Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameining Reykjavíkur o g Kjalarneshrepps Sameiningin er talin forsenda byggðaþróunar Morgunblaðið/Jón Svavarsson TÆPLEGA 100 íbúar Kjalarneshrepps voru á fundi um sameiningarmál í Fólkvangi. Á FUNDI Kjalnesinga um samein- ingu Kjalameshrepps og Reykjavík- ur í fyrrakvöld lýstu sveitungar skoðunum sínum á sameiningunni og sitt sýndist hveijum. Tekist var á um það hvort Kjalarneshreppur ætti sjálfur að greiða úr erfíðri fjár- hagsstöðu og fresta fyrirhuguðum framkvæmdum um stundarsakir eða sameinast Reykjavík og sjá fram á öra uppbyggingu svæðisins og lausn á fjárhagsvanda. í nefndinni um sameiningu sveit- arfélaganna sátu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, fyrir hönd Reykja- víkur og Pétur Friðriksson, oddviti, og Kolbrún Jónsdóttir, sem sæti á í sveitarstjórn, fyrir Kjalarnes- hrepp. Við upphaf fundar skiptu nefnd- armenn með sér verkum og fóru yfir helstu atriði greinargerðarinn- ar. í umfjöllun Péturs Friðriksson- ar, oddvita, um aðdraganda samein- ingarviðræðnanna kom fram að Reykjavíkurborg á nú þegar allmik- ið land í Kjalameshreppi. Sorpurð- un borgarinnar sé í Álfsnesi og eigi Reykjavíkurborg nokkurt land þar. Hitaveita Reykjavíkur annist sölu vatns á Kjalarnesi og hreppurinn er að mestu innan dreifikerfis Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Þá sé Sjúkrahús Reykjavíkur einn stærsti vinnuveitandi á Kjalarnesi. Mat Péturs var að sameiningin væri for- senda byggðarþróunar í Kjalarnes- hreppi og að sveitamörk myndu hindra uppbyggingu á svæðinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, fjallaði um fjármál og framtíðarsýn. Þar kom fram að í dag em gjöld og útsvör hjóna á Kjalamesi um 30.000 krónum meiri en hjá hjónum í Reykjavík. Við sam- eininguna yrði að sjálfsögðu komið á jafnræði og skattar Kjalnesinga lækkuðu. Borgarstjóri minnti á að við líði væri hreppaskipan sem kom- ið hefði verið á um árið 1100 og að þær kröfur sem gerðar væru til sveitarfélaga hefði mikið breyst frá þeim tíma. Sagði hún að helstu kostir fyrir Reykvíkinga við samein- ingu væri að eiga val um búsetu í þéttbýli eða dreifðari byggð og byggingarland ykist til muna. Brúartenging hefur forgang Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi minnihlutans, íjallaði um skipulags- mál. Sagði hann fyrirhugaða brúar- tenginu Kjalarness við Reykjavík í gegnum Grafarvog vera algjört for- gangsatriði. Lýsti hann þeirri skoð- un sinni, að þar sem Vegagerðin hyggði ekki á þessar framkvæmdir næstu 5-6 árin ætti Reykjavíkur- borg að íhuga lántöku til vegafram- kvæmdanna fram að þeim tíma af hagkvæmnisástæðum. Minnti hann á að meiri- og minni- hluti stæðu sameiginlega að tillög- um um sameiningu og því ljóst að ef samþykki íbúa fengist væri stutt í að hugmyndirnar kæmu til fram- kvæmda. Kolbrún Jónsdóttir, sveitastjórn- armaður í Kjalarneshreppi, ítrekaði við fundarmenn að ef ekki yrði af sameiningu myndu framkvæmdir í hreppnum dragast í langan tíma vegna bágrar fjárhagsstöðu en skuldir hreppsins nema um 300 milljónum. Við sameiningu kæmi til ýmis þjónusta við íbúa sem hreppurinn hefur ekki staðið undir. íbúum fjölgar um 2% á ári Fyrstur fundargesta tók til máls Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveit- arstjóri. Hann benti á að meðan íbúum flestra sveitarfélaga utan Reykjavíkur færi fækkandi fjölgaði íbúum Kjalamess um 2% ár hvert. Eignir hreppsins væru töluverðar þrátt fyrir skuldir og byggingarlönd góð. Með lánsfé og með því að draga úr framkvæmdum um stundarsakir mætti rétta við fjárhag hreppsins án þess að til sameiningar kæmi. Hann lagði áherslu á að við stjórn- völinn í hreppnum væri fólk sem þar þekkti til. „Geta sveitarfélögin virkilega ekki talast við án þess að samein- ast?