Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 29 LISTIR nWHÉ •***' P v' '■ rtWP * ’iBr % m / ® r. Æk'. Vj mb > $ ; fÆm ' • | IfAc Morgunblaðið/Þorkell LEIKHÓPUR Götuleikhússins í sumar. Trúðar í fyrirrúmi hjá Götu- leikhúsinu TRÚÐAR verða áberandi á uppákomum Götuleikhússins. GÖTULEIKHÚS Hins hússins verður starfrækt í fjórða sinn í sumar. Sextán ungmenni á aldr- inum 16-25 ára mynda leikhóp- inn að þessu sinni, en framundan eru fjölbreytt verkefni, skemmt- anir og uppákomur, að sögn Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur og Elvars Loga Hannessonar, leikara, sem leiðbeina hópnum. Leiðbeinendurnir segja að markmið Götuleikhússins sé fyrst og fremst að gefa ungu fólki tækifæri til að koma fram og virkja hæfileika sína. Ætlun- in sé ekki bara að skemmta fólki og skreyta bæinn. Að mati Kol- brúnar Ernu hefur hefð skapast fyrir götuleikhúsi í höfuðborg- inni á sumrin — það sé orðið órjúfanlegur hluti af sumar- menningunni og fólk myndi sakna leikhúss af þessu tagi nyti þess ekki við Iengur. Næsta uppákoma sem Götu- leikhúsið tekur þátt í verður Vesturbæjarhátíð á morgun en 10. júní næstkomandi verður hópurinn á ferð í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá mun hann efna til trúðasýningar á Ingólfstorgi á þjóðhátíðardaginn, 17.júní. Kolbrún Erna og Elvar Logi leggja áherslu á, að Götuleik- húsið sé opið fyrir öllu og hver sem er geti pantað hjá því sýn- ingu eða uppákomu. Vel kemur til greina að skipta hópnum og verður það vafalaust gert við hin ýmsu tækifæri í sumar, að því er fram kemur í máli Elvars Loga. Fyrirhugað er meðal ann- ars að leikararnir ungu bregði sér í hlutverk gína í búðarglugg- um. Mikill sköpunarkraftur Kolbrún Erna og Elvar Logi hafa nú umsjón með Götuleikhús- inu í fyrsta sinn og segja að starf- ið leggist vel í sig. „Það er magn- að að sjá kraftinn í þessu unga fólki — hversu auðvelt er að leysa hæfileikana úr læðingi. Það er mikill sköpunarkraftur í þessum hópi,“ segir Kolbrún Erna. Trúðar verða leiddir til önd- vegis i Götuleikhúsinu fram til 17. júní en Elvar Logi lauk nýver- ið prófi frá The Commedia Scho- ol í Kaupmannahöfn, þar sem höfuðáhersla er lögð á Suður- Evrópskt leikhús, þar á meðal trúða. Síðar í sumar munu síðan „ýmsar furðuverur birtast", svo sem Kolbrún Erna kemst að orði. Leikmynda- og búningahönn- un fyrir Götuleikhúsið í sumar annast Auður Jónsdóttir sem brautskráðist í vor frá MHÍ og María Pétursdóttir, nemandi við sama skóla. Báruskerar LIST OG HÖNNUN Norrænahúsiö anddyri SVÍÞJÓÐAR- BÁTAR GRÍMUR KARLSSON Opið alla daga á tímum Kaffistofunn- ar til 10. júní. Aðgangur ókeypis. ÞEIR eru nokkrir sem hafa smíði skipslíkana sér til yndis og skrá- setja jafnvel sögu þeirra um leið. Einn þeirra er Grímur Karlsson fyrrum skip- stjóri og er afrakstur iðju hans til sýnis í and- dyri Norræna hússins um þessar mundir eins og tíundað hefur verið í fjölmiðlum. Um er að ræða hina gifturíku Svíþjóðarbáta, er drógu björg í bú landsmanna um langt árabil. Flestum mun saga skipanna efst í huga við skoðun þeirra, en ekki má gleyma hönn- un þeirra, né hvernig þaau með sínu lagi skáru eða kannski heldur klufu bárufald- ana. Þetta voru falleg