Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1997, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 125. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Herinn í Alsír með mikinn öryggisviðbunað vegna þingkosninga Byltingar- kennt nanótæki Canberra. Reuter. ÁSTRALSKIR vísindamenn kynntu í gær nanótæki, örsmá- an lífskynjara, sem gæti valdið byltingu í sjúkdómsgreiningum og lyfjaprófunum. Tækið er afrakstur leyni- legra rannsókna, sem stóðu í áratug, og gæti fært Aströlum tugi milljarða króna í tekjur þegar fjöldaframleiðsla þess hefst eftir tvö ár. Bruce Cornell, sem stjórnaði rannsóknunum, sagði að tækið væri mjög nákvæmt og gæti skynjað sameindir og ýmis efni í mjög litlu magni, svo sem lyf, hormóna, veirur og plágueyða og borið kennsl á arfbera. Skynjarinn er fyrsta virka nanótækið í heiminum, en svo kallast tæki sem gerð eru úr hlutum sem eru aðeins einn milljarðasti úr metra á stærð. Cornell sagði tækið svo ná- kvæmt að ef sykurmola væri kastað í höfnina í Sydney gæti það mælt aukið sykurinnihald sjávarins. Tækið getur einnig greint því sem næst alla sjúkdóma á nokkrum mínútum af litlum blóð- eða munnvatnssýnum, þannig að margra daga bið eft- ir niðurstöðum meinafræði- rannsókna yrði óþörf. Gert er ráð fyrir að tækið verði einnig notað við gæðaeft- irlit í matvælaframleiðslu og umhverfisrannsóknir. A mynd- inni heldur Cornell á búnaði ut- an um nanótækið, en hann tek- ur við sýnunum og túlkar raf- boð skynjarans. Herforingjar í Sierra Leone bjóða Nígeríumönnum birginn Segjast ekki víkja fyrir forsetanum Reuter Kohl þakkar fyrir Marshall-áætlunina HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, þakkaði í gær Banda- ríkjamönnum fyrir aðstoð þeirra við endurreisn Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina og sameiningu Þýskalands eftir kalda stríðið. Kohl flutti ræðu við athöfn í Washington í tilefni þess að í gær voru liðin 50 ár frá því því George Marshall, þáverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti áætlun sína um endur- reisn Evrópu eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldar. Kanslar- inn lagði einnig blómsveig að leiði Marshalls og gróðursetti eikartré í kirkjugarðinum ásamt Gerald Ford, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, og William Cohen varnarmálaráðherra, sem eru með honum á myndinni. Kohl sagði að Marshall-áætl- unin hefði stuðlað að friði og hagsæld í Evrópu. „f augum okkar Þjóðverja er samvinnan við Bandaríkin ... eitt af mestu afrekunum í sögu okkar. Án þessa afreks hefði þýska lýð- veldið ekki orðið eins og það er nú - frjálst og traust lýðræðis- ríki - raunar frjálsasta og traustasta lýðræðisríki sem ver- ið hefur á þýskri jörð.“ Freetown. Reuter. HE RFORIN G JARNIR, sem rændu völdum í Sierra Leone, sögðu við sendinefnd frá Nígeríu í gær að þeir gætu ekki fallist á að stjórn Ahmads Tejans Kabbah for- seta tæki aftur við völdunum þar sem slíkt myndi stofna friðarsam- komulagi hersins og uppreisnar- manna í hættu. Talsmaður herforingjastjórnar- innar í Sierra Leone sagði að ekki hefði náðst samkomulag við nefnd embættismanna, sem Sani Abacha, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Nígeríu, sendi til landsins í fyrra- dag. „Við viljum ekki víkja fyrir Kabbah, fyrrverandi forseta," sagði hann. „Komist hann til valda aftur mun hann tefla friðarsam- komulagi okkar við Sameinuðu byltingarfylkinguna