Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 11

Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 11 FRÉTTIR alain mikli® Morgunblaðið/Arnaldur ÞORGEIR Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, tekur við uni- hverfisviðurkenningu Reykjavíkurborgar úr höndum borgarstjóra. Rangt eft- ir hermt Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi yfirlýsing frá Birni Sigur- björnssyni, ráðuneytisstjóra land- búnaðarráðuneytisins: „I Morgunblaðinu í gær, ö. júní 1997, birtist frétt á bls. 11 um væntanlega sölu Aburðarverk- smiðjunnar. Þar er haft eftir ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins að hann hafi látið þá skoðun í ljós að ráðu- neytið væri hlynntara öðru af þeim tveim tilboðum sem bárust í verk- smiðjuna. Virðist þetta byggt á frétt í Viðskiptahorni Bylgjunnar 3. júní 1997, þar sem vitnað var í ráðuneytisstjórann. I því tilefni vill undirritaður taka skýrt fram að þótt hann hafi svarað spurningum um tilboðin í viðtali við Viðskiptablaðið lét hann ekki í ljós neina skoðun á því hvort honum eða ráðuneytinu litist betur á ann- að tilboðið frekar en hitt og því rangt eftir honum hermt í ofan- greindri umfjöllun." ----- ♦ ♦ ♦----- Smáþjóðaleikarnir Lánar not- aða bíla INGVAR Helgason hf., einn af styrktaraðilum Smáþjóðaleikana, leggur leikunum til um 20 notaða bíla á meðan á þeim stendur. Bílana fá m.a. forsetar erlendu sendinefndanna til að komast á milli staða en forsvarsmönnum leikanna ber að sjá um slíka flutn- inga. Guðmundur Börkur Thoraren- sen, framkvæmdastjóri leigubíla- stöðvarinnar BSR, sagðist telja óeðlilegt að bílaumboð lánuðu not- aða bíla í þessu skyni. Þetta væri ekki sambærilegt j)ví þegar nýir bílar væiu lánaðir í kynningar- skvni eins og t.d. var gert á HM 1995. „Viðskipti leigubílstjóra hafa engu að síður verið góð vegna leik- anna og það er ánægjulegt", sagði Guðmundur. Prentsmiðjan Oddi fær umhverfisviðurkenningu UMHVERFIS VIÐURKENNIN G Reykjavíkurborgar var veitt í fyrsta skipti í gær á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna. Hlaut prent- smiðjan Oddi viðurkenninguna fyr- ir lofsverðan árangur við mengun- arvarnir og endurvinnslu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri afhenti forstjóra prentsmiðjunnar Odda, Þorgeiri Baldurssyni, bronsmynd eftir Huldu Hákon myndlistarmann. Bronsmyndin nefnist „Eldur“ en borgarstjóri sagði eldinn vera táknrænan fyrir viðfangsefni nú- tímans og undirstrikaði boðskap Ríó-ráðstefnunarinnar um mikil- vægi þess að hugsa hnattrænt og framkvæma heima. Ingibjörg Sólrún sagði aukna áherslu lagða á að kynna Reykja- vík sem vistræna borg og því eðli- legt að vekja athygli á þvf sem vel er gert. Markmið í umhverfísniálum Prentsmiðjan Oddi setti fram markmið í umhverfismálum á 50 ára afmæli fyriitæksins árið 1993. Að sögn Þorgeirs Baldurssonar, forstjóra Odda, hefur engin sér- fræðiþjónusta verið aðkeypt vegna umhverfisverndunar en allar breytingar verið unnar af starfs- 25 ára UN5AN Aöalstræti 9, sími 551 5055 mönnum fyrirtækisins. Markvisst hafi verið unnið að því að draga úr úrgangi, auka endurnýtingu og endurvinnslu og úrgangur sé flokkaður og honum skilað í réttan farveg. Þorgeir sagði kostnað vegna umhverfisverndar vera mikinn en slíkt væri óhjákvæmilegt. „Viður- kenningin er ómetanleg staðfest- ing á því sem við höfum verið að gera,“ sagði Þorgeir. Umhverfisviðurkenningin mun framvegis árlega verða veitt fyrir- tæki eða stofnun fyrir verðugt framlag til umhverfismála. Er henni ætlað að hvetja aðila at- vinnulífsins í borginni til umbóta á sviði umhverfismála. Um þessar mundir er verið að gera umhverfisúttekt á þremur fyrirtækjum borgarinnar; Sund- laugum Reykjavíkur, Rafmagns- veitu Reykjavfkur og SVR. Tillög- ur til úrbóta munu fylgja í kjölfar úttektarinnar. Linsan fagnar 25 ára afmæli sinu um þessar mundir. I tilefni afmælisins verður franski gleraugnahönnuðurinn Alain Mikli 1 Linsunni 1 dag og á morgun og kynnir fieiri nýjungar en nokkru sinni fyrr. Þessi frábæri hönnuður hefur aldrei verið betri . A11ir velkomnir - engin boðskort! í tilefni afmælisins efna Linsan og Alain Mikli til listsýningar 1 Galleri Borg dagana 5. til 17. jún1. Þar veröa sýndar umgjaröir sem Alain Mikli hefur hannaö slöastliöin 20 ár og 1 Stöölakoti eru sýndar töskur og fylgihlutir frá Mikli. Einstaklega athyglisveröar sýningar fyrir alla þá sem kunna aö meta gööa hönnun. Aögangur ókeypis á báöar sýningar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.