í hinum peningalega samruna megi ekki slaka á skilyrðum Maastricht- samkomulagsins. Schröder telur nauðsynlegt að hugmyndafræðileg endumýjun eigi sér stað innan SPD, ekki ósvipað því og gerst hefur hjá breska Verkamannaflokknum. Lafontaine, sem er frá Saar- landi, er hins vegar vinstra megin í flokknum og leggur ríka áherslu á umhverfís- og jafnréttismál. Hann hefur ekki viljað gera hinn samevr- ópska gjaldmiðil að kosningamáli. Schröder á meira fylgi hjá al- mennum félagsmönnum en starfs- menn og fulltrúar flokksins eru lík- legri til að styðja Lafontaine. Meiri- hluti kvenna styður einnig Lafonta- ine en Schröder hefur yfirburðafylgi hjá flokksmönnum yngri en 30 ára. Aföll Talebana í norðurhluta Afganistan benda til stefnubreytingar Sagðir ganga að kröfum stríðsherra Islamabad. Reuters TALEBAN-hreyfíngin í Afganist- an hefur samþykkt skilyrði Abdul Maliks, stríðsherra, fyrir friðarvið- ræðum, samkvæmt upplýsingum frá Pakistan. Utanríkisráðherra Pakistans, sem verið hefur milligöngumaður um friðarumleitanir, segir Malik hafa sett fram þijú grundvallarskilyrði fyrir viðræðum. I fyrsta lagi að Talebanar virði algera stjórn norð- anmanna í norðurhéruðum landsins. í öðru lagi að þeir hætti tilraunum til að afvopna andstæðinga sína þar og í þriðja lagi að þeir samþykki að vinna með Malik að nýskipan í trúmálum. Wakil Ahmad, háttsettur emb- ættismaður í stjórn Talebana, neit- aði að staðfesta fréttirnar og hvatti norðanmenn til að láta lausa fanga sem þeir halda í borginni Mazar-i- Sharif. Hann vildi þó ekki útiloka að Talebanar gengju til samninga- viðræðna. Gangi Talebanar að skilmálum stríðsherrans er um grundvallar- stefnubreytingu að ræða, þar sem þeir hafa hingað til verið ósveigjan- legir í þeirri áætlun að beija niður alla mótspymu og koma öllu landinu undir ströng íslömsk lög. Þrátt fyrir liðsöfnun í Kabúl og Pakistan hefur Talebönum mistekist að rétta hlut sinn í Norður-Afganist- an. Við borgina Pul-i-Khumri hafa þeir farið halloka fyrir liði Abdul Maliks auk þess sem Ahmad Shah Massod heldur enn Salang-þjóðbraut- inni sem tengir Kabúl við norðurhéruð landsins. Liðsmenn Masoods segja að hann haldi auk þess borginni Jabal- os-Siraj og þorpinu Golbahar en á miðvikudag sögðust Talebanar ráða báðum þessum bæjum. Mikið hefur verið um liðhlaup og sviptingar í stríðinu í Norður-Afg- anistan og virðist gengi Talebana þar að mestu standa og falla með stuðningi liðhlaupa. Utanríkisráðherra Pakistan neit- aði því að Talebanar fengju hernað- araðstoð frá Pakistan en sagði einn- ig að hann hefði sannanir fyrir því að andstæðingar þeirra hefðu feng- ið heilu flugvélafarmana af erlend- um hergögnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.