Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 11 FRÉTTIR alain mikli® Morgunblaðið/Arnaldur ÞORGEIR Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, tekur við uni- hverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar úr höndum borgarstjóra. Rangt eft- ir hermt Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá Birni Sigur- björnssyni, ráðuneytisstjóra land- búnaðarráðuneytisins: „I Morgunblaðinu í gær, ö. júní 1997, birtist frétt á bls. 11 um væntanlega sölu Aburðarverk- smiðjunnar. Þar er haft eftir ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins að hann hafi látið þá skoðun í ljós að ráðu- neytið væri hlynntara öðru af þeim tveim tilboðum sem bárust í verk- smiðjuna. Virðist þetta byggt á frétt í Viðskiptahorni Bylgjunnar 3. júní 1997, þar sem vitnað var í ráðuneytisstjórann. I því tilefni vill undirritaður taka skýrt fram að þótt hann hafi svarað spurningum um tilboðin í viðtali við Viðskiptablaðið lét hann ekki í ljós neina skoðun á því hvort honum eða ráðuneytinu litist betur á ann- að tilboðið frekar en hitt og því rangt eftir honum hermt í ofan- greindri umfjöllun." ----- ♦ ♦ ♦----- Smáþjóðaleikarnir Lánar not- aða bíla INGVAR Helgason hf., einn af styrktaraðilum Smáþjóðaleikana, leggur leikunum til um 20 notaða bíla á meðan á þeim stendur. Bílana fá m.a. forsetar erlendu sendinefndanna til að komast á milli staða en forsvarsmönnum leikanna ber að sjá um slíka flutn- inga. Guðmundur Börkur Thoraren- sen, framkvæmdastjóri leigubíla- stöðvarinnar BSR, sagðist telja óeðlilegt að bílaumboð lánuðu not- aða bíla í þessu skyni. Þetta væri ekki sambærilegt j)ví þegar nýir bílar væiu lánaðir í kynningar- skvni eins og t.d. var gert á HM 1995. „Viðskipti leigubílstjóra hafa engu að síður verið góð vegna leik- anna og það er ánægjulegt", sagði Guðmundur. Prentsmiðjan Oddi fær umhverfisviðurkenningu UMHVERFIS VIÐURKENNIN G Reykjavíkurborgar var veitt í fyrsta skipti í gær á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna. Hlaut prent- smiðjan Oddi viðurkenninguna fyr- ir lofsverðan árangur við mengun- arvarnir og endurvinnslu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri afhenti forstjóra prentsmiðjunnar Odda, Þorgeiri Baldurssyni, bronsmynd eftir Huldu Hákon myndlistarmann. Bronsmyndin nefnist „Eldur“ en borgarstjóri sagði eldinn vera táknrænan fyrir viðfangsefni nú- tímans og undirstrikaði boðskap Ríó-ráðstefnunarinnar um mikil- vægi þess að hugsa hnattrænt og framkvæma heima. Ingibjörg Sólrún sagði aukna áherslu lagða á að kynna Reykja- vík sem vistræna borg og því eðli- legt að vekja athygli á þvf sem vel er gert. Markmið í umhverfísniálum Prentsmiðjan Oddi setti fram markmið í umhverfismálum á 50 ára afmæli fyriitæksins árið 1993. Að sögn Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda, hefur engin sér- fræðiþjónusta verið aðkeypt vegna umhverfisverndunar en allar breytingar verið unnar af starfs- 25 ára UN5AN Aöalstræti 9, sími 551 5055 mönnum fyrirtækisins. Markvisst hafi verið unnið að því að draga úr úrgangi, auka endurnýtingu og endurvinnslu og úrgangur sé flokkaður og honum skilað í réttan farveg. Þorgeir sagði kostnað vegna umhverfisverndar vera mikinn en slíkt væri óhjákvæmilegt. „Viður- kenningin er ómetanleg staðfest- ing á því sem við höfum verið að gera,“ sagði Þorgeir. Umhverfisviðurkenningin mun framvegis árlega verða veitt fyrir- tæki eða stofnun fyrir verðugt framlag til umhverfismála. Er henni ætlað að hvetja aðila at- vinnulífsins í borginni til umbóta á sviði umhverfismála. Um þessar mundir er verið að gera umhverfisúttekt á þremur fyrirtækjum borgarinnar; Sund- laugum Reykjavíkur, Rafmagns- veitu Reykjavfkur og SVR. Tillög- ur til úrbóta munu fylgja í kjölfar úttektarinnar. Linsan fagnar 25 ára afmæli sinu um þessar mundir. I tilefni afmælisins verður franski gleraugnahönnuðurinn Alain Mikli 1 Linsunni 1 dag og á morgun og kynnir fieiri nýjungar en nokkru sinni fyrr. Þessi frábæri hönnuður hefur aldrei verið betri . A11ir velkomnir - engin boðskort! í tilefni afmælisins efna Linsan og Alain Mikli til listsýningar 1 Galleri Borg dagana 5. til 17. jún1. Þar veröa sýndar umgjaröir sem Alain Mikli hefur hannaö slöastliöin 20 ár og 1 Stöölakoti eru sýndar töskur og fylgihlutir frá Mikli. Einstaklega athyglisveröar sýningar fyrir alla þá sem kunna aö meta gööa hönnun. Aögangur ókeypis á báöar sýningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.