“ spurði Pétur að lokum. Guðlaugur Kristjánsson spurði borgarstjóra að því hvernig reglum um búhald yrði háttað í hreppnum ef að til sameiningar kæmi því hann vissi ekki betur en að slíkt væri ekki leyft innan borgarmarka. Borgarstjóri svaraði spurningunni síðar með því að þó sauðfjárhald væri almennt bannað í Reykjavík, þá ætti það ekki við hér þar sem um lögbýli og skipulögð landbúnað- arsvæði væri að ræða. Stöðnun án sameiningar Sigþór Magnússon, skólastjóri Klébergsskóla, tók undir ábending- ar Kolbrúnar Jónsdóttur á þá leið að til framkvæmda í hreppnum kæmi einungis ef af sameiningu yrði. Hann hafnaði því að íbúum hreppsins gæti fjölgað án þess að til kæmi aukin þjónusta. Hann sæi ekki möguleika í lántökum því mik- ill kostnaður fylgdi því að skuld- breyta lánum. „Við eigum að horfa stolt til framtíðar og segja: „Hvað er best núna,“ sagði Sigþór. Hreppapólitík Haraldur Guðbjartsson sagði að sér litist ekki á ástandið ef ekki yrði af sameiningu. „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af nálægð- inni. Hreppapólitíkin hér er með eindæmumj* sagði Haraldur. Eggert Olafsson frá Jörfa benti á að þó að Kjalnesingar sameinuð- ust Reykjavík yrðu þeir Kjalnesing- ar eftir sem áður. Hann sagði bjart framundan þar sem Hvalfjarðar- göngin myndu styrkja mjög hag Kjalnesinga. Jón Ólafsson, fyn-verandi oddviti Kjalarnesshrepps, segir samning- ana nú betri kost en þegar kosið var um sameiningu árið 1993. Hann sagði ljóst að þær framkvæmdir sem Kjalnesingar hefðu ráðist i, í Grundarhverfi, hefðu ekki komið til ef hreppurinn hefði þá tilheyrt Reykjavík. Norðursvæðið sé besta byggingarlandið í hreppnum og spurði Jón hvort ekki væri hægt að nýta það nema með sameiningu. „Varðandi vegatengingarnar, þá veit ég ekki betur en þær komi hvort sem er. Hvalfjarðargöngin komu ekki vegna sameiningar sveit- arfélaganna. Sundabraut mun ekki koma vegna íbúa Kjalarness, hún mun koma vegna íbúa Grafarvogs og Korpúlfsstaðalands,“ sagði Jón. Slökkvi- liðsmenn samþykkja samninga SLÖKKVILIÐSMENN í slökkvilið- um Reykjavíkur og flugmálastjórn- ar, þ.e. Reykjavíkurflugvallar og Akureyrarflugvallar, hafa sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða nýjan kjarasamning Landssambands slökkviliðsmanna við Reykjavíkurborg og fjármála- ráðherra. í samningnum felst, að sögn Guðmundar Vignis Óskarssonar, formanns Landssambands slökkvi- liðsmanna, að viðurkenndar eru tvær af meginkröfum slökkviliðs- manna; annars vegar krafa um að grunnlaun þeirra verði sambærileg grunnlaunum iðnaðarmanna, en iðnmenntunar er krafíst af slökkvi- liðsmönnum, og einnig sú krafa að sérnám í sjúkra- og neyðarflutning- um verði metið til launa. Fyrir gildistöku samningsins voru byijunarlaun slökkviliðsmanna 57 þúsund krónur en eru nú tæp- lega 71 þúsund krónur og hækka í 84 þúsund krónur á gildistíma samningsins sem gildir til október árið 2000. í þeim hækkunum eru innifaldar 4,7% upphafshækkun, 4% hækkun um næstu áramót, en þá verða byij- unarlaun orðin um 76 þúsund, 3,5% hækkun 1. janúar 1999 þegar byij- unarlaun hækka í 85 þúsund krónur og 3% hækkun 1. janúar árið 2000 en þá verða byijunarlaun slökkvi- liðsmanna rúmlega 87.600 krónur. Hækkunum umfram fyrrgreind- ar prósentur í almennum kjara- samningum er m.a. mætt með því að álagsgreiðslur voru færðar inn í grunntaxtann. Þá fylgja samningnum, að sögn Guðmundar Vignis, yfirlýsingar um breytingar á fyrirkomulagi sjúkra- og neyðarflutninga á höfuðborgar- svæðinu og áformaðar breytingar á aðkomu slökkviliðsmanna við neyð- arsímsvörun. 