í tvísýnu." Sameinaða byltingarfylkingin hefur barist við stjórnarherinn frá árinu 1991. Kabbah undirritaði friðarsamning við hreyfínguna í nóvember en ekki var staðið við hann og uppreisnarmennirnir hafa nú gengið til liðs við leiðtoga valda- ránsins. Leiðtogi uppreisnarmann- anna, Foday Sankoh, hefur verið skipaður varaformaður Byltingar- ráðs hersins, sem tók völdin í sínar hendur. Leiðtogar valdaránsins sögðust myndu steypa Kabbah ef hann kæmist aftur til valda en lofuðu að skipuleggja kosningar innan tveggja ára „til að þjóðin gæti valið leiðtoga". Þriðja valdaránið á fimm árum Þetta er þriðja valdaránið á fímm árum í Sierra Leone, sem er fátækt land og stríðshrjáð. Valdaránið hefur verið fordæmt víða um heim. Á leiðtogafundi Ein- ingarsamtaka Afríku, sem lauk í Harare á miðvikudag, var farið fram á að Kabbah fengi völd að nýju. Nígerískur her er þegar kominn til Freetown og liðsauki hefur borist jafnt og þétt. Nígeríumenn skutu á höfuðborg- ina af hafí á mánudag. Svöruðu uppreisnarmenn með því að ráðast á nígeríska hermenn, sem gættu útlendinga á hóteli í borginni. Al- þjóðanefnd Rauða krossins hafði milligöngu um vopnahlé og hefur verið kyrrt í borginni síðan. Fjöldi íbúa í Freetown hefur neitað að fara til vinnu í mótmæla- skyni eftir að valdaránið var framið. Skortur blasir við á mat- vælum og eldsneyti. Fjöldi manns hefur flúið höfuðborgina. Kosið í skugga blóðugra átaka 300.000 her- og lögreglumenn á varðbergi Algeirsborg. The Daily Telegraph. MIKIL öryggisgæsla setti mark sitt á þingkosningarnar í Alsír í gær eftir fímm ára borgarastyrjöld sem hefur kostað 60.000 manns líf- ið. Rúmlega 300.000 lögreglu- og hermenn voru sendir á 30.000 kjör- staði þar sem heittrúaðir múslimar höfðu hótað sprengjuárásum til að trufla kosningarnar. Að minnsta kosti 20 manns biðu bana í sprengjutilræðum í Algeirs- borg í kosningabaráttunni og tveir alsírskir kosningaeftirlitsmenn særðust alvarlega þegar sprengja sprakk í bil í miðborginni í gær. Klukkustund áður en kjörstöðum var lokað höfðu níu milljónir af 16,7 milljónum atkvæðisbærra Alsírbúa kosið. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins hældi alsírskum kjósendum og sagði að með því að mæta á kjörstaði hefðu þeir sýnt „hugrekki þar sem þeir hafa mátt þola grimmilega hryðjuverkaher- ferð í mörg ár“. Fyrsta fjölflokkaþingið Stjóm Liamine Zerouals forseta segir kosningarnar mikilvægan þátt í því að binda enda á borgarastyrj- öldina. Nýja löggjafarsamkundan verður fyrsta fjölflokkaþingið í Alsír frá því landið fékk sjálfstæði árið 1962. Einn flokkur, Þjóðfrelsisfylkingin, stjórnaði landinu í tæp 30 ár þar til fyrstu lýðræðislegu þingkosning- arnar fóru fram í desember 1991. Kosningarnar voru lýstar ógildar í janúar 1992 til að koma í veg fyrir stofnun íslamsks ríkis þegar sigur róttæks flokks múslima, Islömsku frelsisfylkingarinnar (FIS), blasti við. Reuter ALSÍRSKUR lögreglumaður skoðar persónuskilríki konu við kjörstað í Algeirsborg í gær. FIS og öllum flokkum, sem tengjast hreyfingum heittrúar- manna, var bannað að taka þátt í kosningunum í gær. 7.000 fulltrúar 39 flokka voru í framboði og kepptu um 380 þingsæti. Búist var við að flokkur stuðn- ingsmanna Zerouals forseta, sem var stofnaður fyrir aðeins þremur mánuðum, færi með sigur af hólmi en ólíklegt þótti að hann næði hreinum meirihluta á þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.