skip og rýninum varð á svipaðan hátt innan- brjósts er hann leit lík- önin fyrst og á sýning- um fornbíla, því hvert skip hefur sinn sér- staka svip og útgeisl- an. Upplýsingarnar sem fylgdu hveiju og einu áhugavert lesefni og verðmæt þjóðfræði. Það er þetta sem ber að staðnæmast við, því hér eru ein- staklingar að taka að sér mikilvægt og hörmulega vanrækt hlutverk sem miklu skiptir við framningu þjóðreisnar. Sjávarafurðir hafa lengstum verið undirstaða efna- hagsins og til hafsins hafa lands- menn sótt lífsbjörgina öldum sam- an. Þó eru sjónrænar heimildir sem menn geta gengið að í lágmarki, einungis slitur hér og þar, óskipuleg brotabrot er helst bera vitni skiln- ingsleysi á varðveislugildi minja og þennan stóra þátt atvinnusögu okk- ar. Það er skrítin þjóð sem hefur ekki meiri skilning á fortíðinni en að láta hlutina grotna niður og ómetanlega bárusnara verða eldi að bráð fyrir handvömm líkt og enn situr í minni. Varla mundi það kosta meira en andvirði eins skuttogara að gjörbreyta hér stöðunni og und- arlegt er hve margir eru að tala um veiðigjald en enginn um „rækt- unargjald", örlítinn skatt til að rækta söguna, mjór er mikils vísir. Eins og við eigum glæsifleytur á heimsmælikvarða gætum við einnig átt veglegt sjóminjasafn er yki á þjóðreisn okkar, og þangað til við ræktum það hlutverk verður landið einungis hrá og frumstæð verstöð. Landlæg ásókn í hjóm og yfirborð staðfesting á því að í raun erum við að hluta til enn í moldarkofun- um, kunnum okkur ekki í hörðum heimi. Minni á að það eru töfrar úr fortíð og ígildi eðalsteina faldin í hendingu sem þessari; „Hér í vör- um heyrist bárusnari/höid ber kald- an ölduvald á faldi,/svettupiltar söltum veltast byltum,/ á sólabóli róla í njólagjólu." Það er þannig svo margt verð- mætið sem ber að varðveita í mynd og máli sem gerir landið hlýlegra, til muna meira land. Grímur Karlsson er einn af þeim sem með tómstundaiðju sinni eru að sjónfesta merkilegan kafla í skipasögu íslendinga; gerir um leið landið stærra. Bragi Ásgeirsson GRÍMUR Karlsson með eitt af líkönum sínum, Faxaborginni. Guði sé lof fyrir ljósið glatt TÖNLIST Sigurjónssafn. KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Beethoven, Þorkel Sig- urbjörnsson og Brahms. Jón Aðal- steinn Jónsson, klarinett; Sigurður Ilalldórsson, selló; Óm Magnússon, pianó. Listasafni Siguijóns Ólafs- sonar i Laugamesi, þriðjudaginn 3.júni kl. 20:30. SUMARTÓNLEIKARÖÐ Sigur- jónssafns er hafin, óyggjandi staðfesting bjartra sumarnótta í dagatali tónlistarunnenda. Með því að ferðamenn kváðu sækja töluvert þessa tónleika, er vel til fundið að blanda efnisskrá göml- um meisturum og íslenzkum samtímahöfundum, ekki sízt á þjóðlegum grunni eins og nú var. Að þessu sinni voru upplýs- ingar tónleikaskrár í orðfærra lagi; vantaði t.d. tóntegundir austurrísku ópusanna og til- urðarár á verki Þorkels. Né held- ur var aukatekinn stafur um verk og höfunda. En auðvitað er ekki frágangssök þótt tón- leikaskrár fylgi ekki gagnstæðu fyrirmyndardæmi Gerðubergs í hvívetna, auk þess sem nú er komið sumar með tilheyrandi léttúð og eirðarleysi. Að vísu mátti kannski deila um „léttleika" síðasta verksins, Tríó Brahms (að líkendum