87% samþykktu Atkvæðagreiðslu slökkviliðs- manna um samninginn lauk á mið- vikudag. í slökkviliði Reykjavíkur voru 96 á kjörskrá og greiddu 76 þeirra atkvæði eða 79%. Já sögðu 66, eða 87%, nei sögðu 10 eða 13%. í slökkviliðum flugmálastjórnar voru 23 á kjörskrá og greiddu 20 atkvæði, sem er 87% þátttaka. Já sögðu 15, eða 75%, nei 4 eða 20% en einn atkvæðaseðill var auður. Slökkviliðsmenn eru einnig að vinna að framkvæmd kjarasamn- ingsins nýgerða vegna slökkviliðs- manna á Keflavíkurflugvelli en kjör þeirra eiga að taka mið af kjörum hjá slökkviliði Reykjavíkur. Parið Ægir Ágústsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir mótmæla tryggingakerfi Tryggingastofmin sýnir málinu skilning „ÉG HEF mikinn skilning á mót- mælum þeirra og að sjálfsögðu verða þau tekin alvarlega," segir forstjóri Tryggingastofnunar Karl Steinar Guðnason um mótmæli parsins Ægis Ágústssonar og Kol- brúnar Daggar Kristjánsdóttur á þriðjudag. Morgunblaðið skýrði á miðviku- dag frá sögu parsins sem sá sig tilneytt til þess að tilkynna sambúð- arslit vegna þess hve örorkubætur þeirra eru lægri við það að vera í sambúð og hefja lánshæft nám. „Ég á von á því að það hafi ver- ið farið alveg eftir lögum og reglum hvað varðar mál þessa pars. Ef fólk óskar endurskoðunar á sínum málum þá er hægt að biðja um það og einnig getur fólk kært til trygg- ingaráðs sem er eins konar dóm- stóll ef fólki finnst ekki hafa verið tiilit til þess tekið. Aftur á móti setur Tryggingastofnun hvorki lög né reglugerðir, það er á könnu Al- þingis og viðkomandi ráðuneytis. Við framfylgjum aðeins lögunum hér,“ segir Karl Steinar. Hann segir jafnframt að tekju- tenging almannatryggingabóta hafí oft í för með sér ótrúlegustu undar- legheit og telur mjög brýnt að þau mál verði skoðuð. „Við höfum verið að vinna heilmikla vinnu í Trygg- ingastofnun og erum með ýmsar hugmyndir sem við munum koma á framfæri í endurskoðunarnefnd- um almannatrygginga. Það eru ekki bara öryrkjar sem kvarta undan þessari tekjutengingu, heldur flest- allir hópar sem verða varir við slík undarlegheit, ekki síst ellilífeyris- þegar,“ segir Karl Steinar. Engar fastar reglur um missi bóta við nám Sigurður Thorlacius tryggingayf- irlæknir segir að það sé ekki til nein reglugerð um það að einstakl- ingur missi örorkubætur sínar við það að fara í nám en aftur á móti sé það einn af þeim þáttum sem skoðaðir séu í sambandi við starfs- hæfni. „Einstaklingur sem er í námi og gengur vel getur ekki talist óvinnufær. Námi sem gengur vel viljum við jafna við vinnu. Hins vegar skoðum við þetta í víðara samhengi. Það er engin algild regla fyrir því að ef einhver sem hefur verið öryrki og er að reyna að koma undir sig fótunum með því að byija í námi missi örorkubæturnar.“ Að sögn Sigurðar er örorkumat byggt á almannatryggingalögun- um. Það er m.a. athugað hvort menn geti aflað sér einhverra tekna. Menntun, uppeldi og fleira er einn- ig athugað og þess vegna sé það ekki bara spurning um líkamlegt ástand einstaklingsins þegar örorka er metin. „í sumum tilfellum þegar einstaklingur fer í lánshæft nám getur örorkumatið lækkað og við- komandi fær í staðinn örorkustyrk, þar sem hann telst ekki algjörlega óvinnufær. Við getum verið með fólk sem er miklir öryrkjar ein- göngu samkvæmt læknislegum for- sendum en er svo heppið að geta samt unnið fyrir einhveijum tekjum og geta þess vegna ekki verið á örorkulífeyri. Þeir geta þá einnig misst ýmislegt sem því fylgir svo sem barnalífeyri og ódýra læknis- þjónustu. Þessu myndum við gjarn- an vilja breyta,“ segir Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.