í a- moll) Op. 114, njörvaða þroskaá- rasmíð hins mikla kammermeist- ara, og í vitund síðari tíma hafa jafnvel æskuverk Beethovens eins og Op. 11-Tríóið (að líkend- um í B-dúr) fengið á sig aukinn höfga frá því er það var samið 1797 (skv. Grove), ætlað aðals- fólki í Vínarborg til afþreyingar. Sá aðall var reyndar einhver sá tónelskasti í veröldinni fyrr og síðar, og færði ákefðin við að reka hljómsveitir og styrkja tónsköpun jafnvel suma höfð- ingja nærri gjaldþroti. Það bjarg- aði að vísu ekki fjárhag Moz- arts, en hinn nýkomni ungi snill- ingur frá Bonn naut sannarlega góðs af því (og e.t.v. líka af sekt- arkennd eftirlifandi stuðnings- manna Wolfgangs), eins og lesa má úr fjölda tileinkana tón- skáldsins. Op. 11, samið um svip- að leyti og 5.-7. píanósónöturnar í Op. 10, var tileinkuð Maríu Vilhelmínu von Thun greifynju, væntanlega náfrænku Kristjönu eiginkonu Lichnowskys fursta, einnar meginstoða tónskáldsins. Virðist tríóið hið eina er Beethov- en frumsamdi fyrir áhöfnina klarínett, selló og píanó, en klarí- nettpartinn má þó einnig leika á fiðlu. I. þáttur leiðir í sumu (fú- gatóin kringum kaflaskilin) hug- ann að miðskeiðsverkum; Adagióið (II.) er dæmigerð syngjandi Beethovensk depurð, og Fínalinn samanstendur af 10 fijálslegum tilbrigðum við terz- ett úr nú steingleymdri óperu eftir hið dáða samtímaleik- hústónskáld Joseph Weigl, L’a- mor marinaro - ,,Kryddlegnu[?] ástinni.“ Þeir félagar léku margt vel í þessu „upphitunarstykki," þó að sá samstillti léttleiki og snerpa sem er fylgifiskur langs og ná- ins kammersamleiks sömu aðilja hlaut að mega vera meiri á köfl- um, hvað þá hnífjafnt styrkjafn- vægi, sem ávallt er örðugt í tríó- samsetningum með píanói og sellói. Þessa gætti enn meir í Brahms, sem eykur á vandann með þykkum rithætti sínum fyr- ir píanóið. Þá virtist og heyran- legt að hljómlistarhópurinn ætti nokkuð eftir ólært hvað varðar temprun við hljómburð Sigur- jónssalar, er eftir ýmsu að dæma útheimtir verulega gætni í sterkum leik, auk þess sem A- klarínettið virtist stundum í erf- iðleikum með að ná nógu neðar- lega miðað við tóntíðni píanós- ins. Þó að Brahms sé sjaldan orðaður við sama fínlegheitaspil og Vínarklassíkin, þá gerðu hin- ar hljómandi kringumstæður iðulega meiri kröfur til slíks en orðið var við, og útkoman því í verstu tilvikum heldur grautar- kennd, einkum á sterkum stöð- um í píanói og (stundum) í klarí- netti. Hápunktur tónleikanna að vit- und undirritaðs varð því Sex ís- lenzk þjóðlög Þorkels Sigur- björnssonar frá 1991 (skv. skrá ÍTM.) Syrpan, sem hefst á „Guði sé lof fyrir ljósið glatt,“ er for- kunnarskemmtileg áheyrnar, ekki sízt fyrir þá sök, að tón- skáldið kann að tefla saman and- ríki og gáska í sannfærandi hlut- falli við íhugandi púlslausa angurværð, svo úr verður eftir- minnileg ljóðræn spenna. Um þjóðerni lagsins við Eljukvæði (nr. 2) má e.t.v. deila; í mínu barndæmi var „Ebbe Skammels- ön“ talið danskt þjóðlag, þó að séra Bjarni telji það samnor- rænt. Fáum virtist þó blandast hugur um að þetta verk var áber- andi bezt flutta atriði kvöldsins eftir rífandi undirtektum tón- leikagesta að dæma. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.